Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 12. april 1977. VISIR Ágangur rússneskra togara í landhelgi USA vekur gremju Þrír sovéskir togarar teknir um póskana og fœrðir til hafnar fyrir landhelgisbrot og veiðar á friðhelgum fisktegundum Bandaríkjastjórn hefur varað Sovétríkin við því, að áframhaldandi brot sovéskra togaraskip- stjóra á bandarískri fisk- veiðilögsögu geti spillt sambúð þessara tveggja ríkja. Þetta er i annaö sinn á tæpri viku, að bandaríkjastjórn á- minnir sovétmenn fyrir að virða ekki fiskveiðilögsöguna og fisk- veiðireglugeröir sem tóku gildi 1. mars. Blaðafulltrúi Carters forseta skýröi frá þvi, aö forsetinn hefði fyrirskipaö töku sovésks togara á sunnudag, þvi að „þolinmæöi manna væru takmörk sett”. — Hann sagði, að það væri i fjóröa skiptið frá þvi 28. mars sem rússneskur togari hefði farið inn fyrir 200 milna lögsöguna. Varla haföihannsleppt orðinu viö blaöamenn i gær, en fréttir bárust af þvi aö tveir togarar rússa hefðu verið teknir til viö- bótar og færöir til hafnar I Bost- on. 1 öörum fannst meira af fljótasild, en leyfilegt er, og verksmiöjutogarinn var sagður vera með ýmsar fisktegundir i afla sinum, sem bannaö er að veiöa. Warren Christopher, að- stoðaru tanrikisráðherra, kvaddi Vladillen Vasev ráð- herra i sovéska sendiráðinu á sinn fund I gær til þess aö útlista fyrir honum áhyggjur ríkis- stjórnarinnar af sifelldum land- helgisbrotum rússa. Liklegt þykir aö Carter forseti sem á fund með Anatoly Dobrynin sendiherra i dag um möguleika á áframhaldandi SALT-viðræðum (um vopnatak- markanir), muni vikja talinu að landhelgisbrotunum. Þessa árekstra vegna land- helgisbrotanna ber að einmitt þegar kólnað hefur sambúð sovétmanna og bandarikja- manna vegna ummæla Carters forseta um mannréttindabrot i Sovétrikjunum og yfirlýstan stuðning hans viö andófsmenn, sem hann hefur skrifað hvatn- ingarbréf. Þykja þau ummæli hafa átt sinn þátt i þvi að sovét- menn synjuðu þvert öllum til- lögum Cyrus Vance utanrlkis- ráðherra i SALT-viðræöunum þegar hann kom til Moskvu i siöasta mánuði. — Siðan kveðst Carter forseti hafa fengið per- sónulegar orðsendingar frá Breshnev, leiötoga sovéska kommúnistaflokksins, sem lofi góöu um betri undirtektir sovét- manna i frekari SALT-viöræö- um, og verður fundur hans og Dobrynins sendiherra I dag fyrsta skrefið i þá átt. Tekinn í breskrí landhelgi Sovéskur togaraskipstjóri var úrskuröaöur I gæsluvarö- hald i Leirvik á Shetlandseyj- um i gær eftir aö hafa veriö dæmdur i 10.000 sterlings- punda sekt fyrir veiöar i leyfisleysi 33 milum fyrir inn- an 200 miina fiskveiöilögsög- una. Skipstjóranum var tilkynnt, aö hann yröi látinn sitja inni þar til sektin heföi veriö greidd. — Veiöarfæri og afii (metinn á 4.000 sterlingspund) voru gerö upptæk. Togarinn, „Hovan”, er ekki á lista þeirra 40, sem undan- þágu hafa tii veiöa innan 200 milnanna. Skipstjórinn hélt þvi þó fram, aö móöurskip hans heföi leyft honum aö veiöa innan bresku lögsögunn- ar. — Sýslumaöurinn i Leir- vik kvaöst trúa skýringu hans, en varaði viö þvi, aö so- véskir togaraskipstjórar, sem i framtiöinni væru staönir aö landhelgisbrotum, mundu fá hámarkssekt, sem er 50.000 sterlingspund. Frakkar lána vélar Vaíery Giscard D’Estaing, frakklandsforseti, hyggst koraa fram i sjónvarpi i dag til þess aö skýra ástæöur þess, aö franskar herflutningavélar veröi notaöar til þess aö flytja Marokko-heriiö og vopn til Zairc. Akvöröun frakklandsstjórnar um að lána ellefu herflugvélar til þessara flutninga hefur hlotiö misjafnar undirtektir heima fyrir sem erlendis. Hægrimenn hafa fagnað þvi, en vinstrimenn gagn- rýna. Marokkostjórn fær vélarnar að láni til þess að koma hernaöarað- stoð sinni til stjórnarinnar i Kins- hasa, sem verst innrás frá Angóla. Innrásarliðiö hefur notiö aöstoðar kúbanskra hermanna, sem enn eru I Angóla frá þvi aö þeir komu þangaö I borgara- styrjöldinni. 