Tíminn - 21.07.1968, Síða 8

Tíminn - 21.07.1968, Síða 8
8 TIMINM Fráfall Jónasar Jónas Jónsson frá Hriflu lézt á föstudagskvöld, 83 ára að aldri. Þessi einstæði baráttu- maður og eldhugi hélt góðri heilsu, andiegu þreki og starfs- kröftum fram á síðustu daga, og síðustu greinar hans bera með reisn aðalsmerki þeirrar ritsnilidar, sem hann átti um- fram aðra menn. Vafalaust mun sagan telja Jónas frá Hriflu einn mesta áhrifamann í þjóðmál- um og menningarm'álum á fyrri hluta þessarar aldar. Áíhrifasvið hans var með ólíkindum. Hann var leiðtogi ungmennafélaganna á ungum aldri, lagði meginlín- ur að stjórnmálabaráttunni, er hún færðist á innlendan vett- vang, var aðalstofnandi Tímans og Framsóknarflokksins og for- Ingi um langt skeið, hugsjóna- málsvari samvinmumanna lang- an aldur, afkastamesti rithöf- undur bjóðarinnar um stjórn- mál, sögu, bókmenntir og listir. Með honum er fallinn einn stórbrotnasti og litríkasti per- sónuleiki þessarar aldar hér á landi. Ein fórnin enn íslendingar eru því vanastir að verða að færa mestar fórnir í mannslífum fyrir sjósókn sína. Önnur önn flugið, gerist nú nær eins hörð í fórnarkröf- um. Þjóðin hefur þegar orðið að sjá á bak allmörgum umgum flugmónnum og farþegum þeirra. Enn hefur eitt slíkt slys bætzt við og fjögur myndarleg ungmenni farizt. Slíkir atburðir eru þjóðinni allri harmsefni og leiða hugann að pví, hvort ekki sé unnt að koma við meiri slysa vörnum í lofti. Hér skal ekki rætt um ráð, sem komið gæti í veg fyrir, að slíkar harmsögur endurtaki sig, en hugur margra hlýtur að hvarfla að því, hvort ekki sé þörf á sterkara eftirlit og skýrari reglum og ákvæð- um um flug lítilla flugvéla með nær engum öryggistækjum milli landshluta. Fórnir þessar eru nú orðnar svo rniklar og tíðar, að ekki verður hjá því komizt að skoða málið niður í kjölinn og freista viðnáms. Sár mannshandar- innar Hér i blaðinu birtist fyrir nokkrum dögum mjög athyglis- verð grein eftir ungan lækni, ' Auðólf G-unnarsson, nýkominn frá alllangri dvöl erlendis. Hann ræðir dagskrármálefni með glöggskyggni gestsins en sárindum heimamannsins. Greinin hefur kjörorð dags- ins að heiti: „Hremt land — fagurt iand.“ Hann hefur mál sitt á þessa leið- „Ég var að koma heim frá útlöndum fyrir nokkrum dög- um. Það var norðangjóstur á Suðurnesjum og skól mold af rofabörðum, vegköntum, opn- um húsgrunnum og óhirtum lóðum. Er fóstrjörðin kom þannig rjúkandi á móti mér eftir nokkra/fjarveru frá henni, varð mér ljósara en nokkru sinni fyrr, þótt ég hafi unnið við skóg rækt í mörg sumur, hversu mik- Ið liggur við að græða jafnóð- um þau sár. sem umrót manns- handarinnar veldur“. Þeir, sem hafa þessa mynd fyrir augum ár og síð, verða ef til vill sljóir fyrir henni og finnst hún eðlileg. Þeim, sem verið hefur að heiman um sinn, bregður hins vegar í brún svo að um munar, og ummæli unga læknisins eru þörf áminn ing um mál, sem of oft hefur verið rætt fyrir daufum eyrum. Sannleikurinn er sá, að hér á okkar veðurbarða landi er það brýnni nauðsyn en annars stað- ar að græða tafarlaust þau sár, sem mannshöndin veldur, því að annars hleypur í þau ígerð, sem enginn „landlæknir“ ræð- ur við. Meðan við beittum að- eins skóflu og haka voru sár mannshandarinnar á landinu skeinur einar borið saman við svöðusárin eftir ýtur og gröf- ur, sem nú eru landinu skað- ræðisgripir í höndum manna. Öll grein unga læknisins í fram haldi af þessu eru tímabær á- minning — áminning um rusi- ið og sóðaskapinn og brýning um