Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 15. mars 1977 VlSlK VÍSIR Ctgefanili: Heykjaprent hf. Franikvæmdastjóri: DavfA Guftmundsson Hitstjórar; Forsteinn Pálsson ábm ólafur Hagnarsson Hitstjórnarfulltrúi: Brági Guömuíldsson.K Fréitaitjóri erlendra írétta :Guömundur Pétursson. Umsjón ineft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Elfas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pólsson, öli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guftvinsson, lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjdnsson. Akureyrarrltstjórn: Anders Hansen. CtliUteiknun: Jón öskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Drelfingarstjófi: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar: Siftumúla 8. Simar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 ó mánufti innanlands. Aígrciftsla: Hverfisgata 44. Simi 86611 Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. jtitstjórn: Siftumúla 14. Slmi 86611, 7 llnur Prentun: Blafiaprent hf. Akureyri. Slmi 96-18806. I þógu skuldara eða sparifjáreigenda? Dr. Jóhannes Nordal ritar í nýútkomnu hefti Fjár- málatíðinda forystugrein um vaxtapólitíkina. Þar greinir hann m.a. frá því, aft á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti síðan 1971 að aukning sparif jár hélst I hendur við vöxt þjóðartekna. Að þessu leyti hafa því orðið markverð umskipti i peningamálum þjóðarinnar. A eyðslustefnutímabilinu, sem hófst 1971, rýrnaði raunverulegt verðmæti sparif jár, enda var svo komið 1974, þegar verðbólgan var í algleymingi, að raunvextir af sparifé voru neikvæðir um 20%. Með ákveðnum aðgerðum í peningamálum hefur tekist að snúa tafl- stöðunni til betri vegar, og tölurnar þar um sýna gleggst, hversu hrikaleg aðstaðan hefur verið í þessum efnum. Á síðasta ári voru settar sérstakar vaxtaaukareglur bæði að því er varðar innlán og útlán. Seðlabankastjóri telur, að þessi nýja vaxtapólitík hafi ráðið talsverðu um þau jákvæðu umskipti, sem orðið hafa í þessum efnum. Er það ugglaust rétt. Þetta sýnir, að vaxtapóli- tíkinni verður að haga í samræmi við verðbólgu á hverjum tíma. Á síðustu árum hefur á hinn bóginn verið rekin tvenns konar vaxtapólitík. Reynt hefur verið að mæta óskum atvinnuvega og einstakra hagsmunahópa með lágum vöxtum að tiltölu. I mörgum tilvikum hefur þetta leitt til þess að lánastofnanirnar hafa lánað fé á lægri vöxtum en þær greiða sjálfar. I þessu sambandi má benda á þær upplýsingar, sem fram komu í þessu blaði í síðustu viku um lánastarf- semi viðskiptabankanna. Þar kom fram, að þriðjung- urinn af öllum þeirra útlánum er á lægri vöxtum en greiddir eru á almennar sparisjóðsbækur. Vaxtapólitík af þessu tagi gengur ekki til lengdar, það liggur í aug- um uppi. Rétter, aðatvinnuvegirnir hafa ekki getað risið und- ir vaxtagreiðslum í samræmi við óðaverðbólguna. Og að undanförnu hafa komið fram kröfur um lækkun vaxta til þess að auðvelda rekstur atvinnufyrirtækja í því skyni m.a. að draga úr verðlagshækkunum og mynda svigrúm til kauphækkana. I þessu sambandi bendir