Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. júlí 1968.
VETTVANGUR
TÍMINN
ÆSKUNNAR
7
ERU TIMAMOT I ADSIGi?
Nokkur rök hníga að því, að
benda megi á timamót í sögu ís-
lendinga á síðari áratugum með
tiltölulega reglulegu millibili.
Tímamót þessi verða einkum í
hugsunarhætti, lífsviðhorfum og
afstöðu til umheimsins, en geta
einnig haft áhrif varðandi verk-
lega menningu. Þessi tímamót, ef
svo má til orða taka, hafa að því
er mér helzt virðist, orðið á um
það bil 30 ára fresti. Við nánari
athugun kemur það ekki á óvart,
því að 30 ár eru einmitt meðal-
starfsldur einnar kynslóðar, eða
með öðrum orðum: Hér er um
eins bonar kynslóðaskipti að
ræða.
Sagnfræðileg kerfi eru að vísu
jafnan mjög umdeilanleg og erfitt
eða ómögulegt að setja þau fram
að margir geti verið á eitt sáttir.
Svo er tvímælalaust einnig að því
er þetta varðar, en þó mun ég
nú gera tilraun til að styðja mál
mitt nokkrum rökum.
Fyrstu tímamótin, sem hér
verða tekin til umræðu, verða á
árunum kringum 1880. Það ár er
Möðruvallaskóli stofnaður og bún
aðarskólinn í Ólafsdal. Tveimur ár
um síðar varð Flensborgarskóli
gagnfræðaskóli, og fyrstu kvenna
skólarnir . risu einnig upp nálægt
1880. Lög um barnafræðslu voru
sett 1880. Læknaskólinn var stofn
aður 1876. í verzlunarmálum má
einkum nefna stofnun Kaupfélags
Þingeyinga 1882, og sama ár kom
alveg ný bókmenntastefna, raun-
sæisstefnan, fram á sjónarsviðið
með iímaritinu Verðandi. Vestur-
heimsferðirnar standa sem hæst,
þótt raunar verði dálítið hlé á
þeim rétt eftir 1880, áður en
seinni aðalalda þeirra reis. Þær
falla ekki beint inn í tímamóta-
skilgreininguna, enda stóðu þær
svo lengi yfir. Af því, sem talið
hefur verið, er Ijós't ,að um þetta
leyti er nokkur hræring varðandi
nýjungar og vakningu á ýmsum
sviðum þjóðlífsins, og er raunar
hugsanlegt, að sumpart sé um
mótleik gegn Vesturheimsferðun-
um að ræða, en einnig hafa menn
talað um áhrif frá þjóðhátíðarár-
inu 1874.
Næstu tímamót mætti miða við
Uppkastsárið 1908. Aldrei hafa
orðið stórkostlegri breytingar á
þingfylgi í einum alþingiskosning
um hérlendis, að því er talið hef-
ur verið. Sama ár er Kennara-
skólinn stofnaður, en Iláskóli ís-
lands 1911. Lög um fræðsluskyldu
barna eru frá 1907, en árið áður
kom síminn til landsins. Tæknin
er sem sagt að hefja innreið sína.
um þetta leyti. í verzluninni urðu
stórstígar framfarir um og eftir
þennan tíma. Kaupfélag Eyfirð-
inga reið á vaðið með nýtt skipu-
lag fyrst kaupfélaganna, og SÍS
er að taka til starfa. Og 1914
var svo Eimskipafélagið stofnað.
Sér í lagi er rétt að nefna ung-
mennafélagshreyfinguna, sem ein
mitt um þetta leyti er að hefjast
til vegs og virðingar. Má ótvírætt
telja, að fyrir tilverknað ung-
mennafélagsfrömuðanna hafi
hugsunarháttur fólks almennt og
félagsþi’oski tckið miklum stakka-
skiptum.
Sú kynslóð, sem oft er nefnd
aldamótakynslóðin, sýndi klærnar
í kosniugunum um Uppkastið 1908
og á næstu árum tók þessi sama
kynslóð völdin í flestum félags-
málahreyfingum landsins, sem
raunar voru yfirleitt tiltölulega
nýjar af nálinni.
Næstu tímamót í íslenzku þjóð-
lífi er rétt að miða við árið 1940.
Þá fannst íslendingum í fyrsta
skipti, að þeir væru staddir í mið-
depli veraldarinnar. Brezki her-
inn steig á land og hin raunveru-
lega tækniöld teygði sig þar með
til íslands. Þessi tímamót eru
sennilega gleggri en hin tvenn,
sem vikið er að hér að framan,
vegna þeirra áhrifa, sem stríðið
hafði á líf þjóðarinnar í einni
svipan. Breytingin í hugsunar-
hætti og lífsviðhorfum, svo og
verkmenningu, verður feykileg á
tiltölulega stuttum tíma.
Hér segir liklega einhver, að
allt þetta hafi verið stríðinu að
kenna. Um það er auðvitað harla
erfitt að segja með vissu, en ým-
islegt bendir þó til þess, að rétt
fyrir 1940 hafi orðið vart ákveð-
inna nýmæla hér, sem hefðu haft
töluverðar afleiðingar hvort sem
stríðið hefði dunið yfir eða ekki.
