Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 1. april 1977 vism Það vœru ömurleg þáttaskil ,, ,,Er þaö ekki stórkostlegt, að við skulum geta skilið hvert annað fyrirhafnarlaust, þegar við komum svona saman og ræðumst við? sagði ungur norð- maður eitt sinn við mig i sam- kvæmi, sem haldið var hér T Reykjavik fyrir norrænan gestahóp. Þetta var fyrsta heimsókn hans til Islands og greinilegt að nokkur tifinninga- hiti lá að baki þessari spurningu hans. Jú, vissulega hlýtur það að vera ánægjulegt fyrir þá af hinum norrænu þjóðunum, sem erindi eiga vestur um haf, aö hitta fyrir á þessu eylandi skyldmenni, sem tala mál er gestirnir skilja næstum eins og það væri þeirra eigið og þar sem gestgjafarnir kunna móðurmál hinna gestkomandi, þannig að ekki er gerð krafa um að notuð séu hin fjarlægari tungumál, enska eða til að mynda franska. Þvi má svo bæta við, að eftir á að hyggja held ég að norðmaðurinn hafi reyndar haldið að sú islenskukennda og kjarnmikla skandinaviska, sem heimamenn töluðu með alkunnum hrossaframburði i þessu hófi væri hiö eina og sanna móöurmál okkar Islend- inga. En þaö er annað mál. „Allir skilja Islendingana" Hvort sem slikur misskiln- ingurer algengur eða ekki rikir góður skilningur milli islend- inga og annarra norðurlanda- búa, þegar við beitum þvi af dönskulærdómi, sem barna- skóli og framhaldsskólar lögðu okkur til. „Allir skilja islendingana” er gjarnan viðkvæðið. Að visu veröur þarna að gera vissan fyrirvara um finna, en eins og fram hefur komið af fréttum valda tungu- málaerfiðleikar þeim nokkrum vanda i hinu starfi. norræna sam- Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi frjálslegrar og óhindraðrar tjáningar fyrir eölilega og vinsanílega sám- búð fólks. Sýnir ekki sagan greinilega, hvernig óbrúan- legt bil hefur skapast milli manna af óliku þjóðerni vegna sambandsleysis, sem mátt hefur rekja til tungu- málaörðugleika? Þögnin éða skilningsskortur hefur oft magnaö tortryggni og úlfúð i viðskiptum fólks af ólikum uppruna og þetta hafa liðnir hugsjónamenn viljað lagfæra með mótun nýrra tungumála i þvi skyni að sameina mann- kynið i friöi og sátt. Zamenhof samdi sitt esperanto til aö stuðla að friðsamlegum samskiptum samfélagshópa, sem löngum höfðu eldað grátt silfur. Svo vill til að einmitt nú i sumar ætlar fjölmennur flokkur fóiks úr öllum heimshornum að hittast hér i Reykjavik með það sameiginlega veganesti að geta tjáð sig á hinu alþjóðlega gervi- máli esperanto. Á gömlum merg . Hjá okkur norðurlandabúum stendur sameiginleg málhefð á gömlum merg. Vitaskuld hafa islendingar og finnar orðið að leggja meira á sig i Norður- landasamvinnu en hinar þjóð- irnar, þar eð islenska og finnska hafa ekki verið opinber tungu- mál norrænnar samvinnu, ef svo mætti segja. En aö minum dómi hlýtur það að vera óhjákvæmilegt fyrir okkur, og einnig finna, að axla þær byrðar, sem sérstaða á mála- sviðinu veldur okkur og nema tungur hinna norðurlanda- þjóðanna til að geta beitt þeim i Markús Örn Antons- son skrifar um tungumálanotkun í norrœnni samvinnu og hafnar hugmyndum um rœður á íslensku í Norðurlandaráði samskiptunum við þær. Að visu kunna málin að horfa nokkuð öðruvisi við hjá finnum, af þvi að þeir telji stöðu sina á alþjóðavettvángi þess eðlis að önnur tungumál en t.d. sænska verði látin hafa forgang i fræðslukerfi þeirra. Fyrir islendinga er efling tengsiá við