Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 5
vism Þriðjudagur
15. mars 1977
Hin mjög svo umdeilda sel-
veiði kanadamanna hefst í þess-
ari viku, og verða selveiði-
mennirnir að búa sig undir aö
mæta að þessu sinni hundruðum
dýraverndarmanna á veiðislóð-
unum, sem eru hafísinn út af
austurströnd Kanada.
Þeir, sem berjast gegn sela-
drápinu, hafa stöðugt fært sig
upp á skaftið i mótmælaaðgerð-
um sinum siðari árin. Þeir hafa
gripið til þess að þvælast fyrir
veiðimönnunum og skýla sel-
kópunum með eigin likama.
Þeir hafa komið sér fyrir á isn-
um i stefnu selveiðiskipanna og
neitað að hreyfa sig. Þeir hafa
hlaupið upp og borið burtu kópa,
sem veiðimennirnir höfðu feng-
ið augastað á. — Það eru hvit
skinn kópanna, sem sóst er eft-
ir.
Þessir dýravinir eru stað-
ráðnir I þvi, að efla þessar
aðgerðir um leiö, og reyna alla
lagakróka til þess að afstýra
drápinu.
í fyrstu hentu selveiöimenn-
irnir smágaman að þessum
uppátækjum, þegar selverndar-
ar hófust handa, en það var upp
úr 1960. Smám saman fannst
þeim þetta vera þeim til óþæg-
inda, þegar mannaferðirnar
ágerðust, og veiðimennirnir
þurftu æ oftar að færa sig úr
veiðistað til þess að komast hjá
leiðindum. Nú er farin aö sjóða I
þeim heiftin, þegar þeim þykir
atvinnu sinni vera fyrir alvöru
ógnað.
Selverndarmenn, sem koma
úr ýmsum dýraverndunarfélög-
um, en þó mest frá Banda-
rikjunum, hafa ekki látið uppi
um hvernig þeir ætla að haga
aðgerðum sinum þennan veiði-
tlmann. Kviða menn þvl, að til
örlagarlkra tlðinda kunni að
draga, þegar selfangarar og
dýraverndarar hitta hverjir
aðra á Isbreiðunni, þar sem
hundruö þúsunda sela eiga af-
kvæmi sln.
Það er þó vitað, að selvernd-
armenn hafa nokkrir hópast I
St. Anthony nyrst á Nýfundna-
landi og ætla sér að fljúga þaðan
allt að því 100 mllna leið til
veiðistöðvanna á ísnum.
Gerry Zimmermann, einn af
félögum Greenpeace-samtak-
anna, sem helgað hafa sig um-
hverfisvernd, varðist allra
frétta af ráðabruggi selvernd-
ara, þegar tíðindamaður Reut-
ers innti hann eftir fyrirætlun-
um þeirralSt. Anthony. —-„Það
kemur I ljós, þegar stundin
rennur upp”, var allt, sem hann
fékkst til að segja.
1 fyrra ætluðu Green-
peace-samtökin að úða kópana
meö litarefni, til aö spilla verð-
mæti skinnanna, en kanada-
stjórn greip I taumana.
Greenpeacemenn segjast
munu varast ofbeldi og hörfa
undan, ef þeir mæti sllku. En
dýraverndarmenn grunar að
selföngurum sé þrotin þolin-
mæðin, þannig að til árekstra
geti komið. — Brian Davis, for-
stjóri Alþjóða dýraverndunar-
sjóðsins, hefur sakað yfirvöld á
Nýfundnalandi um að luma á
ráðagerðum um að beita „kunn-
um lagabrjótum og ofbeldis-
mönnum” gegn dýraverndur-
um. Þessu hefur nýfundna-
landsstjórn neitað, þótt hún hafi
veitt heimamönnum leyfi til
þess að undirbúa mótmælaaö-
gerðir gegn mótmælum sel-
verndara. — Selveiðimenn á
Nýfundnalandi eru mjög gramir
útlistingum selverndara á
grimmd selfangara, og segja
þær miklar /Rjur.
