Tíminn - 05.07.1968, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.07.1968, Blaðsíða 10
10 TIMINN FÖSTUDAGUR 5. júlí 1968. Berlingske Tidende um forsetakosningar EJ-Reykjavík, fimmtudag. „Berlingske Tidende“ ræðir í forystugrein í gær, miðvikudag, um forsctakjörið á íslandi undir fyrirsögninni „Islands ny Presi- dent,“ og er grein sú skrifuð af góðri þekkingu á staðreyndum. Þykir rétt að birta hér kafla úr forystugreininni. í upphafi segir: — „Lengi var vitað, að ambassador íslands í Danmörku, prófessor dr. jur. Gunnar Thoroddsen, myndi verðá í framboði í forsetakosningunum, en það kom nokkuð á óvart, þeg- ar yfirmaður Þjóðminjasafnsins í Reykjavík, Kristján Eldjárn dr. phil, tilkynnti um framboð sitt fyrir nokkrum mánuðum. Þar með áttust við tveir jafnir fram- bjóðendur, en sigurlíkur Gunnars Thoroddsens voru taldar meiri, og einkum var talið, að hann myndi fá verulegan meirihluta at- kvæða í höfuðborginni, Reykja- vík, þar sem hann, áður en hann varð ambassador, hafði um árabil verið borgarstjóri. Það fór á annan veg. Að vísu fékk Gunnar Thoroddsen mest fylgi í Reykjavík, en einnig þar sigraði Kristján Eldjárn. í land- inu í heild skiptust atkvæði þfmn- ig, að Kristján Eldjárn fékk % en andstæðingur hans Er blaðið hefur þannig rakið úrslitin, er reynt að finna skýr ingu á sigri Kristjáns. Bent er á að Gunnar hafi verið stjórnmála- maður, en vart hefði það átt að vera honum til skaða, né heldur hitt, að hann er tengdur núver andi forseta — nema þá, að ís- lendingar hafi óttast ættarveldi eins og í gömlum konungsdæm- um. Blaðið telur að vinsældir Kristj- áns í sjónvarpi geti átt nokkurn þátt í sigri hans, en margt bendi þó til þess, að þýðingarmeira væri það álit margra, að maður, sem haldið hefur sig utan við deilur stjórnmálaflokka, gæti frek ar hafið sig yfir flokka og flokks deilur. En þýðingarmest telur blaðið þó sennilegt að hafi verið, „að í kosningabaráttunni virtist mörg um íslendingum í bæjum og sveit um, að Kristján Eldjárn væri fram bjóðandi almennings og þar með mótvægi gegn yfirráðum áhrifa- mikilla ætta og rótgróinna vald- hafa.“ í lokin segir blaðið, að engin ástæða sé til þess að ætla annað en Kristján Eldjárn muni rækja skyldur sínar með fullu tilliti til óska Alþingis og kjósenda. SKÓGARHÓLAR Framhald af bls. 3. 1958 var gert mjög hentugt og ákjósanlegt mótssvæði fyrir hesta menn í Skógarhólum í Þingvalla- sveit. Landsmót var aftur haldið f Skógarhólum 1962, en síðan hef- ur svæðið lítið verið notað. Nokk- ur hestamannafélög á Suður- og Suðvesturl. tóku sig því saman og hafa á undapförnum árúm haldið árlega „hestamanna- fagnaði" í Skógarhólum og hafa þessi mót þótt velheppnuð og ver ið ákaflega fjölmenn. Hestamannafélög þau sem ann ast Skógarhólamótið eru nú orðin sjö og eru það félögin Fákur í Reykjavík, Gustur í Kópa vogi, Hörður í Kjósarsýslu, Logi í Biskupstungum, Ljúfur í Hvera- gerði og Sörli í Hafnarfirði. Dagskrá mótsins er í stuttu máli þessi: Á laugardag kl. 8 e.h. verð- ur keppt í undanrásum í 350 metra skeiði, 300 m. stökki og 800 rm hlaupi. Á sunnudag kl. 2 e.h. seíur Albert Jóhannsson, vara formaður Landssambands besta- manna, mótið formlega. Þvínæst fara öll hestamannafélögin sjö í