Vísir - 13.05.1977, Side 10
10
Föstudagur 13. mal 1977 VISIR
VfSIR
L-b. - .............••
' (Jtgefandi: fleykjaprent hf
Framkvæmdastjóri :DavIÖ Gubmundsson
Ritstjórar :t>orstelnn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
v.tsijórnaríulltrúi: Brrgi Guftmundsson. Fréttastjóri erlendra írétta: Gubmundur Pétursson. IJm-.
! jón meö helgarbla&i: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson,
Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. t'tlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magmls ólafsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Dorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur
R. Pétursson.
Auglýsingar: Siöumúla 8. Slmar 822M, 84411. Askriftargjald kr. 13M á mánuöi innanlandt.
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Siml 84411. Verö I lansasöln kr. 74 eintakiö.
Ritstjórn: Siöuméla 14. Sfmi 84411, 7 Ifnur. Prentun: Blaöaprent hf.
Gaman og alvara
Einar Ágústsson utanríkisráöherra hefurnúhitt Cart-
er forseta Bandaríkjanna á leiðtogafundi Atlants-
hafsbandalagsins í London. í viðtali við Morgunblaðið
í gær lýsir utanríkisráðhera fundi þeirra svo# að
forsetinn hafi komið betur fyrir í eigin persónu en
honum hafði áður sýnst af myndum.
Efni standa ekki til að gera sérstakar athugasemdir
við þetta mat utanríkisráðherra á bandaríkjaforseta.
Á hinn bóginn lýsir þessi yfirlýsing i lok leiðtogafund-
arins vel meðferð utanrikismála eins og sakir standa.
Á þingfundum og öðrum mannamótum keppist utan-
ríkisráðherra við að lýsa andstöðu sinni við þann
grundvallarþátt utanrikisstefnunnan sem hann í
ráðuneytinu vinnur að framkvæmd á og felst í við-
haldi á varnarsamstarfi við Bandaríkin.
i sjálfu sér er þetta hálf skoplegt, en hér þykir ekki
tilhlýðilegt að gera athugasemdir við uppákomur af
þessu tagi/ þó að þær séu innan ríkisstjórnar. En þó að
sú venja hafi myndast að ekki sé sjálfgefið að taka
eigi yfirlýsingar ráðherra alvarlega, verður seint hjá
því komist að meta stjórnarathafnir þeirra eins og
þær koma fyrir.
I byrjun þessarar viku upplýsti Visir/ að í skýrslu
Póst- og simamálastjórnarinnar um svonefnd
Kleifarvatnstæki/ sem fundust 1973, kæmi fram, að
þau hefðu m.a. veriö stillt tíl hlerunar á talsímarásum
við útlönd og til hlerunar á sérstökum talsímarásum
Atlantshafsbandalagsins.
Sjaldan hefur verið jafn ærið tilefni til umfangs-
mikillar rannsóknar eins og í þessu tilviki. Utanríkis-
ráðherra tók hins vegar ákvörðun um að stöðva þessa
rannsókn og dómsmálaráðherra sendi ríkissaksókn-
ara í samræmi við verkefnaskiptingu ráðuneyta álit
utanrikisráðherra. Rikissaksóknari fór að þessum til-
mælum og lét við það eitt sitja að óska eftir upptöku á
tækjum þeim, sem fundust.
Eftir að Vísir birti skýrslu Póst og simamála-
stjórnarinnar hefur komið á daginnað mál þetta mun
aldrei hafa verið lagt fyrir ríkisstjórnina. Stjórnar-
hættir eru þeir, að utanríkisráðherra og dómsmála-
ráðherra taka upp á eigin spýtur pólitiskar ákvarðanir
um stöðvun rannsóknar þessa alvarlega máls.
Er með ólíkindum, aö mál sem þetta skuli ekki
koma fyrir ríkisstjórn eftir að upplýsingar þær eru
fengnar, sem fram koma í skýrslu Póst og símamála-
stjórnarinnar. Þær eru ótvirætt þess eðlis að ástæða
hefði verið til mjög víðtækrar rannsóknar. Með
skýrslunni er málið engan veginn upplýst, en þær
staðreyndir, sem þar koma fram, sýna að málið var
þýðingarmikið.
