Vísir - 13.05.1977, Side 11

Vísir - 13.05.1977, Side 11
VISIR Föstudagur 13. mal 1977 11 J Komst í bátinn um leið og flugvélinni hvolfdi" Grierson, nema hvaö daginn eftir er frá þvIsEýrt, að flugvél hans hafi verið flutt i Vatna- garða til eftirlits og viðgerða. Sunnudaginn 13. ágúst segir Visir svo frá þvi, að búist sé við, ,,að varahlutir þeir, sem Grier- son flugmaður biður eftir, komi á Selfossi nú i vikunni. Má gera ráð fyrir að hann hafi hér skamma dvöl, þegar varahlutir þessir eru komnir, svo fremi að veðurhorfur verði þá hag- sfæðar”. bað dróst nokkuð að Lind- bergh kæmi frá Grænlandi vegna veðurs, en svo fór þó að hann kom til Reykjavikur 15. ágúst — sama dag og „Selfoss” kom með varahlutina fyrir Grierson. //Blásið i allar skips- flautur" Lindbergh og konu hans var vel fagnað við komuna hingað og segir m.a. svo i frásögn Visis 16. ágúst 1933: „Þegar flugvélin flaug yfir bæinn kl. 7.30 var snarpur norðankaldi og ekki gott að lenda hvorki á innri né ytri höfninni vegna ylgju. Flugu þau hjón nú góða stund yfir höfninni og bænum og hér um kring nær- lehdis. Skipin i höfninni voru öll flöggum skreytt og viða i bæn- um var flaggað, en er flugvélin fyrst flaug yfir bæinn var blásið i allar skipaflautur til heiðurs Lindbergh og konu hans. Niður við höfnina var múgur manns, en menn urðu fyrir miklum von- brigðum, þvi að Lindbergh lenti ekki á höfninni eins og menn höfðu búist við. Kaus hann að- lenda rétt hjá Viðey, gegnt Vatnagarðastöðinni. Var þar lá- dauður sjór. Var kl. 7.55 er hann lentL Bifreiðir fóru þegar að streyma þangað inn eftir og kom Lindbergh snöggvast á land i Vatnagörðum og tóku þeir á móti honum og konu hans Steingrimur Jónsson, raf- magnsstjóri og Garðar Þor- steinsson, settur borgarstjóri. Fyrr framan Hótel Borg safnaðist múgur manns og beið þar lengi, en ekki kom Lind- bergh...Löks vitnaðist að hann ætlaði að halda kyrru fyrir i flugvélinni til morguns þar eð honum þótti umbúnaður ekki nægilega tryggur þar inn frá. 1 ráði mun að flugvélin verði flutt inn á innri höfnina i dag og munu þau hjónin að þvi búnu taka sér gistingu á Hótel Borg á meðan þau dvelja hér.” Flugvél Grierson kemst í lag Lindbergh-hjónin höfðu hér viðdvöl i nokkra daga. Sérstakt stöðvarskip var með i leiðangri þeirra, og kom það til landsins nokkrum dögum á eftir þeim. Þau hjónin notuðu timann þar til skipið kom til að skoða sig um: fóru á þjóðminjasafn, landsbókasafn, náttúrugripa- safn og safn Einars Jónssonar og heimsóttu gróðurhús að Reykjum i Mosfellssveit. Grierson var heldur ekki að- gerðarlaus. Hann var búinn að fá varahlutina sina, og 17. ágúst segir Visir: „Grierson er nú búinn að koma flugvél sinni i gott lag. Var hann á reynsluflugi yfir bænum i dag”. Og daginn eftir segir'Visir frá kynnum þeirra Grierson og Lindberghs, en þeir bjuggu eins og áður segir báðir á Borginni, og tekur m.a. fram: „Lindbergh átti góða stund með Grierson flugmanni i gær og gaf honum góðar bendingar um flugleið þá, sem Grierson ætlar að fljúga.” Eftir að skip Lindberghs kom til landsins var flugvél hans vandlega yfirfarin, en á meðan fór kona hans m.a. i heimsókn til Þingvalla. En þá varð Grier- son fyrir alvarlegu óhappi, sem Visir skýrir frá 21. ágúst undir