Vísir - 12.04.1977, Síða 11

Vísir - 12.04.1977, Síða 11
VÍSIR Þriöjudagur 12. april 1977. 15 ■N „Því meirí sem óttinn og undir- gefnin erþví magnaðrí erkúgunin" - ' - ■ ■■ ■— Á undanförnum mánubum hafa of- sóknir stjórnvalda I rikjunum handan járntjaidsins gegn fólki sem krafist hefur bættra lffskilyröa magnast jafnt og þétt. 1 Sovétrikjunum hundeltir ley nilögreglan andófsmenn meöan pólska alræöiö varpar öreigum f dýfliss- ur fyrir þá smán aö krefjast hærri launa til aö mæta hækkandi verölagi á nauösynjavörum og tékknesku vald- hafarnir reyna leynt og ljóst aö kæfa áskorun fleirihundruö tékka um aö yfir- valdiö viröi almenn mannréttindi, svo aö dæmi séu nefnd. t Tékkóslóvakiu hafa aögerðir leyniþjónustunnar þegar kostað einn mann lifiö, en þaö var Jan Patocka, heimspekiprófessor, sem hné örendur niöur þegar aögeröirnar gegn honum náöu hámarki ÞEIRÓTTAST Patocka var 69 ára er hann lést um miðjan slðasta mánuð austur i Prag. Hann var með öllu óþekktur i heima- landi sinu, þar til i janúar s.l., er hann undirritaði ásamt rúmlega 240 löndum sinum, aðallega skáldum, verkamíinn- um, stúdentum, menntamönnum skrif- stofufólki, kennimönnum og listamönn- um Mannréttindayfirlýsinguna 77, sem fræg er orðin vitt um veröld. Frá þeim tima hefur þeim fjölgað sem undirritað hafa þetta skjal, og eru nú a.m.k. 618. Yfirlýsingin gerði tékkneska valdhafa hamslausa af bræði og fyrirskipuðu þeir harkalegar aðgerðir gegn hópnum. Þetta hugaða fólk á nú i vök að verjast gegn aðgerðum leynilögreglunnar. Patocka fékk áhuga á mannréttinda- málum, sem eru fótum troðin i alþýðu- lýðveldum Austur-Evrópu, þegar með- limir tékknesku popphljómsveitarinnar Plastfólk voru dæmdir i tukthús fyrir frumsamið popplag, sem alræðið segir að innihaldi „glæpsamlegan texta.” Popptextinn er á þessa leið: Þeir óttast minningu aldinna. Þeir óttast æskunnar sakleysi. Þeir óttast kirkjur^kennimenn,, nunnur.. Þeir óttast verkamenn. Þeir óttast bækur og ljóð, leikhús og kvikmyndir, rithöfunda og skáld. AÐ FLÝTA ANDLÁTI I NAFNI ALÞÝÐUNNAR Þó svo að tékkneskum valdhöfum hafi tekist að flýta andláti hins aldna heimspekiprófessors i nafni alþýðunn- ar, þá eru þeir ekki lausir við minning- una um hann. Patocka er nú samnefnari fyrir allan þann fjölda fólks i rikjunum austan járntjaldsins sem krefst bættra lifskjara, aukinna mannréttinda og viröingar fyrir manngildinu. Patocka var einn af þremur helstu talsmönnum hópsins, sem samdi og undirritaði yfirlýsinguna 77. Hinir tveir eru Vaclav Havel, rithöfundur, sem settur var á bak við lás og slá 14. janúar s.l. ákærður um glæp gegn alþýðunni, og Jiri Jake, fyrrum utanrikisráðherra i kommúnistastjórn landsins. Hajek hef- ur verið hundeltur siðan en er samt sagður frjáls ferða sinna. Hann er i stofufangelsi og fær enginn utan fjöl- skyldunnar að tala við hann. Ýmsir fleiri sitja I dýflissum yfirvaldsins fyrir að hafa undirritað yfirlýsinguna 77. MAXVON DERSTOEL „ÓVINUR ALÞÝÐUNNAR" Leyniþjónustan beindi spjótum sinum gegn Patocka strax I febúar. Lokað var Jan Patocka: „t>eir voru a5- eins að reyna að brjóta mig niður.” fyrir sima hans og hann sviptur öku- leyfi. Leynilögreglan fylgdist með hverju fótmáli fjölskyldu prófessorsins, sem er siður þar eystra þegar fólk leyfir sér að minnast á kjara- og mannrétt- indamál. Patocka gerði sér grein fyrir þvi að hann hafði engu að tapa og allt að vinna. Lögreglan kallaði hann i tima og Ötlma til yfirheyrslu, en það fékk litið á hann til að byrja meö. Það var ekki fyrr en hollenski utanrikisráðherrann, Max van der Stoel, kom i opinbera heimsókn til Tékkóslóvakiu og sýndi það pólitiska þrek að ræða við Patocka um mann- réttindamál á gistihúsinu þar sem sá fyrrnefndi bjó. Hollenski ráðherrann gerði sér ljóst að þar með væri hann óvelkominn „óvinur alþýðunnar” i Tékkóslóvakiu, en Patocka vissi eflaust ekki aö lifdagar hans voru senn á enda. ,/ÞVÍ MEIRI SEM ÓTTINN OG UNDIRGEFNIN ER, ÞVI MAGNAÐRI ER KÚGUNIN" Lokasókn leyniþjónustunnar