Tíminn - 21.07.1968, Síða 14

Tíminn - 21.07.1968, Síða 14
14 TÍMINN SUNNUDAGUR 21. jólí 1968. TILRAUNIR HAFNAR Framhald af bls. 1. hvaða meðferð er vænlegust til að grösin lifi af veturinn og næstu ár skera úr um hvernig helzt á að verjast kalskemmdum. Grasfræ- ið, sem sáð var í tilraunareitina, er af annarri tegund en það gras, sem vex í túninu á Gunnarsstöðum. Er það gert til að hægt sé að greina á milli þeirra plantna, sem áður spruttu í túninu og þeirra, sem tilraunírnar eru miðaðar við. Héraðsmót Fram- sóknarmanna í Dalásýslu Framsóknarmenn í Dalasýslu halda héraðsmót í Dalabúð i Búð ardal í dag sunnudag 21. júlí oig hefst það kl. 9 síðdegis. Ávörp flytja Ólafur Jóhannesson, formað ur Framsóknarflokksins og Davíð Aðalsteinsson, erindreki. Hljóm sveit Magnúsar Ingimarssonar, Reykjavik, leikur og syngur milli dagskráratriða. Leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson flytja gamanþætti. Að lokum er dansað. Hljómsveit Magnúsar leik ur fyrir dansinum. ÖKUMENN!'. Látlð sfilla > tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þ“->usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Slmi 13-100 VIÐRÆÐUR Framhald af bls. 1. Skilyrði Nígeríu fyrir friði hafa verið þau, að vopnahléi yrði ekki komið á nema Biafra félli frá kröfu sinni um sjálf- stæði. Vegna þessarar kröfu fóru friðarviðræðurnar í Kamp- ala, höfuðborg Uganda, út um þúfur. Þess er vænst, að undirbún- ingsviðræðurnar geti hafizt í Niamey í dag. Ekki hefur verið tilkynnt hverjir muni leiða við- ræðurnar af hálfu deiluaðil- anna, en líklega mun Ojukwu hershöfðingi ekki taia máli Bi- afra, þar eð óstaðfestar fregnir herma, að hann hafi haldið heimleiðis í nótt, strax að lokn- um fundi Nígeríunefndarinnar. LEITA HEYFANGA Framhald al bls. L. reyna bændur að slá þetta í haust og verka í vothey. Margir bændur úr Hrútafirði hafa tryggt sér slægj ur á Hvanneyri og hafa borið á engjar meðfram Ilvítá. Eru þær víða blautar og erfiðar til hey- skapar og veröur jáfnvel að verka uppskeruna í vothey. En þá skap- ast vapdræði með gryfjur, en lítið er til af votheysgryfjum í Hrúta- firðinum. Eru menn helzt á því að breyta hlöðum sínum að ein- hverju leyti og verka votheyið í þeim. Margir hafa sáð grænfóðri og vænta þess, að það bæti nokk- uð heyforðann í haust. Annars sagði Jónas, að bændur reyndu að ná öllu grasi, sem tiltækt er, því að örugglega verður heyskortur í haust. Verða menn því að skera niður, en hve mikið, verður að ráðast eftir því hve miklum heyja- forða er hægt að ná fyrir vetur- inn. Lítið mun verða af heyi til sölu og verður því hver að reyna að bjarga sér eftir beztu getu. Á mánudaginn leggja nokkrir bændur úr Þistilfirðinum af stað suður og er ferðinni heitið í Fló- ann. Hafa þeir með sér þrjár drátt arvélar og heyskapartæki. Munu þeir heyja í nágrenni Eyrarbakka, þar sem þeir hafa leigt slægjur. Þá ér eftir að koma heyinu norð- ur og vonast menn fastlega eftir að opinberir aðilar hlaupi undir bagga og greiði flutningskostnað að öllu eða einhverju leyti. Grasspretta er heldur að skána í Norður-Þingeyjarsýslu, og getur sláttur sennilega hafizt um næstu mánaðamót, það er að segja þar sem tún eru ekki dauðkalin. Litlar engjar eru þarna fyrir norðan en þær, sem til eru, verða nýttar til fulls og reynt að ná hverri tuggu sem fæst í hús. Útför Valgeirs Stefánssonar frá AuSbrekku fer fram aS Mööruvöllum í Hörgárdal, miövikudaginn 24. þessa mánaðar, kl. 2 eftir hádegi. Fyrir hönd vina og vandamanna, Sólrún Hafstelnsdóttlr, Fjóla Guömundsdóttir, Stefán Valgeirsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og iarðarför Guðrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur frá ReykjahlLð, Mávahlíð 48. Gestur Guðmundsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabamabörn. Útför eiginkonu minnar, Haflínu I. Guðjónsdóttur, fer fram í Garpsdal þriðjudaginn 23. júlf kl. 