Vísir - 24.04.1977, Blaðsíða 15
15
VISIR Sunnudagur
24. aprn 1977
„Þegar maöur er kominn útlbók og búinn að skrifa til dæmis einn kapituia sex tii átta sinnum og beita til þess allri sinni hugarorku, þá fer aö veröa dálitið
„gaman” að skrifa, ef þú villt nota þaö orö...”
„Já, þú sérö aö þessi veslings þjóö,
svfar, hefur þaö með öllu óviöráöan-
lega hlutverk aö segja á hverju ári
hver sé mesta skál'dTheimí! "Bara sú
hugmynd ein er absúrd. Strax og þeir
eru búnir að finna einhvern góðan hof-
und og gefa honum sin verðlaun, þá
verða þeir að rjúka af stað ög leita að
þeim næsta. Fyrir svona verðlaun,
sem telja sig vera heimsverðlaun, held
ég að væn miklu betra fyrirkomulag,
að minnsta kosti léttara fyrir aka-
demiuna sænsku, að velja úr sosum
hundrað höfunda á ári og láta siðan
draga um þá!”
„Ekki eins góð aðstaða
gagnvart málinu....”
Við ræðum um Islenska skáldbræður
hans og ég spyr Halldór hvort hann
lesi sér til ánægju verk einhverra
nútimahöfunda hérlendra.
„Ég er nú ekki góður lesari”, segir
hann. „Ég er vondur lesari. Það er
erfitt að gera mér til geðs i bókmennt-
um. En vissir höfundar finnast mér
ágætir hér. Svo maður slumpi á og taki
úrtak yfir eina öld eöa svo: Til dæmis
voru tveir rithöfundar lesnir I útvarp,
annar I fyrra og hinn þetta ár, og ég
varð æfareiður hvenær sem ég ekki
var látinn vita þegar lestrarnir byrj- •
uðúJÞettavoru Theodór Friðriksson og
Sigurður frá Balaskaröi, sem báðir
hafa skrifað tveggja binda bækur. Ég
vildi ekki missa nokkra setningu hjá
þeim.”
En af þessum yngri?
„Hér er mikið af ágætlega skrifandi
mönnum núna. En þeir hafa ekkieins
góða aðstöðu gagnvart miðli sinum,
málinu, og höfundar höfðu fyrr á dög-
um. Það eru einhverjir skólakennarar
sem hafa alveg eyðilagt málið hér fyr-
ir rithöfundum, algerlega ruglað menn
I riminu. Ef þú tekur eitthvert skrifað
efnieftir bónda, ég held næstum hvaða
bónda sem vera skal, hversu aumur
sem hann var, frá öldinni sem leið og
dálitið fram á þessa öld, jafnvel fram
undir 1920, þá má heita, eftir mlnum
skilningi á sigildu lesmáli, að hver
setning sé klassik. Hvert einasta
sendibréf frá venjulegum Islenskum
bónda áður fyrri gæti staöið sem fyrir-
mynd að texta núna. Þó kunnu þessir
menn enga stafsetningu”.
„Skringilegar hugmynd-
ir....”
„Þessir menn höfðu lærða staðfestu
I tungunni. Hana höfum við misst, og
skólarnir hafa ekki getaö gefið okkur
neitt I staðinn. Ef nokkuð væri, taka
nútimaskólar þennan áunna hæfileika
frá okkur. Og þetta finna Islendingar.
Jafnvel alþingismenn vita þetta. Mér
er sagt að margir alþingismenn haldi
að það sé hægt að bjarga þessu við
með því að skrifa zetu, eða með ein-
hverjum þess háttar skringilegum
hugmyndum. Hvorki Sigurður frá
Balaskarði né Theodór Friðriksson
kunnu undirstöðuatriði I málfræði.
Þaðan af siður löggilta stafsetningu”.
Hann segir að svo virðist sem íslend-
ingar eigi nú ákaflega erfitt með að
skrifabrúklegtlesmál. „Fram til 1920,.
jafnvel fram að 1925, sást yfirleitt ekki
dönskusletta i Islensku blaði. Þaö var
m.a. vegna þess, að allir ritstjórar
kunnu dönsku of vel til aö láta sér
detta fhug að sletta henni. En nú veö-
ur uppi lágkúruleg danska I öllum dag-
blöðum, — það er að segja sú danska
sem er á þeim dönsku vikublöðum sem
hér eru aðallega lesin, vikublaða-
danska. Reykjavík er vlst sá bær sem
kaupir mest af dönskum vikublöðum,
nema ef vera skyldi að Kaupmanna-
höfn hefði vinninginn. Við höldum
þessum blöðum uppi að meira eða
minna ley.ti. Árangurinn kemur fram i
dagblöðum okkar”.
„Auðvelt að læra
bless-you ensku...”
„Helgi J. Halldórsson heldur þvi
fram að meiriparturinn af málleysum
sem veður uppi i dagblööum og al-
mennu ritmáli nú á dögum sé enska.
