Vísir - 24.04.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 24.04.1977, Blaðsíða 17
VISIR Sunnudagur 24. apríl 1977 17 | Halldór Laxness og lesendur hgns „ENGINN VERÐUR SAMUR MAÐUR." Birgir Isl. Gunnarsson, borgar- stjóri: „Þaö er erfitt aö meta gildi hugverka fyrir einstaklinga eöa þjóðir. Þaö veröur ekki brugðiö mælistiku á þaö, hvaöa áhrif listaverk hafa á þann, sem þau hefur numiö. Eini stæröfræöi- legi mælikvaröinn, sem e.t.v. væriunntaöbeita, þegar rætt er um verk Haíldórs Laxness, væri aö teija allar þær ánægjustund- ir, sem verk hans hafa fært les- andanum. Þaö segir þó lítiö. Aðalatriöiö er, aö enginn veröur samur maöur eftir aö hafa lesiö verk hans og tileinkað sér þau. Hin ótrúlega glöggskyggni hans á hin fjölþættu tilbrigði mann- legs lifs er sennilega þaö, sem mér er efst f huga, þegar ég lit til baka og reyni aö svara spurningu eins og þeirri, sem Vísir beindi til min. Þó veit ég, aö þaö svar er ófullkomiö. Strengirnir t skáldhörpu hans eru svo margir og spanna svo vitt svið, aö nýir tónar hljóma stöðugt viö hvern lestur á verk- um hans. Ég sendi skáidinu bestu árn- aðaróskir á þessum merku tlmamótum I lifi hans. Megi hann lifa vel og lengi og halda á- fram sem lengst aö bregöa birtu á mannlifiö hér á Islandi.” „PLATAR ALDREI" Brynja Benediktsdóttir leikari og leikstjóri: „Ég hef eins og hver annar is- lendingur gleypt i mig verk Lax- ness frá þvi ég var unglingur. Svo gerist það að ég er fengin til að setja upp á leiksvið eitt þeirra, — þ.e. leikritið Straumrof hjá Leik- félagi Reykjavikur — og sú lifs- reynsla er mér eðlilega ofarlega i huga. Að visu fékk ég þetta verk- efni með fremur litlum fyrirvara þannig að ég varð að frumvinna alla leikstjórnarhugmyndina á æfingatimanum. En á móti kom sú staðreynd að hér var um aö ræða verk eftir núlifandi islenskt skáld, sem jafnframtgaf sér tima til að sinna æfingum. Þetta haföi tviþætt áhrif. Ann- ars vegar gátum við leitað til hans um öll vafaatriði varðandi skilning hans á verkinu og um timann sem verkið á að gerast á, en flest okkar sem unnum að sýningunni vorum ekki fædd þá.Hins vegar var svo það sem við urðum að vara okkur á og það var að Halldór er svo helviti skemmtilegur og fyndinn að við urðum að beita okkur hörku að láta ekki aðdáun okkar á persón- unni Halldór Laxness glepja fyrir okkur við vinnslu sjálfs verk- efnisins. Vonandi gefst siðar betri timi og annað tækifæritil að láta eftir sér að glepjast. Það sem kannski heillar mig mest i verkum Halldórs er að hann er aldrei að plata. Hann er ekki hræddur og er auk þess hrekkjalómur svolitill. Og svc þessi húmor, þessi endalausi húmor sem jafnvel gerir tragedi una svo stóra. En náttúrulega ei aðeins eitt orð sem hér nægir: Skáld. Hann er skáld og það'þarl enga skýringu.” „Jafnt lœsir sem ## • •• Stefán ögmundsson, forstöðum. Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu „Ég held að enginn sem lifaö hefur tima Halldórs Laxness geti veriö ósnortinn af verkum hans, og þaö á jafnt viö um læsa sem ólæsa, aðdáendur hans og andstæðinga. Ég er engin undantekning frá þvi að hafa notið þess á minn hátt sem Hall- dór Laxness hefur fært samtiö sinni sem mikill og einstæður listamaður.” „Yoðalega Atli Heimir Sveinsson: — Les eldri bækurnar reglulega, likt og Njálu. mikils virði" — segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld „Halldór Laxness hefur veriö mér voðalega mikils viröi” sagöi Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, þegar við stöðvuöum hann á förnum vegi, i Austur- stræti i Reykjavlk. „Ég les mikiö eftir Laxness”. sagði hann enn fremur. „Eldri bækurnar les maöur