Walter Carter, sjávarútvegs-
ráðherra Nýfundnalands, sagði
I ræöu I Nýfundnalandsþingi á
föstudaginn: „í örvæntingu
sinni til þess að heilaþvo hina
svonefndu velgerðarmenn
mannkynsins hefur þetta fólk
(selverndarar) gengið ótrúlega
langt I tilraunum sinum til þess
að sverta selfangara okkar og
valda þessu landi ómældu tjóni
og raunar llka Kanada”.
Ýmis samtök á Nýfundna-
landi hafa efnt til funda um
málið og ráðagerðir eru uppi til
þess að taka upp baráttu við
andmælendur selveiða. — Ný-
fundnalandsmenn kvlða þvl, að
efnahagur landsins blði alvar-
legt tjón af (og þykir hann þó
bágborinn fyrir), ef selveiðin
veröur bönnuð. Auk selaafurð-
anna sjálfra (kjöt skinna og
fitu, sem notuð er I sápur,
smyrsl og fleira), sem mönnum
yrði eftirsjá að, ætla fiskimenn,
að fljótlega mundi ganga á
fiskistofna, ef selum fjölgaöi
ótakmarkað.
„Það er allt gott og blessað með
öll þessi verðlaun, en það er verri
sagan að halda þeim gljáandi
fögrum,” má oft heyra hjá eigin-
konum afreksmanna sem sanka
að sér verðlaunabikurum og silf-
urpeningum.
Það vill setjast á þessa gripi, og
krefst mikillar vinnu að gera þá
augnayndi aftur.
En aukin tækni leysir þennan
vanda sem annan og nú er komið
fram I Bandarikjunum hreinsi-
tæki sem með tilstilli últrahljóð-
bylgjutækni hreinsar silfurgripi
safnmyntir, skartgripi og
vélahluta á örfáum sekúndum.
Sonicsjá fyrir blinda
Eftir sex ára rannsóknir og til-
raunastarf hefur ný-sjálenska
fyrirtækið Wormald International
Sensory Aids Ltd. sent á markað-
inn„Sonic” sjána slna. Það tæki
sem gerir blindum mögulegt að
greina og jafnvel bera kennsl á
hluti i fimm metra fjarlægö.
Byggist tækið á gamalli hug-
mynd. Það sendir frá sér ultra-
hljóðbylgjur sem endurkastast af
hlutnum framundan, og blindi
maðurinn móttekur endurkastið.
Nýmælið við Sonicsjána er hins
vegar þaö, hvernig tekist hefur að
gera hana úr garði, svo að hún sé
hentug og þægileg til daglegra
nota. Sendari og móttakari eru I
gleraugnaumgjörð úr thermó-
plasti, meðan rafeindaútbúnað-
urinn ásamt rafhlöðunum fyllir
ekki meira rúm I vasa en Vindl-
ingapakki, eins og meðfylgjandi
mynd ber með sér.
Grafa sœstrenginn niður í
hafbotninn
Dráttarbátur
> . \
! Móðurskip Dælur
- - jj— -
Sand- og malar-
botn.
Plast í ðryggisbúnað bifreiða
Þar kom að því, að menn tóku
plastið I þágu öryggisins I um-
ferðinni. Eftir því sem „Dagens
Industri” hefur vakið athygli á,
þá hefur bandarikjamaðurinn
Donald Jensen fullyrt aö nota
megi uretanplast I „grill”,
höggvara og hús á blla og mundi
það konia I staðinn fyrir stál og
króm.
Heldur Jensen því fram að
ökumaðurblls, sem þannig væri
úr garði gerður (og það þótt
smáblll væri) mundi lifa af á-
rekstur á 65 km hraða.
Jensen þessi er forstjóri cellu-
plastfyrirtækis I New York og
hefur fundið aðferð til þess að
steypa úr uretanplasti.