Þvl hef ég enga trú á. Það getur verið
að einstöku enskar orðasamsetningar
hafi flotið inn I allra siðustu máltlsku
hér. En engin bein málspilling er i
þeim. Þær eru bara bjálfalegar. Vana-
lega eru það þá einhverjir fræöimenn,
menntaðir I enska heiminum, sem eru
að fást við að fræöa landslýðinn eftir
enskum bókum. En mér vitanlega hef-
ur enginn Islendingur lært svo mikla
ensku að hann sletti þvl máli sér til
skaða. Það er afturámóti auðvelt að
læra biess-you ensku og hana kunna
margir islendingar. Ég tel að íslend-
ingar geti yfirleitt ekki lært ensku og
þeir þurfi ekki að óttast málspillingu
af hennar völdum. Danska hefur aft-
urámóti aldrei vaðið eins uppi I rituöu
máli Islensku og nú, siðan verið var að
þýða hér guðsorðabækur á 18. öld.
Þetta er óhemju skringileg þróun. Ég
held það væri mjög nauösynlegt aö
stofna kennarastól I þvi að afdanska
islenskt ritmál. Islenskir blaðamenn
ættu að stofna handa sér sllkan kenn-
arastól”.
„Þá fer að verða
dálitið gaman....”
Veitir það þér sjálfum alltaf jafn,
mikla ánægju að skrifa?
Sjálf vinnan meö hendinni, aö skrifa
er mér mjög leið”, svarar hann. „Og
ég skrifa ákaflega vonda rithönd. Vlst
þarf enginn að lesa hana nema ég
sjalfur, og ég á reyndar nógu erfitt
með það. En þegar maöur er kominn
út I bók og búinn að skrifa til dæmis
einn kapitula sex til átta sinnum og
beita til þess allri sinni hugarorku, þá
fer að veröa dálltiö „gaman” að
skrifa, ef þú vilt nota það orð. Ég hef
alla tið .skrifað löng uppköst,venjulega
með blýanti. Slðan ritstýri ég af míkilli
grimmd. tJr hundrað slðna blýants-
uppkasti verður kannski ein örk hrein-
skrifuð. Mikill meiripartur fer I rusl.
Meðan verið er að brjóta til mergjar
hugsunina sem á að vera I setningunni
er oft vandi að hnitmiða oröin svo, aö
þau myndi læsilegan og skiljanlegan
stll. Þá skiptir meira máli að hvergi sé
orði ofaukiö en eitthvaö vanti. Þarna
verður þróun úr hráu frumefni, þar
sem maður grlpur hugmyndirnar út úr
þokum hugans, þangað til þær fara að
taka á sig þokkalega lögun i hinu rit-
aða máli eftir margar uppskriftir.
Þegar þar er komið fer að verða dálit-
ið „gaman” að vinnunni”.
Slðustu tvær bækur Halldórs, t tún-
inu heima og Úngur ég var, hafa verið
endurminningabækur, öðrum þræði að
minnsta kosti. _ , . , ,
„Já, viö getum sagt það okkur til
hægari verka. En maður veit I raun
aldrei hvað I ritverki rls á minnisatrið-
um oghvaðekki. Náttúrulega er mikið
af því sem maður skrifar, aö minnsta
kosti I skáldskaparformi, reist á ein-
hverju endurminningaefni. Og þær
tvær bækur, sem ég hef nú skrifað mér
til skemmtunar I skáldsöguformi um
æskuár min, skrifaði ég eftir sömu lög-
málum og ég hef skrifað skáldsögur.
Svo það eru að minnsta kosti ekki
mjög lesnir menn sem flokka þessar
bækur undir ævisögu”.
En hvaöa efni leitar á þig núna?
„Efnin eru svo mörg. Ef maður ætl-
ar að skrifa bók þá eru vandkvæöin
mest á þvi að finna hinn rétta farveg
fyrir þá hugmynd sem maður hefur.
Það getur oft verið vandamál hvort úr
ákveðnu efni eða hugmynd skuli veröa
kapltuli I stórri sögu, eða ritgerö, eða
smásaga, eða heil skáldsaga. Ég er oft
mjög nærri ritgerðarforminu i skáld-
skap, og ekki eru alltaf skörp skil hjá
mér milli ritgerðar, skáidlegrar hug-
leiðingar, og raunverulegrar skáld-
sögutækni. Oft fyllast uppköstin hjá
mér af alls konar ritgeröarefni. Siöan
krossa ég einfaldlega yfir þessar rit-
gerðir I hreinskrift. En þaö eru mörg
vandkvæði á að skrifa upp sögu án
þess að láta truflast af alls . konar
aukahugmyndum sem vilja ryöjast
varast þetta. Hvaö kemur næst get ég
ekkert um sagt. Ég er nýbúinn aö
ljúka við bók. Lof sé guði fyrir aö ég er
ekki kominn með aðra strax. Það eru
ekki nema bilaöir menn sem skrifa
bækur I áframhaldandi runu, eliegar
þá menn sem ætla að frelsa heiminn.”
Þegar þú lltur til baka, hvað hefur
veitt þér mesta ánægju i lifinu?
„Ég hef nú aldrei spurt mig þessar-
ar spurningar. Enda væri það vist
til litils. Ég hef hins vegar haft ánægju
af því að lifa. Tónlist hefur veitt mér
sérstaka ánægju. Sömuleiðis útigöng-
ur I náttúrunni. Hef veriö svo heppinn
aö lenda aldrei I neinum sérstökum
leiöindum * en það hefur ekki veriö mér
aö þakka”. —AÞ.
„Það eru ekki nema
bilaðir menn....”