Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 14
TIMINN STAL BIL 06 SKIMMDI, SJÁLFUR MIKID SLASA9UR OÓ — Reykjiavík, föstudag. Slasaður maður, sem nú liggur á Landsspítalanum, er grunaður um að haf'a stolið bíl sl. nótt og ekið honum á nolkkur hús í Mið- OÓ — Reykjavík, föstudag. Fjórir bílar rákust saman við Eyrarkot í Kjós um kl. 22.30 í kvöld. Ekki er fullkomlega Ijóst, hvernig á hessum árekstri stóð, en svo virðist * em einn bfll hafi stoþp að á vcginum og þrír bílar sem á eftir honum vom, hafi ekið liver bænum, og laulc ökuferðinni við Herkastalann og mun maðurinn hafa slasast þegar Wtlinn ók á þ’að hús á miklum hraða. Þegar að var komið, lá maðurinn á götunni rétt hjá bílnum, stórslasaður, aðallega aftan á annan og náttúrlcga ók bíllinn, sem var annar í röðinni, aftan á þann sem stoppaði fyrstur. Talsverðar skemmdir urðu á flestum bilanna, en meiðsli á fólki urðu ckki alvarleg. f Reykjavík urðu fjórir árekstrar frá kl. 20 til kl. 23. Slys urðu ekki en bifreiða skemmdir nokkrar. á höfði, og auðsjáanlega mikið drukkinn. Erfitt hefur verið að yfiriheyra manninn í dag vegna þess hve illa hann er á sig kominn. Meðal anars hlaut hann slæma heilahrist ing. En hann ber að haifa verið farlþegi í bílnum og að einhver annar, sem hann getur ekki nafn- greint, hafi ekið honum. Annars segist maðurinn Htið sem ekkert muna af athöfnum sínum um nótt- ina. Hins vegar ber leigubílstjóri, sem sá þegar bílnum var ekið á herikastalann, að aðeins einn mað ur hafi verið í honum. Eigandi stolna bílsins er úr Kefl'avík og vissi hann ekki hvernig komið var fyrr en hann vaknaði í morgun, en hann dvaldi í Reykjavík 1 nótt. Bílnum var stolið um kl. 4 sl. nótt. Áður en honum var ekið á Herkastalann hafði hann komið viða við í Aðalstræti. Fyrst var honum ekið á verzlunarhús Silla og Valda, þá á handrið við húsið nr. 12, síðan á ljósastaur á mót- um Suðurgötu og Aðalstrætis og að lokum á herkastalann. Bíllinn er að vonum mikið skemmdur eft ir þessa meðferð. Turn Hallgrímskirkiu: útsýnispallurinn er opinn á laugar dögum kl. 8—10 e. h og á sunnu dögum kl. 2—4 svo og á góðviðris kvöldum þegar flaggað er á turnin um. TriIIan komin fram KJ — Reykjavík, föstudag. Trillan, sem lýst var eftir í gær kvöldi og leit var hafin að, kom í leitirnar. Hafði kompásinn brotn að, en mennirnir tveir, sem voru á trillunni, fengu stefnuna hjá tveim bátum, og tilkynntu vélbát arnir um trilluna þegar lýst var eftir henni. Til Keflavíkur komu mennirnir í nótt, og varð þeim ekki meint af, en voru kaldir. RÁÐHERRAFUNDUR Framhald af bls. 3. fræði og fleira í þeim dúr. Rætt var sérstaklega um sam- skipti á milli landanna á menn- ingarsviðinu, og þá líka samvinnu á milli landanna um menningar mál á alþjóðavettvangi Helge Larsen, sem er nýr í emb- ætti, var spurður um afstöðu stjórnar sinnar til handritamáls- ins, og svaraði því til, að afstaða dönsku stjórnarinnar væri óbreytt í því máli. Finnland bauð að halda næsta fund þar í landi, sem var sam- þykkt einróma. Fundinum lauk í kvöld, en á morgun munu ráðherrarnir og þeir, sem eru í fylgd með þeim, fara í ferðalag. TAUGASTRÍÐ Framhald af bts 2. valdastefna Vesturveldanna sé undirrót andbyltiingarhreyfingar- innar í Tékkóslóvakiu. Þessum full yrðingum hafa leiðtogar Tékka margoift vísað á bug. MIÐSTJÓRNARFUNDUR TÉKKNESKA KOMMÚNISTA- FLOKKSINS Stjórnmálastefna Dubceks og hinna nýju leiðtoga í Tékkóslóva- kíu fékk einróma stuðning mið- stjórnarinnar á fjögurra tíma fundi hennar í Prag í dag. 27 ræðumenn tóku til máls og voru þeir allir á einu máli um stuðning við Dubcek. Samþýkktir fundarins voru í sem stytztu máili þessar: I. Miðstjórnin veitir núverandi stjórn arstefnu fuMan stuðning. 