Norðurlönd tvimælalaust höfuðatriði i utan- rikismálastefnu þjóðarinnar. Leið okkar i bandalög og samtök á hinum viðari, alþjóðlega grundvelli hefur legið um Norðurlönd og þátt- taka okkar i Evrópusamstarfi framtiðarinnar, sem við hljótum að fara að gefa aukinn gaum, mun áreiðanlega mótast af norrænum viðhorfum. „En takast ekki vinsamleg samskipti milli ríkja, þó að leið- togar tali ekki sama tungumál en notist einfaldlega við túlka i samræðum sinum?” kunna einhverjir að spyrja. Það er alveg hárrétt og inn á þessa braut virðast finnar einmitt ætla að leggja nú meö þvi að láta túlka umræður á Norður- landaráðsfundinum, sem hófst i Helsinki i gær. Finnar vita væntanlega, hvað þeim er fyrir bestu i samvinnu við aðrar þjóðir. Eflaust er grunntónninn i þeirra Norður- landastefnu nokkur annar en hjá okkur, að þeir leggi meiri áherslu á hinn pólitiska þátt en þann mannlega. Allavega gerðist það nýlega, að finnskt bæjarfélag frestaði þátttöku sinni i vinabæjasamskiptum við hin Norðurlöndin af þvi að enginn þeirra einstaklinga, sem hefðu átt að koma fram fyrir hönd bæjarfélagsins, talaði annað Norðurlandamál. Ekki til eftirbreytni Mér finnst allsendis ófært að islendingar liti á sérstöðu finna sem eitthvert fordæmi fyrir sig eöa fyrirmynd að framtiöar- fyrirkomulagi Norðurlanda- samskipta okkar. 1 eðli sinu er norræn samvinna góðra vina fundur. Þar mætast ólikir samfélagshópar frá þessum þjóðum, rækta frændsemina, vináttuna og sameiginlegan arf, hvort sem það eru nú menntir og listir, handiðnir, alþýðlegir drykkjusiðir, kökubakstur eða matargerð. Upp úr þessum lit- rika jarðvegi er siðan sprottinn sá geysiþýðingarmikli pólitiski ávinningur, sem ísland hefur af norrænni samvinnu. Það er að minu viti alveg óþörf þjóöernisstefna, ef Islenskir ráöamenn ætla aðleggja metnað sinn i að tala islensku i Norðurlandaráði. Slikt ætti miklu frekar við á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eða ámóta fjöl- þjóðlegum samkomum. Einhverjum kann að þykja það rismikið, ef Islenskur ráðherra messar á Islensku yfir norrænum samstarfsmönnum og að það eigi ekki að spilla neinu þótt viðstaddir hlýði á þýðingu túlksins I heyrnartól- um. En meö þess konar athæfi er veriö að setja öðrum mjög vafasamt fordæmi, splundra kjarnanum i þessu samstarfi eins og hann hefur dafnað á liðnum áratugum. Upphaf lokaþáttar Það væri mjög miður, ef Islendingaþáttur i norrænni samvinnu yrði i reynd ópersónuleg skriffinnska og túlkaðar, formlegar greinar- gerðir i stað lifandi, mannlegra samskipta með hæfilegum skammti af „Skane”, „Gammel dansk” eða „Koskenkorva” — glaðværra og persónulegra sambanda einstaklinganna i samfélagi grannþjóðanna. Það væru reynar ömurleg þáttaskil. Ef til vill upphaf lokaþáttarins? ■ G O OD/YEAR------------ hjólbarðar fyrir sendibíla. Eigum fyrírliggjandi eftirtaldar stœrðir af hjólbörðum. STÆRÐIR 650—16/8 650—16/10 700—16/8 700—16/10 kr. 12.556.- 750—16/6 kr. 15.322,- 750—16/8 kr. 15.210.- 750—16/10 kr. 16.994,- 825—16/12 kr. 13.792. kr. 16.299.- kr. 18.187.- kr. 34.240.- GOOD'fy^f^ cood'/yeah HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Laugavegi 172 — Sími 28080 HEKLA hf. Laugavegi 1 70— 1 72 — Sími 21240 NY SENDING SK0KKAR OG BOLIR Tökum upp nýjar peysur í dag með rúllukraga og án rúllukraga PÓSTSENDUM elle OLLI Laugavegi 26 Opið laugardaga

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.