Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 21. júlí 1968.
<$>
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gísiason. Ritstj.skrlfstofur t Eddu-
húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — 1
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f.
Jónas Jónsson
Jónas Jónsson frá Hriflu var í raun og veru jafnaldri
íslenzks sjálfstæðis og sprottinn af þeim rótum, sem
lifað höfðu varmalaust í vetrarjörð langra alda undir-
okunar og harðræðis erlendra yfirráða. Hann óx sem
sproti á kjarnameiði íslenzkra bændaætta á nýju en
köldu frelsisvori með þjóðinni og var fóstraður af þeirri
menningu, sem teygir rætur sínar um alla íslendinga-
söguna. En hann varð einnig heimsborgari 1 sögu, bók-
menntum og stjórnmálum.
Jónas fæddist í harðæriskreppunni eftir 1880 og óx
upp við vonarbjarmann frá nýfenginni stjómarskrá og
hitann af baráttueldinum, sem Jón Sigurðsson kveikti
og kynti í brjósti þjóðarinnar. Æskuheit hans var það
að vinna íslandi allt er hann mátti og ganga í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar með hugarfari sjálfboðaliðans.
Og nú, þegar Jónas er allur, mun sagan án efa fella
þann dóm, að hann hafi verið áhrifaríkasti og stórbrotn-
asti stjórnmálamaður þjóðarinnar á hinu söguríka tíma-
bili milli sjálfstæðisheimtar og lýðveldisstofnunar. Áhrifa
hans gætti langt út fyrir þrengsta hring stjórnmálanna
á öllum vettvangi þjóðlífsins, því að atgervi hans var
svo vaxið, að af honum mátti gera marga menn, og hefði
hver þeirra verið í fylkingarbrjósti sinnar sveitar.
Hann haslaði sér völl í ungmennafélögunum þegar
á æskuskeiði og varð ritstjóri Skinfaxa og andlegur
leiðtogi hreyfingarinnar rúmlega tvítugur. Skinfaxa-
greinar hans fóru eldi um þjóðina. Hann gerðist afburða
kennari og samdi kennslubækur, sem æska landsins les
enn í dag. Næsti áfangi hans var að fylkja liði framfara-
manna í þjóðmálum og marka línur innlendrar stjórn-
málabaráttu þegar viðhorfin breyttust við endurheimt
sjálfstæðisins. Hann varð helzti hvatamaður að stofnun
Tímans og Framsóknarflokksins, og síðan stórvirkastur,
aðsópsmestur og áhrifaríkastur állra þeirra, er um þjóð-
mál rituðu hér á landi næstu áratugi. Hann varð líf og
sál í baráttu Framsóknarflokksins og svipmestur foringi
hans í þeirri giftumiklu framfarasókn, sem hófst 1927.
Jónas Jónsson var fyrst landskjörinn á þing 1922,
en lengst af var hann þingmaður heimahéraðs síns,
Suður-Þingeyjarsýslu til ársins 1946. Stórvirki hans á
þingmannsferli og stuttu valdaskeiði í ráðherrastóli eiga
sér ekki hliðstæðu í samtíma hans.
Mesta leiðarljós Jónasar Jónssonar í þjóðmálum var
samvinnustefnan, og hann var verkamaður í þeim vín-
garði alla ævi, lengst af sverð hennar og skjöldur, jafnt
baráttumaður dagsins sem hugsjónaleiðtogi. Hann stofn-
aði Samvinnuskólann, mótaði hann og stjórnaði honum
marga áratugi.
Ritsnilld Jónasar Jónassonar var alla tíð með óum-
deildum yfirburðum og vald hans á máli og líkingum
meira en annarra manna. Þann bjarta brand bar hann
alla ævi og beitti honum til síðustu stundar af óbrigðulli
listfengi og heitum skapsmunum. Þekking hans og djúp-
ur skilningur á sögu og bókmenntum og þó öðru fremur
skáldleg hugsun hans voru vængir þess, sem hann skrif-
aði. Þó var hann afkastamestur allra rithöfunda og rit-
verk hans í blöðum og bókum eru vafalítið meiri en
nokkurs annars manns, er á íslenzka tungu hefur ritað.