fyrirsögninni: „Grierson hlekk- ist á.” Flugvélin eyðileggst Þar segir m.a.: „Laust fyrir kl. 5 i gær var Grierson albúinn að leggja i Grænlandsflugið. Lagði hann nú af stað út úr ytri höfninni og er út úr hafnarmynninu kom setti hann á fulla ferð á vélina og beitti upp i vindinn. Var eigi annað sýnilegt en að honum ætlaði að ganga vel að hefja sig til flugs, en rétt i þvi að flugvélin var að hefjast að fullu af sjávar- fleti, að þvi er virtist, skall alda á vinstra flotholtið og þoldi flug- vélin, sem er mjög litil, ekki þettaáfall. Brotnaði fremsta stoðin milli búksins og flotholt- anna, en hinar tvær stoðirnar beygðust. Grierson varð þvi að stöðva vélina snögglega og var það vitanlega hættulegt, þvi að hún var á mikilli ferð, og gekk það slysalaust. Kleif Grierson nú upp úr sæt- inu og yfir i flugvélina hægra megin, þvi að hún hafði sigið niður vinstra megin. t vélbát, sem var eigi fjarri, Grierson til aðstoðar var Geir Zoega útgerðarmaður, sem tók á móti honum hér, og aðstoðar- maður hans.Brugðu þeir við hið skjótasta til aðstoðar og björg- uðu Grierson upp i bátinn, en i sömu svifum reið alda undir flugvélina og hvoldi henni. Kom nú að bátur frá höfninni og drógu þessir tveir bátar flug- vélina á hvolfi til lands. Var hún dregin upp i Slipp og mun vera ónothæf með öllu, en einhverja hluta hennar mun sennilega hægt að nota. Verðúr vitanlega ekki af fluginu fyrst svona tókst til.” Tengdust hér vinabönd- um Þannig fór um flugferð þá hjá Grierson, en Lindbergh hélt áfram för sinni tveimur dögum siðar og hélt til meginlands Evrópu um Færeyjar og Bret- land. Lindbergh reyndist Grierson mjög hjálplegur i erfiðleikum hans hér, og bundust þeir síerk- um vináttuböndum. Grierson lét ófarirnar hins vegar ekki aftra sér i að koma hingað aftur. Það gerði hann strax árið eftir og gekk þá allt vel. Og nú kemur hann enn hingað og þá i þeim tilgangi að minnast þess mikla afreks, sem hinn látni vinur hans, Lindbergh, vann fyrir 50 árum. Fyrirlestur þennan á Grier- son að halda i „The Smithsonian Institute” i Washington eftir nokkra daga og er fyrirlesturinn hér þvi eins konar „general- prufa” fyrir afmælisfyrirlestur- inn. Hann sýnir jafnframt skuggamyndir og stutta kvik- mynd. Fyrirlesturinn verður á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 15 á sunnudag. —ESJ Lindbergh (stendur næst flugvélinni) skoðar flugvél Griersons I slippnum eftir óhappið, en vélin er mjög iila farin eins og sjá má. Grierson er að spjalla viö vegfarendur. R UM NÝJU STÆRÐFRÆÐINA f \ Dr. Halldór Guðjónsson dósent svarar gagnrýni á fyrri skrif sín um nýju stærðfræðina og segir m.a. að gamli utan- bókarlærdómurinn hafi á margan hátt verið hagnýtari en það sem nú hefur rekið hann úr rúmi að nokkru. verið kennd, en hlytu að fyrnast viö þá öru visinda- og tækniþró- un sem stefnt var að. Að ráði visindamannanna, stærðfræðinganna, sem að end- urbótunum unnu var einkum lögð áhersla á mengjafræðina við þessa nýsköpun. Mengja- fræðin hafði á yfirborðinu tvo megin kosti: i fyrsta lagi eru einföldustu atriöi hennar mjög myndræn og gefa þvi tilefni til ýmissa bragða sem gætu reynst vel til að vekja áhuga ungra nemenda og halda honum vak- andi. I öðru lagi er mengjafræð- in i