Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 21. júlí 1968. TIMINN 5 Gunnar Þórðarson um Bandaríkjaförina } i „Allt að vinna - engu að tapa” Gunnar Jökull: í síðasta þætti af „Með á nótunirm" var , viðtal við: Jó- hann Johannsson, Óðmönnum og Jónas Jónason og Arnar Sigurbjörnsson úr Flowers. Piltarnir deildu hart á Hljóma fyrir að vera valdir að því að þessar tvær hljómsveitir lBvenfi úr skemmtanalífinu. Ef þessi fyrirhugaða Bandaríkja- for stenzt í hvívetna, þá er hér am merkan atburð að ræða, og það er ekkert vafamál, að Hljómar standa mjög vel að vígi, sérstaklega með til- komu Shadie Ovens og Gunn- ars Jökuls. Þessir sexmenningar eru tví mælalaust sýnishorn af því bezta sem við höfum fram að færa á þessum vettvangi, og ef þeim tekst ekki að gera garðinn frægan, þá er hæpið að nokkurri annarri „pop“- hljómsveit takist það. f þættinum í dag er viðtal við hið nýja fólk í Hljómum, þá er ítarlegt viðtal við Gunn- ar Þórðarson, þar sem hann skýrir frá hinni margumtöl- uðu Bandaríkjaför, og svarar þeirri gagnrýni, sem fram kom í síðasta „þætti. Þá sný ég mér fyrst að „nýliðunum", Shadie og Gunnari. — Hvernig varð ykkur við þegar þið fenguð tilboð um að verða þátttakendur í Banda ríkjaför Hljóma, sem fastir starfsmenn hljómsveitarinnar. SHADIE: Mér leizt strax vel á þessa utanför, enda er ég bandarískur ríkisborgari, og þekki vel til allra aðstæðna í skemmtanalífinu á þeim slóð- um er við komum til með að skemmta. Ég átti heima rétt fyrir utan St. Louis, og þar sem við verðum er á milli St. Louis og Chicago. Þó að það sé gaman að syngja fyrir unga fólkið hér á landi, þá hefur mig alltaf langað út aftur, og þess vegna vildi ég með engu móti sleppa þessu tilboði, enda hæpið að ég hefði kost á öðru slíku í náinni framtíð. GUNNAR: Allt frá því að þetta var til umræðu fyrst, hef ég haft mikla trú á þessari utanför, og þegar við vorum búnir að ræða þetta fram og til baka, og ljóst var að ekki var um neitt gylliboð að ræða, sem síðar myndi gufa upp, eins og sumir virðast álíta þá ákvað ég að taka tilboðinu. Þarna komu til persónulegir hags- munir og einstakt tækifæri til að reyna sig í erlendu sviðs- ljósi. — Flowers og Óðmenn hafa látið hafa eftir sér að þeir muni hætta ef þið yfirgefið þá. SHADIE: Þessir fimm mán- uðir, sem ég hef sungið með Óðmónnum hafa verið mér ó- gleymanlegir, þess vegna þyk- ir mér það ákaflega leitt ef þetta verður til þess að Óð- menn hætti fyrir fullt og allt. Persónulega tel ég Óðmenn það góða að ég tel enga ástæðu fyrir bá að hætta. GUNNAR: Þegar ég ákvað að taka þessu tilboði gerði ég mér hreinskilnislega ekki grein fyrir að þetta yrðu af- leiðingarnar. Ég hafði gert mér vonir um að báðar hljóm sveitirnar myndu halda áfram, og ég er sannfærður um að þeim tækist það, ef baráttu- viljinn væri fyrir hendi. Þenn- an stutta tíma, sem ég hef verið með Flowers hefur sam- starfið verið mjög gott. Auð- vitað skyggir það á utanför- ina fyrir mig ef Flowers leys- ast upp. Ég tel rétt að geta þess, að ef svo ótrúlega myndi fara, að engir samningar yrðu undirritaðir, þá tel ég fullvíst að engar breytingar verði á nú- verandi skipan Flowers og Óð- manna. — Segjum sem svo, að að- eins þið tvö fengjuð áfram- haldandi atvinutilboð í Banda ríkjunum? SHADIE: Ef samningnum við Hljóma yrði ekki fram- lengt, þá myndi ég sennilega taka þann kostinn að vera eft- ir, en því aðeins að þetta at- Gunnar Þórðarson: — Það kom margt annað furðu legt fram í þessu viðtali við Flowers og Óðmenn, en faest af því á sér nokkra stoð í veru leikanum. vinnutilboð væri fullkomlega . öruggt. GUNNAR: Það er erfitt að svara svona spurningu um ó- orðna