Vísir - 13.05.1977, Page 5

Vísir - 13.05.1977, Page 5
5 „Ég trúi því að ég snúi brótt aftur til Nígeríu" — segir Odumegwu Ojukwu, fyrrverandi stjórnandi uppreisnarinnar í Biafra Ojukwu: „Sárin munu gróa”. i franska fréttaþættinum sem sjónvarpið sýndi i fyrrakvöld var fjallað um ýmsa viðburði i Afriku sem voru á forsiðum dagbiaðanna mánuðum saman meðan þeir voru að gerast, en eru nú nánast fallnir i gleymsku. Hræðilegustu fréttirnar voru liklega frá Biafra og Biafra ætti að vera islendingum ferskt i minni. Leiðtogi hinna ógæ'fu- sömu ibóa var Odumegwu Ojukwu, hershöfðingi, sem flýði land árið 1970 þegar ljóst var að Biafra átti sér ekki viðreisnar von. Ojukwu hefur siðan biiiö i út- legð á Filabeinsströndinni og þar hitti fréttamaður Newweek hann að máli, um tiu árum eftir að striðið i Biafra hófst. ,,Ef þér gætuð háð Biafra- striðið upp á nýtt, hvaö mynduð þér þá gera ööruvisi? „Þetta er erfiö spurning vegna þess að striöið kom svo óvænt fyrir mig, fyrir allt fólkið i Biafra. Satt að segja var striðið eins og ósjálfráð varnar- aðgerð af okkar hálfu. Það var ekki ákveðin stefna. Það var ekki ákveðið að nú væri kominn timi til að fara í strið. Það var ráðist á okkur og við vörðumst. Ef ég gæti gert þetta upp á nýtt held ég að ég hefði reynt að vinna áróðursstriðið fyrr. Að koma Biafra á siður dagblað- anna, og fá þannig aðstoð.” „Hvernig reiðir yðar fólki, ibóunum, nú af I Nigeriu?” „Þegar striðinu lauk var sagt að það yrðu almennar sættir.Ég veit að fjölmargir ibóar fóru þá aftur til Lagos af þvi þeir trúðu Gowon (fyrrv. forseta Nigeriu). Gowon stóð aldrei við loforð sin og ibóarnir fóru þá aftur til sinna svæða. Þeir eru að jafna sig, þeir eru hluti af Nigeriu, en þeir taka ekki þátt i efnahags- eða pólitisku lifi. Það sem þeir gera, gera þeir fyrir sjálfa sig og fjölskyldur sinar.” „Haldið þér aö það verði alltaf svo að aörir nigeriubúar vantreysti ibóunum og leyfi þeim ekki aö taka þátt i opin- beru lifi?” „Þarna skulum við gera greinarmun. Þegar ég var að tala um ástandið áðan, átti ég við meðan Gowon var forseti. Siðan hann fór frá hafa verið gefnar út yfirlýsingar sem benda til þess að herstjórninni sé umhugað um að Ibóarnir taki þátt i almennri þróun i landinu. Það er þvi ekki hægt að segja að (Gowon) ástandið sé óbreytt. Það eru að verða framfarir.” „Finnst yður sárin frá strið- inu vera að gróa?” „Sárin munu gróa. Það sem við höfum áhyggjur af er timinn sem það tekur. Það eru önnur verkefni sem þarf að sinna. Landið þarfnast framfara. Ég vildi óska að þetta gengi hraðar fyrir sig.” ,,í strfðinu töluðu margir fréttamenn um ibóana sem „gyöinga-Afríku”, haldið þér að hlutskipti ibóanna verði einnig að þola ofsóknir i margar aldir?” „Ég vona ekki. Tilgangur ibóa með striðinu var að stöðva ofsóknir, að stöðva það sem okkur virtist vera tilraun til að þurrka ibóana út. Ég held að eftir þriggja ára strið hafi þessum tilgangi verið náö. Satt aö segja er það min skoðun að þetta hafi verið það sem ibóar faigu út úr striðinu. Ég held ekki að það muni gerast aftur i Nigeriu að einn ættbálkur reyni að þurrka annan út, eins og gerðist 1966-67. Mér finnst ég sjá einlæga tilraun til að taka ibóana aftur inn i þjóðlifið,. Mér finnst vera von.” „Hvað finnst vður um aukin umsvif Sovétrikjanna i Afriku?” „Upphafið á umsvifum Sovét- rikjanna er að finna i sölu vopna, sölu á leiðum til kúgun- ar. Vanþróuðum rikjum er komið i þá aðstöðu að þau þurfa aö eyða miklu fé i' vopnakaup. öll þau Afrikuriki sem hingað til hafa komist undir áhrif Sovét- rikjanna hafa greitt það dýru veröi. Efnahagur þeirra hefur hrunið. Það er auðvitað mitt áhugamál að afrikubúar komist vel af,að hlutskiptiþeirra batni. Ég held ekki að kaup á byssum og skotfærum bæti hag þeirra.” „Ef Biafra hefði náð sjálf- stæði, hvers konar land haldið þer að það væri i dag?” „Eftir timabil uppbygging- arinnar gæti Biafra hafa risið upp sem hið eina raunverulega svarta land i Afriku. Við þurfum ekki aðstoð hvitra manna. Biafra hélt út i þrjú ár án telj- andi utanaðkomandi tækniað- stoðar. Við hefðum orðið vel- ferðarriki. Við hefðum getað átt samvinnu við önnur Afrikuriki jafnvel við hinn hluta Nigeriku”. „Haldið þér að ibúarnir i Nigeriu séu yður enn trúir?” „Ef fréttum sem mér berast virðist sem langflestir þeirra séu þaö”. „Hugsið þér stundum um að snúa aftur til Nigeriu?” „Ég vildi gjarnan snúa aftur. Ég held að ég gætihjálpað til við að sætta ibóa og aðra nfgeriumenn. Ég held að ég muni brátt snúa aftur.” „Sjáið þér eftir þvi að hafa stjórnað aöskilnaðarhreyf- ingunni?” „Nei. Fólki minu var ógnað og ég gerði það sem sérhverjum trúum ibóa bar skylda til.” r VÍSIR i smáar semstórar! BILAVARAHLUTIR Nýkomnir varahlutir í Fíat 125 árg. 70 Fíat 124 árg. '67 VW 1600 árg. '66 Ford Falcon árg. '63 BILAPARTASALÁN 'N Höföatúni 10, sirrii 11397. 'Opiö friá kl. 9-6.30, laugardág^? kl. 9-3 og sunngdága kl. 1-3. Chevrolet Cheville Malibu árg. 1974 Ekinn 60 þ. km Mjög góður bíll Skuldabréf Opið frá kl. 9-7 KJÖRBILLINN Laugardaga kl. 10-4 1. Verndið viðkvœman gróður með MINIGRÓÐURHÚSI 6mx 55cm ALASKA UTBOÐ Tilboð óskast i uþpsteypu og utanhússfrá- gang þriggja fjölbýlishúsa við Ugluhóla i Breiðholti III. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Gunnars Torfasonar Ármúla 26, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. mai 1977 kl. 11.00 Gunnar Torfason, verkfr.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.