Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 1
 Siddegisblad fyrir fjöisHyiduna ijcs^ alla i Þriðjudagur 12. april 1977. 93. tbl. — 67. árg. y Á annað þúsund bíða flugs innanlands Hátt á annað þúsund manns biðu þess I morgun að komast flugleiðis til og frá Reykjavik. Veöur hefur valdið nokkrum töfum f innanlandsfluginu siðasta sólarhringinn og far- þegafjöidi er nú óvenjumikill vegna páskanna. Þrjár vélar frá Flugfélaginu og ein frá Vængjum uröu veður- tepptar fyrir norðan I gær. A Sauðárkróki voru tvær Flugfé- lagsvélar og ein frá Vængjum og á Akureyri, ein frá Flugfé- laginu. Vélarnar á Sauöárkróki kom- ust til Reykjavlkur i nótt, en Akureyri var enn ófær I morg- un. Þar biðu um fimm hundruö manns eftir aö komast til Reykjavikur. A Isafirði biöu 500-600 manns I morgun, en þar var veður ágætt og Flugfélagið búið að áætla þangað fimm ferðir i striklotu og fleiri seinna i dag ef veöur helst. Flugfélagið og Vængir gerðu þvi ráð fyrir aö „hreinsa til” á Vestfjörðum i dag, en hinsvegar er óvist um Noröurland, vegna veðurs. Auk farþega á Akureyri biður svo nokkur fjöldi eftir að Vængir komist til Siglufjarðar. Fyrir utan aukaferðirnar til Vestfjaröa og Norðurlands, þegar þar opnast, ætti innan- landsflug að ganga samkvæmt áætlun I dag. —ÓT. Þeir voru að venju á öllum aldri, farþegarnir sem biðu eftir að komast flugleiðis á áfangastað i morgun. Visismynd Jens. k.............................................................. Larsen sigraði í Genf Guðmundur Sigurjónsson varð i niunda sæti á alþjóða- skákmótinu i Genf sem lauk i gær, en Friðrik Óiafsson hafn- aði I 12. sæti. Bent Larsen sigraði með 8,5 vinningum, en Ulf Andersson varð I ööru sæti meö 8 vinn- inga. Hann og Guðmundur gerðu jafntefli i siðustu um- ferð. 1 þriðja sæti varö Dzind- zinchasvili frá Israel meö 7,5 vinninga og Sosonko fjórði með sömu tölu. Pachman og Torre hlutu 7 vinninga, Liber- zon, Ivkov og Guömundur 6,5, Timman og Byrne 6, Friörik 5,5, Hug 5og Westerinen varð I neðsta sæti meö 3,5 vinninga. —SG Suðri: SÍÐASTA SKILYRÐI BANKANS UPPFYLLT „Skipið fer i slipp i þessari viku og ef alit er i lagi, þá er það laust,” sagði Magnús Armann hjá Skipamiölun Gunnars Guðjónssonari samtali við Visi i morgun, en skipamiðlunin fer með umboð útgeröar flutninga- skipsins Suðra, sem verið hefur kyrrsett i Rotterdam i Hollandi um 6 vikna skeið vegna gjald- fallinna skulda við banka 1 Eng- landi. Skoðun skipsins er siðasta atriðið sem bankinn setti að skilyrði fyrir þvi að lán að upphæð um 170 milljónir króna væri ekki gjaldfellt vegna 30 milljón króna afborgunar sem ekki kom á tilsettum tima. Allar tryggingar sem bankinn bað um hafa nú verið settar og ef skipiö reynist vera i lagi stenst það samkomulag sem gert var við bankann um greiðslur lánsins. Sé skipiö hins vegar ekki i lagi er ófyrirséð hverjar lyktir mál þetta fær. — SJ NÝTT HASSMÁL KOMIÐ UPP Tveir menn sitja i gæsluvarðhaldi vegna meintrar aðildar að nýju fíkniefnamáli sem komið hefur upp. Rannsókn er enn á frumstigi, en með tilliti til reynslu af öðrum fikniefnamálum eiga ef- laust margir eftir að koma við sögu. Enn sem komið er snýst rannsókn þessa máls um innf lutning og dreifingu á hassi eingöngu. — SG bbbhhui Óttinn og kúgunin Alvöru- skatta- lœkkanir eru róðið Hvað á að segja kaupendum vöru? Sjá bls. 17 Ýmis vandamál steðja nú að prentara- félaginu Sjá bls. 10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.