Tíminn - 20.07.1968, Qupperneq 8

Tíminn - 20.07.1968, Qupperneq 8
FÖSTUDAGUR 19. júlí 1968. Tékkóslóvakía, Víet- itam og Honolulufundur SÍÐUSTU DAGAR HAFA vissulega verið viðburðaríkir í alþjóðamálum. Fyrir utan hjormungarnar í Mgeníu, hefur hæst borið taugastríð það sem nú á sér stað milli leiðtog- anna í Prag, höfuðborg Tékkó slóvakíu, og forystumanna Sovétríkjanna, vegna nokkuð aukins frjálslyndis í stjórnar- háttum Tékka og Slóvaka, og fundur Lyudon Johnson, Bandaríkjaforseta og Nguyen Van Thieu, forseta Saigon- stjórnar í Suður-Víetnam, í Honululu á Hawaii-eyjuTn. Þá hefur gríska herforingja- stjórnin birt uppkast að stjórn arskrá fyrir Grikkland, og seg ir þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að fara fram um hana í sept- emberlok. Ekki mun það þó breyta neinu um stjórnarfar- ið í landinu, þar sem óákveð- ið er, hvenær stjórnarskráin skal komast í framkvæmd, og þar að auki er uppkastið í anda einræðis en ekki lýðræð is. Þó telja sumir hugsanlegt, að herforingjastjórninni takist að semja við Konstantín kon- ung, sem nú er í útlegð, á grundvelli þessarar nýju stjórnarskrár, og að hann snúi heim aftur. EN TÉKKÓSLÓVAKÍA var eitt helzta fréttaefnið síðustu dagana, og er enn. Eins og kunnugt er, gerðist það þar í landi fyrr á þessu ári, að ný stjórn undir forystu Alexand- ers Dubcek náði völdum og hefur allt líf í landinu orðið nokkuð frjiálsara á þessu ári. Sérstaklega er það þó frelsi blaða og annarra fjölmiðlunar tækja, sem algert er orðið, en eins hefur nokkuð losnað um böndin á öðrum sviðum. Rit- frelsið hefur orðið þess vald- andi, að nokkuð hefur gætt harðrar gagnrýni á Sovétríkin í tékkneskum fjölmiðlunar- tækjum undanfarna mánuði og er þetta frelsi sérlegur þyrnir í augum sovézkra leiðtoga. Aftur á móti hafa Tékkar lýst því yfir, að þeir hafi ekki í huga að lama á einn eða annan hátt Varsjárbandalagið, eða efnahagsbandalagið í Aust- ur-Evrópu, COMECON. Jafn- framt, að kommúnistaflokkur- inn verði eini raunverulegi stjórnmálaflokkurinn í land- inu áfram, enda hafi þeir ekki í hyggju að hverfa frá sósial- isma og kommúnisma. Þrátt fyrir þetta telja leið- togar Sovétríkjanna augsjáan- lega, að þróunin í lýðræðisátt í Tékkóslóvakíu sé hættuleg fyrir önnur Austur-Evrópuríki bæði innan þeirra, og eins hvað viðvíkur sameiginlegum vörnum þeirra. Það er því aug ljóslega ætlun þeirra, að reyna að stöðva eftir megni frjáls- ræðisíþróttina, og helzt, ef þess væri nokkur kostur, að koma hinum gömlu leiðtogum, er féllu með Antonio Novotny fyrr á árinu, aftur í valdastól. í þessari viðleitni beita þeir öllum ráðum sem tiltæk eru, nema vopnavaldi. HERÆFINGAR VARSJÁR BANDALAGSINS í Tékkósló- vakíu og eftirmáli þeirra, hef- ur vakiS hvað mestan ugg undanfarið, en ætti nú að vera úr sögunni, þar sem síðasti er- lendi hermaðurinn átti að yfir gefa tékkneskt landsvæði í dag laugardag. Æfingar þessar stóðu yfir síðari, hluta júní mánaðar, og var þeim lokið 30. júní. Það var aftur á móti ekki tilkynnt opinberlega, og herlið Varsjár bandalagsríkjanna var kyrrt á tékkneskri grund. Það tók Yakubovsky, yfirmanni her- afla Varsjárbandalagsins, og sovézkum húsbændum hans að hershöfðinginn fékkst til að gefa út opinbera yfirlýsingu um að heræfingunum væri lok ið. Brottflutningur herliðsins hófst síðan í síðustu viku, en stöðvaðist um síðustu helgi, að sögn vegna mikillar umferðar á