Vísir


Vísir - 13.05.1977, Qupperneq 23

Vísir - 13.05.1977, Qupperneq 23
23 „Hœttu bara að lesa íþróttafréttir!" V.fjörd skrifar: Alveg er furðulegt hvað menn geta hlaupið með i blöðin, og al- veg er það furðulegt að jafn vandað blað og Visir er skuli birta slika þvælu eins og „Einar” einhver sendir frá sér og birtistíVisi á þriðjudaginn undir fyrirsögninni ,,þvi að eyða þessu rúmi undir iþrótta- snakk?”. ...Hversiðan af annari er tek- in undir þetta efni sem aðeins litill hluti þjóðarinnar hefur á- huga á... segir þessi Einar sem þykist stórkarl og vill fylla siður dagblaðanna með „stórmerkum heimsviðburðum” eins og hann segir sjálfur. Það er ekki hægt að ráðleggja þessum Einari nema þrennt og skal það gert hér. Hið fyrsta er að hætta bara að lesa iþróttasið- urnar og einbeita sér að hinum stórmerku heimsviðburðum, og loðnufréttum og sliku góðgæti héðan að heiman. I öðru lagi á hann bara að leggjast undir feld og láta meginhluta þjóðarinnar i friði með sitt áhugamál (hér á ég viðiþróttiraðsjálfsögðu). Og i þriðja lagi ætti Einar að fara áð trimma til þess að verða rauður i kinnum og fallegur, og þá myndi hann sjá hversu hollt það er að stunda iþróttir. En á meðan menn eins og Einar ganga um bognir i baki og með útlimina alla i flækju, þá eiga þeir að sjá sóma sinn i þvi að láta iþróttaáhugamenn i friði. Levis Levi’s eda ekkert Blöskrar að • W | •• S sja born i f ramsœtum bíla Kristján hafði samband við blaðið: Tvisvar sinnum núna nýlega hef ég orðið vitni að þvi sem mér finnst hreint vitavert. Það er að hafa börn i framsætum bila. Ég ók Kringlumýrarbrautina fyrir nokkru og þurfti að stöðva á ljósum sem varla telst til tið- inda. En þegar mér varð litið út um gluggann á bilnum minum var bill við hliðina á mér. Frammi i honum sat ökumaður og við hlið honum litil stúlka, vart meira en 7 ára og hélt hún litlu barni i fanginu. Þetta var i hægra framsæti, þvi sæti sem talið er hættulegast i bilnum. Hvers konar gáleysi er þetta eiginlega? Þarna er fullorðinn maður á ferð sem hefur án efa ekki farið varhluta af þeirri fræðslu og áróðri sem fram hef- ur farið i umferðarmálunum. En samt gerist svona nokkuð. Núna nýlega sá ég svo á akstri minum um bæinn að litil stúlka sat frammi i bilnum hjá karl- manni, sem gæti hafa verið fað- ir hennar. Mér blöskrar svo svona lagað að ég get ómögu- J lega orða bundist. Væri það ekki rétt ef lögregl- an verður vitni að svona að hún stöðvaöi ökumann og benti hon- um á þá hættu sem þarna er verið að bjóða heim? Laugavegi 89 & 37 - Rvk. simar 13008 & 12861 PONTUNARLISTI . vinsamlegast sendióstrax L0VI Sgallabuxur nafn ^heimilisfang .—. Laugavegi 89 & 37 - Rvk. fpldi |__| simar 13008 & 12861 skrefsidd □ mitti □ snió □ r BOÐIN VINNA í FYRIRTÆKI SEM EKKI ER TIL Athugið: Höfum opnað nýja LEVI'S verslun í Glœsibœ A.Þ. hringdi: Mig langaði að koma á fram- færi svolitlu i sambandi við smáauglýsingar blaðanna, svona öðrum til viðvörunar. Þannig er mál með vexti að dóttir min, 15 ára gömul, óskaði eftir vinnu i . smáauglýsinga- dálki Visis. Fljótlega var hringt heim til okkar og einhver maður talaði við dóttur mina. Hann bauð henni vinnu i fyrirtæki sem hann sagði að héti Nýja sokka- verksmiðjan. Bauð hann henni um 78 þúsund krónur á mánuði i laun og sagði henni að koma i Brautarholt 4 morguninn eftir, þar sem fyrirtækið væri til húsa. Dóttur minni láðist þvi miður að spyrja þennan mann að nafni. En morguninn eftir fór hún til þess að finna hann, en fann hann að sjálfsögðu ekki og þaðan af siður fyrirtækiö sem aldrei mun hafa verið til, og er ekki til. Þarna var þvi einhver sem hafði rekið augun i auglýsing- una að gera at og var dóttir min miður sin vegna þess. Mér verður hugsað til annarra ung- menna sem eru að leita sér að sumarvinnu og þess vegna lang- aði mig að koma þessu á fram- færi, svo fóik væri vart um sig gagnvart svona brögðum. Smn Ktítill Síðumula 8 Key kjavik Ég óska að gerast áskrifandi Nafn Heimili Sveitafélag Sýsla. VlSIR

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.