reglulega einu sinni á ári, likt og Njálu . Ég á mér enga uppáhaldsper- sónu meðal sögupersóna þeirra sem Halldór Laxness hefur skapað. Ég byrjaði fyrir þó nokkuð löngu að lesa bækur Laxness. En siðast held ég aö ég hafi ver- ið að fletta Sjálfstæðu fólki, og þaö ekki I fyrsta skipti.’LEKG Til þess að fá nasasjón af stöðu Halldórs Laxness i hugum lesenda hans fór Helgarblaðið þess á leit við fimm menn að þeir lýstu stuttlega persónu- legu viðhorfi sinu og kynnum af verkum skálds- ins, — þvi gildi sem lestur þeirra kann að hafa haft fyrir viðkomandi. Jafnframt voru nokkrir vegfarendur gripnir á götum úti og inntir eftir þvi sama. „Enda er það ekki kenning heldur staðreynd" samt svo að við hérna séum á móti kenningum, og allra sist ef þarf ekki að fara eftir þeim. Kenningar eru til skemtunar hefur mér alla tiö fundist. Hér I nálægri sókn er prestur sem hefur boðað mikið. Fólk hefur farið aö taka mark á því sem hann sagði. Það hefur ekki farið vel.Fólki hættir til aö breyta öfugt við það sem þvi er kent.” Mér hafði flogið i hug aö lýsa þvi yfir að ég áliti Laxness mestan rithöfunda. Einnegin að verk hans hafi aukið mér virð- ingu og aödáun á þjóöinni sem byggir landið. En mér snerist hugur þegar ég minntist orða safnaöarformannsins, enda var hann að langfeðgatali kominn útaf þessum frægu Jónsenum sem skrifuðu íslandssöguna. Að boða slikar kenningar hefði ekki farið vel. Hins vegar get ég látiö þaö flakka aö verk Laxness eru mér óþrjótandi uppspretta skemmtunar, enda er það ekki kenning heldur staðreynd. Sverrir Hermannsson, alþingis- maður: „Umboðsmaður biskups spurði Tuma Jónsen safnaöar- formann, hvað sóknarprestur- inn boðaði. „Tumi Jónsen: Ef stórt er spurt veröur oft litið svar væni minn. Hann séra Jón boðaöi fátt hér áður og enn færra nú. Sem betur fer, mundi margur segja. Ekki er það nú „Að spegla og túlka sinn tíma" Einar Hákonarson, myndlistar- maður: „Ef svara á spurningunni hvort verk Halldórs Laxness hafihaft áhrif á mig sem listamann og min lifsviöhorf I viðum skilningi verð- ur að hafa I huga að hann tilheyrir mun eldri kynslóö og öðrum tima. Sá timi er fyrst og fremst timi endurreisnar hins Islenska lýð- veldis og fagnaöarbylgjunnar sem henni fylgdi. Skáldiö bar heitar tilfinningar til lands og þjóðar, var óþreytandi við aö kenna til betri vegar og, ef það dugði ekki, segja henni til synd- anna og skamma, svo að fram komu hatrammar deilur. Allt af einskærri umhyggjusemi. Til- finning hans og skilningur á llö- andi stund hverju sinni, ásamt gifurlegri yfirsýn, hlýtur að heilla hvern mann^ aö geta speglað sinn tima og túlkað eins og hann ætti að vera keppikefli allra sannra listamanna. Halldór Laxness er barn hinnar Islensku náttúru og mannlifs; þaðan eru verk hans sprottin og úr þeirri miklu is- lensku bókmenntahefð fyrri tima. En um leiö og hann fjallar um is- lenskar aðstæ, ur veröur hann albjoMegur ve.i:na stilsnilli og skáldnæfileika. Það sannast á honum að viðfangsefnið skiptir ekki öllu máli, heldur hvernig farið er meö það og hvernig það er sett fram. Slik ögun listrænna vinnubragöa, sem fram kemur i verkum Halldórs Laxness, — hvert orð, hver setning, ásamt heildarbyggingu verkanna —, þyrftu flestir listamenn aö hafa að leiöarljósi. En slikum hæfileik- um eru fáir búnir, þó að vitað sé að hafa verður fyrir hlutunum. Ég get því fullyrt að enginn Is- lendingur núlifandi hefur gert meira en hann til að auka skilning minn á þjóö okkar, kostum henn- ar og göllum, með listaverkum sínum. Fyrir allt þetta þakka ég og óska listamanninum til ham- ingju meö afmælið.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.