hópreiðar um svæðið, og að lík- indum verður hún geysifjölmenn. Þá fer fram helgistund og ann- ast hana sér Bjarni Sigurðsson á Mosfelli. Næst fer fram góðhesta- fyrr verða aðalkeppinautarnir 800 m. Þytur Sveins K. Sveinsson- Mesta nýmælið á mótinu er vafalítið það, að börnum verður leyft að skreppa endurgjalds- laust á bak stilltum og vel vönd- um gæðingum, sem hafðir verða í sérstakri girðingu. Er ekki að efa, að þetta mun mælast vel fyrir ekki sízt hjá höfuðborgarbörnum, sem koma munu á mótið með foi'- eldrum sínum, og fá við þetta að komast í ofurlitla snertingu við skepnur og hina fornu íslenzku reiðmennskuíþrótt. Á mótssvæðinu verða báða dag- ana seldar alhliða veitingar, svo sem heitar súpur, pylsur, gos- drykkir, smurt * brauð og annað þess háttar. HNATTSIGLING Framhald ai bls 3 móti Rose með viðhöfn á hafn arbakkanum. Aler Rose getur eftir þessa frækilegu hnattsiglingu vænzt þess að veröa heiðraður á ýms an hátt og hljóta að launum æðstu heiðursmerki brezku krúnunnar. sýning og taka þátt í henni 35 hestar, fimm frá hverju fé- laganna. Laust fyrir kl. 2 á sunnudag hefst keppni í skeiði og síðan verðui- keppt í brokki, stökki og 800 metra hlaupi, en naglaboð- hlaupið er síðast á dagskrá. Verðlaun eru sérlega glæsileg á mótinu. 1. verðlaun í 350 m. skeiði eru 10 þús. kr. 2. 6 þús. og 3. 3 þús. Auk þess fær hlut- skarpasti hesturinn einnig silfur- pcning að launum, sem á er letr- að „Skógarhólamót 1968.“ 15 hest- ar eru skráðir til keppninnar. Á Skógarhólamótinu verður keppt í brokki og hefur það að- eins tvisvar verið gert áður á Þingvöllum. Vegalcngdin, sem keppt verður í er milli 12 og 13 hundr. metrar. 12 hestar hafa verið skráðir til leiks og verða þeir ræstir allir í einu. Verðlaun í brokkkeppninni er gullpeningur. Til keppni í stökki eru skráðir 25 hestar og er mesti hestafjöldi í þeirri keppnisgrein. 1. vérðl. eru 6 þús. kr. 2. verðl. kr. 3 þús. og 3. kr. 1500. Auk þess verður veitt ur gullpeningur. í 800 m .hlaupinu eru verðlaun 10 þús. 6 þús. og 3 þús., og þar er einnig veittur gullpening- ur með áletruninni: „1. í 800 m. hlaupi. Skógarhólamót 1968.“ Sem i ÞAKKARÁVÖRP Alúðar þakkir færi ég hérmeð öllum þeim sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu þann 14. júní síðast- liðinn með blómum, heillaóskum eða a annan hátt. Egill Jóhannsson, skipstjóri, Akureyri. Björn Jóhannsson fyrrverandl skólastjóri VopnafirSi, sem lézf 28. júní, verSur jarSsunginn frá VopnafjarSarkirkju mánu- daglnn 8. júlí k<- 2 e. h. Synlr hlns látna. TUGAVEIKIBROÐIR Framhald af bls. 1. Jóliann Þorkelsson héraðslækn- ir saigði í viðtaiii við Timann í kvöld, að að undanförnu hefði verið í meira lagi um umgangs- Pest á Akureyri og nágnemni, og hefði sú pest lýst sér þannig að fóik væri með beinwer'ki, háls- bólgu og hita, og í sumum tiilfell- um niðurgang. Væri búið að sendá 12 sýnisiborn frá þessu fólk-i tií rannsóknar að Keklum, og væri niðúrstöðu rannsóknarinin'ar að vænta á morgun. Þessi umgam,gs- pest hefur lýst sér með sama hælti og veikin hjá fólkint, sem staðfest hefur verið að hafi féng- ið taugaveiikibróður. Jóhann sagði að vel yrði fylgzt mieð nýjum til- fellum, en alltaf tæki þrjá daga að rannsaka og rækta sýnishom sem