Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 16
FÆREYJAFLUGiÐ HEFUR GENGiD VEL í SUMAR Senduð þér Ijéð í sam- keppni félags stúdenta Það skall á eins.og reiðarslag, þegar tilkynnt var að mciriliáttar keppni í samningu hátíðaljóðs liefði lokið án þess að tilkvödd dóm- nefnd hefði fundið nokkurt ljóðanna verðlaunahæft. Stúdentafélag Iláskóla íslands tilkynnli þessa niðurstöðu dómnefndarinnar s.l. fimmtudag og gat þess í lokin, um leið og það þakkaði fyrir þau þrjátíu og niu kvæði sem bárust, að höfundar gætu vitjað ljóða sinna í skrifstofu félagsins. Dómnefnd skipuðu Andrés Björnsson, Steingrímur J. Þorsteinsso og Þorleifur Hauksson. Allt eru þetta mjög dómbærir menn á þessu sviði, og því vaknaði eðlilega sú spurning, hvort skáldum okkar væri farið að förlast svo, að þeir kæmu ekki frá sér frambærilegu hátíðarljóði. Er í hæsta máta óvenjulegt og raunar cinsdæmi hér á landi, að Ijóðakeppni skuli enda á þennan veg. Hér kann svo að segja hvert mannsbarn að meta góðan skáldskap og hrífst af 'honum ósjálfrátt og án til- sagnar. Það virðist eitthvað meira en lítið hafa breytzt á síðast- liðnum ártyn í Ijóðagerðinni almennt, þegar þrjátíu og níu ljóð duga ekki til að fæða af sér eitt úrvalsljóð. Tíminn sneri sér því til sex þeirra, sem eru í fremstu röðum eldri og yngri ljóð- skálda íslendinga, og spurði fyrst hvort þeir hefðu sent ljóð í keppnina, og síðan eðlilegra spurninga í framlialdi af því. Þau sex skáld sem spurð voru svöruðu spurningunni öll á einn veg. stíl, og ég hef aldrei brugS ið við þegar slikt hefur boðizt. Um þessa samkeppni núna vil ég segja það, að ég tel að hugsanlegt hefði verið að afgreiða þetta mál öðruvísi. Dómnefndarmenn hefðu t.d. getað látið í Ijós hvert eða hver kvaeðanna þeir töldu bezt, án þess að þeir þó vildu verðlauna noJtkurt þeirra. Með þess- um orðum er ég engan veginn að áfellast dóm- Tómas Guðmundsson: nefndina, ég veit ekki Ég hef aldrei á ævinni hvaða augum hún hefur sent Ijóð í samkeppni, og é hlutverk sitt. mér finnst leiðinlegur sið- f ur að bjóða út samkeppni um list. En það er ánægju- .r legt hve mörg Ijóð bárust My S* til keppninnar, það bendir til þess að mönnum er ætt- i jörðin hjartfólgin enn sem fi , .jjt fyrr. Hannes Pétursson: Nei. Það liggur ekki fyrir mér að yrkja hátíðakvæða- Jóhannes úr Kötlum: Ég er nú vanur að fá verðlaun, þegar ég sendi Ijóð í samkeppni. Annars er það furðulegt fyrir- brigði, að ekki skuli hittast svo á, að af öllum þessum sæg kvæða, skuli ekki eitt- hvert hæft til flutnings á fimmtíu ára afmæli full- veldis íslands. Það virðist vera afturför með íslenzk- um skáldum. Að vísu er ekki vitað hvaða kröfur dómnefndin gerði, eða hvaða formúlur hafa valdið því, að ekkert kvæðanna hlaut náð fyrir augum nefndarmanna. Guðmundur Böðvarsson: Nei, það gerði ég ekki. Mér finnst það nú ekki síður vera menntamann- anna að senda Ijóð í þessa keppni. Ég get ekki ort eftir pöntun, úr því verður ekkert nema klaufaskapur. Matthías Jóhannessen: Nei, mig skorti áhugann. Þegar ég var í Háskólan- um var Stúdentatélaci Há- skólans ópólitískt félag, sem gætti þess vandlega að vera skemmtilegt og halda aldrei fundi. Nú undanfarið hefur mér fund izt stúdentafélagið dálítið