Við fráfall Jónasar Jónssonar sjá Tíminn og Fram-
sóknarflokkurinn á bak stofnanda sínum og stórbrotnasta
foringja á merkilegu farmfaratímabili. Þjóðin öll kveður
mann, sem verið hefur sterkari áhrifavaldur í lífi henn-
ar, hugsjónum og framsókn, en flestir eða allir aðrir, á
umsvifamestu mótunarárum hins unga þjóðríkis. Slíkum
manni eru allir landsmenn tengdir og finna til um-
skiptanna við fráfall hans.
TÍMINN
KYRIL TIDSMARSH:
Nýja rússneska kvikmyndin „6.
júlí”, hefir boðskap að flytja
Henni er ætlað að sýna almenningi fram á, að enn stafi kommúnistum
sami háski frá óróa og öfgaöflum til vinstri og raun varð á í innbyrðis-
átökunum í Rússlandi árið 1918.
FYRSTU alvarlegu árekstr-
arnir milli „hauka“ og „dúfna“
í Sovétríkjunum urðu í Bols-
hoi-leikhúsinu dagana 5. og 6.
júlí árið 1918. Vinstri-sósíal-
istarnir meðal leiðtoga bylting
árinnar voru 450 að tölu. Þeir
hrópuðu hástöfum: „Enginn
ræðir eða semur við auðvald-
ið.“
Bolshevikarnir voru 868.
1 Lenin svaraði fyrir þeirra
hönd og reyndi eftir megni
að hafa hemil á sér. Hann
sagði, að friðarstefnan ein gæti
gefið Rússlandi tíma til að efla
styrk sinn nægilega meðan
mikilvægustu hópar heimsveld-
issinnanna „ýttu hvorir öðrum
æ nær heljarbarmi.*
Þessar rökræður hafa nú
verið settar á svið að nýju í
kvikmynd, sem ber nafnið „6.
júlí.“ Við gerð myndarinnar
hafa verið natuð fjölmörg
gömul skjöl af hinni mestu
kostgæfni. Ýmislegt af því,
sem ekki þótti æskilegt, hefur
verið fjarlægt. Trotzky er til
dæmis ekki látinn vera við-
staddur.
GERÐ myndarinnar þjónar
ákveðnum tilgangi og er mik-
ilvæg. Með henni er reynt að
leiða almenningi fyrir sjónir,
að rökræðurnar, sem ullu blóð-
ugum innbyrðisátökum meðal
vopnabræðra fyrir 50 árum,
voru í megindráttum sama eðl-
is og deilurnar. sem nú valda
klofningu í kommúnistahreyf-
ingunni í heiminum.
Gagnrýnandi einn, sem rit-
aði í Sovétskaya Kultura, hélt
fram. að margt af því, sem
gerðist í fyrstu viku júlí fyrir
hálfri öld, ætti sér mjög mikil-
væga hliðstæðu á okkar tímum.
Kvikmyndin gerði áhorfendum
miklu auðveldara að skilja það
sem er að gerast. Enn væri
rík ástæða til að minn-
ast fimmta Sovétþingsins, sem
lauk með borgarastyrjöld milli
skoðanahópanna tveggja.
