Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 6

Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 6
Þri&judagur 12. april 1977.■■ vism Spáin gildir fyrir miðviku- daginn 13. apríl. Hrúturinn 21. mars-20. aprii. Rifrildi i f jölskyldunni er þaö sem þú sækist sist eftir. Ef þú ferð ekki varlega og gætir tungunnar eru þó allar horfur á aö þú komir einu sliku til leiöar. Sýndu ööru fólki gestrisni. nNautifi 21. apríl—-21. mai: Gættu þin á varhugaveröum til- lögum sem gætu haft miöur góö áhrif á fjárhag þinn. Reyndu aö vera börnum þfnum eöa ööru ungu fólki gott fordæmi. m Tviburarnir 22. mal—21. júni: Þú neyöist til að vera dálitið strangur/ströng ef þú vilt halda einhverjum aga. Taktu þó ekki á- kvarðanir sem miöa eingöngu aö þvi að bæta eigin hag og gera þér lifið sem léttast. Krabbinn 21. júni—23. júll: Þú færð liklega heimsókn i dag. Reyndu að vera góður gestgjafi. Talaðu hreinskilnislega við ein- ' hvern sem þú hefur móðgað óvilj- andi. Bættu fyrir þaö meö ein- hverju móti. Nt Ljónift 24. júlf—23. ágúst: Það verður einskær heppni ef þú kemst hjá þvi að lenda i alvarlegu rifrildi i dag. Þú ættir ekki að taka þér neitt fyrir hendur nema það sé bráðnauðsynlegt. Liklega neyðistu til að heröa suítarólina (i örlitið á næstunni. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Það verður þér til góðs aö halda þig sem mest heima við i dag. Revndu hvað þú getur aö bæta umhverfi þitt og styrkja sam- heldnina innan fjölskyldunnar- Vogin 24. sept.—23. okt.: . Þú lendir i einhverjum erfiöleik- um. Reyndu að fara varlega i við- skiptum og starfi þessa dag- ana. Þú ert undir miklum þrýst- ingi frá yfirboðurum þinum. Það væri betra fyrir þig að starfa á eigin spýtur. Drekinn 24. okt.—22. nóv.: # Þú hefur tilhneigingu til aö taka Jifinu rólega og figgja of mikið á meltunni. Það er mjög auðvelt að venja sig á slæma siöi. Seinni hluti dagsins er best fallinn til að gera stórvirki. Hogmafturinn 23. nóv.—21. dós.: Einhver hefur mikinn áhuga á að opna fyrir þér hjarta sitt og rekja raunir sinar. Þú veröur liklega aö taka þvi meö umburðarlyndi svo lengi sem þaö gengur ekki út I öfgar. Steingeitin 22. des.—20. jan.: Keppinautar hafa áhuga á starf- inu þinu og þér er þvi eins gott að vera vel á veröi. Reyndu að forö- ast að láta koma þér i klipu meö svikráðum. Hafðu þó hemil á skapsmununum. Vatnsberinn 21. jan.—10. febr.: Nú er timinn til að notfæra sér hæfileika og dugnað manneskju sem þú þekkir. Reyndu aö stuðla aö góöri samvinnu fólks. Ræddu fjárhagserfiöleika þina viö góöan vin. Fiskarnir __________ 20. febr.—20. niars: Þaö gæti reynst mjög öröugt að hafa stjórn á hlutunum i dag. Annað fólk hlýöir reglum illa eöa alls ekki. Láttu þó ekki freistast til aö vanrækja þinar skyldur. , Mig langar aö heyra^ ykkur alla þrjá rifast og bftast um ávlsunina| sem ég kem til meö'/ aö skrifa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.