Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 2
2 TIMINN LAUGARDAGUR 20. júlí 1968. Bæjarfðgeti í Neskaupstað Að tillögu dómsmálaráðiherra, hefur forseti íslands hinn 4. þ.m. veitt Sigurði Egilssyni, héraðs- dómslögmanni, bæjarfógetaem- bættið í Neskaupstað frá 15. ág. n.k. að telja. M hefur forseti íslands hinn Framhald a bls. 14 Moskva herðir taugastríð Bresnév óskar eftir fundi NTB-Prag og Moskvu, föstudag. ir Moskvublaðið Pravda sagði frá því í dag, að fundizt hefðu ame- rískar vopnabirgðir í Tékkósló- vakíu, skammt frá landamærum Vestur-Þýzkalands, og væru vopn in ætluð uppreisnaröflum í land- inu. Blaðið hefur þessar upplýs- ingar eftir blaðamönnum í Prag. f annarri grein sagði Pravda, að sovézk yfirvöld hefðu nú und ir höndum leynilega ráðagerð Bandaríkjamanna um hugmynda- fræðiiegan áróðursrekstur í aust an-tjalds löndum, einkum Austur Hluti af tolðröSinni hjá Fosskraft £ gær, þegar auglýst var eftir hand löngurum, (Tímamynd GH) Tugir manna sækja nú um hvert starf sem losnar KJ—Reykjavík, föstudag. Atvinnuleysi hefur mikið gert vart við sig í sumar, og kemur það einkum fram í því að ungling ar, sem stunda skólanám hafa ekki fengið vinnu eða þá lélegri vinnu en á undanförnum árum. Þegar auglýst er eftir vinnu, koma tugir umsækjenda, eins og t. d. í dag hjá Fosskraft. Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun, þar sem bent er á, hve alvarlegt þetta atvinnuleysi er fyrir þjóðarheildina. í dag var auglýst eftir nokkr um handlöngurum til starfa hjá Fosskraft í Búrfelli. Á þeim tíma sem væntanlegir umsækjendur áttu að mæta, voru samankomnir við ráðningarskrifstofu Fosskraft 50—60 menn, en aðeins fáir voru ráðnir. Lýsir þetta betur en margt annað ástandinu í atvinnu málum. í þessum hóp voru bæði skólapiltar og verkamenn. Ályktunin, sem Dagsbrún gerði um atvinnumálin fer í heild hér á eftir: „Fundur í trúnaðarráði Verka mannafélagsins Dagsbrúnar, hald SÍLD ÚR NORÐURHAFI LANDAÐ í REYKJAVÍK OÓ — Reykjavík, föstudag Sfldarflutningaiskipið Sildin kom síðdegis í dag til Reykja víkúr með fullfermi, 3100 lest- ir. Var þetta fyrsta ferð skips- ins mcð sfldarfarm á þessari vertíð. Fyrsta síldarflutninga skipið sem losaði í ár, er Haf- örninn, sem landaði á Siglu- firði. Er Haförninn nú aftur á leið á miðin suður af Svalbarða og kemur þangað síðdegis á morgun. Guðni Jónsson, skipstjóri á Síldinni, sagði Tímanum í dag, að túrinn hafi tekið þrettán daga. Á miðin er fimm daga sigling frá Reykjavik. Síldin beið einn dag á miðunum eftir þvi að Haförninn fengi ful'l fermi og tvo dagia tók að ferma skipið. Þennan farm tók flutn- ingaskipið úr um 20 sildveiði- skipum. Voru veiðiskipin þá dreifð um 20 fermíbia svæði, en misjafnt er, hve fíotinn dreif- ist við síldveiðarnar í Norður hafi. Veður var ágætt á miðun- um þegar síldintví var umskipað og gekk vfci að ferma Sildina. Guðni sagði, að mikil síld virtist vera á Jjessum slóðum, en hún'væri stygg og erfitt að ná henni. Hefur síldin verið á hreyfingu í suðurátt undanfar- ið. Á þessum slóðum er fjöldi rússneskra síldveiðiskipa og mörg móðurskip, sem síldin er söltuð um borð í. Einnig er þarna talsvert af norskum skip um, veiðiskipum og móðurskip um. I Flutningaskipið Síldin er í Framhald á bls' 15 inn 18. júlí 1968, ályktar eftirfar andi: Um nokkurn tíma hefur verúleg ur samdráttur verið í íslenzku at- vinnulífi og fjárhagskreppa. Af þessum sökum varð hér tilfinnan legt atvinnuleysi á s. 1. vetri, í fyrsta sinn um fjölda ára, og nú í miðjum júlímánuði, er fjöldi skólafólks, sem