MEGINTILGANGUR kvik-
myndarinnar er að líkja and-
stöðu Lenins gegn afstöðu
„hinna hræðilega vinstrisinn-
uðu sósíalista meðal byltingar-
mannanna" við baráttu núver-
andi leiðtoga í Sovétríkjunum
gegn Peking-mönnum og
vinstriarmi kommúnistaflokk-
anna í Frakklandi og öðrum
vestrænum löndum. Röksemd-
ir byltingarmannanna meðal
sósíalista eru sagðar hafa átt
rætur að rekja til „öfga og
þvermóðsku gegn því að hegða
sér í samræmi við atburðarás-
ina.“ Þær hafi verið í beinni
mótsetningu við „rök Lenins,
sem hafi „með þolinmæði og
af sannfæringarkrafti sýnt
fram á, að vinstri-öfgablaður.
væri sama og sjálfsmorð eins
og á stóð.“
Myndin er að því leyti merki
leg. að hún varpar ljósi á af-
stöðu forustumannanna í Sovét
ríkjunum til bess. sem hefur
stundar í kommúnistaríkjunum.
verið að gerast í Fraklandi
að undanförnu. Ýmsir lesend-
ur Pravda hafa sennilega rek-
ið upp stór augu, þegar þeir
sáu, hvernig flokksmálgagn
Sovétleiðtoganna klappaði á
öxl franska kommúnistaflokks-
ins og hrósaði honum fyrir að
hafa haldið uppi reglu, sem
,væri til fyrirmyndar.“
MÖRGUM mun verða á að
spyrja, hvers vegna frönskum
verkamönnum er hrósað fyrir
að halda uppi reglu þegar upp
reisn geisar gegn „einræðis-
stofnunum" fimmta lýðveldis-
ins? Hvers vegna er bændun-
um hælt fyrir að halda áfram
að sjá borgarbúum fyrir mat-
vælum, þrátt fyrir lömun sam-
göngukerfisins vegna verkfalla
verkamanna? Er bylting í
Frakklandi ekki dæmi um
þann „innri framgang stétta-
baráttunnar,“ þar sem kenn-
ingin um „friðsamlega sam-
búð“ getur ekki átt við?
Spurningunum hefur verið
svarað í löngum, fræðilegum
greinum í Pravda. í grein í
blaðinu stóð fyrir skömmu, að
marxistiskir Leninsinnar
hefðu tekið afstöðu „gegn æv-
intýraöflum, sem hrinda fjöld-
anum út í óundirbúin og van-
hugsuð verk, án þess að hafa
reiknað út raunverulega af-
stöðu aflanna á tilteknum tíma
og tilteknum stað.“ Agi
frönsku verkamannanna og
skipulag hafi verið til fyrir-
myndar og trvggt þeim traust-
an stuðning hins oþinbera.
Háskinn, sem stafaði af öfl-
unum vinstra megin við komm
únistaflokkinn — maoistum,
trotzkyistum og stjórnleysingj
um — var með öðrum orðum
í því fólgin, að beir kynnu að
geta hrætt borgarana og orð
ið á þann hátt til þess að
rjúfa eininguna um andmælin.
Háskinn, sem frá fólki eins og
Daniel Cohn-Bendit stafar,
kemur fram f því, að „hvatn-
ingarhóp" þeirra eins og „ráð
Umst á Elysée-höllina“ rjúfa
fylkingar andmælenda, sem
hafa sameinazt um efnisleg
markmið.
Raunveruleg bylting var
ekki tímabær. Kommúnistar
urðu því að viðhafa sjálfs-
stjórn og þolinmæði, alveg eins
og árið 1918, þó að leiðinlegt
væri. 1
SÓSÍALISTÍSKU byltingar
mennirnir voru sér-flokkur og
það réðu menntamenn lögum
og lofum. en einn ræðumanna
lýsti Deim sem „vinum og ætt-
ingjum borgaralegra mennta-
manna.“ Þarna er einnig að
finna nliðstæðu stúdentahreyf
ingarinnar. sem nú gætir á
vestuilöndum.
Fullyrt var í Pravda, að
ekki væru nema 8% franskra
stúdenta af /erkalýðsstétt og
hin vinstri-sinnaða stjórnleys-
isstefna og áköfu frávik, bentu
til borgaralegra áhrifa Hin
smáborgaralegu og stéttlausu
öfl meðal menntamannanna
yrðu auðveld bráð öfgafullra
Framhald á bls 15.