Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.07.1968, Blaðsíða 6
f 6 ÚTBOD Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum í frágang lóða við 23 einbýlishús í Breiðholtshverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B., Lág- múla 9, frá bl. 9,00 miðvikudaginn 24. þ.m. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 29. júlí kl. 10,00. Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar. ÚTBOD Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum í málningu utanhúss á steinflötum sex fjölbýlishúsa í Breiðholti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B., Lág- múla 9, frá kl. 9,00 miðvikudaginn 24. þ.m. gegn 1000 kr. skilatryggingu. f Tilboð verða opnuð á sama stáð þriðjudaginn 6. ágúst M. 10,00 f.h. Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar. Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, verður hald- inn í Sigtúni, fimmtudaginn 8. ágúst 1968, kl. 10 f.h. DAGSKRÁ: 1. Formaður stjórnar setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfa- néfndar. 3. Skýrsla stjórnarinnar fyrir árið 1967. 4. Reikningar Sölusambandsins fyrir árið 1967. 5. Önnur mál. 6. Kosning stjórnar og endurskoðenda. Kðpavogsbúar! Sumardvalarheimilið í Lækjarbotntim verður til sýnis fyrir almenning næstkomandi sunnudag 21. júlí frá kl. 3—10. Bílferð verður frá félags- heimilinu kl. 3. Kaffiveitingar. Ágóðinn rennur til sumardvalarheimilisins. Verzlunarhúsnæði 80 ferm. til leigu að Ármúla 7. S M Y R I L L, Ármúla 7. Sími 12260. TÍMINN LAUGARDAGUR 20. jálí 196*. Landsmót lúðrasveita á Siglufirði Dagana 20.—30. júní s.l. var 6. landsmót SÍL haldið á Siglufirði, og sóttu mótið 11 lúðrasveitir. Flestar lúðrasveitirnar komu til Siglufjarðar á föstudagskvöld. Á laugardagsmorgun var hald- in samæfing allra sveitanna í stóru mjölskemmu S.R. og hefur samæfing aldrei verið haldin áð- ur í svo stóru húsi. Kl. 14 setti formaður SÍL, Stíg- ur Herlufsen, landsmótið ,við barnaskólann en strax á eftir tók kynnir mótsins Júlíus Júlíusson við stjórn í stað Jóns Múla Árna- sonar, sem af óviðráðanlegum á- stæðum gat ekki komið eins og ráðgert hafði verið. Lúðrasveit Siglufjarðar lék þá eitt lag: í þriðja veldi, eftir stjórnandann, Geirharð Schmidt Valtýsson. Þá hófst leikur lúðrasveitanna og léku þær í þessari röð: Lúðra- sveit Akureyrar, stjórnandi Jan Kisa. Lúðrasveit Vestmannaeyja, stjórnandi Martin Hunger. Lúðra- sveit verkalýðsins, Reykjavík, stjórnandi Ólafur Kristjánsson. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, stjórn andi Hans Ploder Franzson. Lúðra sveitin Svanur, Reykjavík, stjórn andi Jón Sigurðsson. Lúðrasveit Sandgerðis og Lúðrasveit Kefla- víkur, sem léku saman, stjórn- andi Lárus Sveinsson. Lúðrasveit Húsavíkur, stjórnandi Reynir Jónasson. Lúðrasveit Selfoss, stjórnandi Ásgeir Sigurðsson. Lúðrasveit Neskaupstaðar, stjórn andi Haraldur Guðmundsson, og að lokum léku allar lúðrasveiþrn ar saman nokkur lög undir stjjórn Geirh. Schm. Valtýssonar, Jan Kisa, Jóns Sigurðssonar og Karls O. Runólfsonar. Alls munu um 200 menn hafa skipað þessa Lúðrasveit íslands 1968. Um kvöldið voru allir lúðra- sveitarmenn og fylgdarlið þeirra í boði Lúðrasveitar Siglufjarðar á músikskemmtun, sem lúðra- sveitin hélt í Nýja bíói. Þessi skemmtun vakti mikla hrifningu, enda gafst þarna á að hlýða ágæt sýnishorn af því, sem siglfirzkt músíkáhugafólk er að fást við, og auk þess var sviðs- búnaður sérstæður og skemmtileg lúðrasveitinni léku á trompetana þeir Geirh. Schmidt Valtýsson, Hlynur Óskarsson og Sigurður Hlöðversson. Þá höfðu þeir Júlíus Júlíusson, Jónas Tryggvason og Baldvin Júl- íusson miklum hlutverkum að gegna í þessari skemmtun og leystu þau af hendi með sóma og prýði. Hugmyndir að efni og sviðs- mynd áttu þeir Hafliði Guðmunds- son og Geirharður Valtýsson, og sá Hafliði einnig um málningu sviðstjaldsins. Skemmtun þessi heppnaðist mjög vel og réði þar mestu um ágæt samstarfsgleði alls hins mikla fjölda, sem að skemmtiatr- iðum stóð og biður Lúðrasveit Siglufjarðar fyrir kærar þakkir til þeirra allra. Aðalfundur Sambands ísl. lúðra sveita var haldinn á sunnudag. f sambandsstjórn voru kosnir: for maður Reynir Guðnason, Reykja- vík, ritari Jónas Magnússon