Tíminn - 05.07.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.07.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að 'Kmanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing í Tínaanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 136. tbl. — Föstudagur 5. júlí 1968. — 52. árg. ■ ■ r SJO ARA DRENGUR DRUKKNAÐI Í ELLIÐA- ÁNUM í GÆR OÓ — Reykjavík, fimmtudag. Sjö ára gamall drengur drukknaði í Elliðaám í dag. Var hann að leik á árbakkan- um, skanunt neðan við brúna hjá Vatnsveituvegi, ásamt jafn aldra sínum, þegar hann féll í hyL sem þarna er í ánni. Hinn drengurinn hljóp þegar eftir hjálp, en hún barst of seint og var drengurinn, sem féll í ána, látinn, þegar komið var með hann á Slysavarðstofuna, og urðu allar lífgunartilraunir ár angurslausar. Slysið vairð um fel. 16.30. Drengimir, sem báðir áittu heima í Rofabæ í Árbæj ar- hrerfi, stóðu á fclettamefi og léfeu sér að því að kasta sfein- um út í hylinn, þegar annar þeirra hrasaði og datt í ána. Drengurinn, sem sá á eftir leiikfélaga sínum í hylimn, Wjóp þegar eftir hjólp og barst bún frá mömnum, sem vonu að vinna við barnaskólabyggingu, sem verið er að reisa í hiverf- inu, og er nokkuð langt frá slysstaðnum. Mennirnir hlupu strax á staðinn og ungur pilt- Framhald á bls. 10. Húsbruni í Reykjavík: Náði móður sinni út á síðustu stundu OÓ Reykjavík, fimmtudag. Kona á fimmtugsaldri hjargaði i morgun aldraðri móður sinni út úr brennandi húsi. Mátti ckki á tæpara stanaa að bjarga gömlu konunni út og brenndust konurn- ar báðar en ekki hættulega. Eldurinn kviknaði í risíbúð í húsinu númer 56 við Gretltisgötu. Var gamla konan, sem er á ní- ræðisaldri, að steikja á eldavél í eldhúsinu, sem er rétt við upp- ganginn, þegar kvifcnaði í feitinnl og læsti eldurinn sig strax í súð ina og hljáp konan inn í stofu, inn af eldhúsinu og út ,í glugga og kallaði á hjálp. Var þá eldhús ið nær alelda, og uppgangurinn einnig. í sömu svifum og konan kallaði á hjálp út um stofuglugg ann, kom dóttir gömlu konunnar Hjördís Guðmundsdóttir, að og hljóp hún umsvifaiaust inn i hús- ið og upp á loft og gegnum eld- hafið. Náði hún móður sinni og Framhald á 10. síðu. Fólk á Akureyri komið með taugaveikibróður: Sjúkdómurinn breiðist út meðal fóíks í Eyjafirði! KJ — Reykjavík, fimmtudag. — Staðfesting hefur nú fengizt á því, að fólk annars stað- ar í Eyjafirði en á Rútsstöðum, hefur fengið veikina taugaveikibróður, og er þar bæði um að ræða fóik á Akureyri og á bænum Skáldsstöðum innst í Eyjafirði. Að undanförnu hefur verið í meira lagi um umgangsveiki á Akureyri og í Eyjafirði, og hefur sá lasleiki lýst sér svip- að og hjá fólkinu, sem staðfest er að hafi fengið tauga- veikibróður. Staðfesting hefur nú fengizt á því, að fólk á öðrum stöðum en Rútsstöðum í Eyjafirði hefur feng ið veikina taugaveikibróður. Er hér bæði um að ræða fólk á Ak ur-eyri og bænum Sfcáldsstöðum í Eyjafirði. Tíminn hafði tal af landlækni Sigurði Sigurðssyni, vegna þessa máls, og hafði hann eftirfarandi að segja. Fólk á öðrum bæ í Eyjafirði en Rútsstöðum hefur tekið veikina, en þar hafa naut- gripir ekki veikzt. Á þessum bæ liggja tveix fullorðnir og einn drengur. Ennfremur hefur orðið vart við veikina í fólki á Akur- eyri og hefur fundizt smit hjá tveim mönnum. Með tilliti til þessa, hvað alt er óráðnara í sambandi við þessa veiki, hefur niðurskurði á Rútsstöðum og Akri verði frestað fram yfir helgi, og er unnið að því af kappi að rannsaka útbreiðslu veikinnar, og ráða fram úr því hver séu upptök hennar, sagði landlæknir. Þá sagðist hann myndi senda sér menntaðan lækni norður á morgun, til aðstoðar héraðslækni við að vinna að því að upplýsa upptök sjúkdómsins, ef mögulegt væri en á þessu stigi væri ekki hægt að fullyrða neitt um upptök hans. Þá sagði landlæknir að sjúkdómur þessi hefði geisað í Svíþjóð fyrir Loksins er komið raunverulegt sumar með 15—18 stiga hitj og sólskini. Og hvað er tákn- rænna fyrir sumarið en ung og falleg stúlka niður við Tjörn? Hún heitir Guðbjörg Ólafsdótt ir. (Tíinamynd-Gunnar) Hlýjastí dagur ársias ígær EKH-Reykjavík, fimmtudag. Mikill hiti hefur verið víða um Evrópu undanfarna tvo daga og sumstaðar sló hitinn öll met. Td. komst hitinn á Spáni í gær víða upp í 48 gráð ur, í Þýzkalandi 32 gráður og olli hitinn þar miklum vega- skemmnum. i Paró voru 27 gráður þegar heitast var og muna Parísarbúar ekki slíkan hita til margra ára. í London var hitinn um 26 gráður í gær og þar varð stöðugt að sprauta vatni á vindubrúna Tower Bridge, svo að hægt væri að iyfta Iienni upp, þegar skip áttu leið undir hana. Hitinn var svo inikill á Spáni að sex menn létu lífið af völdum hans. Á Norðurlöndum var hitinn í gær víða mikill og veður var bjart, en hvergi var hitinn þó óbærilegur. í dag var einnig góðviðri á Norðurlöndum og Þýzkalandi var áfram blíðskap arveður, en ]>ó ekki eins hlýtt og í gær eða um 20 gráður. Hins vegar var hitinn á Spáni og 1 syðsta bluta Frakklands kominn yfir 30 stig á hádegi i dag. Framhald á 10. síðu. nokkrum árum, og hefðu fleiri þúsund manns veikzt og mjög erf itt hefði reynt að komast fyrir um smitunaruppsprettu. Framhald á 10. síðu. ísinn OÓ - Reykjavík, fimmtudag. Enn liggur ís að landinu á nokkrum stöðum fyrir norðan og á Ströndum. Sigling fyrir Hom er fær en ístunga teygir sig inn Drangaál og upp að Óðinsboðasvæðinu, en er ekki breiðari en 5 til 6 sjómílur og þéttleiki er 4 til 6/10. fstung an er eina siglingahindrunin á siglingaleið fyrir Norðurlandi, en samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar virðist vel siglandi grunnt með Horai og síðan austur, fyrir sunnan ísinn. Hrútafjörður og Miðfjörður eru lokaðir af ís, en sigling er sæmileg á Steingrímsfjörð þótt fara verði gegnum íshrafl. Fært er á Blönduós og Höfða kaupstað. Á Skagafirði aust- anverðum er talsverður is, en eins og er mun sigliugaleið fær á Sauðárkrók.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.