enga sumarvinnu hefur fengið, og nokkuð ber einnig á atvinnuleysi meðal almenns verkafólks. Slíkt ástand hefur ver ið óþekkt á þessum árstíma hér um slóðir í áratugi. Fundurinn tel ur alvarlega hættu á, að ungling ar frá efnaminni heimilum verði að hætta námi, ef þeir fá ekki atvinnu yfir sjumarmánuðina, en þá blasir við su geigvænlega þró un þessara mála, að framhalds menntun verði forréttindi efna meiri stétta þjóðfélagsins. Eins og nú horfir í atvinnu- og efnahagsmálum, er ekld annað sýnna en að alvarlegt atvinnuleysi Framhaid á bis 15 Verið að landa úr Síldinni Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. (Tímamynd Gunnar) Þýzkalandi og Tékkóslóvakíu. I ráðagerð þessari fælist einnig á- form um innrás í Tékköslóvakíu. ★ Á fundi miðstjómar tékkneska kommúnistaflokksins í dag ríkti algjör samstaða um stjórnarstefnu hinna nýju leiðtoga. Fundurinn stóð í rúma fjóra tíma og allir hinir 27 ræðumenn lýstu yfir stuðningi sínum við Dubcek, en fyrir fundinn þótti víst að nokkr ar óánægjuraddir myndu heyrast. ★ Stjórn sovézka kommúnista- flokksins sendi forsætisnefnd tékkneska flokksins bréf í dag, að þar sem lagt er til að flokks- Ieiðtogamir, þeir Leonid Bresnev og Alexander Dubcek, komi sam- an til viðræðna í Moskvu, Kiev eða smábænum Lvov„ sem er á landamærum ríkjanna, ekki seinna en 22.—23. júlí Sagt er í Moskvu, að tilmæli þessi eigi sér ekki fordæmi í sögu komm- únistaríkjanna. í bréfinu kemur fram, að Sovétleiðtogamir vilji ekki halda fundinn á tékknesku umráðasvæði. Ekki hefur enn borizt svar frá tékkneskum ráða- mönnum. ★ Af hálfu^ ameríska utanríkis- ráðuneytisins var fullyrðingum Pravda um ameríska íhlutun í Tékkóslóvakíu lýst sem „uppspuna frá róturn". Einnig lýsti talsmað- ur NATO í Brussel því yfir, að það væri hrein fjarsæða að NATO hefði veitt neðanjarðarhreyfingu í Tékkóslóvakíu aðstoð, eins og Pravda fullyrðir í dag. FULLYRÐINGAR PRAVDA Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Moskvublaðið Pravda, fullyrti í dag, að tékkneska örygg isþjónustan hefði fundið miklar vopnabirgðir í Tékkóslóvakíu, mitt á milli bæjanna Heb og Karlovy Vary ekki langt frá landa mœrum Vestur-Þýzkalands. Vopn- in eru amerísk að gerð, og hefur að sögn Pravda, verið smyglað inn í landið frá Vestur-Þýzka- landi, ætluð upperisnaröflunum í Tékkóslóvakíu. Pravda hefur þetta eftir heimildum sovézkra blaðamanna í Prag, en þeir byggja fregnir þessar af frásögnum sjón arvotta í héraðinu,' þar sem vopn- in eiga að hafa fundizt. Pravda hefur það eftir tékk- neskum örygglsþjónustumanni, að vopnin séu hentuig fyrir smœrri uppreisnarhópa. f annarri grein sagði Pravda frá því, að sovézk yfirvöld hefðu undir höndum leynilega ameríska ráðagerð, þar sem gert er ráð fyrir auknum amerískum áhrifum og stuðningi við uppreisnaröfl í austan-tjaldslöndunum, einkum Tékkóslóvakíu og Austur-Þýzka- landi. í ráðagerð þessari er geng ið út frá þvi vísu, að meirihluti tékknesku þjóðarinnar muni vera mótsnúinn árás af hálfu Vestur- veldanna, en viss hluti íbúamna myndi láta hana afskiptalausa og jafnvel hafa samúð með Vestur- veldunum. Einnig kemur fram í ráðagerðinni að njósnarar CIA reyni nú að komast að raun um, hvað uppreismaröflin í Tékkó- slóvakíu hafi komdð sér vel fyrir í öryggisþjónustu, gagnnjósna- deild hersins og öðrum slíkum stofnunum í Tékkóslóvakíu. Þessar tvær athyglisverðu full- yrðingar Pravda munu eiga að renna stoðum undir þá staðhæf- ingu sovézkra leiðtoga, að heims Framnaio a bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.