Stjórnvöld hafa enn ekki gefið neinar skýringar á
því, hvers vegna rannsóknin var stöðvuð. Sú þögn er
með öllu óviðunandi. Tæki þessi voru flest sovésk að
uppruna. Ef rannsókn málsins hefði verið haldið
áfram bendir allt til að inn í myndina hefðu dregist
sendimenn Sovétrikjanna hér á landi eða einhverjir
þeirra f jölmörgu sovésku vísindamanna, sem hér
dveljast reglulega með leyfi Rannsóknarráðs ríkisins
upp á vasann. .
Viðbrögð rikisstjórnarinnar sýna stjornvoldum i
Moskvu að þau geta gengið mjög langt i upplýsinga-
starfsemi af þessu tagi, sem snertir öryggi islands og
Atlantshafsbandalagsþjóðanna. Þetta dæmi sýnir, að
borgaraleg rikisstjórn getur ekki fremur en vinstri
stjórn hreyft sig, þó að uppvíst verði um slíka starf-
semi- . , . , _ .. , ..
Spurningin er aðeins su, hvort það eru yfirvofandi
viðskiptaþvinganir eða aðrar aðstæður, sem ráðið
hafa þessum viðbrögðum stjórnvalda. Mikilvægt er að
leita svara við þessum spurningum, ef meðferð utan-
rikismálanna á ekki bara að vera til þess að skopast
að.
John Grierson, sem hvolfdi flugvél sinni ó ytri höfninni í Reykjavík
í ágúst 1933, kemur nú hingað á ný til að minnast Atlantshafsflugs
Lindberghs, en þeir hittust í fyrsta sinn hér á landi og urðu nánir vinir
Charles Lindbergh (t.v.), Anne kona hans, Siguröur Jónsson (Siggi flug) og John Grierson (t.v.)
meðan á dvöl flugkappanna stóö hér á landi.
Kunnur brautryöjandi á sviöi
flugsins, John Grierson, heldur
fyrirlestur hér á landi á sunnu-
daginn i tilefni þess, aö 20.-21.
mai eru liðin 50 ór frá þvl aö
Charles Lindbergh flaug einn
sins liðs frá New York til Parls-
ar i cinum áfanga. Svo
skemmtilega viidi til, aö Grier-
son hitti Lindberg einmitt fyrst
hér á tslandi, og bundust þeir þá
stcrkum vináttuböndum, sem
héldust til andláts Lindberghs
áriö 1974.
I tilefni af komu Griersons
hingað til lands höfum við flett
Visi frá þvi i ágúst 1933, en i
þeim mánuði * þeir báðir
hingað. Verðurhér á eftir vitnað
i frásagnir Visis af heimsókn
þessara flugkappa.
Lenti á ytri höfninni
Grierson kom til tslands
nokkrum dögum á undan Lind-
bergh. t Visi þriðjudaginn 8.
ágúst 1933 er sagt frá þvi er
Grierson kom til landsins frá
Færeyjum, en þá var Lindbergh
staddur á Grænlandi. Þar segir
m.a.:
„Enda þótt flugveður væri
ekki eins hagstætt og æskilegt
hefði verið við suðurströnd ís-
lands, né heldur á hafinu milli
íslands og Færeyja, lagði
Grierson flugmaður af stað frá
Þórshöfn kl. 8.30 f.h. Flug-
maöurinn hefir ekki senditæki,
en móttökutæki hefir hann,
miðunartæki o.s.frv. Fékk hann
miðanir og veðurfregnir með
jöfnu millibili frá loftskeyta-
stöðinni hér á leiðinni...
Eigi fréttist til flugmannsins
fyrr en hann fór fram hjá Hjör-
leifshöfða kl. um eitt. Höfðu
botnvörpungar, sem þar voru að
veiðum, séð til hans og tilkynntu
þeir það loftskeytastöðinni. Kl.
um hálf tvö flug Grierson fram
hjá Vestmannaeyjum og hingað
kom hann kl. 2.50. Kom hann úr
austurátt og flaug vestur yfir
bæinn og i hring út á ytri höfn og
lenti þar.”
„Djarflegur og drengi-
legur"
Vélbátur beið hans á höfninni
og flutti hann að bryggju segir i
Visi. Siðan segir blaðið:
„Allmargt manna beið komu
flugmannsins, er hann steig á
land, pn hann ók rakleiðis til
Hótel Borg.
