Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 3
, Þriðjudagur 15. mars 1977 3 Loðnufrystingin hefur brugðist — ekki búið að framleiða upp í helming þess magns sem samið hefur verið um sölu ó „Loönufrysting liggur nú þar sem hún er hrygnd og Einarsson framkvæmdastjóri alveg niðri nema á hrognum. verður þaö áfram nema, aö til Sölumiðstöðvar hraöfrysti- Loönan er ónothæf til frystingar komi ný ganga”, sagði Hjalti húsanna er Visir ræddi við hann Japanska skipið sem er nú 1 Reykjavikurhöfn að taka loðnu. i gær. Hjalti sagöi að samkvæmt þeim tölum sem lægju fyrir hjá Sölumiðstöinni væru frystihús á þeirra vegum búin að frysta um 2500 tonn af loðnu, og auk þess um 304 tonn af loönuhrognum. Frystingin á loðnuhrognunum er nú i fullum gangi og hefur verið mikiö fryst af þeim und- anfarna daga. Samningar hafa verið gerðir viö japani um sölu á tólf hundruð tonnum af loðnu- hrognum og kvað Hjalti vonir standa til að unnt reyndist að framleiðauppiþannsamningi . Að minnsta kosti væri engin ástæða til að vera svartsýnn um það á þessu stigi málsins Ekki helmingurinn af samningi. Sölumiöstöð hraöfrysti- húsanna gerði samning um sölu á sex þúsund tonnum af frystri loðnu og er þvi ekki enn búið að framleiöa upp i helming þess magns. Jafnvel þó að ný ganga kæmi til yröi ekki hægt að frysta i nema einn til tvo daga i viðbót, að sögn Hjalta, svo að þaö magn sem þá fengist gerði ekki út- slagið. Mikill fjöldi japana er nú hér á landi til þess aðfylgjast meö loðnufrystingunni. Hafa þeir skipt sér niður á frystihúsin og gætt þess að allt fari fram samkvæmt þvi sem þeir vilja. Er það raunar skilyrði I samn- ingnum að þeir skuldbindi sig ekki til aö kaupa loðnuna nema að þeir fái aö fylgjast með fryst- ingunni. Nú sem stendur er hér japanskt skip sem á aö taka frysta loönu. Siðar kemur annað skip, en óvist er hvort fleiri skip komi. —EKG V, . . i ■rapr^ /J * Jr*' í Menn voru önnum kafnir við að skipa loðnunni um borð er Jens ljósmyndara VIsis bar að. „Ekki ástœða til að banna sakkarín hér" — segir landlœknir Málmiðnaðarmenn á Akranesi: Gera tillögu um rassskellingu á almannafœri Vaka félag lýðrœðis sinnaðra stúdenta: „Stóriðja er oftast mannskemmandi" ' ,,Sú atvinna sem stóriðja býður upp á er oftast mannskemmandi á sál og likama og þvi öldungis i ósamræmi við mannúðarstefnu og hugmyndir vorar um heilbrigt mannlif”, segir Vaka félag lýðræðissinnaðra stúdenta i ályktun um stóriðju á tslandi. 1 ályktuninni segir ennfremur að islenskir ráðamenn hafi siðustu 15 ár hallast æ meir að þvi að stóriðja erlendra auðhringa sé forsenda nýsköpunar i islensku efnahagslifi. Þetta telur Vaka vera rangt. Leggur félagið áherslu á að vöxtur stóriðjuum- svifa sé andstæður einkaframtaki og dreifingu hagvaldsins. „...Akvarðanir valdhafa um stóriðju hafa hingaö til verið til- viljunarkenndar og án samhengis við skynsamleg markmið um almenna náttúruvernd, islenska menninguog heilbrigt mannlif”, segir Vaka. —EKG. „Við höfum rætt þetta, en telj- um ekki ástæðu til að banna notkun sakkarfns hér á landi,” sagði Ólafur Ólafsson landlækn- ir f samtali við Vfsi. 1 Bandarikjunum og Kanada hefur verið lagt til að sakkarin verði bannaö. Astæðan er sú að tilraunir með rottur leiddu I ljós að sakkarln gæti valdið krabba- meini. Ólafur sagði að við Islending- ar notuðum þaö lftiö af sakkarfni að engin hætta væri á feröum af þeim sökum. I Bandarikjunum og Kanada