Vísir - 24.04.1977, Blaðsíða 4
4
Sunnudagur 24. aprll 1977 VISIR
1
1 ræðu sem Sigurður Nordal hélt að
Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1944,
kemst hann svo að orði um Jón
Sigurðsson, að hann hafi verið fyrsti
islendingurinn sem heppnaðist i nær
sjö aldir, og bendir á sálfræðilegt
mikilvægi hans fyrir islensku þjóðina:
hún hafi verið farin að trúa þvi og
sætta sig viö að Islands óhamingja ætti
vopn við öllu. 1 Jóni hafi loksins mæst
köllun og vitjunartimi: maður, staöur
og stund — allt tvinnað saman á far-
sælasta hátt. „Það var orðið annað og
meira að vera Islendingur, þegar hann
hafði runnið skeiö sitt á enda, en það
var, þegar hann kom til sögunnar”
(1).
Hér má vara sig að opna ekki fyrir
hina endalausu umræðu um það hvað
beri aöskrifa á reikn. liffræðinnar og
hvað timans þegar eitt mikilmenni á I
hlut. Hitt er alkunna að þegar tíminn
er orðinn blaðsiöa i sögubók, þaö er að
segja gufaöur upp, þá standa sumir
menn eftir eins og grettistök, einir og
sér og skoðandinn klórar sér i
hausnum og botnar ekki 1 þvi hvað hafi
getaö flutt þessi björg og plantaö þeim
niður einmitt hér.
Jarðfræðin segir okkur að grettistak
sé bjarg flutt af skriðjókli, en hvað
flutti mannvalið sem var að komast til
þroska upp úr fullveldisárinu 1918 og
fór langt með að snúa viö dæmi Nor-
dals og setja jöfnunarmerki á milli
þess að vera islendingur og afreks-
maður? Við getum nefnt Nordal
sjálfan, Þórberg Þórðarson og Halldór
Laxness til að teikna i grófum dráttum
upp landslagið.
Við getum svarað þvi til að það hafi
verið timinn sem ungaöi út þessum
einstaklingum, en auðvitað höfum viö
ekki gert annað en klina nafni á spurn-
inguna með þeirri afgreiöslu, svar út-
heimtir nánari sundurgreiningu.
,,Þá voru aðrir timar, annar sálar-
blær, önnur tiöni holdssveiflanna, lftið
eitt annar lifstónn, mannfélags-
hreyfinginá öðrum gangi”, segir Þór-
bergur i eftirmála við Bréf til Láru,
rituðum árið 1950. En hvaö nákvæm-
lega skipti sköpum fyrir mótun þess-
ara manna? 1 fyrsfa lagi sjálfstæöis-
baráttan og sá ávöxtur sem hún bar
árið 1918 og gerði aö verkum aö þjóöin
endurfæddist i eigin landi og æðar opn-
uðust milli liöiinna alda og framtiðar-
innar. Það er allt morandi af dæmum
um þetta I Alþýöubók Halldórs Lax-
ness (1929):
,,Nú þegar Evrópa hefur lagt flest
það I lóg sem vert er að kalla skapandi
ment andlega, þá verður ekki annað
séö en á Islándi sé dagur að risa. Vest-
ræn hnignun kemur ekki íslandi við.
Þjóð elsta menningarmáls i Evrópu og
hinnar samfeldustu sögu vaknar nú
sem hin ýngsta mennlngarþjóö álf-
unnar (...) Þjóðin svaf milli fjalla þar
semkrökt varaf vættum ogálfum,ogi
þessu ósnortna landslagi, þar sem
hver dalur er þó endurminnfng úr
sögu, hver öræfasýn imynd dulrænna
skynjana, — þar risum vér á fætur I
dag eins og nýfæddir, gæddir frumleik
náttúrubarnsins, með goöamál á
vörum og morgunhimin yfir oss,
logandi i spám og teiknum” (2).
