Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 20. júlí 1968.
TIMINN
tmmm
r
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURtNN
Framkvæmdastiórl: Kristján Benedtktsson Ritstjórar: Þórarlnn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastraeti 7 Af-
greiðslusími: 12323 Auglýsingasími- 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán innanlands — t
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f.
99
Hláleg“ ríkisstjóm
Aðalmálgögn ríkisstjórnarinnar, Alþýðublaðið og
Morgunblaðið, minnast tíu ára afmælis núverandi stjórn-
arsamstarfs í forystugreinum í gær, en þó hvort með
sínum hætti. Þegar Mbl. hugsar um þetta samstarf,
verður ritstjórunum orðið „hlálegt“ nærtækust lýsing
á þvi heimilishaldi eins og nú stendur, og gefa því
leiðara sínum það nafn. Er þar lýst síðustu táknum á
stjórnarhimninum og andar heldur köldu til samstarfs-
flokksins .Afmælisskapið er ekki sem bezt. Þetta, sem
Mbl. finnst fram úr hófi „hlálegt“ á þessu afmæli, er
för Gylfa viðskiptamálaráðherra austur til Moskvu að
semja þar um jafnkeypisviðskipti við Rússa. Telur Mbl.
för þessa hina verstu sneypu og fullkomin fjörráð við
„viðreisnina“, en aðall hennar var sem kunnugt er það,
sem Mbl. kallar fullkomið viðskiptafrelsi.
Og nú þegar „viðreisnin“ og viðskiptafrelsi hennar
hefur blómstrað í landinu í áratug, finnst Mbl. það „að
vonum hlálegt, að viðskiptamálaráðherra okkar og ráðu-
neytisstjóri í viðskiptamálaráðuneytinu skyldu telja sig
knúða til þess að óska eftir því við stjórnarvöld Rússa,
að þeir hyrfu frá fyrirætlunum sínum um frjáls við-
skipti milli íslands og Rússlands og héldu áfram við-
skiptum sínum á vöruskiptagrundvelli“, eins og Mbl. orð-
ar það í leiðara sínum í gær. Er nú ekki von, að Mbl.
sé sárreitt og hneykslað? Af frásögn þessari er helzt að
skilja, að Gylfi viðskiptamálráðherra hafi flogið til Rússa
á laun og varazt að segja Bjarna frá ferð eða erindi og
í raun og veru rekið rýting 1 bak „viðreisnarinnar“ með
þessu athæfi. Og Mbl. segir ennfremur: „Nú hafa Rússar
því miður mjög sterka samningsaðstöðu vegna þess veik-
leika okkar að neita frjálsum viðskiptum“. Þannig hefur
Gylfi hreinlega ofurselt Rússum sjálfa „viðreisnina“ á
bak við Bjarna. Það má heita karlmennska af Mbl. að
hafa ekki sterkari orð en „hlálegt“ um slík vátíðindi.
En hvernig má slíkt bera til, að litli flokkurinn í
ríkisstjórninni er alit 1 einu orðin svona sjálfstýrður?
Er Bjarni húsbóndi gersamlega búinn að missa ráðin?
Alþýðublaðið er hins vegar í meira afmælisskapi
í gær, er það metur og vegur tíu ára íhaldsferil sinn.
Það einblínir bara á „góðu málin“ sín og lokar augunum
fyrir hinu. Stjórnarsamstarfið hefur verið harla gott
í þess augum og miklu betra heimilislíf en í vinstri
stjórninni, segir það.
„Mörg mikilvæg stefnumál Alþýðuflokksins hafa náð
fram að ganga á þeim nær tíu árum, sem samstarf flokk
anna hefur staðið. Ber hæst stórfellda eflingu almanna-
trygginganna . . . Einnig má nefna mikið átak í húsnæðis-
málum, þar á meðal endurbætur á verkamannabústaða-
kerfinu, stórfellda uppbyggingu afvinnuveganna og
miklar endurbætur í menntamálum“.