gróðurverndina. Hann bend ir á, að vönduð og ný íbúðar- húsahverfi líti út sem óhrjáleg- ustu fátækrahverfi stórborga að ytri ásýnd og minnir loks á uppeldisgildi þess, að börn og ungliogar umgangist gróður, dýr og ragurt umhverfi og bend ir á skyldu höfuðborgarinnar í þeim efnum. eitt Sá sem leið á inn eftir hlíð- Monn málefni inni, þar sem Hallormsstaða. skógur breiðir úr sér og dáist að gróðurmættinum, þar sem mannshöndin hefur i nokkra áratugi iagt fram lið sitt til verndar og hjálpar gróðri, kemst ekki hjá þvi að líta til hlíðarinnar handan Lagarins. Sú hlíð er fögur með regluleg- um klettabeltum og grænum hjöllum á milli. En við honurn blasa í þurrkinum leirrauðar undir vegasáranna, sem manns- höndin hefur látið eftir sig. Öðrum megin hafa gróðri verið lagðar 'íknarhendur, en hinum megin nafa öfugar klær verið að verki. Víða má sjá, að vega- sárin hafa stækkað af upp- blæstri á þeim árum, sem liðin eru síðan vegurinn var lagður, en lítið fer fyrir græðslunni. Þessi mynd blasir þarna óvenju lega vel við, en hún er síður en svo nokkurt einsdæmi heldur er þetta hin venjulega mynd hinna nýlegri vega. Síðustu tvo ára- tugina hafa verið unnin svo ó- trúleg hervirki með stórvirkum vélum, að furðulegt gáleysi má kalla. Vegagerðarmönnum ver'ður þó ekki um þetta kennt nema að litlu leyti, heldur þeirri forsjá, sem stefnuna átti að marka. Og þessi sár eru víð- ar en við vegina. Hér og hvar blasa við malarnómurnar eins og holdsveikikýli á ásjónu lands ins. Reykvíkingar hugsa til Rauðhólanna, par sem allt er sundurtætt og ekki einu sinni reynt að jafna svæðið. Að sjálfsögðu átti það að vera óaðskiljanlegur hluti vega gerðar frá upphafi að græða öll sár, par sem hreyft var við grónu ;andi, en þar sem það var vanrækt áratugum saman, blasir riú við ótrúlega mikið og erfitt verk. Nokkur stefnubreyt ing hefur orðið o'g það viður- kennt í orði, að vegasárin eigi að græða, en framkvæmdir eru enn hálfkák. Menn gera vegina ■sem fyrr, skilja vegasárin eftir og ætlast til að þau verði grædd síðar. Einhverjar tilraun- ir hafa verið gerðar til þess að dreifa fræi með vegum, en ár- angurinn harla lítill sjáanlegur enn og alla skipulega vinnu við þetta vantar enn. En nú dugir ekki að sofa lengur á þessu máli. Alþingi á að taka hér í tauma og gera sér fullljóst, hvernig mólið stendur. Guttormslundur Fljótsdalshérað var fagurt í mikilU sólarbirtu í vikunni sem leið. Bændur voru að byrja slátt inn þar sem skást var sprottið, en kalskellur voru þó víða á túnum. Úthagi var óeðlilega grár, enda hafa ískuldarnir sorf ið þar fast að Eg'ilsstaðakauo- tún vex jafnt og þétt og er orð- ið myndarlegasti byggðakjarni með margvíslega þjónustu fyr- ir byggðirnar í kring. Þar er risið eitt myndarlegasta félags- heimili landsins og er jafnframt gestamiðstöð. Inni'á Hallorms- stað er nýr og fullbúinn barna- skóli, sem kostað hefur 25 millj. kr. menntamiðstöð þriggja hreppa. Þar njóta gestir einn- ig góðrar vistar. enda koma margir í Hallormsstaðaskóg, og í húsmæðraskólanum er gest- um unninn hinn bezti beini. Fljótsdalshérað býr nú orðið ó- venjulega vel í pessum efnum, og með greiðum samgöngum í lofti og á landi verður Fljóts- dalshérað yndisland ferða- manna, erlendra sem innlendra. Inni í Hallormsstaðarskógi þeirri vin skógræktarinnar, sem mest fyrirheit gefur, byggja menn á stórvirki. Þar er Gottormslundur tákn bjart- sýninnar í íslenzkri skógrækt. Hann á 30 ára afmæli á þessu ári. Maðurinn, sem plantaði þarna síberískum lerkisprotum