2. For sætisnefnd miðstjórnarinnar er veitt þeimild til þess að hefja bein ar viðræður við aðra kommúnsta- flokka til þess að leiðrétta mis- skilning og koma á betri sambúð milli flokkanna. 3. Miðstjórnin end urtekur enn éinu sinni, að fundir milli leiðtoga tveggja kommúnsta- ríkja í senn muni vena bezta form viðræðna og Uklegast til þess að leiða af sér ein'hvern árangur. Ljóst er af þessum fundi mið- stjórnarinnar, ræðu Dubceks, sem útvarpað var í gœr, að Tékkar ætla ekki að láta undan og halda fast við sitt, þrátt fyrir síauikið tauga- stríð Rússa í garð þeirra. ÍSL. HESTURINN Framhald af bls. 16. of stórir og klunnalegir til ferða laga í brattlendi og auk þess ekki nógu þolnir í langferðalögum. Þeir hjá fyiúrtækinu hefðu lengi haft augastað á íslenzkum hestum þar sem þeir væru litlir en liprir bg þolnir vel. Nú hefði loksins orð ið af því, að gerður yrði út leið angur til íslands í leit að gæðing um. Hingað hefðu farið tveir starfs menn fyrirtæikisins ásamt tveim aðstoðarmönnum. — Blaðamaður spurði Maureth, hvernig ferðalag hans um ís- iand hefði gengið og hvernig þeim hefði orðið til fanga. — Ég er búinn að ferðast um landið þvert og endilangt í tíu dagu og hef verið eindæma hepp inn með tíð, sólskin alla daga. Ferðafélagar mínir hafa verið ís- lendingarnir Páll Sigurðsson, starfsmaður hjá SÍS og Jóhann Friðriksson, kaupmaður. Jóhann ók með mig í einkabíl síum hvert á land sem ég vildi en Páll að- stoðaði mig við að velja hrossin. Við skoðuðum fjöldann allan af fallegum hestum, reyndum marga og völdum að lokum 24 gæðinga á aldrinum 3 til 8 vetra. Suma tamda, en aðra nær ótamda, þar sem við viljum hafa sem mesta fj'ölbreytni -í hrossahópnum. — Hvað . verður svo gert við hestana. þegar til Noregs kemur? — Við munum nota um tíu hesta í sambandi við fyrirtæki okkar en afgangurinn verður seld ur. Ég býst við að tparkaðurinn sé nokkuð góður fyrir ísl. hestinn í Noregi. Að visu eru fáir hestar þar nú, en ég veit til þess að á nokkrum fjallahótelum, þar sem verið hafa tveir til þrír íslenzkir hestar til afnota fyrir gesti, rílkir mikill áhugi að fá fleiri hesta. Gangi sala þessara hesta vel, mun LAUGARDAGUR 20. júlí 1968. um við halda áfram að kaupa hesta frá íslandi og reyna jiafn- framt að vinna okkur markað í Svíþjóð. Ég veit ekki hvaða verð við getum fengið fyrir þessa hesta í Noregi en ég veit til þess að fengizt hefur frá 3000 til 6000 norskar krónur fyrir þá til þessa. Þyki einhverjum það mikið, má benda á, að flutningskostnaður hestanna til Noregs er gífurlega mikil'l. T. d. höfum við þurft, að leigja vörubifreiðir, til þess að flytja hestana til Reyðarfjarðar, en þar tekur norska tunnuskipið Borgsund við þeim og flytur þá til Noregs einhvern næstu d'aga. Eg vona að við fáum hagstætt verð fyrir hestana, þar sem þetta eru beztu ísl. hestarnir sem komið hafa til Noregs til þessa, enda vald ir af mikilli kunnáttu. Það plat ar enginn Pál Sigurðsson i þeim efnum. — Nokkuð að lokum, Maureth? — Ég hefði viljað dvelja hér miklu lengur, læra, áð temja ís- lenzka hesta, fara í langa útreiðar túra og vera á fleiri hestamanna mótum. Það var skemmtilegasta reynsla mín á þessu ferðalagi að vera á hestamannamóti Faxa í Borgarfirði og sjá fimm til sex hundruð hesta samankomna á ein um stað. Slíkt myndi aldrei geta gerzt í Noregi. Ég hef fengið dá- litla hugmynd um tamningu ísl. hestsins á þessum tíu dögum, en þyrfti að kynna mér það miklu betur. Ég hafði t. d. mjög gaman af að koma hér á bak frábærum tölthesti, en tö’lt hefur Norðmönn um ekki tekizt að laða fram á ísl. hestunum í Noregi/ Að endingu vildi ég biðja blað ið að koma fyrir mig á framfæri þökikum til allra þeirra sem ég hef átt vðskipti við á landinu, svo og til Sam'bandsins og annarra að- ila, sem greitt hafa götu mina. BÆJARFÓGETI Framhald af bls. 2. 