Vísir - 13.05.1977, Qupperneq 24
Minni skuttogararnir 1976:
Hœsti hásetahlutur var
rúmlega 4,3 milljónir
— níu togarar höfðu hósetahlut yfir þrjár milljónir, en sex innan við tvœr milljónir
VISIR
Föstudagur 13. mal 1977
Orkuöflun við Kröflu:
Bora á
nýju svœði
Borað vcröur I sumar á
tvcimur svæðum við Kröflu, ef
tekst að útvega fjármagn til
borananna.
Annars vegar verður borað i
suðurhliöum Kröflu, en hins
vegar á nýju svæði, sem er
hátt i tvo kilómetra suður af
stöðvarhúsinu.
Aætlað er, að boranir hefj-
ist i júni, og ef nægar f járveit-
ingar fást, verða 4-5 holur bor-
aðar.
Eins og Visir skýrði frá fyrr
á þessu ári, var nokkur
ágreiningur um, hvar ætti aö
bora i sumar, en Orkustofnun
virðist hafa orðið ofan á með
sinar tillögur.
— ESJ
Á þremur minni skuttogurun-
um fór hlutur undirmanns I
fyrra yfir fjórar milljónir
króna, og á sex skipum tií við-
bótarvoru árslaunin milli þrjár
og fjórar milljónir.
Á aðeins sex minni skuttogur-
unum fóru ársiaunin niður fyrir
tvær milljónir.
Þetta kemur fram I yfirliti um
hlut undirmanna á minni
skuttogurunum, sem fulltrúar
sjómanna iögðu fram á blaöa-
mannafundi.
Þar er gerð grein fyrir skipta-
verðmæti hvers togara um sig,
og hlut undirmanns þar af.
Sex af niu hæstu skip-
unum á Vestfjörðum
Sex af þeim niu minni skut-
togurum, sem höfðu yfir .þrjár
milljónir i hásetahlut, voru
gerðir út frá Vestfjöröum.
Þessi níu skip fara hér á eftir
ásamt hlut undirmanns á hv^rju
fyrir sig 1976:
Guðbjörg 1S 4.389.868 krónur,
Guðbjartur IS 4.383.283, Bessi ÍS
4.113.446 Július Geirmundsson
ÍS 3.907.276, Dagrún IS
3.695.481, Sólberg OF 3.690.566,
Gyllir IS 3.356.313. Páll Pálsson
IS 3.287.520, og Björgvin EA
3.259.756 krónur.
Sex lélegustu
togararnir
Þau sex skip, sem höfðu innan
viö tvær milljónir i hásetahiut
fyrir „fullt úthald” I fyrra,
voru:
Hegranes SK með 1.519.910 i
hásetahlut, Gullver NS
1.670.534, Hvalbakur SU
1.809.984, Hólmatindur SU
1.855.372, Trausti 1S 1.915.276, og
Runólfur SH með 1.960.224 i há-
setahlut.
Hvert er timakaupið?
Ekki liggja fyrir áreiðanlegar
tölur um hver sé vinnutiminn á
skuttogurunum, svo erfitt er að
segja ákveöið um hvert
timakaupið sé. Ef hins vegar er
miðað við 12 tima vinnu á sólar-
hring, þá er hæsta timakaupið
hjá undirmanni 1534 krónur, en
hiö lægsta 525 krónur.
Miöaö við 14 stunda vinnudag
er hæsta timakaup hins vegar
1246 krónur, en það lægsta 431
króna.
—ESJ
Barnaheimilin
Nýr lcikskóli tók nýlega til
starfa við Suöurhóla I
Brciðholtshverfi. Skólinn er I
þrem deildum og cru þar sam-
tals 115 börn. í þessum leik-
skóla var tekin upp sú nýjung
að hafa aukaherbergi fyrir
hverja deild, þannig að hægt er
að taka hluta af barnahópnum
út úr til að hlýða á sögulestur og
þcss háttar.
Að sögn Magnúsar Arnar
Antonssonar formanns félags-
málaráðs Reykjavikurborgar
eru nokkrar aðrar dagvistunar-
stofnanir fyrirhugaöar i
Breiðholtshverfum á næstunni.
Leikskóli verður tekinn i notk-
un innan skamms i Seljahverfi.
Er hann af sömu stærð og gerð
og leikskólinn við Suðruhóla.
spretta upp
A næstu vikum verður hafist
handa við byggingu nýs dag-
heimilis i Hólahverfi.
Skóladagheimili er taiiö
brýnt úrlausnarefni og hafa nú
fengist tilboð i innflutta húsein-
ingu, sem væntanlega verður
reist við dagheimilið I Völvu-
felli, sem er innflutt bygging. Er
vonast til að það dagheimili geti
tekið til starfa i haust.
