Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUK 20. jÆH 1968.
TÍMINN
11
Með
morgun-
kaffinu
Prcstur bom í fangelsi til
ungs manns, sem sat inini fyrir
þjiófnað, og lét prestur hann
taka i höndina á sér til stað-
festingar því, að hann skyldl
hætta að stela.
Fangavörðurinn spurði mann
inn, hvað presturinn hefði ver
ið að segja við hann.
— Hann spnrði mig hvers
vegna ég vœri hérna og ég
sagði honunn, að ég hefði stol-
ið.
— Og hvað sagði prestur
þá? spurði fangavörðurinn.
— M skulum við takasit í
hendur, svaraði Janginn.
Skólapiltar úr Menntaskólan
um gemgu eitt sinn um götur
Reykjavíkur með nokkrum
ærslum.
Geir Zoega var þá rektor.
Lögregluþjónn kærði piltana
íyrir rektor og nefndi nokkra
með nafni.
Rektor kallaði nú piltana
fyrir sig, en þedr bera af sér
sakir og segjast allir hafa verið
ódrukknir, og þetta hafi aðeins
verði saklaust gaman.
— Já, segir rektor, — það
er heldur ekki hægt að taka
kæfiina til greina af öðrum
ástæðum. Sjáið þið! Hann
skrifar ,Jiann“ með einu „n-i“!!
Eona nokkur lagðist á sæng
fyrir allmörgum árum.
Hún kom hart niður og
fæddi barnið andvana.
Mð var þá trú manna, að
óskírð börn fengju ekki vist
í himnarí-ki.
Konunni var nú sagt, að barn
hennar hefði fæðzt andvana.
M segir hún.
— Mð er nú varla svo dáið,
að það megi ekki skíra þáð.
Á skákmóti í Skopje í fyrra
sigraði bandaríski stórmeistar-
inn Robert Fisoher j.úgóslav-
neska skákmannnin Jovan
Sofrevsky í 19 leikjum. Júgó-
slafinn hafði svart og tefldi
Sikileyjarvörn og þegar leikmir
höfðu verið 15 leikir var stað
an þannig:
Fischer lék nú 15. Rd5! sem
svartur svaraðd með Hf8—e8.
Ef peðið drepur riddarann
fær hvítur miótsókn. Skákin
tefldist þannig áfram:
16. RxBt HxR
17. Hxd6 Hc8
18. Öd4 Be8
19. Dxf6 gefið
Krossgáta
Nr. 73
Lóðrétt: 1 Byggingarefni
2 Líta 3 Sker 4 Bragðefni
6 Ávöxtur 8 Mumur 10 Kveð
skapar 12 Taka 15 Hyl 18
Þófi.
Ráðning á gátu no. 72:
Lárétt: 5 Aum 7 Sál 9
Afl 11 LL 12 Rá 13 111 15
Tók 16 Ost 18 Skútan.
Lárétt: 1 Ónáðar 5 Fljótið 7 Lóðrétt: 1 Ærslin 2 Kal
Tveir eins 9 Býsn 11 Stökk 13 3 UU 4 Áma 6 Hlákan 8
Sigti 14 Tog 16 Röð 17 Eiga Áll 10 Fró 14 Lok 15 TTT
við 19 Borg í Texas. 18 Sú.
ÁSTARÞ
ífSfTnm
Barbara McCorquedale
34
M heyrðist rödd utan úr myrkr
inu.
— Sleppið henni.
Andartak kannaðist hún ekkert
við röddina, en þá var tekið um
axlir hennar og hún fann til ör-
yggis og að hún var ekki lengur
varnarlaus, og maður þrýsti henni
að sér.
— Þetta er allt í lagi,^— sagði
einhver á frönsku. — Ég þekki
þessa stúlku, hún er vinkona mín.
Það var Dix!
Hún sneri sér að honum og
það lá við að hún snökti af fegin-
leik.
Án þess að vita, hvað hún gerði,
rétti hún út hendurnar og þrýsti
honum að sér. Nú fann hún, hve
hrædd hún hafði verið. En nú var
hann hér og ekkert gat komið
fyrir á meðan hann var hjá henni.
— Hvað er hún að gera hér? —
Vantraustið í röddinni leyndi sér
ekki.
Hún fann, að Dix yppti öxlum.
— Ég geri ráS fyrir, að
hún hafi komið til að sjá mig.
— Hvernig getum við verið viss
ir um það? Hún gæti hafa verið
send. Hvernig vitum við, að það
er sannleikurinn í málinu?
Maðurinn, sem spurði var sá
sami og hafði spýtt á jörðina
stuttu áður.
Alloa gat ekki séð hann, því
augu hennar voru blinduð af ljós-
kerinu, en hún heyrði óvináttuna
í rödd hans.
— Við getum byrjað á að
spyrja hana, — sagði Dix.
Hún fann, að hann brosti, þeg-
ar hann sneri sér að henni.