Og Halldórtalar um þá unglingslegu
vaxtarvitund sem rikir með þjóðinni:
,,A litilmótlegustu stööum veröur
vart knýandi viöleitni til andlegs
vaxtar. Meðal þeirrar kynslóðar sem
nú er að vaxa rikir hvergi hin pest-
næma, sauöfróma nægjusemi stöön-
unarinnar; alt er i þenslu, kröfurnar
stefna til dýpra sálræns veruleiks,
rikari lifsfyllingar. I hverju úngu
Islensku brjósti rikir yndislegur
grunur þess að mikið sé i vændum”
(3).
En það eru ekki bara aíburöirnir
innanlands sem grassera I þessum
mönnum, þar kemur lika til askur
austur i Rússaveldi: Byltingin I
Rússlandi 1917 og uppbygging Verka-
mannarikis.
Þórbergur:
„Það fór alþjóölegur andblær yfir öll
lönd, I fyrsta sinn i sögu mannsins.
Upphaf heimsbyltingarinnar hafði fest
sig I sessi á sjötta hluta jaröarinnar. 1
afganginum hrikti og kraumaði hér og
þar af frelsishug og byltingarmóði.
Alls staðar einhver hræring til frjáls-
ara lifsforms og meiri lifsfyllingar.
Alls staðar lausn frá gömlum sjónar-
miðum, siðum og háttum.
Kommúnistaflokkar, frjálslyndir
menn og róttækir alls staöar i fram-
sókn (4)
Byltingin I Rússlandi er sú sól sem
gerir að verkum aö yfir markmiðum
og leiöum er alger heiörikja. Einungis
sturlaður maður gæti villst af leiö.
Sósialismi og skynsemi er sama orftið:
Halldór:
„Ef riki verkamanna ræki atvinnu-
tækin mundi aldrei verða atvinnuleysi,
heldur væri stöðugt unnið og framleitt
til þess að fullnægja þörfum i stað þess
sem nú er: i gróðaskyni. Og þá yrði
aldrei neyð'. Þetta er margsannaö
fræðilega og allir viöurkenna þaö
nema auövaldsræningjar og mútu-
þegar þeirra, blaöalygararnir. Bylt-
Ingin I Rússlandi táknar flutnlng þessa
sannleika úr visindum mannvinanna
yfirí skilning alþýðunnar...” (5).
Rithöfundur sem starfar i slikri
heiðrikju er öfundsverður. Allt er
gagnsætt, markmiö og leiöir I
sjónmáli, allt sem þarf er að stugga
frá nokkrum nátttröllum. Enda
stingur afdráttarleysiö I stúf viö
súldina sem er rikjandi I áttavillu
dagsins i dag:
„Evrópuhöfundar nýrra stils taka
nú að kanna ótroðnar leiðir og eru
farnir aö beina augum sinum aö
andlitsdráttum manna sem hvorki
eiga arðbærar fasteignir, hlutabréf I
félagi né peninga á bánka. En fjöldi
mikill skálda I Evrópu hefur vilst út i
ónýtan heilaspuna sem aungvir geta
notið nema brjálaöir listamenn og
auövaldskvenfólk með brókarsótt (...)
Og hvaða erindi á slikt til sveita-
manna, eöa manna sem stunda sjó og
hætta lífi sinu eöa verkamanna sem
eru i skpldum qf þvi þeir hafa fest
kaup á húsi?” (6)
Stalin, — eftir gagnrýnislitla
aðdáun á Sovétrikjunum féliust
róttækum mönnum hendur...
Jón Sigurðsson, — fyrsti islend-
ingurinn sem heppnaðist i nær
sjö aldir?
BorgarastéttinTiefur misst allt sögu-
legt frumkvæði og er allsstaðar f jötur á
söguþróuninni. Hún er stödd á grafar-
bakkanum og einasta skylda „rit-
höfundarins I dag” að afhjúpa hana og
hjálpa til við að hrinda henni alveg
ofan i gröfina.
Margt fer öðruvisi en ætlað er. A
endanum var það borgarastéttin sem
henti gröfinni yfir heiminn:
Uppgangur og valdarán fasismans,
Heimsstyrjöldin siðari...