Loks er gert ráð fyrir einu
nýju dagheimili i gamla bæn-
um. Það er dagheimili verður
við Einimel, sunnan Hagamels
og er búist við að hönnun ljúki á
árinu, þannig að framkvæmdir
við dagheimilið fari fram á
næsta ári.
— SJ
Ekið ó unga
stúlku
Ekið var á unga stúlku á
Hafnarfjarðarvegi i nótt. öku-
maður bilsins mun ekki hafa
orðið hennar var fyrr en of
seint og varð stúlkan fyrir
bílnum. Hún slasaðist eitt-
hvað og var flutt á sysadeild.
— EA
Hestur varð
fyrir bíl
Ekið var á hcst á Reykja-
nesbrautinni I gærdag. Var
maður með hestinum en eftir
að hafa orðið fyrir bilnum
stökk hcsturinn frá og hljóp
hann þá á annan bil sem kom
akandi eftir veginum. Stökk
hann siðan i burtu illa skorinn.
Hesturinn náðist þó aftur og
var honum komið i hendur
dýralæknis. Bilarnir munu
báðir vera eitthvað skemmdir
eftir. — EA
Átök norðmanna
eru í rannsókn
Mál norsku' skipverjanna
sem lenti saman um borð I
norska skipinu Bergbjörn er
nú i höndum rannsóknarlög-
reglunnar I Reykjavik, en
norska sendiráöið mun hafa
óskað eftir yfirheyrslum
vegna þessa.
Annar skipverjinn slasaðist
i átökunum og var hann fluttur
á slysadeild Borgarspitalans.
Hann mun þó ekki hafa verið
lagður inn á sjúkrahús.
— EA.
JWIATTHÍAS ÍHUGAR STÖÐVUN
ÞORSKVEIÐANNA I SUMAR
„Fyrirhugaöar eru frekari
aðgerðir til verndunar þorsks-
ins. Það kemur til greina að
stöðva þorskvciðar fiskiskipa-
flotans um tima i sumar”, sagði
Matthias Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra I samtaii við VIsi I
morgun.
Eins og Visir skýrði frá i gær
er þorskaflinn kominn i rúm 140
þúsund tonn og telja sérfróðir
menn að hann fari langt yfir það
mark sem fiskifræðingar telja
ráðlegt, með sama sóknar-
þunga.
Matthias Bjarnason sagði.
,,Ég átti nýlega fund með full-
trúum Hafrannsóknarstofnun-
ar, Rannsóknastofnunar fisk-
iðnaðarins, Framleiðslueftirliti
sjávarafurða og veiðieftirlits-
mönnum ásamt starfsmönnum
ráðuneytisins. Þar reifaði ég
nokkrar hugmyndir og leitaði
álits á þeim.
„Það sem helst kemur til
greina að gera”, sagði Matthias
ennfremur, ,,er að breyta reglu-
gerð um lágmarksstærð i þá átt
að auka hana. En það er ekki
endanlega frá þvi gengið.”
Matthias sagði að sifellt hefði
lágmarksstærðin verið aukin.
Árið 1966 hefði lágmarksstærð
þorsks verið 34 sentimetrar, ýsu
31 og ufsa 35. Þessu var fyrst
breytt árið 1974, i ráðherratið
Matthiasar, i 43 sentimetra
hvað þorskinn snerti, ýsu i 40 og
ufsa i 45. Og á siðasta ári var
lágmarksstærð þorsks aukin i
50 sentimetra, ýsu i 45 og ufsa i
50.
Sömu sögu er að segja um
möskvastærð, sem á skömmum
tima hefur verið aukin úr 120
millimetrum i 135 og siðan 155.
Matthias sagöi að óþarft væri
að minna á hve friðunarsvæðin
hefðu verið aukin gifurlega og
veiðieftirlit með skyndilokunum
og þess háttar hefði komið til á
siðasta ári. Hann sagði það þvi
ljóst að gert hefði verið meira
en nokkru sinni áður i þá átt að
minnka sókn i þorskinn.
Þá sagði ráöherra að gjör-
breyting hefði orðið á svoköll-
uðu smáfiskaarápi eftir að bret-
inn hvarf af miðunum og með
eigin friðunaraðgerðum okkar.
Nú væri i fyrsta skipti hægt að
tala um algjöra stjórn okkar á
veiðunum.
Varðandi þær frekari ráð-
stafanir sem fyrirhugaðar eru i
sumar, sagði Matthias Bjarna-
son sjávarútvegsráðherra að
ekki væri hægt að timasetja þær
nánar, en samráð yrði haft við
sjávarútvegsnefndir beggja
deilda alþingis og rikisstjórn-
ina —EKG