Vísir - 24.04.1977, Blaðsíða 11
VISIR Sunnudagur 24. aprfl 1977
Ragnar I Smára meö nýjustu bókina sem hann hefur gefiö út eftir
Halldór, —leikritiö Straumrof sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um
þessar mundir. Ljósm. LA.
bók er komin á prent þ.e. i
endurprentun. Onnur prentun
bókanna er meira eöa minna
breytt. Til dæmis fór hann yfir
Sölku Völku og Sjálfstætt fólk
fyrir nýja útgáfu og gerði þó
nokkrar breytingar.”
1 viðtalinu við þá Hrafn og
Davið kemur einnig fram mat
útgefanda Halldórs á höfundar-
einkennum hans. „Halldór
hefur svo mörg andlit”, segir
Ragnar. „Með hverri nýrri bók
kemur ekki aðeins ný saga,
heldur nýtt málfar og nýtt hand-
bragð. Allt er nýtt.”
Gagnslaust að lesa einu
sinni.
„Annars verð ég að viöur-
kenna að ég er ekki gáfaöri en
það, að ég þarf að lesa bækur
eftir Halldór þrisvar til þess að
átta mig á þeim. Þegar maður
les bók hefur maður tilhneig-
ingu til þess að einbeita sér að
söguefninu sjálfu. En þegar allt
kemur til alls þá er það ekki
söguefnið sem er áhrifamest,
heldur eitthvert sprengiefni af
öðrum toga sem höfundurinn
hefur lætt með. Ég hef tekið eft-
ir þvi að margir gáfaðir menn
hafa talað barnalegaum bækur
Halldórs. bað er vegna þess að
þeir hafa aðeins lesið þær einu
sinni, sem er alveg gagnslaust.
Þegar Gerpla kom út sendi ég
fimmtán tilteknum mönnum
bókina og lét þess getið að mig
langaði til að heyra hvað þeim
fyndistum hana. Siðan talaði ég
við alla þessa menn eftir tvær
vikur. Ot úr þvi komu heldur
Ijót ummæli. betta voru há-
menntaðir menn i bókmenntum,
jn ég sá undireins að þeir höfðu
^kki lesið bókina sér til gagns.”
—AÞ tók saman.
greiða á allt að 25 mánuöum.
Þá höfum við einnig alla tið
haft verulegan hóp áskrifenda
að verkum Halldórs, og fá þeir
þá bækur hans beint hjá okkur
þegar þær koma út”.
Endurprenta 15-20
bækur á þessu ári
Böðvar sagði að uppiag bók-
anna væri nokkuð misjafnt.
„Fyrstu útgáfur af skáldsög-
um eru oft 6-8 þúsund, en af rit-
gerðasöfnum og leikritum eitt-
hvaö minna.
Viö endurprentanir reynum
við að haga þvi svo að einungis.
sé hverju sinni prentaö upplag,
sem dugi f ca. tvö ár. betta þýö-
ir að við endurprentum margar
bóka Halldórs á hverju ári,”
sagði Böövar.
Það kom fram hjá honum, aö
sérstaklega mikið væri endur-
prentaö á þessu ári vegna af-
mælis Halldórs, sennilega 15-20
bækur i allt. Þar á meöal er
leikritið Straumrof, sem ekki
hefur komið út siðan 1934.
Hátiðarútgáfa af
Barni náttúrunnar
Þaö kom fram hjá Böövari að
I tilefni afmælisins gæfi Helga-
fell nú út sérstaka afmælisbók
eins og 1962 og 1972.
„Að þessu sinni gefum viö út
hátfðarútgáfu af fyrstu skáld-
sögu Halldórs, „Barn Náttúr-
unnar”, myndskreyttri af Har-
aldi Guðbergssyni. Þessi af-
mælisútgáfa er sömu geröar og
hinar tvær afmælisbækurnar”,
sagði hann.