leiðinleg stofnun með póli tískum stimpli. Þar með hefur líklega síðasta skemmtilega félagið á ís- landi fallið fyrir þeirri freistingu „að láta kveða að sér"! Ég er þreyttur á því „að láta kveða að mér" og hef ekki áhuga á að yrkja fyrir leiðinlega póli- tíska stofnun fyrst ég þarf þess ekki með. Fyrir hverja viljið þér yrkja? Ég vil yrkja fyrir frjálst, kreddulaust og skemmti- legt fólk, en ekki fyrir unga menn á pólitískum grafarbakka. Jóhann Hjálmarsson: Nei, ég gerði það ekki. Aðalástæðan er sú, að ég yrki ekki eins og nú standa sakir. Auk þess taldi ég, að þau skáld, sem betur falla í kramið en ég, fengju þarna kærkomið tækifæri. Satt að segja vekur það mér furðu, að þeim skuli ekki hafa tekizt að böggla einhverju nýti- legu saman. KJ-Reykjavi'k, laugardag. Flugfélag íslands hefur þurft að bæta við tuttugu aukafarþegum í Færeyjaflugið í suniar, og dug- ar okki til, því margir eru á bið- lista hér heima og erlendis. Gunnar Hilmaræon, fúilltrúi hjá Flugfélagi íslands, sagði Tíman- um, að það mætti eflaust leita orsakanma fyrir þessari fanþega- aukningu á mörgum sviðum. Eitt- hvað diró úr 1 skipaferð- um til Færeyja, þegiar Tjaldur var seldur, þá notfæra Pæreying- ar sér sjálfir flugið í æ rfkara mæii, og áihugi á Færeyjum auk- izt með betri samgöngum. Gunnar sagði að húna váeru tvær ferðir í viku á milli Pær- eyj.a og fslands, ein á mflli Gles- gow og Færeyja, og fimm ferðír voru á leiðinni Kaupmanmahöfn — Bergen — Færeyjar, en núna eru sjö ferðir í viku á þessari leið. Verðnr haldið uppi sjö ferð um á vibH fram í nriðijan ágúst. í sumar hefur flugið til Fær- eyja gengið vel hvað tafir snertir. Mjög er þokusamt í Pæreyjum, og geta konri® þar tímafeíl, sem óffært er þangað í lan-gan tíma, en í sumar haffa ftogskilyrði þar verið með bezta móti. í Færeyjafflugfð er notnð hin nýja Fokker Friendslhq* Hugvél, sem Fluigfélagið á, ásamt SSfeS. Veiöieftirl á Arnarvatns heiöi aukið S J-Sturlu-Reyk j um, föstudag. Á síðustu árum heffur það farið mjög i vöxt að ferðamenn Ieggi leið sína á Arnarvatns- liciði tfl silungsveiða, í algeru óleyfi veiðieigenda. Nú hefur sýslumaðurinn í Borgarnesi, Ásgciir Pétursson, ráðið sérstakan löggæzlumann, Svein Björnsson á Varmalandi, til að hafa eftirlit með veiðum á þessu svæði. Fyrir nokkru fór Sveinn á- samt Kalman Steffánssyni bónda á Húsaffelli, upp að Úlfs vatni, en þá grunaði að þar myndu vera veiðimenn. Við Úlffsvatn og Úlfvatnsá hittu þeir fyrir 6 menn að veiðum. Gerðu þeir upptækar steng- ur þeirra allra, svo og aflann, sem reyndust vera rúmlega eitt hundráð silungar. í sameiginlegum afréttar- vötnum mega veiðieigendur að eins veiða til heimilisnota, en ekki leyfa óviðkomandd inönn- um eða leigja veiði, nema starf andi sé veiðifélag á vatnasvæð inu. Mega því þeir, sem þessa iðju stunda búast við að m-issa veiðarfæri og afla, og verða auk þess að greiða sektir, enda geffur þessi atburður tilefni til þess að eftirlit verði hert og viðurlögum beitt. Rétt er að benda veiðimönn um á, að óvenjulega mikil lax gengd er nú í borgfirzku ánum, og í Reykjadalsá, sem gaf all- góða veiði síðastliðið sumar, munu nokkur veiðileyffi óseld ennþá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.