Járnbrautirnar, sem aðal-
samgöngutæki hinna fjölmenn-
ari rlkja eru oröin hrikalegur
baggi vegna óhagkvæmni I
rekstri, og þótt sérfræöingar
tæknirisanna hafi legið undir
feldi um margra ára bil og
hugsað ráð sitt til að finna aðra
samgöngutækni, sem leyst geti
járnbrautirnar af hólmi, eru
þeir litlu nær. — Þjóöverjar
hafa undanfarið unnið að til-
raunum sem bandarikjamenn
og japanir fylgjast meö af mikl-
um áhuga. Það er svifbrautin.
Tilraunabraut var sett upp I
Erlangen og tókst samvinna
Svifbrautir
með risafyrirtækjunum AEG ,
BBC og Siemens við þessa til-
raun. M.á. sem þessi svifreiö
hefur fram yfir eimreiðarnar og
raflestarnar eru mikill hraði I
ferðum, en hún kemst á 400 km
hraða á klukkustund.
Nú er unnið að uppsetningu á
nýrri tilraunabraut sllkrar svif-
lestar og hefur tekist samvinna
með öörum stórfyrirtækjum til
að starfa að henni. Þau eru
Messerschmitt-Bölkow-Blohm
og Krauss-Maffei. Sú svifbraut
hefur fengið nafniö „transrap-
id” og grundvallast á rafsegul-
tækni.
Eftir þau vandræði, sem viö Is-
lendingar höfum átt viö að etja
vegna sæslmastrengja okkar og
neðansjávarrafkapals vestmann-
eyinga, verður fróðlegt að fylgj-
ast með tilraunum norðmanna og
dana með Skagerakstrenginn.
Þetta er 250 kilówatta jafn-
straumsstrengur, sem lagður var
I júnl 1976 milli Noregs og Dan-
merkur, en hefur ekki verið til
friðs, þar sem hann hefur legiö á
sjávarbotninum. (Vegna láglend-
isins I Danmörku hafa danir ekki
tök á ódýrri raforku, og flytja
hana þvl inn.) — Eins og sæslma-
strengirnir okkar hafa veriö
margslitnir af botnvörpum fiski-
skipa og öðrum veiðarfærum,
hefur þessi rafstrengur viö
Skagerak oröið fyrir áföllum af
stærri og minni fiskiskipum.
Það hefur þvi orðið að ráöi
tæknisnillinganna að grafa
strenginn niður I hafsbotninn,
sem er auövitað hægara sagt en
gert.
I vangaveltum um, hvernig
menn skyldu bera sig að við
þetta, leist mönnum best á að-
ferð, sem byggist svipuðum
vinnubrögðum og notuð voru við
björgun farmsins úr málmflutn-
ingsskipinu, sem sökk I Narvikur-
höfn á strlðsárunum. — Með þvl
að nota þrýstiloftsknúnar dælur
tókst mönnum aö ná upp 20 smá-
lestúm af málmi úr skipinu á
hverri klukkustund.
A teikningu, sem hér fylgir
með, er betur útskýrt en með orð-
um, hvaö til stendur við Skager-
ak. Það á aö smiöa rammgeröan
kláf með fjórum stórum dráttar-
vélarhjólum. A kláfinn verða sett
sextán 8 metra löng rör. Ofan úr
skipi veröur dælt lofti I gegnum
þessi rör.
Þegar loftið blandast sjónum
umhverfis kláfinn, veröur sá sjór
léttari og leitar upp á við. Þfetta
kemur til með að verka eins og
sogdæla af öflugasta tagi. Sandur
og smámöl af bótninum, sem
kláfurinn verður dreginn yfir,
eiga að sogast upp, og eftir verður
þá rás, sem menn ætla sér að hafa
eins metra breiða og eins metra
djúpa.
Dráttarbátur á að draga kláf-
inn áfram, en yfir honum veröur
móðurskip meö stóru þrýstilofts-
dælurnar. — Með sjónvarps-
búnaði og rafeindafjarstýringu
verður kláfnum haldið á réttri
stefnu yfir sæstrengnum. Vökva-
stýring verður á hverju traktors-
hjóli.
Sæstrengurinn kemur þá til
meö að liggja eftir i eins metra
djúpum skurðinum, sem hreyfing
sjávar verður fljót að fylla aftur.