í trú á íslenzkan skóg fyrir þrem- ur áratugum hefur ef tU vUl lagt meira guU í lófa framtíð- ar landsins en okkur grunar enn. Trén í lúndinum eru nú yfir tíu metrar á hæð, og ár- legur v'iðarvöxtur þar er 5—6 teningsmetrar á hektara eða allt að fimm sinnum meiri en í gróðurmiklum íslenzkum birkiskógi á sama landi. Úr þess um lerkilundi er þegar búið að taka eina fimm þúsund girð- ingarstaura við grisjun, og hef ur lundurinn þegar borgað sig með því. Eftir önnur þrjátiu ár verða oarna stórviðir Mikill lerkiskógur Þegar litið er yfir Hallorms- staðaskóg innan Hallormsstaðar úr hlíðinni norðan Lagar, sést að mikill hluti hans er með Ijósgrænni lit en venjulega er á íslenzkum birkiskógi. Mörk- in og umhverfi hennar er að j verða að lerkiskógi. Lerkilund-! SUNNUDAGUR 21. júlí 1968. irnir þar eru á öllum aldri upp undir tvítugt, og grenHundir á sama aldri. í Hallormsstaða- skógi hefur nú verið plantað í 150 hektara, og þar eru nú um 400 tegundir og kvæmi á skrá, fjölbreyttasta safn trjátegunda af norðurhveli jarðar á einum stað. Skógarbúskapur Skógrækt á íslandi hefur til þessa átt meira skylt við trú- boð en búskap, en nú telja þeir skógarmenn, að þáttaskil eigi að verða. Vöxtur lenkisins á Austurlandi eftir þrjátáu ára reynslu af Guttormslundi tek- ur af tvímæli um það, að okkur ber að hefja skógarbúskap, segja þeir. Sigurður skógar- vörður á Hallormsstað, Baldur Þorsteinsson og Einar G. E. Sæmundsson, hafa gert allítar- lega áætlun á vegum skógrækt- arinnar um skógrækt sem bú- grein samhliða sauðfjárrækt í Fljótsdal. Þessi áætlun hefur verið lögð fyrir ráðherra og kynnt bændum í Fljótsdal. Hug myndin er samt upp runnin í Skógræktarfélagi Austurlands og flutt sem tillaga á aðalfundi Skógræktarfélags fslands. í á- ætluninni er gert ráð fyrir, að teknir verði til skógræktar sam- tals 500 hektarar lands í Fljót^- dalshreppi á næstu 25 árum. Land þetta verði girt í áföng- um eftir því sem plöntun mið- ar fram á næsfu tíu árum, en gróðursetningu ljúki á 25 ár- um. Verði settar 5 þús. plöntur á hektara, og mundi uppeldis- stöðin í Hallormsstaðaskógi geta séð fyrir því að mestu. Ár- legur kostnaður yrði um 1,5 miilj. Mlálið hefur þegar verið rætt við bændur þá, sem búa á þessu svæði, og hafa 15 þeirra þegar ákveðið þátttöku, ef af framkvæmdum verður og heit- ið landi allt að 700 hekturuim, en árlega yrði plantað í 60 hekt ara. Hér er um verulegan stofn- kostnað að ræða, og verður þetta ekki gert nama með rik- isframlagi, en það á samkvæmt áætluninni að greiðast síðar af afurðum. Fyrstu verulegar tekj ur af ekóginum fást eftir 15— 20 ár, en fara síðan vaxandi, en skógarspildurnar síðan höggnar til fulnytja eftir 60— 70 ár. Timburiðnaður Þessi áætlun er að sjálfsögðu frumdrög ein með mörgum vafaatriðum. En annað hvort er að leggja í nokkra tvísýnu í skógræktinni eða gefast upp. Bjartsýni um þessi gæði lands- ins sýnir mynd af betra og fegurra landi og nýtri, mikil- vægri atvinnugrein Stefna í hagnýtri skógrækt hlýtur að vera sú, að velja hið ákjósan- legasta samfellt svæði, sem völ er á til ræktunar nytjaskógar í nokkuð stórum stíl Öll rök og reynsla benda á hlíðar Fljóts- dalsins, þar sem gróðurmold birkisins er enn í jarðveginum. Við gætum hugsað okkur, að eftir hálfa öld væru þarna víð- áttumiklir lerkiskógar, og um þær mundir risi þarna veruleg- ur timburiðnaður af ýmsu tagi, og vrði bað bæði mikil at/iimi stoð bvggðanna rg ■•i-i.;. K-'i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.