Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 15.03.1977, Blaðsíða 24
VIÐBRÖGÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR VIÐ KRÖFUGERÐ ASÍ: VISIR Þriöjudagur 15. mars 1977 Fundu smygl í Dísarfelli Smyglvarningur fannst i hfbýlum sex skipverja á DIs- arfelli, sem kom til Reykjavlkur fyrir helgina frá Fihnlandi. Samkvæmt upplýsingum tollgæslunnar var hér um aö ræða 108 flöskur af áfengi, 14 kassa af áfengum bjór, 9200 vindlinga og nokkurt magn af niðursoönu svinakjöti. — ESJ Hestur settur í gips Þaö er fremur óvenjulegt aö hestur sé settur I gips þótt hann fótbrotni. En þetta gerö- ist um helgina á bænum Salt- vlk I Reykjahverfi. Þar fót- brotnaöi hestur og var dýra- læknir frá Húsavík fenginn á staöinn. Var hesturinn settur I gips og var vakaö yfir honum fyrst I staö til þess aö hann stigi ekki I fótinn strax. Hesturinn er aö sjálfsögöu enn I gipsinu hvernig svo sem hann kann viö sig. blessaöur. — EA Brjóta rúður í olíubílum Einhverra hluta vegna fá oliubílar I Vestmannaeyjum ekki aö vera I friöi. Mikiö er um þaö aö brotnar séu rúöur I biiunum, og má segja aö þaö gerist oröiö einu sinni eöa tvis- var I mánuöi. Slöast I gær- morgun var komiö aö einum bilnum þar sem rúöa haföi veriö brotin. Er þetta aö von- um mjög hvimleitt, en ein- hverjir sem leiö eiga framhjá bflunum um nætur viröast stundum gera sér þetta til gamans. — EA Staðinn að innbroti Maöur braut rúöu I hurö á verslun viö ÞÓrsgötu I nótt og var inni I búöinni þegar aö var komiö. Lögreglan handtók manninn, en einn lögreglu- maöur skarst þegar hann var aö fara inn og var fluttur á slysadeild. — EA Frekari viðrœður um einstök efnisatriði ,,Þaö veröur ekkert ráöiö um úrslit málsins af viöbrögöum rikisstjórnarinnar á viöræöu- fundinum I gær, en Geir Hall- grimss., forsætisráöherra lýsti hins vegar vilja rikisstjórnar- innar til aö skoöa kröfur okkar og kanna hvaö rikisst jórnin gæti gert”, sagði Björn Jónsson, for- seti Alþýöusambands tslands, I viötali viö Visi I morgun. Fyrsti viðræðufundur samn- inganefndar Alþýöusambands- ins og rikisstjórnarinnar var haldinn í Ráöherrabústaðnum i gær. „Þessifundur varsvipaður og aðrir fyrstu viðræðufundir”, sagði Björn. ,,Við lögöum þarna fram kröfugerö okkar aö þvi er varðar stjórnvaldaaögerðir, og skýrðum hana. Forsætisráð- herra fór siðan nokkrum orðum um máliö, en þó ekki þannig, að hægt væri áð draga af þvi mikl- ar ályktanir um úrslitmálsins”. Auk forsætisráðherra sátu fundinn af hálfu rikisstjórnar- innar ólafur Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen, Matthias A. Mathiesen og Halldór E. Sig- urösson. Einnig sátu fundinn sáttasemjari rikisins, Torfi Hjartarson, og Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar. „Niöurstaðan á fundinum var svo sú”, sagði Björn I morgun, „að sáttasemjara var falið aö undirbúa frekari viöræður um einstaka þætti kröfugerðarinn- ar.” Vinnuveitendur áttu ekki að- ild að þessum fyrsta fundi, og sagöi Björn að ekkert væri ráð- ið um hvort þeir kæmu inn i þær viðræður eða ekki. „Ég býst hins vegar við að það séu ýmis atriði, sem vinnuveit- endur hafa áhuga á aö rfkis- stjórnin beitisér fyrir, og tel þvi sennilegt, að þeir muni einnig eiga viðræður viö ríkisstjórnina. Ef einhver atriði