tekin væru, og fá staðfest- ingu á því, hvort um taugaveiki- bróður væri að ræða, eða ekki. Ágást Þorleifsson dýra'lxekinir á Akureyri, s-agði í viðtali við Tím ann í dag, að ástandið á Rúts- stöðum væri mjög slæmt. Fólkið þar þyrfti að mjólka kýrnar sem eftir lifð-u O'g hella niður mjólk- inni, auk þess sem hafa yrði grip ina inni, oig nú væri mikill hit! fyrir norðan. Mætti segja að þetta væri algjör martröð fyrir fóLkið á bænum, auk þess sem hætta væri á enn meiri sýkingu. Ágiúst sagði að hestur hefði drep- izt á Akureyri á dogunum; heíði taugaveikibróður-sýkili ræktazt úr honum. Ilestur þessi át hænsna- fóður, en hann gekk í giroiugu við hæ-nsinahús á Akureyri. Ekki er víst að dauðaorsö'k hestsins hafi verið taugaveikibróðir, en allavega þá fannst sýkillinn í inn yiflum hans. HÁMARKSHRAÐI Framhald af bls. 12. ráöuneytið ákveðið, að frá 5. þ.m. verði hámarkshraði á Reykjanes- braut frá vegamótum við Krísu- víkurveg að vegamótum við Hafna veg (flugvállarveg) hækkaður úr 60 km. á klst. í 70 km. á klst. fyrir öll ökutæki. önnur en bif- reiðar, sem draga tengi- eða festi- vagna. Að öðru leyti gilda áfram ó- breytt ákvæði um hámarkshraða, sem sett voru vegna gildistöku hægri umferðar 26. maí s.l.“ Blaðið vill minna á, að há- markshraði á ‘ðrum vegum breyt- ist ekki, þar er nú 60 km. há- markshraði, nema á nokkrum vegaköflum í nánd þéttbýlisstaða, þar er fimmtíu kílómetra há- markshraði. Er sérstök ástæða til að minna ökumenn á þessi hraða takmörk nú þegar búast má við að sumarferðir fari að hefjast fyr- ir alvöru. Munið því að hraða- mælisnálin má ekki fara upp fyr- ir 60, nema á Keflavíkurvegin- um. HLYINDI Framhald af bls. 1. Mikill fjöldi Evrópubúa leita nú til stranda og baðstaða und- an þessum þja'kandi hita og er þar víð’a þröngt á þingi þessa dagana. Varla sást skýhnoðri yfir land inu í dag og fékk sólin nú loks ins að njóta sín almennilega enda stóð ekki á áran.grinum. Á þrem stöðum á landinu miæld nst 19 gráður í dag, á Þing völlum. Kirkj'Uibæj'arklaustri og Sauðárkróki. Mjög víða var 15 —18 stiga hiti inn tiil landsins og hvergi fór hitinn niður fyrir tíu stig. Minnstur hiti var í Grímsey og á Dalatanga eða 10 stig. Á hálendisslóðum var einnig mjög heitt í dag, þann ig mældist á HveravöHum 15 stig, í JökuLheimum 18 stig og á Grímsstöðum á FjÖÍiLum 17 stig. í heild má segja að þegar tekið er til landsins alLs sé þetta heitasli d'agur á árinu til þessa. Að sögn veðurstofunnar mun góðviðrið og sólskinið haldast á morgun og hitastig er áætlað svipað. Óhætt er að ráð- leggja þcim, sem haft hafa í hyggju að bregð'a sér í ferða lag um helgina, að leggja ó- trauðir upip í ferðina, þar eð veðurstoíumenn sj'á enga ástæðu til annars en bjartsýni og sjá ekkert illviðri í nánd, svo búast má við góðu helgar veðri um land allt. ÍTALSKA STJÓRNIN Framhalcl af bls 3 var fram á að þingnefnd yrði iátin rannsaka starfsemi leyni- þjónustunnar, þar sem upp komst um mikið kynferðis- hneyksli innan hennar. Sam- bandsstjórnin hundsaði tillög- ur stjórnarandstöðunnar og hélt því fram, að slík rann- sókn myndi leiða í Ijós hern- aðarleg leyndarmál. Minnihlutastjórn Kristilegra demókrata undir forystu Leo- nes tók við stjórnartaumunum 25. júní