13. Fyrlr hönd vanda- manna, Júlíus Björnsson. Endurbætur á Skáia- túni í Mosfellssveit EJ-Rpy>kjavík. Fyrir skömmu fór fram við há- tíðlega athöfn vígsla nýrra mann- virkja á Barnaheimili Templara að Skálatúni í Mosfellssveit. Var vígð nýbygging, sem hefur rúm fyrir 32 börn, en til nýbygging- arinnar og endurbóta á eldri hús- um hefur á síðustu fjórum árum verið varið um 20 milljónum króna. Þá hafa foreldrar og aðr- ir aðstandendur barnanna, er þarna dvelja, afhent heimilinu sundlaug með öllum búnaði, sem að verðmæti mun nema um 1.2 milljónum króna. Er þetta úti- sundlaug. í fréttatilkynningu um vígslu þessara mannvirkja segir að um þessar mundir séu 15 ár síðan Umdæmisstúkan nr. 1, I.O.G.T, keypti nýbýlið Skálatún i Mos- fellssveit í þeim tilgangi að stofna þar heimili fyrir vangefin börn. Rekstur þess hófst í janúar 1954, fyrst með 18 börn, en síðar, þeg- ar húsrými fékkst fyrir starfsfólk utan heimilisins, voru þar árum sajnan 27 börn. Styrktarfélag vangefinna var stofnað fyrir um átta árum, og var Skálatúnsheimilinu þá breytt í sjálfseignarstofnun, en í stjórn hennar sitja 2 menn frá Umdæm- isstúkunni, tveir tilnefndir af Styrktarfélaginu, en formaður af landlækni. Um framkvæmdir þær, er í dag voru vígðar, segir svo: „Fram- kvæmdir þessar eru: Nýbygging, að flatarmáli 1062 fermetrar. Hún er tvær álmur, önnur á einni hæð, en þar er eldhús, borðstofur, skólastofur, snyrtingar og geymsl ur o.fl. en hin álman er tvær hæðir og kjallari undir. Þar eru herbergi barnanna en í kjallara er þvottahús, geymslur o.fl. í ný- byggingunni er rúm fyrir 32 börn. Framkvæmdir við hana hóf- ust árið 1964. Fullgerð kostar hún ásamt lóð og leikvelli um 16,6 milljónir króna. Byggingin er reist fyrir fjármagn styrktarsjóðs vangefinna. Allt innanhúss hefur verið keypt fyrir fjármuni heim- ilisins og margar veglegar gjafir ýmissa félagssamtaka og einstakl- inga, er frá fyrstu tíð hafa veitt heimilinu efnahagsiegan stuðning sem vandi er að meta en vert er að þakka. Má þar til sérstaklega nefna konu, Vilborgu Hróbjarts- dóttur, sem látin er fyrir nokkr- um árum, en hún arfleiddi heim- ilið að aleigu sinni. Jafnhliða framkvæmd við ný- bygginguna hefur verið varið um tveim milljónum króna til þess áð endurnýja gamla húsið utan og innan. í því eru nú 13 vist- menn (drengir) og þar er hús- rými að auki fyrir starfsfólk. Fjár magn til þessa hefur að mestu fengizt úr Styrktarsjóði vangef- inna. Samtals hefur verið varið fjár- munum til nýbygginga og endur- bóta á síðustu fjórum árum, er nemur um 20 milljónum króna og af þeirri upphæð eru um 18,6 milljónir frá Styrktarsjóðnum. Nú, laust fyrir vígsluathöfn um- ræddra mannvirkja, hafa foreldr- ar og aðrir aðstandendur barn- anna þar að auki afhent heim- ilinu sundlaug með öllum bún- aði, svo sem búningsklefum o.fl.. er að verðmæti mun nema um 1,2 milljónum króna. Það er úti- sundlaug, um 80 fermetrar að flatarmáli, en afrennslisvatn heim ilisins hitar laugina. Forstöðukona heimilisins er Gréta Bachmann." í byggingarnefnd nýbyggingar- innar eiga sæti Halldór Halldórs- son, arkitekt Guðmundur St. Gíslason, múrarameistari, Páll Kolbeins, aðalgjaldkeri, og Gísli Kristjánsson, ritstjóri. Byggingar- meistari var Ingvar Þórðarson, en arkitektar bræðurnir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir. Kennslufræðilegt til- raunastarf verði hafið Á fulltrúaþingi Sambands ís- lenzkra barnakennara 1966 var samþykkt ítarleg ályktun um end- urskoðun skólamála. Þingið fól stjórninni að vinna ^ötullega að framgangi ályktana siðasta þings, þeirra sem ekki hafa fengið neina afgreiðslu enn. í ályktun þingsins 1966 segir m.a. svo: 1. „Þingið telur óhjákvæmilegt, að kennslufræðilegt tilraunastarf verði hafið í skólunum, eftir því sem ástæður leyfa og beinir þeirri ^áskorun til menntamálaráðuneyt- isins og forstöðumanna skólarann sókna að beita sér