Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 17
vism Föstudagur 1. april 1977 17 Rlkisútgáfan hefur vörugeymslu viö Brautarholt I Reykjavik, þar sem þessi mynd var tekin. jafnframt þeim skólum, sem gæta sparnaöar, möguleika á að fá ýmsar hjálparbækur ókeypis. Kjörbækur af ýmsu tagi i meginatriöum er kerfiö þann- ig, aö hver skóli fær ákveöna f jár- hæð á nemanda, og er hún reikn- uö út á grundvelli framleiðslu- kostnaðar. Ef skóli sparar notk- un grunnskólabóka þá getur hann fengið kjörbækur fyrir þá fjárhæð, sem hann sparar á grunnskólabókunum. Þessar kjörbækur eru af ýmsu tagi. M.a. er þar um að ræða bókaflokkinn „Land og Saga”, en i honum er m.a. komin út saga Reykjavikur. Verður gefin út i þessum flokki sérstök bók um sögu hvers landfjórðungs. Aö sögn forráðamanna útgáf- unnar er reynt að gefa skólunum kost á sem fjölbreyttustu bóka- vali auk sjálfra grunnskólabók- anna. Einnig er reynt aö hafa sem besteftirlit með notkun námsbók- anna, og ef nemándi glatar bók eða skemmir er honum skylt að kaupa nýja i staðinn. Sérstakar bækur fyrir vangefna Það kom fram, að meðal aö- kallándi verkefna útgáfunnar á næstunni væri útgáfa sérstakra bóka og hjálpargagna fyrir van- gefna nemendur, og meira af hjálpargögnum og bókum, sem miðaðar væru viö að sjálfstæöari vinnubrögð og meiri fjölbreytni i námi en nú tiökast. Handbækur fyrir kennara væri eftir að gefa út iýmsum námsgreinum, þótt þeg- ar hafi allmargar slikar verið gefnar út i samstarfi við Skóla- rannsóknadeild menntamála- ráöuneytisins. Samstarf útgáfunnar við skóla- rannsóknadeildina, sem hófst 1969, markar annars þáttaskil i sögu útgáfunnar. Þetta samstarf er i þvi fólgið, að skólarannsókna- deildin sér um samantekt, samn- ingu og prófin nýrra skólabóka og hjálpargagna, en útgáfan annast framleiðslu þeirra og dreifingu. Þetta sama ár, 1969, var útgáf- unni skipt i tvær sjálfstæðar deildir: útgáfudeild og afgreiöslu- og söludeild, en Skólavörubúðin er veigamestur starfsþáttur sið- arnefndu deildarinnar. Sú versl- un hefur verið rekin i 20 ár. Hlut- verk hennar er einkum að greiða fyrir skólunum við útvegun á ým- iss konar skólavörum og kennslu- tækjum. Aðstoða skólabókasöf nin Frá árinu 1970 hefur Rikisút- gáfan unnið sérstaklega að þvi aö veita aðstoð til að koma upp skólabókasöfnun með þvi að bjóða skólum forlagsbækur út- gáfunnar á hagstæðu verði, og hafa margir skólar notfært sér þetta. Þá hefur útgáfan unnið að þvi siðan 1957 að koma upp eins konar skólasafni. Þetta safn nær til inn- lendra og erlendra kennslubóka, handbóka fyrir kennara, ásamt Bragi Guðjónsson, framkvæmdastjóri afgreiðslu- og söludeildar, f Skólavörubúðinni. ýmsum fleiri kennslugögnum. Illa hefur gengið aö ná i margar gamlar kennslubækur, t.d. gömul stafrófskver. 150-200 höfundar Það kom fram hjá forráða- mönnum fyrirtækisins, að gifur- lega margir höfundar og lista- menn hefðu unnið aö gerð þeirra bóka, sem útgáfan hefur i timans rás gefiö út. Höfundar munu þannig vera 150-200 talsins. Það hefur einnig farið mjög vaxandi að islenskir listamenn séu fengnir til þess að skreyta námsbækurnar, og hafa þar fjölmargir komið við sögu á undanförnum árum, enda er það áhugamál útgáfunnar að ná með þeim hætti til sem flestra lista- manna. Framkvæmdastjóri í tvo áratugi Eins og áður sagði er Jón Emil Guðjónsáon framkvæmdastjóri útgáfunnar, en Bragi Guðjónsson framkvæmdastjóri afgreiðslu- og söludeildar. Jón hefur starfað hjá útgáfunni i tvo áratugi. A undan honum var Steingrimur Guðmundsson, prentsmiöjustjóri, umsjónar- maður útgáfunnar fyrstu tuttugu árin. Fyrsti formaður námsbóka- nefndar var Vilmundur Jónsson, landlæknir, en nú er i þeirri stööu Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri i Reykjavik. —ESJ. ÞAL) TÁST í ÖLLLM VTRSLLJNI M. AUGLÝSIÐ í VÍSI Þægilegur staður til að staldra við - notalegt umhverfi til að eyða kvöldstund. Við köllum hann Skálafell Athvarf í alfaraleið þar sem hægt er að spjalla D n Skálafell, 9. hæð Hótel Esju.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.