Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 13
fc LAUGARDAGUR 20. júK 1968. TIMINN Þrír a-landsliðsmenn leika með b-landsliði í Færeyjum Tvö landslið utan með sömu flugvél til Færeyja í gær. Alf.—Reykjavík. — ÞaS et Svsar unnu Dynamo Moskvu Nýlega var sovézka liðið Dina- mo Moskva á ferð í Sviþjóð og lék þá m.a. gegn Stokkhólms- úrvali. Svíamir unnu leikinn 1:0. J»ess má geta, að Jashin lék í marki hjá Ðinamo og vakti mikla hrifningu. Knattspyrna um helgina í dag fer fram leikur í 3. deild á milli Reynis og Volsunga. Fer leikurinn fram á Sandgerðisvelli og hefst kl. 16,00. Á morgun, sunnudag, leika í bikarkeppni KSÍ KR b og Völsungar. Fer leikur- inn fram á MrfaveHinum og hefst kl. 16,00. Einnig leika á morgun f 2. deild ísfirðingar og Breiða- bíik. Fer leikurhm fram á fsa- firði og hefst H. 16,00. greinilegt, að KSÍ ætlar ekki að hætta á neitt í Færeyjum, jaegar b-landsliðið okkar mæt- ir Færeyingum í leik ytra um helgina, því að þrír a-lands- liðsmenn fóru með hópnum og munu leika með. Það er því varla hægt að kalla liðið b-iið. A-landsliðsmennirnir, sem fóru utan, eru Jóhannes Atlason, Fram, Guðni Kjart- ansson, Keflavík og Magnús Jónatansson, Akureyri. Nokkur forfoll hafa orðið í b- laindsliðirm frá því það var upp- haflega valið, en eftirtaldir 13 leikmenn fóru utan í gœr:’ Guðmund'ur Pétursson, KR Kjartan Sigtryggsson, Keflavdk Hörður Markan, KR Þórður Jónsson, KR Gunnar Felixson, KR Björn Árnason, KR Magnús Jónatansson, Akureyri Gunnar Austfjörð, Akureyri. Magnús Torfason, Keflavík Guðni Kjartansson, Keflavik Hreinn Elliðason, Akranesi. Björn Lárusson, Akranesi Jóhannes Atlason, Fram. Það verður sannkölluð íslands- helgi í Færeyjum um þessa helgi, því að annað landslið fór einnig til Færeyja með sömu flugvél í gærdag, nefnilega a-landsliðið í handknattleik. Munu handknatt- leiksmenn okkar leika einn eða tvo lei’ki í Færeyjum gegn sterk- ustu liðum Færeyinga. Meistaramótið Ástæða er til að vekja athygli á meistaramóti íslands i frjáls íþróttum, sem hefst á Laugardals- vellinum á mánudagskvöld kL 20. Benfiea hefur fagnað sigri i flestum leikjum á undanförnum árum. Hér sjáum við Benfica-leikmenn fagna sigri eftir erfiðan leik. Leijcmaðurinn fyrir miðju er Torres. Benfica-menn hlakka til íslandsferðar en .... Óttast, að þeir hittí á gjósandi eldfjöll á íslandi Alf.—Reykjavík. — Það vakti mikla athygli í Portúgal þegar fréttist, að Valur frá íslandi yrði mótherji Benfica í fyrstu umferð Evrópubikar- keppninnar í knattspyrnu. Blöð þar í landi ruku upp til handa og fóta og reyndu að verða sér úti um allar upplýsingar um fsland. Stærsta íþróttablað Portú- gals, „A Bola“ birti nýlega margar greinar um ístaid og viðtöl við leikmenn Beofiea. Eru þedr mjög ánægðir með, að Valur skuli vera mótherji þeirra og er ekki amnað að Framhald á bls. 15. Varð KSI á í messunni? Misskiiningur vegna þátttöku í Evrópukeppni Annars staðar á íþróttasíðunni er getið um Islands-greinar í portúgalska iþróttablaðinu „A Bola“. f þessu sama blaði er getið um dráttinn í 1. umferð Evrópu- bikarkeppni bikarhafa. Þar stend ur skýrum stöfum, að mótherjar tékkneska liðsins Slovan Brati- slava í keppninni verði Fram frá íslandi. ' Er þetta í samræmi við greinar í tékkneskum blöðum, en þar er sagt, að Fram verði mótlherji Tékk anna. Gaman væri að vita af hverju þessi misskilningur stafar. Getur verið, að KSÍ hafi orðið á í messunni og tilkynnt Fram í staðinn fyrir KR? Það er frem- ur óliklegt, en fróðlegt væri að fá skýringu. SIGRUDU A DANSLEIKNUM Eftir landsleikinn í fyrra- kvöld var efnt til dansleiks i Sigtúni fyrir norsku leikmenn- ina. Að sjálfsögðu voru ís- lenzku leikmennirnir einnig mættir. Og til gamans má geta þess, að á dansleiknum skutu ísl. leikmennirnir þeim norsku ref fyrir rass. íslenzku leikmennirnir héldu nefnilega „söngskemmtun" á sviðinu í Sigtúni við mikla hrifningu samkomugesta. Kynn ir var Hermann Gunnarsson, en einsöngvari Elmar Geirs- son. Söng Elmar nokkur þekkt dœgurlög með aðstoð „lands- liðskórsins". Svo mdkla hrifn- ingu vakti landsliðið í þetta sinn, að fagnaðarlátunum ætl- aði aldrei að linna. Einhverj- um varð að orði, að piltunum væri nær að snúa sér að söngn um en að fikta við knattspyrnu. Annars mó geta þess, að strax eftir leikinn efndi KSÍ til hiófs að Skúlatúni 2, þar sem leikmönnum beggja liða. fararstjórum og öðrum gestum var boðið. Tókst það með ágæt um, enda nóg um stóla og twrð, ólikt þvi sem var eftir lands- leikinn við Vestur-Þjóðverja á dögunum. Isl. meistarar 5. árið í röð Alf-Reykjavík, — Eins og kom ið hefur fram, urðu Valsstúlkurn ar fslandsmeistarar í útihandknatt •leik kvenna, unnu KR örugglega í úrslitaleiknum, 11:4. Kvennaflokk ur Vals hefur verið ósigrandi á undanförnum árum og er þet.ta fimmta árið í röð, sem Valsstúlk urnar verða íslandsmeistarar utan húss. Þetta met Valsstúlknanna verð ur erfitt að slá. Sigur þeirra í þessu móti verður stærri fyrir það, að i þetta sinn léku þasr án Sigrún ar Guðmundsdóttur, sem verið hef ur ein sterkasta liðskona þeirra á undanförnum árum. Þjálfari Vals á þessu timabili hefur verið Þór arinn Eyþórsson og er hans þátt ur stór í þessum velgengiskafia kvennahandknattleiksins hjá Val. Hér að ofan birtum við mynd, sem Kristinn Ben. tók, af íslands níeisturum Vals: Fremri röð frá vinstri: Björg Guðmundsdóttir, Soffía Guðmunds dóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Oddrún Oddgeirsdóttir, Guðbjörg Egilsdóttir og Anna Birna Jóhann esdótfir. Aftari röð: Erla Magnús- dóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Ragn heiður Bl. Lárusd., Þórarinn Ey- þórsson, þjálfari, Þóranna Páis- dóttir og Hrafnhildur Ingólfsdótt ie.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.