dr. Jóhannes Nordal á að með lækkun vaxta sé engu létt af þjóðarbúinu í heild, heldur sé verið að flytja úr einum vasa yfir í annan. Mikil mismunun í vöxtum er þvi óeðlileg fyrir margra hluta sakir og fær ekki staðist til lengdar. Kjarni málsins er sá, að vaxtapólitikin verður að örva sparnað. Á tíu ára tímabili frá 1961 til 1971 voru spariinnlán um það bil 29% af verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar. Þetta hlutfall var komið niður í 18% á ár- inu 1975. Fjármagnið hefur farið í steinsteypu, bíla og eyðslu af ýmsu tagi. Af leiðingin er sú, að lánastofnanir hafa miklu minna fjármagn til ráðstöfunar en ella. Seðlabankastjóri telur, að bankarnir hefðu 40 milljörð- um króna meira fé til útlána, ef hlutfall sparif jár af þjóðarframleiðslu hefði haldist óbreytt. Það eru eigendur sparif járins sem leggja grundvöll að allri lánastarfsemi og þeir verða að fá eitthvað fyr- ir snúð sinn. Þeir borga brúsann, ef vextir eru lækkað- ir. I heilbrigðu þjóðfélagi má ekki bæta hag skuldar- anna á kostnað þeirra sem spara. Og lánastof nanirnar geta ekki lánað á lægri vöxtum en þær greiða sjálfar, það ætti mönnum að fara að skiljast. Áminning seðla- bankastjóra um mikilvægi þess að standa vörð um hagsmuni sparifjáreigenda á því fyllilega rétt á sér eins og sakir standa. „HUGMYNDIR UM STÉTTLAUST SAM- FELAG I REYKJA- VÍK DÆMAST Ó- MERKAR OG ÚRELTAR" segir í niðurstöðum rannsóknar á félagslegu landslagi Reykjavikur I Hugmyndir um stéttlaust samfélag I Reykjavik eru dæmdar ómerkar og úreltar i rannsókn sem Bjarni Reymars- son geröi sumariö 1975 á „hinu félagslega landslagi f Reykja- vlk”, eins og hann nefnir þaö.Rannsóknin er birt f janúar- april hefti Fjármálatföinda. menntun og starfsstétta- skiptingu eftir búsetu í borginni. Komst hann aö því aö meðlimir verkakvennafélaginu voru fjölmennastir i þeim hverfum sem meölimir i Banda- lagi háskólamanna voru fæstir og þar sem meðaltekjur voru lægstar. Bjarni geröi þáttagreiningu á félags- og efnahagslegum ein- kennm ibtla Reykjavikur eftir búsetu þeirra I borginni. Hann skipti borginni 132 reiti og rann- sakaöi samsetningu hvers reits meö tilliti til aldurs ibúa, hús- næöiseinkenni reitsins og félagslegrar stööu Ibúanna. Gamalt fóik og börn búa ekki i nábýii Bjarni komst að þeirri niöur- stööu aö aldursdreifing Ibúa Reykjavlkur fylgi I megindrátt- um aldri íbúöarhúsa. Eldra fólk meö uppkomin börn býr I vesturhluta borgarinnar, en ungar fjölskyldur meö börn á skólaskyldualdri búa I eystri- hluta borgarinnar. Til dæmis voru aðeins 16% íbúa Tjarnar- svæöisins yngri en 16 ára 1974 en 49,5% I Fellahverfi I Breiöholti. Tekjur og starf mis- munandi eftir hverf- um. Samkvæmt tekjudreifingu, sem Bjarni reiknaöi út sam- kvæmt tilviljanaúrtaki úr skatt- skrá Reykjavlkur 1975, voru hæstu meöaltekjur I Laugarásn- um, 1.900 þúsund en lægstu meöaltekjur viö Laugaveg og I Skuggahverfi, kr. 650 þúsund. Upplýsingar um búsetu meö- lima I Bandalagi háskólamanna og meölima I verkakvenna- félaginu Framsókn voru einu gögnin sem Bjarna tókst aö fá, sem gæfu vlsbendingu um Þessi mynd gefur vlsbendingu um þaö hvernig búseta fólks eftir stööu, aldri og húsagerö. 