— Þú komst til að hitta mig,
er ekki svo? — sagði hann.
Hendur hans þrýstu öxl hennar
lítillega. Hún svaraði eins og til
var ætlazt.
— Jú.
— Ég bað þig að bíða eftir mér
við vitann. Manstu það ekki?
Aftur þrýsti hann axlir hennar.
— Jú, svaraði Alloa
— Hvernig vitum við, að hún
er að segja sannleikann?
— Lítur hún út fyrir að vera
lygari? — spurði Dix. — Þar að
auki, langar mig til að vita, hvort
þér finnst ástæðulaust fyrir fall-
ega stúlku að bíða eftir mér? Ég
er nú ekki alveg laus við allt að-
dráttarafl, vinir mínir.
Þetta orsakaði dálítinn hlátur
og maðurinri, sem hafði haft sig
mest í frammi sagði: — Við skul-
um binda hana héma. Við hætt-
um ekki á, að hún komizt f burtu
áður en við erum búnir að Ijúka
við þetta
— Bindið þið hana bara, ef þið
viljið. Ég er viss um, að hún
hefur ekkert á móti þvi.
— Ertu viss um, að þetta
sé stúlka, sem þú þekkir, —
spurði maðurinn reiðilega. — Ef
ég héldi, að þú værir að leika á
okkur, mundi ég, gera út af við
hana hér á staðnum.
— Þú verður að gera út af við
mig fyrst, — sagði Dix léttilega.
— Og ef þú heldur. að ég þekki
hana ekki. þá get ég sagt þér, að
við elskum hvort annað mjög
heitt. Er það ekki ástin mín?
Alloa hlýddi bendingunni og
hvíslaði. — Jú, auðvitað.
— En þú getur ekki sannað það
— sagði ljót rödd utan úr myrkr-
inu.
— Nei, ég get ekki sannað það,
— sagði Dix. — Ekki nema svona.
Áður en Alloa vissi, hvaðan á
sig stóð veðrið, hafði hann tekið
undir hökuna á henni og snúið
henni að sér. Síðan laut hann
niður og áður en Alloa náði and-
anum, lagði hann varir sínar að
hennar og hélt henni fastri svo-
litla stund. Hún var of undrandi
til þess að veita neina mótspyrnu
eða hreyfa sig. Hún fann, að var-
ir hennar titruðu og allt í einu
var hún laus úr faðmi hans á ný.
— Svona hættið þið þessu, —
sagði einhver. — Við höfum ekki
tíma til að eltast við svona . .
Hann notaði sóðalegt franskt
orð, og hún fann, hvernig Dix
stífnaði upp. Alloa fann, að ein-
einhver batt hendur hennar
harkalega á bak aftur með kaðli,
sem skarst inn í hana.
— Bindum svo á henni lappirn-
ar, — sagði einhver.
— Ég skal binda hana sjálfur,
— sagði Dix hægt
Hann beygði sig niður og tók
Allou upp. Hann bar hana dálít-
inn spöl og setti hana síðan niður
í sandinn. Einhver rétti honum
kaðal og hún fann, að hann batt
mjúklega utan um öklana á henni.
— Þetta er allt í lagi, — sgði
sagði hann blíðlega, — vertu
ekki hrædd.
Það var ómögulegt að svara
honum, því maðurinn, sem hafði
bundið á henni hendurnar, stóð
enn fyrir aftan þau Hinir höfðu
farið að eigá' við bílinn. Ljósi var
brugðið upp og því lýst á föt
Allou.
— Það er betra, að hún sleppi
ekki, því þá skaltu fá að kenna
á því, — sagði maðurinn.
— Ég held, að þú þurfir ekki
að hafa neinar áhyggjur, — sagði
Dix. — Hún hefur engan áhuga
á því að komast undan. Ég geri
ráð fyrir, að þú vitir ekki mik-
ið um konur, með þetta Ijóta
ljóta smetti, sem þú hefur.
— Ég vil ekki hafa neitt með
.. . að gera.
Maðurinn notaði aftur klám
yrði og áður en Dix gat svarað,
hafði hann gengið að bílnum og
spýtti nú ákaft.
— Þú ættir heldur að koma
og hjálpa til við að koma honum
út. Við megum engan tíma missa
áður en fjarar.
Nú, begar ljósið var ekki leng
ur í augunum á henni, gat Alloa
farið að sjá betur f kringum sig.
Mennirnir voru enn að fást við
bílinn, sem vaggaði nú á öldun-
um. Hún kenndi til undan bönd-
unum á höndunum og þegar
Dix fór og skildi hana eina eftir í
sandinum fannst henni eins og
það ætlaði að líða vfir hana
Hvað átti þetta allt að þýða?