Sel- fossi og gjaldkeri Ragnar Eðvalds son, Reykjavík. Bæjarstjórn Siglufjarðar bauð þátttakendum til kaffidrykkju að Hótel Höfn eftir hádegi. Þar ávarpaði Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri gestina og síðan fluttu margir ávörp og hamingjuóskir til Siglufjarðarbæjar og þakkir, og einnig var Lúðrasveit Siglufjarð- ar þökkuð skipulagning mótsins og henni færðar skilnaðargjafir. Að síðustu mælti Stígur Herluf sen nokkur ávarpsorð og sagði 6. landsmóti Sambands íslenzkra lúðrasveita slitið. Veðrið var svo gott sem helzt varð á kosið föstudag og laugar- dag, og réði það mestu um hversu yfirbragð mótsins allt varð á- nægjulegt, en á sunnudag var veðri brugðið til austanáttar, kom inn allhvass vindur og fór að rigna upp úr hádeginu. Almannarómur er að þetta hafi verið mjög skemmtilegt og vel- heppnað mót, lúðrasveitirnar fluttu mörg og fjölbreytileg verk- efni af vandvirkni og góðum leik. Formaður Lúðrasveitar Siglu- fjarðar er Hlynur Óskar'sson, tón- listarkennari og í mótsstjórn auk hans voru Einar M. Albertsson og Kristján Sigtryggsson, en fram- kvæmdastjóri mótsstjórnar var Baldvin Júlíuson, rafvirki. / Frímerkimeð Daníel Boone ur. Auk Lúðrasveitar Siglufjarðar komu þarna fram: Karlakórinn Vísir undir stjórn Geirh. Schmidtj Valtýssonar, kvennakór undir stjórn frú Silke Óskarsson, bland- aður kvartett, sem frægur er orð- inn fyrir ágætan söng með Visi og nú síðast af eigin plötu, sem nýlega er komin á markaðinn, — hljómsveitin Gautar, sem _ lands- þekkt er orðin, frú Silke Óskars- son, söngkona, sem naut undir- leiks hljómsveitar og Jóns Heimis Sigurbjörnssonar, flautuleikg.ra, og söngtríó — þrjár ungar . ög efnilegar siglfirzkar stúlkur, Anna Margrét Skarphéðinsdóttir, Elín Gestsdóttir og Guðný Helga Bjarnadóttir í trompetþríleikslagi með 26. september næstkomandi verður gefið út nýtt frímerki í Bandaríkjunum helgað minningu | Bandaríkjamannsins Daniels Boone, hins nafnkunna landnema og veiðimanns. f þessu tilefni verða hátíðahöld þann dag í Frankfort, Kentucky, en þar er þessi frægi landnemi grafinn. Verðgildi merkisins er 6 cent og tilheyrir það seríunni American Folklore Series. Louis Macouillard frá San Francisco teiknaði frímerkið, sem verðúi- í tyeim gulum litum méð rauðu'og, svortu. Á frímerk- i’nu sjást náuðsýnlegustu áhöld Daniels Boone, — riffill, púður- horn og hnífur. Ennfremur indí- ánaöxi, en hún minnir á það, að Daniel Boone var tekinn 1 hóp Shawnee indíána og höfðingi þeirra Svarti fiskur tók hann sér í sonar stað og ættleiddi hann. Bakgrunnurinn er hrjúfur fjalla- vegur, og í hann er rist nafnið „Daniel Boone“ og fæðingarár hans „1734“. Á veggnum hangir plakat, sem á stendur „United States / 6c / Postage“. Verð- gildið er táknað með svörtum lit, að öðru leyti er frímerkið í rauð- um og gulum litum, og litbrigð- um sem fara út í Ijósbrúnt. Daniel Boone varð frægur í Ev- rópu, er kennári einn í Kentucky skrifaði ævisögu hans, sem kom út í París, London og Frankfort, Kentucky. Byron lávarður orti einnig um hann ljóð og fleiri rithöfundum varð hann söguefni. Boone fæddist í Pennsylvaniu og ólst upp í kvekaratrú. Sextán ára gamall flutti hann með fjöl- skyldu sinni til Norður-Carolina og settist að við ána Yadkin. Hann átti í erjum við Indíána og varð mörgum þeirra að bana. Boone fór mjög víða um fáfarnar slóðir þar vestra, og varð þjóð- kunnur veiðimaður. Árið 1769 var hann foringi hóps landnema, sem settust að í Kentucky, fyrst hvítra manna. í þeirra hópi voru einnig kona hans og dóttir. Boone féll tvívegis í hendur Indíánum en slapp heill á húfi í bæði skiptin. Indíánar drápu son hans og bróð- ur, og dóttir hans féll einnig í þeirra hendur en var bjargað. Hann barðist vi orrustunni við Blue Licks, nálægt Lexington, þeg ar Indíánar og frönskumælandi Kanadamenn voru sigraðir að fullu árið 1782. Eftir að friður komst á gerðist Daniel Boone landmælingamaður yfirvald í Fayette héraði og var fulltrúi byggðarlags síns á lög- gjafarbinginu í Richmond Hann var dugmikill leiðtogi Kentucky en auðgaðist lítt sjáifur. Boone dó nálægt St. Charles í Missouri 1820 og var þá þegar orðinn þjóð kunn hetja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.