s.l. og gert var ráð fyrir að hún yrði a.m.k. föst í sessi fram á haustið. Hneykslið kom í Ijós við mannaskipti í yfirstjórn Cara- binieri deiLdar ítölsku Rikis lögreglunnar (Leyniþjónust- unnar) og, við dauða Renzo Roceo ofursta, sem fannst skot inn til bana í íbúð sinni í Róm í síðustu viku. Læknar hafa lýst því. yfir að hér hafi verið um sjálfsmorð að ræða, en ríkisrannsóknari hefur samt sem áður krafðizt réttarrann- sóknar málinu Viðbúið er nú að jafnaðar- menn og repúblikanar leggi nú fast að ríkisstjórninni að láta fara fram rannsókn á starfsemi leyniþjónustunnar og draga úr pólitísku valdi hennar, og láti stjórnin ekki að vilja þeirra, munu þeir lík- lega samþykkja vantrauststil- lögu á stjórnina. Á morgun mun Leone forsætisráðherra gera í fyrsta skipti grein fyrir stjórnarstefnu hinnar nýju rík- isstjórnar, svo búast má við að dragi til tíðinda að því loknu. Mönnum gremst það mjög í Ítalíu að nú fyrir stuttu tók maður við næst æðsta embætti innan leyniþjónustunnar, Gio- vanni Celi að nafni, en hann er einn þeirra embættismanna, sem ásakaður hefur verið fyr- ir að vilja breyta leyniþjón- ustunni í pólitíska „áhrifa- grúppu.“ Samkvæmt opinberri rann- sóknarskýrslu hefur leyniþjón- ustan á undanförnum tíu árum fylgzt nákvæmlega með einka- lífi og kynferðislífi þúsunda ítalskra stjórnmálamanna, iðju höllda, listamanna og meira að segja biskupa og þykir miörg- um of langt gengið í þessarri viðleitni. En nú beinist áhugi manna að morðinu á Roccas ofursta. Hann stjórnaði þeirri deild leyniþjónustunnar, sem sér um efnahags- og iðnaðarmál, en honum var sagt upp í fyrra vegna Jineykslismálsins. Hinn óháði róttæki þingmaður And- erlini krafðist í gær á þingi að látin yrði fara fram opin- ber rannsókn á morði ofurst- ans og skýring yrði gefin á því, hvort sá orðrómur að full- trúar leyniþjónustunnar hefðu verið á morðstaðnum áður en lögreglan kom þangað, hefði við einhver rök að styðjast eða ekki. DRENGUR DRUKKNAR Framhald af bls. 1. ur, Halldór Jónsson, kastaðl sér þegar í hylinn og kafaði / eftir drengnum, sem lá á botn- inum. Náði hann drenignum strax upp og björguirartilrauTi ir voru strax hafnar. Bráðlega kom sjúkrabíll á vettvang og var lífgU'nartiIra'Unum haldið á'fram á leiðinni á Slysavarð- stofuna, en ekki tókst að koma drengnum til mieðvitundar. Hyluriinn, sem drengurinn féll í, er tæpir tveir metrar á dýpt. Nokkuð hár klettur slút ir yfir hylinn og datt barnið of'an af honum. f hylnum er svolítið straumikast, en ekki þuniguir strauimur. HUSBRUNI Framhald af bls. 1. aðstoðaði hana við að komast út. Urðu þær að faira gegnum brenn- andi forstofuna og nóðu að kom- ast niður uppganginn á síðustu S'tundu. Mátti ekki á tæpara standa og brenndist gamla konan nokkuð á höndum og í andliti og liggur nú á sjúkrahúsi. Hjördís brenndist einnig á höfði. Risíbúðin er klædd imnan timbri og trétexi og breidd'ist eldurinn mjög fljótlega út, enda voru flest k’ gluggar opnir. Allt innan þilja fuðraði upp áður en slökkviliðinu tókst að hefta útbreiðslu eldsins. FERÐAMENN \ ' \ Smurt brauð — Samlokur — Öl, gosdrykkir — Kaffi — Sælgæti o. fl. að FERSTIKLU allan sólarhringinn. 9 tBESai

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.