vissum skilningi grundvall- argrein stærðfræðinnar, það má setja alla stærðfræði svo fram að i henni sé mengjafræð- inni beitt við nær hvert fótmál, og jafnframt má rekja allt sem i stærðfræðinni stendur til mengjafræðilegra hugtaka. Þarna virðistvera að leita prýö- is tækis til að efla með nemend- um dýpri og viðtækari skilning en unnt er með þvi að láta nem- endur læra vélrænar aðferðir við samlagningu og margföld- un. Þær vonir sem menn gerðu sér um árangur þessa efnis- vals og kennsluháttanna sem af þeim spruttu hafa gjörsam- lega brugðist. Algerlega and- stætt þvi sem vonast háföi verið til virðist mönnum aö dregið hafi verulega úr stærðfræði- kunnáttu þeirra sem útskrifast úr gagnfræðaskólunum banda- risku. ^=3**== Ástæður Ég held að þennan óvænta ár- angur megi rekja til meginá- herslanna tveggja sem nefndar voru i upphafi: ánnars vegar til þess að reynt var að vekja áhuga nemenda og hins vegar til þess að lögö var áhersla á skilning nemenda en ekki tækni- legan færleik eins og áður var. Námsefnið sjálft held ég að skipti minna máli i þessu efni, þótt reyndar sé augljóst að gamli utanaðbókarlærdómurinn var á margan hátt miklu hag- nýtari en það 6em nú hefur rekið hann úr rúmi að nokkru. Þess er alls ekki að vænta að það sé hægt að vekja áhuga obba nemenda á stærðfræði, né held- ur á nokkurri annarri nám- sgrein, allra sist á frumhugtök- um greinarinnar. I upphafi er námsgreinin óþekkt nemendur vita ekkert upp á hvað hún hefur að bjóða, það verður að kenna þeim frumhugtökin án þess að unnt sé að gera grein fyrir hvers vegna þau þarf að læra eða til hvers á að nota þau. Þeir sem ekki gera stærðfræði að atvinnu sinni eða að drjúgum hluta at- vinnu sinnar komast aldrei lengra en að frumstæðustu hug- tökum. An langrar menntunar verða þessi hug- tök aldrei áhugaverð. Þar sem flesta hlýtur að skorta fram- hald, er þess heldur ekki von að menn öðlist almennt þann dýpri skilning sem að var stefnt. t Af leiðingar Þegar áhersla er lögð á hug- ann og skilninginn hlýtur að draga úr áherslunni á vélræna framkvæmd einfaldra og oft hagnýtra reikniaðferða. Þar með er loku fyrir þaö skotið að sá meirihluti nemenda, sem vegna áhugaleysis og skorts á stærðfræðihæfileikum mun aldrei öölast dýpri skilning á stærðfræði, sjá nokkurn beinan árangur i stæröfræðinámi sinu. Við framkvæmd vélrænna að- gerða eða til utanaðbókarlær- dóms þarf engan skilning og engan áhuga heldur aöeins á- setning og atorku. Viö hefð- bundna kennsluhætti gat þvi hvaða nemandi sem var náð nokkrum árangri, ef hann bara vildi, já eða var neyddur til að vinna. Nú duga hvorki viljinn né vinnusemin lengur. Þeir sem ekki skilja, geta ekkert reiknað, ná aldrei árangri, og.fá ekki á- huga, heldur skömm á stærð- fræði. Hér hefur einkum veriö miðaö við „nýju stærðfræðina” eða „mengjareikninginn”, sem aldrei hafa náð til nema hluta islensks skólakerfis. En þær viðtækari breytingar sem hér á landi hafa veriö gerðar á stærð- fræðinámsefni og kennsluhátt- um eru sprottnar af sömu mis- skildu, en vafalaust vel meintu . tilraunum til að vekja áhuga nemenda og efla skilning ? þeirra. Gagnrýnin sem hér hef- ! ur verið höfð uppi á þvi enn við. j

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.