16. þ.m. veitt Jóihanni Gunmari Ólafssyni, bæjarfógeta á ísafirði, láusn frá embætti, samfcvæmt eig in ósk, frá 1. október n.k. að telja. Dóms- og kirkjumálaráðu neytið 19. júli 1968. KJARVALSHÚS Framhald af bls. 16 málarar og myndlhöggvarar ættu að geta unnið þar að stórum verk efnum. Ekki skortir útsýnið, því að allur suðurveggur vinnustof- unnar er úr gleri og í góðu skyggni ætti að sjást vestur á Snæ fellsnes og suður á Reykjanes úr gluggunum. Fyrir gluggann eða glervegginm er hægt að renna 7 furuflekum. Þeir eru' ekki sam- fastir, svo að listamaðurinn getur ráðið miklu um birtuna í vinnu- stofunni. Með því að draga alla flekana fýrir er einnig hægt að mynda heilan samfastan vegg og eru flekarnir útbúnir þanrnig, að gott er að hengja á þá listaverk, en þá eru það eingöngu ofanljós, sem ráða birtunni. Ekki væri því ólíklegt að ætla, að listamennirn- ir í „Heiðursbústaðnum“ myvdu halda smásýningar þarma af og til. Við suðurhlið hússins eru stór ar steinsvalir, þar sem einnig er vinnuaðstaða í góðu veðri. í kjallara hússins er vinnusalur til þess að vinna í grófari verk- efni, stór listaverkageymsla, báta skýli, möguleiki á smáíbúð fyrir húsvörð og gufubað. Allt það sem hér er að framan talið má heita fullgert. Nú á að- eins eftir að hreinsa og laga til í fjörunni, en við henni verður að öðru leyti ekki hróflað. Einnig á eftir að leggja gangbrautir um hverfis húsið, fullgera lóðina og hlaða vegg úr torfi og grjóti, sem afmarka á stærð lóðarinnar. Móðir okkar tengdamóðir amma og langamma Guðrún Helga Kristjánsdóttir frá Hvammi í Dýrafirði, sem lézt að Hrafnistu 12. þ. m. verður jarðsungin að Þingeyri við Dýrafjörð miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 2. Minningarathöfn um hina látnu fer fram í Fríkirkjunni mánudag- inn 22. þ. m. kl. 10.30 f. h. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar og mágkona, Margrét Ólafsdóttir, Háteigsvegi 25, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. júlí kl. 3. sd. Þórunn R. Ólafsdóttir, Lúðvík Nordgulen, Páll Þ. Ólafsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Óskar K. Ólafsson, Sigurlaug Ólafsdóttir, Sigurður S. Ólafsson. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför Kristínar Sigurðardóttur frá Hjalla. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur, 'Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingigerður Þorsteinsdóttir, Langholtsvegi 158, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, mánudaginn 22. júlí kl. 10,30 j Börn, tengdabörn og barnabörn. Elglnmaður minn, faðir okkar og sonur, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, andaðist í Borgarspítalanum að faranótt 18. júlí. Adda Bára Slgfúsdóttir, Sigfús Bjarnason, Kolbeinn Bjarnason, Geirþrúður Bjarnadóttir, Benedikt Gíslason. Útför móður okkar Þóru Sigurgeirsdóttur frá Syðra-Ósi fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaglnn 22. júlí, kl. 14.30. Egill Jóhannbsson, Ingiberg Jóhannesson. Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður míns, Stefáns E. Hermannssonar, Högnastöðum. Fyrlr mína hönd og systkina minna og annarra vandamanna. Helga Stefánsdóttir. 4 bílar í árekstri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.