Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 20

Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 20
VÍSIR Þriftjudagur 12. april 1977. Mikill eltingar- leikur' um götur borgarinnar Eftir aö hafa ekiö utan i fimm bila, upp á gangstéttir, yfir á rauöu ljósi og virt aö vettugi umferöarreglur lenti ökumaöurinn á bíl sinum á steinvegg og siöan eölilega i höndum lögreglunnar. Mikill eltingarleikurátti sér staö i Reykjavik á laugar- daginn fyrir páska. Þaö var um klukkan fimm sem lög- reglumenn veittu athygli öku- manni á bil sinum á Hverfis- götu. Fannst þeim eitthvaö athugavert viö akstur hans og fylgdust þeir meö honum. Vildu þeir hafa tal af honum, en hann gaf þá i og ók i burtu og fór yfir á rauöu ljósi á Snorrabraut. Lögreglumenn fylgdu honum þá eftir en til aö byrja meö var farið að öllu meö rólegheitum. Barst leikurinn um Laugaveg, Nóatún og upp i Skipholt þar sem ökumað- urinn ók utan i kyrrstæðan fólksbil og skemmdist hann talsvert. Tveir lögreglubilar fylgdu ökumanni eftir en fleiri bilar munu hafa verið fengnir til þess aö vera fyrir bilnum á ýmsum stööum . I Bólstaöar- hlið ók hann utan i lögreglubil og var eltingarleikurinn þá farinn að æsast. Umferðarreglur voru litt virtar en farið yfir á rauöum ljósum og þar fram eftir göt- unum. Eltingarleikurinn barst inn á Laugarnesveg og styttist þá i lokin. Eftir aö hafa lent jpar utan i fólksbil og öðrum lögreglubil hafnaði billinn á steinvegg. ökumaðurinn sem reyndist undir áhrifum áfengis slapp ómeiddur. Alls skemmdust fimm bilar i sjálfum eltingarleiknum þar af þrir lögreglubilar. —EA Spassky var vigalegur þegar hann mætti til leiks í gær, kappklæddur i hriöinni meö kaffibrúsa í hendinni. En þrátt fyrir einbeittan svip tókst honum ekkiaö leggja Hort aö velli. Gárungarnir segjast ætia aö llta inn á einvígið svona einu sinni I viku í sumar. (Visismynd —Jens) MARAÞONTAFLiÐ HELDUR ÁFRAM: Skókeinvígið ó götunni ef jafnteflin halda ófram ,,Ef skákmeistararnir standa enn jafnt aö vfgi á laugardaginn þurfum viö aö gera alveg nýja áætlun. Þá þurfum viö aö flytja einvfgiö úr skólanum og ef ein- hver hefur hentugt húsnæöi til reiöu undir skákina þætti okkur vænt um aö frétta af þvf”, sagöi Einar S. Einarsson forseti Skáksambandsins f samali viö Vísi. Fyrri skákin i tveggja skáka einvígi Spasský og Horts var tefld á laugardaginn og lauk meö jafntefli I 40 leikjum. Teflt var I Menntaskólanum i Hamrahlíö þar sem húsnæöi fékkst um stundarsakir fyrir sérstakan velvilja Guömundar Arnlaugssonar rektors. I gær var slöari skákin tefld og fór hún í biö af afloknum 40 leikj- um. Skáksérfræöingar eru yfir- leitt þeirrar skoöunar aö hún endi fljótt meö jafntefli þegar hún veröur tefld áfram I dag. Þá veröur aftur dregiö um lit og næsta tveggja skáka einvigi hefst á morgun. Fyrri skákin veröur þann dag •klukkan fimm en sú seinni á laugardag á sama tima og verö- ur teflt I Menntaskólanum viö Hamrahliö. Þetti er I fyrsta sinn I skák- sögunni sem allir veikindadag- ar hafa veriö notaöir I áskor- endaeinvlgi og einnig hefur svona tveggja skáka einvigi aö loknum venjulegum fjölda um- feröa ekki fariö fram áöúr. Hvorugur skákmeistaranna viröist þora aö láta til skarar skriöa, heldur bíöa eftir afleik hjá hinum. Skáksambandsmenn eru farnir aö ræöa um þaö I grlni, aö eitthvaö veröi aö gera til aö heröa á þeim Hort og Spassky. Stungiö hefur veriö upp á þvf I gamni aö flytja þá á Farfugla- heimiliö.klipa af verölaununum Ihvert sinn sem jafntefli veröur eöa þrengja aö þeim á einhvern annan hátt. En það veröur sem sagt ekki fyrr en á laugardag sem einhver von er til aö úrslit fáist nema eitthvaö óvænt komi upp I biöskákinni i dag. —SG Litadeilan Deila sjónvarpsins og Happ- drættis DAS um birtingu lita- auglýsinga i sjónvarpinu er nú leyst og auglýsingar happdrætt- isins sendar út i fullum litum. Eins og Visir skýröi frá fyrir páska taldi sjónvarpiö sig ekki geta tekiö til birtingar auglýs- ingakvikmynd frá DAS sem var I litum, en bauöst til aö senda hana út með þvl skilyröi aö þurrka litinn út I sendingu. A þetta var ekki fallist og leit út leystist fyrir aö DAS drægi auglýsingar sinar til baka. Samkomulag náðist þó á slö- ustu stundu og fyrsta auglýs- ingamyndin i litum hefur nú veriö sýnd nokkrum sinnum. 