Alþýðublaðið er heldur óheppið í þessari upptaln-
ingu sinni. Staðreyndirnar sem hver maður hefur fyrir
augum, eru þær, að almannatryggingarnar hafa stórlega
dregizt aftur úr nágrannalöndum á síðustu tíu árum,
eins og Björgvin Guðmundsson lýsti glögglegast fjTÍr
kosningarnar 1 vor. Húsnæðismálin eru í mesta ólestri
sem sögur fara af hér á landi, og byggingakostnaðurinn
aldrei vaxið eins hrikalega. Atvinnufyrirtæki hafa strá-
fallið svo að annað eins afhroð er ekki til í íslandssög-
unni, og atvinnuástandið og afkoma atvinnuveganna nú
bágara en nokkru sinni síðan í heimskreppunni. í mennta-
málum er ástandið nú þannig, að þar er allt að springa.
Þetta eru nú afmælislummur Alþýðublaðsins. Þá er
betra að taka undir með Mbl. og segja „hlálegt“.
DAVID S. BRODER:
KOMA VERÐORIVEG FYRÍR AÐ
WALLACE RAOIVALIFORSETANS
Hann hyggur á samninga um að láta kjörmenn sína kjósa þann fram
bjóðandann, sem fáanlegur er að ganga til móts við stefnu hans
GRAY Orfield prófessor hef
ur stungið upp á því, að stóru
flokkarnir gangi frá samkomu
lagi fyrir kosningar til tfygg-
ingar því, að kjósendurnir í
landinu kjósi næsta forseta
Bandaríkjanna í raun og sann
leika, en val hans fari ekki eft
ir dutlungum George Wallace.
Þessi tillaga Orfields á fylli-
lega skilið að hún sé tekin til
alvarlegrar athugunar.
Orfield er aðstoðar-prófess-
or í stjórnfræði við háskólann
í Virgina. Þær ályktanir hans,
sem höfundur þessarar grein-
ar er sammála, eru á þessa
leið:
EKKI verður framhjá þeim
möguleika gengið, að verði
kosningabaráttan hörð og jöfn
getur auðveldlega svo farið, að
Wallace hljóti það marga kjör
menn, að hann fái því áork-
að, að hvorki frambjóðandi
Demokrata né Republikana
hljóti fylgi hinna tilskyldu 270
kjörmanna. Gætnir stjórn-
málamenn í báðum flokkum
hafa látið í ljós við mig það
álit, að eins og sakir standa
séu allt eins miklar likur til,
að atkvæði kjörmanna skiptist
of jafnt til þess að unnt verði
að velja forsetaefni.
„SAMNINGARNIR“, sem
Wallace segist muni reyna að
ná ef svona fari, eru í eðli
sínu óviðunandi. (Atkvæði
kjörmanna hans yrðu greidd
þeim frambjóðanda, sem
lengst gengi til móts við
stefnu hans í kynþáttamálum
og mótun lögregluríkis). Ef
að þessu ráði yrði horfið hlyti
það að verka sem olía á eld
kynþáttaóeirða og borgara-
lega uppþota í landinu og sá
forseti, sem að völdum settist
í Hvíta húsinu fyrir tilstilli
slíkra samninga, ætti mjög erf-
itt um vik sem leiðtogi, hvort
heldur væri 1 innanlands mál-
um eða á alþjóða vettvangi.
TÍMINN er orðinn of naum
ur til þess að takast megi að
gera megi lagalegar ráðstafan
ir, sem að haldi geta komið.
(Æskilegum umbótum á kjör-
mannakerfinu eða afnámi þess
er ekki unnt að koma í gegn
um þingið og fá staðfestingu
löggjafarsamkoma fvlkjanna
fyrir kosningar í haust). Sjálf-
viljugt samkomulag stóru
flokkanna er »því eina lausnin
ef koma á í veg fyrir að á-
form Wallace heppnist.
