Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 3
ýmsum löndum og ekkert til sparað. því að hún hefur sagt, að hún vildi ?greiða hvaða upp- hæð sem væri til að eignast barn. En árangurinn hefur ekki verið að sama skapi. Þegar þetta er skrifað virðist sem Sophia fái nú loks ósk sína uppfyllta. Allt hefur hing- að til gengið vel, og við getum skýrt frá því, að þegar að fæð- ingu kemur, verður Loren ekki stödd á Ítalíu, því að þar í landi eru þau Sophia og kvikmynda- leikstjórinn frægi, Carlo Ponti, ekki talin löglega gift. Þeim gengur illa að læra. Morð Kennedyanna, King og fleiri breyta engu. Byssubófinn úr fjölmörgum kúrekamyndum hefur enn mikil áhrif á amerísk an almenning. Stúlkan hér á myndinni er táknræn. Hún heit- ir Annie Oakley, og tekur þátt í byssukeppni á Langasandi í Kaliforníu, þar sem keppt er um, hver er fljótastur að ná byssunni úr sl'íðrinu og skjóta. Verðlaun — 100 doliarar. Mikill harmleikur átti sér stað í Sanford í Maine-fylki í Bandaríkjunum á miðvikudag. Lögreglan ætlaði að nálgast Richard Goodwin á heimili hans þar sem hún áleit hann flæktan í mál, sem í fyrstu var talið að um voðaskot væri að ræða. En Goodwin greip þá eiginkonu sína sem gísl. og stefndi byssu að höfði hennar eins og myndin sýnir. Hann féllst síðar á að ræða við sjónvarpsmenn og þá skeði óhappið. Þegar Goodwin var að fara niður tröppurnar í skjóli konunnar hrasaði hann, og skot hljóp úr byssunni í höfuð frú Goodwin, sem lézt nær sam stundis. Lögreglunni tókst að ná manninum eftir að hafa skotið í fætur hans. SUMNUDAGUR 21. júlí 1968. TIMINN Nancy Sinatra hefur nýlega sungið lag inn á plötu og það nefnist „Happy“. Eins og flest önnur lög, sem Nancy hefur sungið inn á plötur, er það eft- ir Lee Hazlewood, og er talið að þetta lag eigi eftir að ná álíka miklum vinsældum og sú plata, hennar sem vinsælust hef ur orðið, „These boots are made for walking“ — eða þetta eru gönguskór. ★ farkosturinn. Á hinni stærri er Force að útskýra tækin fyrir sonum sínum og á hinni minni er þyrlan á lofti. Og fjölskyld- an segist vera virkilegur „air- force“. * Alla ævi hefur Charles Force haft löngun til að fljúga og sem strákur reyndi hann ýmsa hluti, sem hann var þó ekki ánægður með, þar sem hann gat ekki haft vissa ákvörðunar- staði. En nú hefur hann leyst allan vanda og smíðað sér gíró- þyrlu. Hun virðist ekki við fyrstu sýn til mikilla afreka líkleg, en hann hefur þó fengið skírteini upp á að hún sé flug- hæf og þyrlan getur verið tvær klukkustundir á lofti og komizt allt að 70 mílna vegalengd. Og á myndunum hér á síðunni sést „Barnastjarnan" Hayley Mills er orðin fullorðin. Hún hefur sýnt það í verki með því að giftast Roy Boulting, sem er 32 árum eldri. Hayley er 22ja ára, en eiginmaður hennar 54. Bæði segja þau, að þetta sé hin „stóra“ ást. Brúðkaup þeirra dróst nokkuð, þar sem Boulting átti í nokkru stímabraki við að fá skilnað frá þriðju eiginkonu sinni. Biðtímann notaði Hayley Mills til að fara í fjögurra mán aða hnattreisu til að reyna að gleyma. Þegar hún kom hpim aftur, komst hún að raun um, að það þýddi ekkert og flutti þegar í stað heim til Roy. For- eldrar hennar tala ekki við hana þar sem þeir álíta, að hinn 54 ára kvikmyndaframleiðandi sé ekki hinn ákjósanlegasti eigin- maður fyrir dóttur þeirra. Kvikmyndastjarnan Anita Ek- berg — einnig kölluð ísbjargið frá Malmö — er þessa dagana stödd á Spáni, þar sem hún leik ur í kvikmynd sem verið er að filma þar. Hún leikur aðalkven- hlutverkið í hinni spönsk-ítölsku kvikmynd Malenka. Þetta er spennandi mynd, og Anita kemst í mikinn háska, en á síðustu stundu er henni - bjargað af „hetjunni", sem leikin er af John Hamijton. Enn einu sinni vonar Sophia Loren að hún fái sína stærstu, ósk uppfyllta — að eignast barn. Hún hefur f jörum sinnum misst fóstur — en hefur ekki látið það á sig fá og er nú þung- uð í fimmta sinn. Hún /hefur dregið sig í hlé frá kvikmynda- verunum, skemmtilífi og fleiru. Hún ætlar sér að eignast þetta barn. Sophia hefur í fyrri tilfellum leitað til margra sérfræðinga í *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.