vegum Tékkóslóvakíu. Eftir helgina var brottflutningi hald ið áfram, og átti að vera lok- ið í dag. Þessi dráttur á brottflutn- ingi herliðsins vakti ugg manna um „nýtt Ungverja- land“. kannski þó aðallega í blöðum vestan jái'ntjalds. Þar var sagt, að herlið Sovétmanna væri allt frá 8000 upp í 25.000 hermenn, en -góðar heimildir hermdu um helgina að í raun- inni væri tala sovézku her- mannanna, er þátt tóku í her- æfingum, aðeins um 1000, af samtals 2000 erlendum her- mönnum á þeim æfingum, að sögn „Sunday Telegraph". Þótt íbúar Tékkósióvakíu tryðu ekki beint á að sovézk- ir leiðtogar myndu beita her- valdi til að koma í veg fyrir áframhaldandi frjálsræðis- þróun, töldu þeir víst, að Sovétmenn myndu reyna að hafa herlið í Tékkóslóvakíu eins lengi og þeir gætu, til að hóta tékkneskum leiðtogum og alþýðu. Helzt hefðu sovézk- ir leiðtogar kosið að hafa her- lið sitt þar þangað til í sept- ember, að þing tékkneska kommúnistaflokksins verður haldið, að frjálslyndir fulltrú- ar verða í miklum meirihluta á flokksþinginu. Þetta þýðir, að frjálslyndir geta ráðið skip an miðstjórnar kommúnista flokksins sem er kjörin á flokksþinginu, og þannig tryggt frjálslynda stefnu til frambúðar. Er talið sennilegt, að aðgerðir Sovétríkjanna og fylgisveina þeirra í Austur-Ev- rópu, sé mjög verulega tengd þessari þróun mála. Sovét- menn vilji vara Dubcek og aðra hinna nýju leiðtoga við að ganga of langt. TÉKKNESKU LEIÐTOG- ARNIR hafa aftur á móti ekki gefið eftir undan þessum þrýst ingi frá Sovétmönnum. í her- liðsdeilunni stóðu þeir fast fyr ir, eins og áður segir, qg unnu sigur. Og þegar skilaboð komu frá Moskvu til Prag í síðustu viku, þar sem Alexander bubcek og aðrir tékkneskir leiðtogar voru „kvaddir" á fund með leiðtogum Sovét- ríkjanna og fjögurra Austur- Evrópuríkja í Varsjá um helg- ina, höfnuðu Tékkar slíku, kváðust ekki koma á fund, sem yrði eins konar rannsókn- arréttur yfir tékkneskum leið- togum. Sögðust Tékkar hins vegar reiðubúnir að ræða við þessar Austur-Evrópuþjóðir eina í einu, um þróunina í Tékkóslóvakíu og Austur-Ev- rópu yfirleitt. Sovétríkin — með Leonid Bresjnev og Alexei Kosygin í fararbroddi — og Austur-Ev- rópuríkin fjögur — Pólland, Austur-Þýzkaland, Búlgaría og Ungverjaland — héldu síðan sinn fund í Varsjá, og sendi fundurinn bréf til tékknesku leiðtoganna s.l. mánudag, en þá endaði tveggja daga fund- ur ríkjanna. Þótt bréf þetta, sem fyrst var birt efnislega að faranótt fimmtudagsins, sé í vægard tón en ýmis skrif, t.d. Pravda, um þróunina í Tékkó- slóvakíu, þá kemur ljóslega fram í bréfinu, að þessi Lyndon B. Johnson kommúnistaríki hafa ekki hugsað sér að leyfa Tékkósló- vakíu að hverfa af braut sósxal isma og toommúnisma. Það, sem þó er efst í hugum þeirra, ex að Tétokar kunnu að hverfa úr Varsjárbandalaginu, og breyti þannig valdahlutfallinu í Evrópu — en slíka breytingu á valdahlutfallinu segjast þeir aldrei geta leyft. Það sé mál allra sósíalistísku ríkjanna, og um það muni þau standa sam- an. Tékkar svöruðu því til, að engin hætta væri á slíkri þró- un. Ljóst er, að Sovétríkin og nánustu bandalagsríki þeirra munu halda áfram að reyna bremsa nokkuð þróunina hjá Tékkum og Slóvökum. Hvort það tekst, skal ósagt látið, en ólíklegt er þó, að tékkneskir leiðtogar láti segja sér fyrir verkum — ekki sízt þar sem þeir hafa kommúnistaflokka víða að með sér í baráttunni. Á það bæði