Afmælisbókin 1962 var
„Halldór Kiljan Laxness eftir
Kristján Karlsson, en 1972 kom
út viötalsbókin „Skeggræöur
gegnum tiöina” eftir Matthias
Johannessen.
Vaxandi áhugi
hjá ungu fólki
Böðvar sagði, að Halldór heföi
alltaf átt marga áhugasama aö-
dáendur, sem kæmu strax og ný
bók eftir hann væri komin út.
„Ég held að hann eigi stóran
aðdáendahóp af öllum árgöng-
um”, sagði Böðvar, „I þeim hópi
eru ýmsir, sem veriö hafa aödá-
endur hans frá fornu fari, þegar
hann átti erfiöara uppdráttar en
nú vegna þess, hversu mjög
verk hans voru umdeild, sem
þau hafa reyndar alltaf veriö
meira og minna. En einnig er
áberandi, aö þvi er mér finnst,
að unga fólkiö hefur mjög vax-
andi áhuga á bókmenntum, og
þá að sjálfsögöu á bókum
Halldórs. Mér finnst, að I þvi
efni hafi oröiö töluverð breyting
á frá þvi sem var fyrir um tutt-
ugu árum sfðan”.
Um samskipti -sin við viö-
skiparvini þann rúma aldar-
fjórðung, sem hann hefur starf-
að hjá Helgafelli, sagöi Böðvar:
„Það hefur verið mjög
ánægjulegt samband við þetta
fólk, bæði yngra og eldra, gegn-
um árin, bæði varðandi bækur
Halldórs og aörar bækur, sem
viö höfum verið meö”. —ESJ.
11
BÆKUR EFTIR
HALLDÓR LAXNESS
Vefarinn mikli
frá Kasmír ...3.594.- Dagleiðá fjöllum .3.720.-
Alþýðubókin ...3.360.- Skáldatími .3.960.-
Kvæðakver ...2.880.- Barn náttúrunnar .3.564.-
Reisubókarkorn ...2.880.- Sjöstafakverið .3.564,-
Snæfríður Islandssól.. ...2.880.- Upphaf mannúðarstefnu .3.420.-
Salka Valka ...3.720.- Dúfnaveislan .3.216.-
Sjálfstætt fólk ...3.930.- islendíngaspjall .2.880.-
Heiman eg fór ...2.880.- Undir Helgahnúk .3.564.-
Þættir ...3.960.- Kristnihald undir Jökli.., .3.480.-
Gerpla ...3.930.- Vínlandspúnktar .2.880.-
Silfurtúnglið ...3.138.- Innansveitarkrónika .3.180.-
Dagurisenn ...3.420.- úa .2.880.-
Heimsljós ...4.290.- Yf irskygðir staðir .3.720.-
Brekkukotsannáll ...3.810.- Norðanstúlkan .2.880.-
íslandsklukkan ...3.900.- Guðsgjafaþula .3.540.-
Gjörníngabók ...3.720.- Þ jóöhátíðarrolla .3.720.-
Paradísarheimt .. .4.296.- í túninu heima .3.420.-
Strompleikur ...2.880.- Ungur eg var .4.164.-
Atómstöðin ...3.576.- Straumrof .3.960.-
Ennfremur eigum viö bœkur hans
á erlendum málum
SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU
BÓKAVERZLUN
S1GFÚSAR EYMUNDSSONAR
Austurstrœti 18 — P.O. Box 868 — Reykjavik
gikiiny æíl■ mw0±w0±
»...09 931 pcivn upp
malið a okkur báðum«
»Þeir skera svampinn alveg eins og
maður vill og sauma utan um hann líka, ef
maður bara vill.«
»Já, Lystadún svampdýnur...«
»Hættu nú aö tala, elskan mín«
...efni til að spá í
LYSTADÚNVERKSMIÐJAN DUGGUVOGI 8 SÍMI 846 55
AUGLÝSIÐ í VÍSI