Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 16

Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 16
Föstudagur 1. april 1977 yisiK Ríkisútgófa nómsbóka er 40 óra: Hefur gefið ú 1700 bœkur í milljónum eintaka Rlkisútgáia námsbóka, sem er fjörutiu ára i dag, hefur frá upp- hafi látiö prenta liölega 1700 bœk- ur f tæplega 12 miiljónum ein- taka, og eru þá meötaldar bæöi frumútgáfur og endurútgáfur. A fundi, sem Jón Emil Guöjóns- son, framkvæmdastjóri, Kristján J. Gunnarsson, formaöur náms- bókanefndar, Pálmi Jósefsson, sem sæti á I þeirri nefnd, og Bragi Guöjónsson, framkvæmdastjóri afgreibslu- og söludeildar, héldu meb biaöamönnum f tilefni af- mællsins kom fram, aö útgáfu- starfsemin hefur aukist gifurlega sibasta áratuginn. Sem dæmi má nefna, aö á árunum 1951-1955 voru ab jafnaöi prentablr 32 bókatitlar á ári i um 175 þúsund elntökum. En á árunum 1970-1974 voru aö jafnaöi prentaöir 82 titlar árlega I um 500 þúsund eintökum, og I fyrra voru titlarnir orönir 112 og upplagiö um 734 þúsund eintök. AstæÖan fyrir þessari aukn- ingu eru hinar sivaxandí kröfur, sem gerðar eru til Rikisútgáf- unnar, sérstaklega vegna end- urskoöunar á námsefni og kennsluháttum, sem siglt hafa 1 kjölfar laga um grunnskóla. Þetta sést m.a. af þvi, aö af 112 titlum, sem gefnir voru út f fyrra, voru 49 frumútgáfur, og áriö 1975 voru frumútgáfur 57 af 99 titlum sem þá voru gefnlr út. Breytt starfssvíö Rikisútgúfan tók til starfa áriö 1937, eftir ab stofnun hennar haföi verib til umræöu á mörgum þing- um. Fyrstu tuttugu árin sá hún einungis nemendum i barnaskól- um fyrir ókeypis bókum. En áriö 1956 var starfssvib hennar fært út meb nýrri lagasetningu, þannig ab hún sér nú einnig nemendum i unglingaskólum fyrir ókeypis bókum, eba nánar til tekib öllum nemendum i skyldunámi, sem eru nú 8 aldursflokkar en verba fljótlega niu vegna nýrra grunn- skólalaga. Stjórn útgáfunnár nefnist námsbókanefnd, og er hún skipub af menntamálaráöherra, en meiri hlutinn þó samkvæmt til- lögum kennarasamtakanna. 132/5 milljónir íár Kostnaöur vib útgáfuia er nú greiddur aliur úr rikissjóbi þar sem námsbókagjald var fellt niö- ur árib 1971. A fjárlögum þessa Aukabækur og hjálpargögn Jón Emll Gubjónsson, tramkvæmdastjóri útgáfnnnar, og Kristján J. Gunnarsson, formaöur námsbókanefndar. Ljósmyndir: Jens árs er veitt 132,5 milljónum króna til útgáfunnar. Aöspuröur sagöi Kristján J. Gunnarsson, formaöur nám- skólanefndar, ab þaö væri tvi- mælalaust mikiu hagkvæmara fjárhagslega fyrir rtkiö ab hafa námsbókaútgáfuna á vegum Rikisútgáfunnar heldur en ef hún væri i höldum hinna almennu út- gáfufyrirtækja. Mibab vib islenskar abstæöur eru upplög bókanna yfirleitt stór, 15-20 þúsund eintök. Framleibslu- kostnaöur bókanna á eintak verö- ur ab sjálfsögöu miklu lægri meb þvi aö hafa upplögin svona stór, og þar er ab finna höfubskýring- una á þvi, hversu mikib af bókum útgáfan hefur getab látiö skólum og nemendum I té þrátt fyrir þaö aö tekjur hennar hafa lengst af veriö mjög takmarkaöar, ab sögn forrábamanna fyrirtækisins. Fram kom á blaöamannafund- inum, aö útgáfu fyr.irtækisins væri skipt í tvo meginþætti. 1 fyrsta lagi er útgáfa hinna eigin- legu kennslubóka, sem nemendur eba skólarnir fá ókeypis frá út- gáfunni, og er þetta aöalverkefni útgáfunnar. 1 öbru lagi er útgáfa hjálparbóka og hjálpargagna fyr- ir skólastarfiö, eins og t.d. kennsluleibbeininga, vinnubóka, aukalesefnis og alls konar hand- bóka. Gefur útgáfan nú skyldu- námsskólum kost á ókeypis hátt á þribja hundraö bókum og hjálp- argögnum af þessu tagi. Tekiö var upp á þessu ári nýtt úthlutunarkerfi, sem á aö leiöa til betri nýtingar bókanna en gefur Molrawk Super Motrac AMERÍSK JEPPADEKK SÖLUÐ SUMARDEKK i úrvoli NITTO umboðið hl. S.l5485 'WHeildverslun GÚMBARÐINN Brautarholti 10 s.17984 HJÓLBARÐAVIÐGERÐIN MÚLA Y/Suðurlandsbraut s.32960 HJÓLBARÐAVIÐGERÐ VESTURB/EJAR V Nesveg s. 23120 Alltaf kemur eitthvað gott gott frá Mónu. TRYBO SUMARBUSTAÐIR UM Nú er rétti timinn tii þess ab panta TRYBO sumarbústab fyrir sumarib Abeins 4-6 vikna afgrelbslufrestur. Allar stærbir og gerbir. Leitib nánari upplýsinga. Ástún s.f., ”S!i, Hafnarhvoll v-Tryggvagötu_____ VISIR visar á # — nú er það Marzibar, Ijúffengt súkkulaði með marzipan fyllingu. MÓNA SÆLGÆTISGERÐIN HAFNARFIRÐI AUGLÝSIÐ í VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.