fyrir því, að undirbúningur slíks starfs verði hafinn á þessu skólaári í samráði við þau fræðsluhéruð og aðra að- ila, sem þess óska og lagt geta fram starfskrafta og starfs- aðístöðu. Til rökstuðnings þessari álykt- un vill þingið taka eftirfarandi fram: a) Skólinn rækir ekki sem skyldi bað hlutverk, sem síbreyti- legar þjóðfélagsaðstæður krefjast. b) Endursköfoa þarf nám á öll- um skólastigum með hliðsjón af meiri sveigjanleika í skólastarf- inu, aukinni fjölbreytni og rýmra vali. c) Hraða þarf endurskoðun fræðslulaganna varðandi öll skóla stig. Tilraunastarf, eftirlit með því og fræðileg úrvinnsla eru samt grundvöllur slíkrai endurskoðun- ar, og þess vegna leggur þingið ríka áherzlu á það, að slíkt starf verði strax hafið. 2. Þingið telui að endur- skipuleggja þurfi yfirsjón fræðslu málanna með það fyrir augum að efla menntamálaráðuneytið, og verði hinar ýmsu stofnanir fræðslumálanna eins- og t.d. fræðslumálaskrifstofan og fjár- inu, aukinni fjölbreytni og rýmra vali. málaeftirlit skóla deildir innan þess. Þá telur þingið mjög brýna nauðsyn bera til, að komið sé upp fastri skólarannsóknádeild innan menntamálaráðuneytisins, sem haldi stöðugt uppi tilrauna- starfsemi í skólunum og rannsókn á tengslum þeirra við atvinnu- og þjóðlíf. Með því verði tryggt, að skólinn staðni ekki í úreltu formi og aðferðum. Þá telur þingið, að innan menntamálaráðuneytisins þurfi einnig að koma upp deild, er hafi með höndum sálfræðilegt leiðbein ingastarf fyrir skólana og skipu- lagningu á aðstoð við afbrigðilega nemendur. Með vaxandi mikilvægi mennta- málanna telur þingið æskilegt, að menntamálaráðherra gegni eigi öðrum viðamiklum og tímafrek- um ráðherraembættum. Þá telur þingið ennfremur æskilegt, að | ráðuneytisstjóri i menntamála^ ráðuneytinu þurfi ekki' að gegna öðrum skyldustöríum en að skipu leggja og samræma störf hinna ýmsu deild innan þess og fylgjast með þróun þeirri sem í skóla- málum verður. 3. Með þeim breytingum, sem á starfsháttum skólanna verða við endurskipulagningu beirra, telur þingið að endurskoða þurfi starfs grundvöll kennarans innan skól- ans. Breyta þarf í því sambandi ýmsum gildandi ákvæðum í launa og kjarasamningum ' þá átt, að föst laun hækki rniðað við, að und ir sfarfið falli sumt það, sem nú er ekki talið starfsskylda kenn- ara eða er metið til aukastarfs. 4. Þingið leggur áherzlu á það, að kennarum verði séð fyrir viðbót- armenntun, sem nýjungar á skóla starfinu gera nauðsynlega, og kennaramenntun verði aðhæfð nýjum aðstæðum, eftir því sem þurfa þykir. 5. Þingið skorar á ríkisstjórnina að veita nauðsynlegt fjármagn til menntamálarannsókna — og til- raunastarfá, enda verði tekin upp sú regla, að til þeirra verði varið ákveðnum hundraðshluta af fjár- veitingum til menntamála að und- angenginni athugun á fjármagns- þörfinni. Ennfremur verði efld samvinna við alþjóðastofnanir. sem ísland á aðild að, um sér- fræðilega aðstoð við menntamála- rannsóknir. Útvarps- og sjónvarpsþættir um skólamál. 19. fulltrúaþing S.Í.B felur sam- bandsstjórn að beita sér fyrir því, að föstum þáttum um skólamál verði komið á i ríkisútvarpinu. Þá beinir þingið því til sambands- stjórnar, að hún beiti sér fyrir því, að hlutur kennslu- og skóla- mála verði ekkr fyrir borð bor- inn í hinu væntanlega sjónvarpi, og hún vinni að bví með nægjan- legum fyrirvara, að komið verði á kennslu- og skólasjónvarpi. svo sem tíðkast í nágrannalöndunum." Þingið fói sambandsstjórn að skipa nú þegar milliþinganefndir. er vinni með stjórn samtakanna að gerð tillagna um endurskoðun á fræðslulöggjöfinni. Jafnframt skulu nefndir á vegum samtak- anna semja álitsgerðir um nýtt og eða breytt námsefni. Þá var skorað á menntamálaráðherra að beita sér fyrir setningu laga um skólabókasöfn. Skipulagsmál: Þingið kaus milliþinganefnd til Framhald á Dls 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.