45 hafa veriö drepnir i óeiröum siöustu þrjá daga i Pakistan. Þar hefur veriö efnt til verkfails I alls- herjartilraun 9 stjómarand- stööufiokkanna til þess aö koma stjórn Zulfikars Alis Bhuttosfrá völdum og efna tii nýrra kosninga. Mótmæiin hafa veriö mest i Karachi, stærstu borg lands- ins, en þaöan var myndin tek- in, sem birtist hér fyrir ofan. Stjórnarandstæöingar una ekki kosningaúrsiitunum siö- ustu og halda þvi fram, aö um stórfelit kosningasvindl hafi veriö aö ræöa. t þessum kassa, sem sést hér á myndinni fyrir ofan, ætluöu Baader- Meinhoffélagar aö geyma önnu-Grétu Leijon, fyrrum ráöherra, ef mannránsráðagerðþeirra heföi heppnast. — Eins og sést á mannin- um inni i kassanum heföi ekki farið of vei um hana. Leijon var ráö- herra, þegar sviar visuöu úr landi hryðjuverkamönnum, sem geröu áhlaupiö á vestur-þýska sendiráöiö I Stokkhólmi fyrir tveim árum. MORÐINGINN ER ÁLITINN ARABI Af lýsingum tveggja sjónar- votta hefur veriö gerö mynd af moröingja forsætisráöherra Yemens, sem myrtur var á stræti i London á páskadag. Meö þessa mynd aö hjálpartæki leitar breska lögreglan moröingjans um allt England. Af lýsingum að dæma viröist hann vera 23-26 ára gamall arabi. Þrennt lét lifið i árás tilræöis- mannsins. Al-Hagri, fyrrum for- sætisráöherra og kona hans Fatima, en með þeim Abdullah Ali Hammami, fulltrúi i sendiráöi Yemen. Forsætisráðherrahjónin voru i einkaheimsókn I London. Voru þau stödd i bifreiö fyrir utan hótel sitt, þegar tilræöismaöurinn lét skothriðina dynja yfir þau. — Það er talið, aö hann hafi sloppið I gegnum Hyde Park, og hefur lög- reglan leitaö þar að vopninu. Hagari eignaðist marga óvini á þeim tima sem hann gegndi for- sætisráðherraembætti (des. ’72til feb. ’74). A þeim tima voru þúsundir manna fangelsaðir fyrir andstöðu við stjórnina og fjöldi tekinn af lifi. Harðir bardagar í Suður-Líbanon Palestinuskæruliðar þjörmuðu að hægrisinna fjandmönnum sínum við bæinn Marjayoun í Suður- Líbanon i gæn þrátt fyrir fyrirmæli leiðtoga þeirra, Jassers Arafats, um að hætta bardögum. Arafat gaf fyrirmælin eftir að hafa ferðast um á milli stöðva palestinuaraba i Suður-Libanon og eftir fund, sem hann átti meö Hafez Al-Assad, Sýrlandsforseta á laugardag. Fréttir frá suðurhluta landsins greina frá ákafri stórskotahrið i fyrrinótt og návigi I gærmorgun, en bardagar fjöruðu út þegar leið á daginn i gær. Útvarpsstöö hægrisinna falang- ista uppástóð, að palestinuarabar og vinstrimenn væru að sækja I sig veðriö til stórsóknar, en fréttamenn á þessum slóðum sáu engin merki aukins liðssafnaðar. Telur landa sína haldna Andrew Young, sendiherra USA hjá Sameinuöu þjóöunum, sagöi i gær, aö Bandarikin þyrftu ekki aö iáta sér veröa bilt viö at- ferli kommúnista i Afriku. Gagnrýndi hinn opinskái sendi- herra „kaldastriðstúlkanir” á borgarastyrjöldinni I Angóla og annarri þróun mála I Afriku. Kvaöst hann halda, að banda- rikjamönnum hætti til „grýlu- hræðslu”, þegar kommúnistar væru annarsvegar. Young efndi til blaöamanna- fundar sérstaklega i gær til þess aö ræða ýmsar umdeildar yfir- lýsingar sinar. — Hann sagöi á fundinum, að Bandarikin hefðu ekkert aö óttast af samkeppninni viö Sovétrikin i Afriku. „Um leið og bardagar hætta og grýluhrœðslu viöskiptin hefjast munum viö vinna,” sagöi hann. Hann stóö fast á þeirri skoðun sinni, að kúbönsku hermennirnir (um 13 þúsund talsins) i Angóla gegndu „jafnvægishlutverki” og sagði, aö þeir hefðu varið oliu- lindir bandariska Gulf-oliufélags- ins fyrir árásum frá Zaire. — Hann kvaöst þó andvigur ihlutun Kúbu I borgarastyrjöldinni og flutningum þungavopna sovét- manna og kúbumanna þangað siðan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.