hluti. Það hlítur að velta mikið á samkomulaginu hjá okkur sex, hvaða afstöðu eg myndi taka. Þá sný ég máli mínu að for- svarsmanni Hljóma, Gunnari Þórðarsyni. — Hver er aðdragandinn að þessari utanför? —r- Við fengum þetta tilboð frá tveim bandaríkjamönnum, sem gegnt hafa herþjónustu hér í Keflavík. Annar þeirra hefur séð um rekstur á ýmsum klúbbum þar suður frá, hann hefur reynslu af slíkum rekstri erlendis frá og gjörþekkir þennan „bransa“ þetta eru Shadie Ovens: — Persónulega tel ég Óðmenn það góða að ég tel enga ástæðu fyrir þá að hætta. áreiðanlegir og fjársterkir að- ilar. Þeir gera sér fullkomlega grein fyrir því að þeir þurfa að vinna okkur upp frá byrj- un, allt skipulagið byggist á því. Þetta er þriggja mánaða samningur, á þeim tíma erum við með fast kaup, sem er held ur meira en hér heima. All- ar flugferðir verða borgaðar fyrir okkur svo og uppihald, áhættan er öll þeirra megin, við höfum aftur á móti allt að vinna og engu að tapa. Ef okkur vegnar vel á þess- um þrem mánuðum þá verð- ur samningnum framlengt til sex mánaða, að öðrum kosti segjum við skilið við Banda- ríkin og höldum heim. Þessi reynslutími sker úr um hvort það sem Hljómar hafa fram að færa falli almennt í smekk þeirra í Illinois í U.S.A. — Jónas í Flowers heldur því fram, að þessi utanför verði aldrei farin. — Já, hann vitnar þar í til- boð, sem Toxie fengu er hann var með þeim. Ég tel fráleitt að líkja þessu tvennu saman, það líður varla sá dansleikur að við fáum ekki svona hand- laus tilboð. Toxic máttu sjálf- um sér um kenna, hvernig þeirra „utanför“ endaði: Það kom margt annað furðulegt fram í þessu viðtalj við Flow- ers og Óðmenn en fæst af því á sér nokkra stoð í veruleik- anum, og auðsýnilega þyrlað upp með það í huga að gera tilboð Hljóma sem tortryggi- legast. Piltarnir fúllyrða að Hljómar séu að missa vinsæld- ir. Við höfum ekki orðið var- ir við það hjá fólkinu, sem sækir dansleiki okkar, en það er einmitt þaðan, sem okkur ætti fyrst að berast vitneskja — Þegar ég ákveð að taka þessu tilboði gerði ég mér hreinskiln ingslega ekki grein fyrir að þetta yrðu afleiðingarnar. (Tímamyndir Gunnar) t'l: f J’ ’ * ‘ ? sú, en ekki frá Óðmönnum og Flowers. Upphaflega var þetta tilboð miðað við okkur fjóra, en við treystum okkur einfaldlega ekki til að taka því án þess að fjölga í hljómsveitinni, það bitnar á Óðmönnum og Flow- ers, en að með þessu séum við að ganga milli bols og höf- uðs á hljómsveitunum eins og þeir orðuðu það, er alger stað- leysa. Þeir ættu að hugsa sig vel um áður en þeir grípa til þess uppgjafarúrræðis að leysa hljómsveitirnar upp, því á meðan Hljómar dveljast í Bandaríkjunum geta Óðmenn og Flowers verið einráðir og skipt markaðnum bróðurlega á milli sín. Það er hollt að minnast á það í þessu sambandi að til- koma Flowers fyrir 9 mánuð- um síðan kostaði dauða þriggja hljómsveita: Toxic, Dáta og Mods. Allt voru þetta mjög vinsælar hljómsveitir. Dátar voru í miklum uppgangi, fjögurra laga plata með þeim naut mikilla vinsælda, þar var „Gvendur á eyrinni“ titillagið og 12 laga plata var í bígerð hjá þeim. Allt þetta hrundi er Karl Sighvatsson yfirgaf þá til að gerast einn af stofnendum Flowers. — Hvað verður fyrsta verk efni Hljóma, þegar til Banda- ríkjanna kemur? — Það verður að leika inn á tveggja laga hljómplötu, sem síðan verður dreift um öll Bandaríkin, en sérstaklega verður lagt kapp á að auglýsa hana í Illinois fylki, þar sem við verðum að skemmta í ýms- um næturklúbbum. Þannig að ef platan nær einhverjum vin- Framhald á bls. 15. Hér eru nýliðarnir og hliómsveitarstjórinn í þungum þönkum. (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.