1 samali viö Gisla Gestsson hjá Vfösjá, en hann vann þessar auglýsingamyndir, kom fram, aö máliö leystist fyrir áhuga forsvarsmanna sjónvarpsins og meö góöri samvinnu viö tækni- menn þess. —SG ÁGREININGUR Á HREPPSNEFNDARFUNDI Á SELFOSSI: MEIRIHLUTI VILL AÐ ODDVITINN FARI FRÁ en oddvitinn vísaði málinu til félagsmálaráðuneytisins Meirihluti hrepps- nefndarmanna á Sel- fossi lagði s.l. miðviku- dag fram tillögu i hreppsnefndinni þess efnis að þeir litu svo á, að kjörtima oddvita, Óla Þ. Guðbjartssonar væri lokið. Oddvitinn tilkynnti, að hann myndi vísa þvi til um- sagnar félagsmála- ráðuneytisins, hvort þessi tillaga væri i samræmi við lög, og sleit siðan fundi. „Þegar þessi tillaga kom fram visaði ég til sveitarstjórnarlag-^ anna”, sagði oddvitinn i viðtali við Visi í morgun, ,,en þar stend- ur að kjörtimabil for- manns sveitarstjórnar sé hið sama og sveitarstjórnarmanna, eða fjögur ár. Jafn- framt sagði ég að ef ágreiningur væri um þetta atriði, þá teldi ég eðlilegast að leitað yrði úrskurðar félagsmála- ráðuneytisins, og sleit fundi að svo mæltu”, sagði hann. Oddvitinn sagöi, aö úrskuröur ráöuney tisins væri aö sjálfsögöu ekki kominn enn. Eftir slöustu sveitarstjórnar- kosningar mynduöu fulltrúar Sjálfstæöisflokksins, Óli Þ. Guö- bjartsson, skólastjóri, Páll Jónsson, tannlæknir og Jón Guöbrandsson dýralæknir, meirihluta ásamt fulltrúa J-list- ans (Alþýöuflokks og SFV), Brynleifi H. Steingrimssyni, héraöslækni. 1 minnihlutanum voru tveir fulltrúar Framsóknarflokksins, Hafsteinn Þorvaldsson, sjúkra- húsráösmaöur, og Eggert Jó- hannesson, húsasmiöameistari og Sigurjón Erlingsson, múrarameistari, fulltrúi Al- þýöubandalagsins. Þessi meirihluti rofnaöi á slöasta ári vegna ýmissa ágreiningsmála og mun svo- nefnt Straumnesmál hafa ráöiö þar miklu um. Hefur hrepps- nefndin veriö án meirihluta siö- an. Þeir, sem stóöu aö bókuninni s.l. miövikudag, voru fulltrúar gömlu minnihlutaflokkanna ásamt Brynleifi Steingrimssyni og munu nú vera i gangi viö- ræöur milli þeirra aöila um myndun nýs meirihluta I hreppsnefndinni. 1 tillögu fjór- menninganna mun hafa veriö gert ráö fyrir aö Brynleifur sem er varaoddviti taki viö oddvita- embættinu. Þessi atburöur geröist daginn eftir aöalfund Straumness, sem nokkur hundruö selfossbúar eiga hlut i, en þetta útgeröar- fyrirtæki hefur átt I erfiöleikum aö undanförnu og veriö ágreiningsefni I hreppsnefnd- inni. A aöalfundinum kom til átaka viö stjórnarkjör, og voru tillögur fráfarandi stjórnar þar aö lútandi samþykktar meö miklum atkvæöamun. For maöur félagsins var kjörinn Jón Guöbrandsson, dýralæknir, sem á sæti I hreppsnefnd fyrir Sjálf- stæöisflokkinn. —ESJ Slys í Svínahrauni Slys varö I gærmorgun þeg- ar jeppi vait I Svinahrauni skammt vestan viö Þrengsla- veg. t jeppanum voru öku- maöur og þrir farþegar. Einn farþeganna slasaöist töiuvert og var hann fiuttur á gjör- gæsiudeild Borgarspitalans. Þar var hann I morgun þegar Visir leitaöi upplýsinga um hann og mun liöan hans eftir atvikum. Hinir þrir sem i bilnum voru hlutu minni háttar meiösli. Blilinn er mikiö skemmdur eftir. —EA Engin tilkynning frá Gundelach Utanrlkisráöuneytinu hefur enn ekki borist nein formleg tilkynning um fyrirhugaöa ferö Gundclach hingaö til lands. Ekki hcfur heldur bor- istnein beiöni um viöræður viö islcnska ráöamenn varöandi samninga viö EBE um fisk- veiðimál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.