við um kommú- nistaflokka í Vestur-Evrópu- löndum, og ieiðtoga Júgóslav- íu og Rúmeníu, sem ekki hafa verið Moskvumönnum þægari, fremur en Tékkar og Slóvakar nú. EKKI ER ÞVÍ TALIÐ að „fimmveldin“ í Austur-Evrópu hætti að leggja fast að tékk- neskum leiðtogum. Talið er að sendinefndir frá hverju þessara ríkja fyrir sig muni koma £ heimsókn til Prag — 'ein i einu eins og Tékkar höfðu boðið — til viðræðna Nguyen Van Thieu við Dubcek og aðra leiðtoga. Jafnvel er talið hugsanlegt, að loknum slítoum tvMkja við- ræðum, verði haldinn sameig- inlegur fundur Austur-Evrópu ríkjanna um þróunina í þess- um löndum — eða jafnvel fundur kommúnistafloktoa í Austur- og Vestur-Evrópu eins og Waldeck-Rochet, leiðtogi franskra kommúnista, lagði til fyrr í þessari viku. En væntanlega munu tékk- nesku leiðtogarnir halda sínu striki þrátt fyrir þrætinginn um hið gagnstæða, þar til flokksþingið kemur saman í september og mótar stefnuna næstu árin. Má telja nokkurn veginn fullvíst, að sú stefna verði í sömu átt og undanfar- ið, í átt til aukins frelsis á sem flestum (sviðum, tilraun til þess að gera „alþýðulýðveld ið“ lýðræðislegra. Á MEÐAN TAUGASTRÍÐ- IÐ í Evrópu heldur áfram, sitja þeir Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, og Ngu yen Van Thieu, forseti Saigon- stjórnarinnar £ Suður-V£etnam á fundi í Honolulu, og er ekki að vænta að allt sé heldur þar með sem fyllstu samkomulagi. Fundur þessi hófst í gær, og átti honum að ljúka einhvem tíma £ dag, ef áætlunin stenzt. Fund þennan sitja einnig ýmsir æðstu hermálaforingjar Bandaríkjanna, þar á ; meðal Clark Clifford, varnarmálaráð- herra, sem fyrr £ vikunni var £ fjögurra daga heimsókn í Suður-Víetnam, og kom þaðan beint á fundinn í Honolulu, og Weeler, yfirmaður herráðs Bandaríkjanna, sem var með Clifford £ ferðinni. Staðan £ Vietnammálinu virðist, er fundur þessi er haldinn vera þessi £ stórum dráttum: Viðræður Bandaríkjamanna og Norður-Víetnamstjórnar £ París, sem staðið hafa £ rúma tvo mánuði, hafa engan árang- ur borið til þessa, og ekki er talið líklegt að árangur náist fyrr en £ fyrsta lagi eftir að flokksþing stjórnmálaflokk- anna £ Bandaríkjunum hafa verið haldin £ ágústmánuði. Bandaríkjamenn búast við þriðju stórárásinni á Saigon höfuðborg Suður-V£etnam, hvaða dag sem er, og hafa gert geysivfðtækar varúðarráð- stafanir. Eru m.a. um 70.000 hermenn umhverfis Saigon- borg, £ tveimur varnarhring- um, og auk þess heill floti af þyrlum og sprengiþotum. Jafn- framt búast Bandaríkjamenn við, að þessi árás þjóðfrelsis- fylkingarinnar og Norður-Víet nama á Saigon sé einn liður £ samræmdum árásum á her- sfcöðvar og þéttbýla staði víð- ar £ Suður-Vfetnam, £ lfkingu við Tet-sóknina £ febrúar s.l., en £ smærri mæli. Thieu, for- seti, telur, að væntanleg árás á Saigon sé sfðasta sóknarlota andstæðinganna, en það má telja vafasamt. Vaxandi ótta gætir innan stjórnarinnar £ Saigon um, að Bandaríkjamenn kunni að semja um frið £ Vietnam þann ig, að mynduð verði samsteypu stjórn, er þjóðfrelsisfylkingin hafi aðild að. Mun Thieu leita eftir staðfestingu á því hjá Johnson, að slíkri stjórn verði Framhald á bls. 15. Brosandi í miðri baráttunni, f. v. Svaboda, forseti Tékkóslóvakíu, Yakubovsky, yfirmaður, herafla Var. sjárbandalagsins, og Alexander Dubcek, leiðtogi hinnar nýju stjórnar í Tékkóslóvakíu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.