var haf- in. Yfirheyrslum fjölgaö. Þær lengdust og mögnuðust. Hin siðasta stóð stans- laust i ellefu klukkustundir. Patocka var illa fyrir kallaður. Hann var meö slæma flensu. Fjórða mars s.l. fékk hann að- kenningu að hjartaslagi og var fluttur á sjúkrahús i Prag. Lögreglan dró ekkert úr grimmd sinni. Um miðjan mars- mánuð hné Patocka örendur niður. Samherjar hans i jafnréttis- og mann- réttindabaráttunni jafnt I A- og V- Evrópu hrópuðu „pólitiskt morð.” Patocka vissi að hverju stefndi og á banabeöi sinu ritaöi hann siðustu yfir- lýsinguna og þar segir m.a.: „Því meiri sem óttinn og undirgefnin er, þvi magnaðari er kúgunin.” Yfirvaldið gat ekki látið útför prófessorsins i friði. Um þúsund manns voru viðstaddir jarðarförina og var þar mikið af ungu fólki. Helstu leiðtogar mannréttindabaráttunnar voru þar ekki af einhverjum ástæðum, nema einn sem komst á staöinn eftir krókaleiðum, en það er Pavel Kohout, leikritaskáld. Fjöldi lögreglumanna var á staðnum meö myndavélar og voru allir nær- staddir myndaðir. Patocka var tæplega kominn I gröfina þegar leyniþjónusta al- þýðustjórnarinnar handtók nokkra þeirra sem vottuðu Patocka hinstu viröingu sina. Jón Hókon Mognússon skrifar um mannrétt- indabaróttu Jan Patocka og pólitisk morð i nafni alþýðunnar. Þó lýsir hann við brðgðum tékknaeskra yfirvalda við mann- réttindayfirlýsingu 77 GETA EKKI MÓTAÐ HUGARFARIÐ EFTIR EIGIN KOKKABÓKUM Tékkneska stjórnin undirbýr nú mála- ferli gegn ýmsum af leiðtogum mann- réttindabaráttunnar, en meðal þeirra eru Vaclav Havel, Hiri Hajek, og Pavel Kohout, auk þess t.d. Ladislav Hejdan- ek, heimspekingur, Vera Jirousova, listmálari, og Peter Uhl, sem fjölmiölar valdhafanna kalla „trotskiista” i skrif- um sinum um glæpsamlegt atferli þessa fólks. Það vakti athygli að aögeröir tékk- neskra valdhafa gegn fólkinu jukust verulega i byrjun s.l. mánaðar, eftir að sovéski innanrikisráðherrann Nikolai A. Shchelokov, hershöfðingi, kom i heim- sókn til landsins. Aðgerðir þessa hugaöa hóps eru ekki nógu öflugar sem slíkar til að tryggja tékkum almenn mannréttindi i nánustu framtiö, en þær sýna svart á hvitu aö valdhafarnir geta ekki mótað hugarfar fólks eftir eigin kokkabókum. Ráöa- menn landsins vita aftur á móti að ef andófið er ekki brotið miskunnariaust á bak aftur á sem stystum tima gæti svo farið aö sovésku „frelsishetjurnar” frá 1968 yröu enn á ný að koma vinum sin- um til aðstoðar i nafni alþýðunnar, eins og þeir gerðu t.d. i Tékkóslóvakiu, Ung- verjalandi og Austur-Þýskalandi fyrir ekki alltof mörgum árum. Bragi Steinarsson settur Bragi Steinarsson hef- ur veriö settur vararíkis- saksóknari frá 1. apríl. Enginn sótti um stöðuna eins og áður hefur komið fram, en Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði í samtali við Vísi, að ef til vill yrði staðan auglýst aftur síðar. Bragi hefur lengi starf- að hjá embætti ríkissak- sóknara og var settur vararíkissaksóknari um nokkurra mánaða skeið árið 1975. —SG ísrannsóknarstofnun við Visindafélag norð- lendinga leggur til að komið verði á fót sér- stakri rannsóknar- stofnun sem annist rannsóknir á snjóflóð- um/Skriðuföllum svo og hafisrannsóknir. Lögð er áhersla á að þessari stofnun verði valinn staður við Eyjafjörð. Tilefni þessarar ályktunar er skýrsla Rannsóknarráös rfkis- ins um skipulag snjóflóða- og hafisrannsókna. Þar er meöal annars lagt til, að stofnaðar verði sérstakar ráðgjafanefndir með að minnsta kosti einum fastráðnum sérfræðingi er feng- inn verði staður á Veðurstofunni 1 Reykjavik. Visindafélagið bendir á aö snjóflóð, skriðuföll og hafiskom- ur eru tiðastar á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Þaö sýnist þvi litil skynsemi i þvi aö velja rannsóknunum stað i Reykjavik. Einnig minnir félagið á, að enn bóli ekki á flutningi rikisstofnana út á land, en hér sé gulliö tækifæri til að sýna viljann i verki og koma á fót rannsóknarstofnun I Eyja- firþi. —SG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.