1. Gamli Vesturbærinn 2. Tjarnarsvæöiö 3. Laugavegur — Skugga- hverfi 4. Þingholt 5. Skólavaröa — Landspitali 6. Túnin 7. Nóröurmýri — Rauöarár- holt 8. Sjómannaskólasvæöiö 9. Laugarnes 10. Teigarnir 11. Kleppsholt — Sund 12. Laugarás 13. Háaleitshverfi 14. Álftamýri 15. Vogar 16. Heimar 17. Skjólin 18. Melar 19. Hagar — Skerjafjöröur 20. Hliðar vestur 21. Hliöar austur 22. Hvassaleiti — Stórageröi 23. Smáibúða- og vestur 24. Bústaöahverfi austur 25. Fossvogshverfi vestur 26. austur — Blesugróf 27. Arbæjarhverfi vestur 28. austur — Selás 29. Breiðholt Stekkir-Bakkar (ráöhús) 30. Bakkar 31. Vesturberg —Hólar 32. Fellin Verkakonur voru fjöl- mennastar I Túnuj, Lauga- veg-Skuggahverfi, Noröur- mýri—Rauöarárholti, Breiöholti (Stekkir—Bakkar) og Smáíbúöa- og Bústaöahverfi. Fæstar voru þær I Fossvogs- hverfi, Laugarás, Arbæjar- hverfi og Hliðum. Dreifing lækna og verk- fræöinga var könnuö sérstak- lega og kom í ljós aö flestir læknar bjuggu I Hvassaleiti — Stórageröi, Fossvogi, HHöum óg Högum — Skerjafiröi. Engir læknar bjuggu I Smálbúöa- hverfi, Arbæjarhverfi, vestur né Fellahverfi. Verkfræðingar voru fjöl- mennastir I nokkrum nýrri hverfum borgarinnar, I Breið- holti og viö Laugarás. Þrjár stéttir Þær 14 breytur sem Bjarni vann meö voru prentaöar inn á tölvukort og fylgitölur reiknaöar út. Niðurstööur þeirr- ar þáttagreiningar voru siöan settar saman I eina mynd og komst Bjarni þannig aö þeirri niöurstööu aö I borginni væru þrír hópar reita (hverfa). Hópur A: Flestir Ibúar reit- anna búa i nýlegum fjölbýlis- húsum, margir þeirra eru meö háskólamenntun og hafa háar tekjur. Flestar fjölskyldur eru ungar og eiga mörg börn á skólaskyldualdri. Ibúar þessa hóps eru tilvonandi og núver- andi mið- til efristéttafólk. Hópur B: Ibúar reitanna eru eldri en I A hópnum og búa I eldra húsnæöi og yfirleitt ekki I fjölbýlishúsum, en hafa svipaöar tekjur og menntun og A hópurinn. Ibúa þessa hóps telur Bjarni til mið- til efri- stéttarfólks. Hópur C: Menntun og tekjur fólks I þessum reitum er fyrir neðan meöaltal. Margir reitir I þessum hóp hafa eldri Ibúa og 1 sumum tilfellum ekki jafn gott húsnæöi og I hópum A og B. Samkvæmt þessu segir Bjarni mætti kalla ibúa I hóp C miö- til lágstéttarfólk. Stéttlaust samfélag? 1 niöurstööum sínum segir Bjarni aö einangrun ákveöinna aldurs-, menntunar- og tekju- hópa I borginni falli ekki vel viö hugmyndir um stéttlaust sam- félag og veröi þær þvl aö dæm- ast ómerkar og úreltar. Samanborið viö hliöstæöar rannsónir á ýmsum vestrænum borgum segir hann aö land- fræöileg dreifing meginfélags- þáttanna, fjölskyldu- og efna- hagsþáttar I Reykjavlk sé ekki eins regluleg og viöa annars staöar, en viröist þó fylgja sömu grundvallarlögmálum. Þó sé ekki jafn mikill munur á ein- stökum Ibúareitum I Reykjavlk og I mörgum bandarlskum borgum, sérstaklega sé tekju- munur milli reita I Reykjavlk mun minni. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.