ORFIELD prófessor hefur
lagt bað meira að mörkum en
aðrir ' þessu efni, að hann hef
ur ekki látið sér nægja að núa
hendur sínar, heldur lagt fram
skynsamlegar tillögur um
framkvæmanlega lausn. Kjarn
inn í tillögum hans er í því
fólginn. „að Dáðir stóru flokk-
arnir komi sér fyrirfram sam-
an um. að reynist hÍD venju-
lega leið ekki hrökkva til að
fá kjörinn frambjóðanda skuli
þeir sjá til þess, að sá fram-
George WaMace
bjóðandi, sem hefur mest al-
mennt fylgi að baki sér, hljóti
nægilegan stuðning í fulltrúa-
deild þingsins“
Skilji ég Orfield prófessor
rétt kæmi því aðeins til kasta
þessa samkomulags að enginn
frambjóðandi hlyti meirihluta
kjörmanna og fulltrúadeild
þingsins gæti heldur ekki skor
ið úr um val þeirra vegna
þess, að jöfn skipting þar
kæmi í veg fyrir, að annar
hvor flokkurinn hlyti fylgi 26
fylkisfulltrúa, sem þarf til lög
mæts kjörs.
ÉG lít dálítið öðru vísi á en
Orfield prófessor. Eg held, að
eigi samkomulagið að koma að
fullum notum. verði það að
vera á þann veg, að hljóti
enginn frambjóðandi meiri-
hluta kjörmanna kjósi full-
trúadeild þingsins undan-
bi-agðalaust þann frambjóð-
anda, sem mest almennt fylgi
hefur á bak við sig, hver svo'
sem skipting flokkanna er í
deildinni. Þessi aðferð full-
nægði öllum eðlilegum og rétt
mætum lýðræðiskröfum og
gæfi öruggasta tryggingu fyrir
þv£, að hvorugur flokkurinn
freistaðist til bess að semja við
Wallace.
Að mínu viti væri auðveld-
ast að koma slíku samkomu-
lagi á með þvi að byrja á að
biðja frambióðendur stóru
flokkanna við forsetakosning-
arnar að heita því, að leggja
að flokksbræðrum sínum í full
trúadeild þingsins að ljá béim
frambióðanda atkvæði sitt.
sem almennt fylgi hefði á bak
við sig, ef nægilegt fylgi kjör-
manna reyndist ekki fáanlegt.
Síðan ætti að fara fram á
við báða flokkana, að þeir
vinni sama heit á flokksþing-
inu eða í álvktun, sem sam-
þykkt sé þar Heit flokkanna
hvors um sig á að hafa í sér
fólgna þá tryggingu, að fram-
bjóðandi hans semji ekki við
Wallace um fylgi kjörmanna,
og fylgismenn flokksins í full-
trúadeild þingsins láti flokks-
fylgið lönd og leið, ef til
þeirra kasta kemur, og kjósi
þann frambjóðanda, sem flest-
ir kjósendur hafa fylgt sér um.
Að lokum mætti biðja fram-
bjóðendur til fulltrúadeildar í
hverju kjördæmi að heita því,
að þeir skuli láta flokksholl-
ustu sína lúta í lægra haldi fyr-
ir hinu almenna fylgi fram-
bjóðenda, ef málið komi til
kasta fulltrúadeildarinnar.
EF svo færi að hlutaðeig-
endur viku sér undan að vinna
slíkt heit, — hvort heldur væru
frambjóðendur við forseta-
kosningarnar, flokksþingin
eða frambjóðendur till full-
trúadeildar, — ætti það að
verða og yrði tvímælalaust að
mínu áliti að baráttumáli í
kosningunum. En ég tel litla
hættu á, að neitað yrði að
vinna þessi heit.
í fyrsta iagi rændi þetta
ekki Wallace beim rétti, að
bjóða sig fram sem forseta-
efni, en kæmi hins vegar í veg
fyrir. að honum yrði að þeirri
von sinni. að nota minnihluta
fylgi sitt til bess jS ráða úr-
Framhaio á bis 15.