Vísir - 13.05.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 13.05.1977, Blaðsíða 3
3 VISIR Föstudagur 13. mal 1977 Auðbrekkan í Kópavogi að verða lögreglumiðstöð? Bœjarfógetinn í Kópavogi flytur líka í trésmiðju — fœr nýtt húsnœði, sem kostor 87,5 milljónir, rétt hjó vœntanlegu húsi Rannsóknarlögreglu ríkisins Þeir, sem kaupa hús- næði fyrir lögregluna, virðast hafa mikinn á- huga á trésmiðaverk- stæðum við Auðbrekku i Kópavogi. Fyrir nokkru voru fest kaup á húsnæði þar fyrir Rannsóknarlögreglu rikisins, og nú hefur húsnæði annarrar tré- smiðju við sömu götu verið keypt fyrir embætti bæjarfógetans i Kópavogi, þótt reynd- ar hafi ekki verið gert ráð fyrir slikum húsa- kaupum á fjárlögum. Hús þaö, sem dómsmálaráðu- neytiö hefur i samvinnu viö fjármálaráöuneytiö keypt fyrir bæjarfógetaembættiö og lög- regluna I Kópavogi, er viö Auö- brekku 57, en húsnæöi þaö, sem ætlaö hefur veriö Rannsóknar- lögreglunni, er viö Auöbrekku 61. Þorleifur Pálsson, fulltrúi I dómsmálaráðuneytinu, sagði I viötali viö Visi, að nýja húsnæöi Kópavogsembættisins væri á þremur hæöum, samtals rúm- lega 1100 fermetrar. Þaö er all- miklu stærra en embættiö býr við núna, en þaö er i leiguhús- næöi viö Hamraborg 7. Ekki á fjárlögum Ekki er gert ráö fyrir þessum húsakaupum á fjárlögum þessa árs, og þurfti þvi aö sögn Þor- leifs til aö koma samþykki fjár- málaráöuneytisins sem ákvaö aö standa aö aukafjárveitingu til húsakaupanna. Kaupveröiö er 87.5 milliónir króna, en auk þess þarf aö kosta nokkru til viö innréttingu húss- ' ins, þar sem nú er rekin tré- smiöja eins og áöur sagöi. „Þaö er stefnt aö þvi aö hægt veröi aö flytja inn i nýja húsiö um næstu áramót”, sagöi Þorleifur Pálsson i dómsmála- ráöuneytinu. —ESJ Viö Auöbrekku57 er nú trésmiöja, en húsiö hefur nú veriö keypt fyrir bæjarfógetaembættiö i Kópavogi. — Ljósmynd Loftur. Um 160 manns sýna þjóð- donsa í Laugardalshöll Um 160 manns, þar á meöal um 100 börn, munu taka þátt I vorsýningu Þjóödansafélags Reykjavikur, sem haldin veröur I Laugardalshöllinni á sunnu- daginn kl. 15. Dansaöir veröa þjóödansar frá 20 löndum, svo sem ltaliu, Rússlandi, Perú, Þýskaiandi og islandi, aö þvi er Finnur Sigurgeirsson sagöi i viötali viö VIsi. Sýningin I Laugardalshöllinni munu taka um tvær klukku- stundir. Svavar Guömundsson stjórnar henni, en hann er einnig aöalkennari. Kolfinna Sigurvinsdóttir er kennari barn- anna, en auk þess hafa Helga Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Georgsdóttir, Hrund Hjaltadótt- ir og Steinunn Ingimundardóttir séö um kennslu á Islensku dag- skránni og kennslu þeirra dansa, sem unglingaflokkur dansar. Gera búningana sjálf „Þjóödansfélagiö er áhuga- mannafélag og allt starf innan þess unnið i sjálfboöavinnu”, sagöi Finnur. „Og þaö er gífur- leg vinna, sem liggur I und- irbúningi fyrir hverja sýningu sem þessa. Þannig eru t.d. allir þeir búningar, sem notaöir eru hverju sinni, að mestu leyti unn- ir af félögunum sjálfum, og á sýningunni á sunnudaginn veröa búningarnir mjög fjöl- breyttir eins og dansavalið ber meö sér, þvi ekki et hægt aö Imynda sér þjóðdahs frá ein- hverju landi án þjóðbúnings”. —ESJ Stúlkur I Þjóödansafélagi Reykjavikur sýna kvennadans frá Grikklandi. Vísis- bíó á laug- ardag Kvikmyndasýning verður fyrir blað- sölubörn Visis i Laugarásbiói á laug- ardaginn kl. 13. Að þessu sinni verður sýnd kvik- myndin „Þrir lög- reglumenn i Texas”, en það er spennandi' og sprenghlægileg mynd um manna- veiðar lögreglu i Texas. Kvikmyndin, sem er i litum, er með is- lenskum texta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.