Vísir - 05.03.1977, Qupperneq 19
Lélegasta sjónvarp í heimi
Friöleifur Ingi Brynjarsson Dalvlk skrifar:
Ég er ekki sá fyrsti sem
kvartar undan lélegri sjón-
varpsdagskrá. Ekki efast ég um
aö flestir landsmenn eru nú þeg-
ar búnir aö fá leiö á dagskránni
á sunnudögum. Þaö væri nú
bara alveg eins gott aö hafa
bara ekki neitt sjónvarp á þess-
um dögum.
Þaö er frægt hvaö forráöa-
menn sjónvarpsins geta komiö
meö lélegar myndir. Þeir eru
alltaf með þetta sama drasl, ef
svo má aö oröi komast.
Ekki efast ég heldur um aö all
flestir eru nú búnir aö fá leiö á
þessari Listahátfö sem þeir eru
af og til aö sýna frá, þegar þeir
fá ekkert annaö leiöinlegra.
Þeir hjá sjónvarpinu gera
ekkert annaö en aö hrúga aö sér
hundleiöinlegu eða jafnvel
drepleiöinlegu sjónvarpsefni ef
það er þá hægt að nefna þaö
efni. Ég ætla aö koma meö
nokkur dæmi tii stuðriings sfeoð-
un minni og eflaust eru neu-i
sammála mér.
í fyrsta lagi ættu aö vera fleiri
framhaldsþættir á dagskránni.
Þeir ættu að vera I sjónvarpinu
aö minnsta kosti tvisvar i viku,
á miövikudögum og laugardög-
um eins og nú er. Þá vildi ég fá
aö sjá fleiri kúrekamyndir og
teiknimyndir á borö viö Stein-
aldarfjölskylduna, Þotufólkið
og aö ógleymdu „Umhverfis
jöröina á 80 dögum”. Loks vil ég
sjá hryllingsmyndir glæpa-
myndir, lögreglumyndir og
fræöslumyndir um lifnaðarhætti
ýmissa furðulegra dýra.
En ég var nærri búinn aö
gleyma aö segja hver skoðun
mln væri á sjónvarpinu I sam-
anburði við aörar sjónvarps-
stöðvar. Aö vlsu kann það aö
móðga sjónvarpsmenn en ég á-
lit það lélegast allra sjónvarpa.
-----------------
AUflestir eru búniraö fá leið á þessari listahátfö sem þeir eru af og
til aö sýna, þegar þeir fá ekkert annað leiöinlegra segir Friöleifur.
***«*<■
Takk Jónas
Einn á leiö til Ameriku
Eftir að hafa I allan vetur
fylgt Jónasi Jónassyni um land-
ið á sunnudögum I þáttum hans,
þá get ég ekki orða bundist aö
lýsa ánægju minni á öllu þvi
sem Jónas gerir. Smekkvlsi
hans og kraftur I þvi aö ná útúr
fólki skemmtilegum og fræö-
andi frásögnum er einstakur og
lagaval I þættina frábært.
Ástæöan fyrir þessum llnum er
aö á sunnudagskvöldiö var
þáttur Jónasar um baráttu
manna til aö losna úr viöjum
„Bakkusar” og þaö átak sem
gerthefur veriö aö Ránargötu 6.
Þetta átak og sú reynsla sem
þessirágætumennsem þareiga
heima eru búnir aö sanna ætti
aö sýna okkur fram á aö þaö er
hægt aö sigrast á erfiöum
vandamálum ef viljinn er fyrir
hendi.
Bifreiðaútboð
óskaðer eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar,
sem eru eign Energoproject:
Snjósleði/ Harley Davidson
Land Rover, lengri, dísil '73
Land Rover, styttri, disil '73
Land Rover, styttri, disil '73
Land Rover, styttri, bensín '73
VW 1300 '74
VW1200 L '74
VW 1300 '73
Ford Bronco '74
Ford Bronco '74
Ford Bronco '74
Chevrolet Blazer '74
Chevrolet Blazer, Pick-up '74
Chevrolet Blazer, Pick-up '69
Willys jeppi CDS '74
Willys jeppi, CDS '74
Ford Transit,
sendibif r. 2,5 tonn '69
Benz sendibif r. 2.5 tonn '69
UAZ 452, sendibifr. '74
Bif reiðarnar sel jast í því ástandi, sem þær eru
nú í, og skulu tilboð miðuð við staðgreiðslu.
Bifreiðarnar verða til sýnis laugardaginn 5.
mars 1977, frá kl. 13-17 hjá Heklu h.f. Lauqa-
vegi 172, og skal tilboðum skilað þar á sama
tíma. 1
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl 17.30.
Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
HEKLAhf.
Bílasala Laugavegi 172