eru þar sam- eiginleg, getur vel komið til skoðunar að eiga sameiningleg- ar viöræður um þau atriði”, , sagði Björn. Ekki er enn ráðið hvenær næsti viðræðufundur ASl og vinnuveitenda verður haldinn, en það er á valdi sáttasemjara rikisins. Hugsanlegt er talið, að það verði ekki fyrr en sérkröfur einstakra landssambanda innan ASl liggja fyrir, en það mun væntanlega verða eftir nokkra daga. „Við höfum ekki fengið ailar sérkröfurnar ennþá, og siöan tekur alltaf einhvern tlma að fara yfir þær og flokka þær nið- ur. Ég get ekki fullyrt, hvort þvi veröur lokið i þessari viku”, sagði Björn. —ESJ. MIKIL SKÁKUMSVIF Á LOFTLEIÐUM í DAG: Spennandi dagur fyrír skákmenn MikiC verður um að vera á Loftleiðahóteiinu I dag þegar áttunda einvigisskák Spasskys og Horts verður tefld. Það er ekki aðeins að búast megi við hörku baráttu þeirra á milli, þvl að nú er talið að Hort sæki I sig veörið, heldur fara fram skák- skýringar aðrar sem verða mjög spennandi. Fimmta einvigisskák þeirra Korchnois og Petrosjans fór i bið i gær og verður hún tefld áfram I dag. Þá eiga þeir Meck- ing og Polugajevsky einnig biö- skák sem heldur áfram. Þessar skákir verða báðar skýrðar I dag jafnóðum og leikir berast. Þá má ekki gleyma þvi, að á afmælismótinu i Þýskalandi eigast þeir við i dag Friðrik og Csom og hefur Friðrik hvítt. Sömuleiðis tefla þeir Karpov og Anderson, en hann hefur unnið heimsmeistarann. Þessar skákir veröa sömu- leiðis skýrðar i dag og ef sviptingar takast með þeim Spassky og Hort má búast viö, að dagurinn i dag veröi einn sá mest spennandi til þessa frá þvi aö einvigið hófst. Þar verður þvi allt komið i fullan gang klukkan 17. — SG að er engu lfkara en þau Marina og Boris Spassky séu hér f skemmtiferð og hafi ekki hinar minnstu áhyggjur af skák og tafl- mennsku. Þau spássera um sallaróleg meðan Hort sést hins vegar á miklum þönum um ganga Loftleiðahótels. Skákmenn segja að Hort mum heldur betur sækja f sig veðriö f dag og hefur hann hvftt. (Visismynd — Loftur) Stóra fíkniefnamálið leyst Rannsókn á öðru langt komin. — Tveir enn í varðhaldi Þeim umfangsmiklu rann- sóknum á stóra fíknefnamálinu sem upp kom i fyrra og öðru sem siöar kom i dagsins Ijós er langt komiö. Unniö hefur verið sleitulaust aö lausn þessara mála undanfarna mánuði og margir setiö i gæsluvarðhaldi um lengri eða skemmri tima. i morgun voru tveir menn I g slu. Fyrir skömmu var maður lát- inn laus sem hafði setiö I gæslu- varðhaldi frá þvi hann var handtekinn um miðjan janúar. Hann mun hafa smyglaö umtalsverðu magni af mariju- ana og var það allt komið i dreifingu þegar upp komst. Þegar Visir ræddi við Arnar Guðmundson, fulltrúa við fikni- efnadómstólinn i morgun sagði hann, að stóra máliö sem upp kom, i fyrra, væri nú svo til full- rannsakað og hitt sömuleiðis. Eins og Visir skýröi frá fyrir nokkrum vikum var fjölgað i fikniefnadeild lögreglunnar um þrjá menn og sagði Arnar að sú fjölgun ætti mikinn þátt i þvi hve rannsókn hefði miöaö vel aö undanförnu. Fjöldi fólks blandast inn i þessi tvö mál og hafa farið fram umfangsmiklar yfirheyrslur. Von er á tilkynningu frá fikni- efnadómstólnum i dag þar sem nokkru frekar verður skýrt frá þessum málum. —SG ..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.