Sá heimur sem kemur út úr Heims-
styrjöldinni siðari er gjörbreyttur:
Bandarikin standa yfir höfuös-
svörðum afgangsins af veröldinni
(þau misstu sex óbreytta borgara I
öllu striðinu), gömlu auðvaldsrikin
orðin að dvergum og átakspunkturinn
liggur á milli Bandarikjanna og Sovét-
rikjanna sem þó voru rjúkandi rúst
að loknu striði. Uppskipting hnattar-
ins I valdasvæði og Kaldastriöið miöa
að þvi að negla niður „rikjandi
ástand” i eitt skipti fyrir öll. Hér
heima var ekki fyrr búið aö stofna
sjálfstætt Islenskt lýöveldi en Banda-
rikin kaupa það upp, hérlendir valda-
menn reyndar tilbúnir að borga með
þvi til að tryggja sig fyrir alþýðu-
völdum. „í dagerumvéraltfremuren
sjálfstætt islenskt lýðveldi. Vér erum
umfram alt hluti af athafnasvæöi
erlends hers, ófullvalda riki, hertek-ið
af rikisher úr framandi heimsálfu”,
segir Halldór Laxness i ræðu haldinni
á Þingvöllum árið 1952 (7).
1956 er komið að afhjúpun Stalins og
„Atburðunum i Ungverjalandi”:
„Við sem fyrir mannsaldri siðan
eygðum dögun nýs lifs og nýrrar ver-
aldar i rauöum bjarma hinnar
rússnesku verkalýðsbyltingar, sitjum
aftur i myrkrinu, myrkri svika og
lyga, morðs og blekkingar” (8).
Það lá I hlutarins eðli að eftir gagn-
rýnislitla aðdáun á Sovétríkjunum,
féllust róttækum mönnum hendur og
skorti forsendur til að skilja hvað var
að gerast. Enda gátu Sovétrikin með
sósialismann að lýsingarorði slegiö
vopnin úr höndum þeirra sem gagn-
rýndu frá vinstri: úr þvi Sovétrikin
voru sósialisk gátu þau ekki veriö
slæm frekar en dýrlingur getur verið
glæpamaður. í andrúmslofti milli-
striösáranna þegar riki öreiganna
þurfti á skilyrðislausum stuðningi aö
halda og valið var milli sósialisma og
fasisma, var ekki svigrúm til aö efast,
menn trúöu. Þessvegna voru
viðbrögðin við afhjúpunum að menn
annaðhvort gengu af trúnni eða
neituöu aö viöurkenna staöreyndir og
héldu áfram að sjá I Sovétrikjunum
valkost viö Auðvaldsblökkina. Það er
ekki fyrr en upp úr slitnar með Sovét
og Kina aö menn hætta að lita á Sovét-
rlkin sem fasta óbreytanlega stærð og
rennur upp fyrir mönnum ijós að
Sovétrikin hafa þróast 1 auövaldsriki.
Sjálfstæðisbarátta Islands og
Byltingin I Sovétrikjunum — timinn
átti eftir aö tæra merg og blóð úr
báðum þessum fyrirbærum og þeir
sem Ibyrjun aldarinnar höfðu lagt upp
með eldmóöi enduöu vonsviknar sálir
á pólitisku dauðahafi. Hvað viðkemur
Halldóri, þá vildi svo undariegatil aö
Nóbelsverðlaunin komu i hans hlut um
svipað leyti og Sovétrikin stóðu
afhjúpuð og gjaldþrota. Hann var þvi i
vissum skilningi kominn I höfn og ekki
nema eðlilegt aö hann færi I land, þótt
mörgum þætti erfiður biti I háls
að hann skyldi siðar vista sig á hinu
skipinu. v
Tilvitnanir:
1. Lýöveldishátiðin 1944, bls.296.
2. Alþýðubókin, fimmta útgáfa, bls. 50.
3. Sama, bls. 53.
4. Bréf til Láru, Mál og Menning 1975,
bls.249,
5. Alþýðubókin, bls 144.
6. Sama, bls. 19 og 18.
7. Dagur I senn, bls.140.
8. Steinn Steinarr I Kvæöasafn og
greinar, bls. 290, Helgafell.