Islendingar sýndu kannski í
fyrsta skipti að þeir teldu sig
einhvei’s megnuga gagnvart stór-
þjóðunum þegar Ilermann Jónas-
son neitaði Lufthansa um lend-
ingarleyfi hér fyrir flugvélar sín-
ar. Og í kosningunum 1937 og
1942 urðu tiltölulega meiri breyt-
ingar á flokkafylginu en oft
endranær: Framsóknarflokkur-
inn komst yfir klofninginn frá
1934 og Sósíalistaflokknum vex
mjög fiskur um hrygg. Vafalaust
Sambandsþing SUF
Ákveðið Hefur verið, að 12. sambandsþing SUF hefjist að Laug
arvatni föstudaginn 23. ágúst n. k. kl. 20.00. Þingið mun einnig
standa laugardag oð sunnudag, og því lýkur með sérstakri afmælis-
hátfð vegna 30 ára afmætis SUF.
Formönnum einstakra sambandsfélaga verða næstu daga send
frekari fundarboð ásamt drögum að dagskrá þingsins.
Stjórn SUF.
y -..S... V,?. .......
HALDIO
AF 3DA«A
ssy esuiviwt
i/.trf-,
Ungir Framsóknarmenn
Munið afmælishappdrætti SUF
Samband ungra Framsóknarmanna heitir á ykkur á þessum tímamótum í sögu samtak-
anna að stuðla að áframhaldandi öflugu starfi SUF með því að kaupa miða í happ-
drættinu. — Vinningar eru fjórtán ferðalög. — Dregið verður 10. ágúst. — Umbcðs-
menn eru um allt land. Hafið samband við stjórn Félags ungra Framsóknarmanna á
hverjum stað og kaupið miða. *
STJÓRN SUF.
mætti fleira tína til, en meðan
ekki er lengra umliðið, er vanda-
samt að fjalla um þessi tímamót.
Þau eru engu að síður mjög á-
þreifanleg staðreynd.
Og senn kemur að 30 ára af-
mæli þessara tímamóta. Það er
óneitanlega dálítið táknrænt, að á
60 ára afmæli Uppkastsins frá
1908 skuli aftur vinnast feykilega
stór og óvæntur kosningasigur
hérlendis. Skyldu nú úrslit for-
sctakjörsins, boða ný kynslóða-
skipti? Sú kynslóð sem fæddist á
stríðsárunum og eftir þau og kaus
að langmestu leyti Kristján Eld-
járn í sumar er iangfjölmennasta
kynslóð á íslandi til þessa. Því
kann svo að fara, að uppreisn
hennar verði bæði umfangsmikil
og að ýmsu leyti róttæk.
Það er nefnilega þekkt lögmál,
að ný kynslóð á hverjum tíma hef
ur tilhneigingu til að gerg upp-
reisn gegn þeirri næstu á undan.
Um leið kann unga kynslóðin að
fara talsvert nærri kynslóð afa
sinna, sem feður þeirra gerðu upp
JOHNS-MANVILLE
Glerullareinangrun
Fleiri og fleiri nota Johns-
ManviUe gleruLlarelnangrun-
ma með álpappanuxn.
Enda eítt oezta einangrunar-
efnið og jafnframt bað
langódýrasta -
Þót greiðið áUka fyrtr 4“
J-M glerull og 2Vt frauð-
plasteinangrun og fáið auk
þess álpapptr með!
Senduro um tand aUt —
afnvel flugfragt borgar stg.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 — Slmi 10600
Akureyrl: Glerárgötu 26.
Sím) 21344.
ÖKUMENN!
Láfið sfilla i fíma.
Hjólasfillingar
Mótorsfillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þ’’iusta.
BÍLASKOÐUN
& STILLING
Skúlagötu 32
Simi 13-100
reisn gegn á sínum tíma. Um
þetta er að vísu einkar hættulagt
og erfitt að setja fram ákveðna
spádóma á hyerjum tíma. ekki
sízt nú á öld hraðans.
Þessi tímamótakenning styðst
ef til vill við hæpin rök að ýmsu
leyti, hað verðui að viðurkenn-
ast. Samt þarf hún ekki að vera
út í bláinn, enda rökin fyrir
henni býsna sterk, eins og hér
hefur verið sýnt fram á. Og for-
setakosningarnar sýndu svart á
hvítu, að gömlu stjórnmálamenn-
irriir þurfa ekki að hafa þau völd
yfir hugum unga fólksins, sem
þeir vilja hafa.
TRULOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla
Sendum gegn póstkröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12.
HÆSTARÉTTARLÖCHAÐUR
AUSTURSTRÆTI 6 ÍÍMI 15354
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 6
Slmi 18783.
RAFGEYMAR
ENSKIR
— úrvals tegund
LONDON — BATTERY
fyrirliggjandi. Gott verð
Lárus Ingimarsson, heildv.
Vitastíg 8 a. Sími 16205.
DÖMUR ATHUGIÐ
Sauma, sníð, þræði og máta
kjóla. Upplýsingar að Báru j
götu 37, kjallara, I síma i
81967.