Flugið var mjög erfitt nærri
alla leiðina, þoka og rigning og
slæmt skyggni. Flugmaðurinn
varö þess var á leiðinni, að vélin
var ekki i eins góðu lagi og
ákjósanlegt var, og má nærri
geta, hve skemmtilegt það
muni vera að fljúga yfir At-
lantshaf i dimmviðri, þar sem
fátt er um skip og senditækja-
laus, er svo er ástatt. Mun
Grierson verða að biða eftir
varahlutum hér, og má búast
við, að hann tefjist hér i viku-
tima. Flugvélin verður dregin
hér á land til aðgerðar og eftir-
lits...
Grierson er staðráðinn i að
halda áfram flugi sinu til New
York. Flugmaðurinn er mjög
djarflegur að sjá og drengileg-
ur, mun hann vera þrautreynd-
ur flugmaður og alls ósmeyk-
ur.”
Beöiö eftir varahlutum.
Næstu daga segir fátt af
ITARLEGRI GLOSU
Fyrir tveimur vikum var hér
aðeins fjallað um nýju stærð-
fræðina, en þó svo stuttaralega
aö Onnu Kristjánsdóttur
námstjóra þóttu skrifin óskilj-
anlegar glósur, meðal annars
var hún ekki viss um að allir
skildu hvað ég átti við með heit-
inu „nýja stæröfræðin”. Ég skal
nú reyna að skýra þetta aðeins
nánar en er þó hræddur um að
þar sem ég verð að halda mig
við um það bil 1200 orð verði
ýmislegt sem ég hef að segja
stuttaralegt og glósukennt.
Upphaf nýrra kennslu-
hátta í stærðfræöi
Um 1960, rétt eftir fyrstu
geimskot Ráðstjórnarrlkjanna,
þegar Bandaríkjamönnum þótti
sem þeir hefðu dregist aftur úr i
tækni eða að minnsta kosti
misst það forskot sem þeir
höfðu haft allt frá striðslokum,
tóku þeir að leitast við að endur-
bæta merntakerfið til þess aö ná
aftur fyrra forskoti sínu. Við
marga háskóla vestan hafs var
þá komið á starfshópum visinda-
manna og kennara á lægri
skólastigum til að vinna sam-
eiginlega að endurbótum á
kennsluefni og kennsluháttum i
flestum námsgreinum en þó
einkum þeim sem liklegastar
þóttu til aö efla tækniþróun og
var stærðfræðin einmitt meðal
hinna siðasttöldu kennslu-
greina. Um námsefni og
kennsluhætti i stærðfræði fjöll-
uðu starfshópar við að minnsta
kosti fjóra stóra og góða há-
skóla, en frægastur var liklega
starfshópurinn við háskólann i
Princeton, The Mathematics
Study Group. A vegum þessa
hóps voru skrifaðar margar
ágætar og vandaöar kennslu-
bækur i stærðfræði allt frá
barnaskóla til háskóla. Svipaða
sögu er að segja um hina hóp-
ana þrjá. Kennslugögnin sem
frá þessum hópum komu voru
öll nokkuð svipaðs eðlis og nær
allar kennslubækur i stærðfræði
á lægri skólastigum i Banda-
rikjunum draga enn i dag dám
af hugmyndum þessara starfs-
hópa. Ef ég man rétt þá bárust
þessar hugmyndir hingað heim,
um Danmörku að sjálfsögðu,
svo sem tiu árum eftir að þeim
var fyrst hreyft vestan hafs. .
Stærðfræði þótti andlaust
fag
Það sem fyrst varð fyrir
mönnum þegar endurskoða átti
kennsluefnið i stærðfræði var
það að hefðbundið námsefni i
stærðfræði eða reikningi miðaði
að minnsta kosti á yfirborðinu
að þvi aö kenna þyrfti nemend-
um nokkrar mikilvægar hug-
myndir og aðferðir utan að, að
þvi er virtist án tillits til þess
hvort nemendur næðu að skilja
efnið nokkrum dýpri skilningi
en svo að þeir gætu beitt hug-
myndunum og aðferðunum vél-
rænt. Kennsluhættir fóru eftir '
þessu. Stærðfræði eða reikning-
ur þótti þvi flestum nemendum
andlaust stagl og sinntu henni
ekki eins og hún átti skiliö og
æskilegt var til eflingar tækni.
Til að búa til nýja tækni og
skilja hana nýskapaða þótti
mönnum augljóst að i senn
þyrfti að vekja áhuga nemenda
á stæröfræði og jafnframt að
glæða með þeim skilning sem
næði dýpra en þau einföldu
tæknilegu brögð sem áður höfðu