Þett hafði allt gerzt svo skyndi-
leg og hún hafði orðið afar skelk-
uð. Henni fannst dð hún héldi
enn niður í sér andanum síðan
henni varð fótaskortur. Þessir
menn voru hættulegir. Það
var það eina. sem hún var full-
viss um. Hún hafði vitað það, áð-
ur en Dix kom henni til hjálpar
og hún fann að 'afnvel hannn var
hræddur um hana, þegai hann
þrýsti henni að sér.
Já, hann var líka hræddur. Hún
hafði fundið það, begar varir hans
snertu varir hennar Hún þráði,
að bera fingurma upp að vörun-
um til að finna hvort varir henn-
ar væru þær sömu og fyrr Hann
hafði kysst hana og á einhvern
hátt, sem hún ekki skildi hafði
það bjargað henn.
Mennirnir voru enn að eiga
við bílinn, sem var nú kominn
upp á bilfarið. Þeir notuðu ljós-
kerin til að fullvissa sig um. að
hann væri nógu örugglega bund-
inn. Ljóskerunum var lyft á ný.
Alloa sá bregða fyrir litnum á
bílnum. Hann var rauður!
Hjartað barðist í brjósti henn-
ar. Nú vissi hún, hvaða bíl þeir
voru að fást við Hún minntist
þess, sem dyravörðurinn hafði
sagt, þegar frú Derange hafði vilj
að, að Lou æki Cadillaknum til
San Sebastian. Þetta var lausnin
á gátunni. Lausnin á því, hvað
Dix var að gera við rauða Merced
esinn. Þeir ætluðu að fara með
bílinn til Spánar. Það var á þenn-
an hátt, sem Spánverjarnir fengu
þessa dýru bíla sína sem dyra-
vörðurinn hafði værið að tala um.
Það var svona, sem þeir komust
hjá því að borga tolla af þeim.
Nú skildi Alloa, hvað var að ger-
ast. Hún sá bátinn byrja
að hreyfast. Srriyglararnir óðu aft
ur í land. Já, þeir voru smyglar-
ar og Dix einn af þeim.
Áttundi kafli.
Það var komið myrkur. Ský
huldu stjörnurnar og þó Alloa
hefði vanizt myrkrinu átti hún
erfitt með að sjá hvað fram fór.
Henni fannst það sífellt ó-
þægilegra að sitja flötum beinum,
j bundin á hönduro og fótum, en
: hún gat ekkert gert ’og það var
I ekki einu sinni neinn, sem hún
gat kvartað við Dix og hin-
ir mennirnir höfðu nú þakið bíl-
inn með segldúk og áttu í mikl-
um erfiðleikum við að koma bátn
um á flot. Að lokum tókst það og
báturinn lagði frá og Alloa sá
hann bera við himin. Nú varð
hún þess meðvitandi, hve gáfu-
lega þeir höfðu farið að þessu.
Billinn, með yfirbreiðislu og dul-
, inn á þann hátt, að hann virtist
vera fremur fyrirferðarmikil yfir-
bygging á venjulegum fiskibát.
Engu varðskipi, sem tæki eftir
ÚTVARPIÐ
Laugardagur 20. júli
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg
isútvarp.
13.00 Óskalög |SSi|l7
sjúklinga.
Kristín Sveinbjörnsdóttir kynn-
ir. 15.00 Fréttir 15.15 Á grænu
Ijósi. Pétur Sveinbjarnarson
stjórnar umferðarþætti. 15.25
Laugardagssyrpa t umsjá Bsld
urs Guðlaugssonar Tónleikar, þ.
á. m. syngur Jónas Ó Magnússon
við undirleik Guðrúnar Kristins.
dóttur 16.15 Veðurfregnir 16.
30 Landsleikur i handknattleik
milli íslendinga og Færeyinga Út
varpað frá Þórshöfn i Færeyjum,
Sigurður Sigurðsson lýsir
keppni 17.05 Fréttir 17.15 A
nótum æskunnar Dóra ngvadótt
ir og Pétur Steingrímsson
kynna nýjustu dægurlögin 17 45
Lestrarstund fyrir litlu börmn.
18.00 Söngvar i léttum tón. 18.
20 Tilkynninsar 18 45 Veður
fregnir 19 00 Fréttir Tílkynning
ar 19.30 Daglegt líf Árni Gunn
arsson fréttamaður sór um þátt
inn. 20.00 Músagildran. Ása
Beck leitar i hljómpiötuskránni.
20 45 „Karólina snýr sér að leik-
listinni" Gamanþáttur fyrir út
varp eftir Harald A. Sigurðsson.
21.25 Konsertsinfónia i Es-dúr fyr
ir fiðlu lágfiðlu og hliómsveit (K
364 eftir Morart Biöm Ólafs
son og Ingv'at tonasson leika
með Sinfóntuhhómsveit tslands;
Bohdan Wodiczko stj. 22.00
Frétttr og veðurfregnir. 22.15
Danslög. 23.55 Fréttlr 1 stuttu
málL Dagakrárlok.