væri sakkarinhinsvegar mikið notaö I mat I staðinn fyrir sykur. Ætti engin hætta að stafa af þvi þótt fólk geri kaffi sætt með sakkarini i staö sykurs. —SJ „Við krefjumst þess einnig, að þyngdar verði refsingar og má nefna rassskellingu á al- mannafæri og lifstfðarfangelsi i reynd”, segir I samþykkt aðal- fundar Sveinafélags málm- iðnaðarmanna á Akranesi, en fundurinn var haldinn fyrir skömmu. Þessi yfirlýsing var hluti af ályktun fundarins um þjóðmál, en þar var einnig skorað á rikis- stjórn og alþingi aö koma þvi þannig fyrir, „aö sami stjórn- málaflokkurgetiekkiáttmenn i öllum æöstu stöðum dómkerfis- ins”. Aðalfundurinn geröi einnig ályktanir um kjaramálin og var þar lögð áhersla á aö enginn fái lægri laun en helmingi lægri en þau hæstu”, og krafist „haröari stefnu af ASl en undanfarin ár i þeirri kjarabaráttu, sem fram- undan er”. —ESJ. Formaður útvarpsráðs: Má aðeins birta í Tímanum Eins og Visir skýrði frá á laugardag, sam- þykkti útvarpsráð á fundi sinum daginn áð- ur að gerð skuli kostnaðaráætlun um gerð sjónvarpsleikrita 10 höfunda. Blaðið hafði frétt, að meðal þessara höfunda væri Björn Bjarman rithöf- undur og var hann spurður hvort þetta væri rétt. Björn sagði, að samkvæmt til- mælum frá formanni útvarps- ráös, Þórarni Þórarinnssyni rit- stjóra, væri ákveðið að halda nöfnum þessara höfunda leynd- um og gæti hann ekki brotið trúnað viö Þórarin. A sunnudaginn birtir Timinn siöan frétt um málið og getur þess, að meðal þeirra höfunda sem þarna voru valdir úr hafi verið Björn Bjarman, GIsli J. Astþórsson svo og Jakob Jóns- son. Erþvlgreinilegt, að þótt Þór- arinn Þórarinsson kref jist þess af öðrum, að þeir skýri ekki frá nöfnum fyrrnefndra höfunda, sér hann ekkert athugavert við að frá þeim sé greint i hans eig- in blaði. __sg Gul glampaljós í gang á nóttunni? „Jú það er rétt, við i umferðarráði höfum lagt fyrir borgarráðsfund, sem verður á morgun, að gera ýmsar tilraun- ir og breytingar i sambandi við umf eröarljósin hér i Reykjavik” sagði Guttormur Þormar yfirverkfræðingur um- feröardeildar borgarinnar, er Vlsir ræddi við hann i morgun. „Viðhöfum lagt til, að tilraun verði gerð á aö minnsta kosti einum staö meö gul glampaljós á timabilinu frá 1 til 7 um nótt- ina. Þarna á aö vera hægt að aka i gegn án þess að þurfa aö stansa ef engin umferö er, en það hefur löngum farið i taugarnar á mörgum sem aka á nóttinni, að þurfa að stöðva bila sina á rauðu ljósi, þegar hvergi er bill sjáanlegur. Þá hefur verið lagt til að gerö yrði tilraun með sérstök gönguljós á mótum Lækjargötu og Bankastrætis, en þar er oft þröng á þingi. Yrðu ljósin þri- skipt, þaraf eitt sem aöeins yrði fyrir gangandi vegfarendur. Þá leggjum við til að sett veröi upp ný umferðarljds á tveim stöðum á Háaleitisbraut — það er að segja á gatnam. Armúla og Safamýri og siðan á mótum Fellsmúla og Safamýri. Þá er einnig lagt til að gang- brautarljós verði sett upp á Hofsvailagötu viö Hagamel og einnig á Háaleitisbraut viö Smáageröi. Þetta eru aöeins tillögur frá okkur i umferðarr., þær veröa nánar ræddar á borgarráös- fundi sem verður i dag, og þar endanlega tekin ákvörðun um hvort af þessu veröur eða ekki” sagði Guttormur að lokum. ) —KLP. Meðal hugmynda sem um- feröarnefnd hefur sent borgar ráði eru meðai annars, að sett verði upp ný umferðarljós og götuljós á ýmsum stöðum I borginni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.