Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.07.1968, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 21. júlí 1968. TIMINN 15 HÖTEL 1 m. herb. kr. 300.- 2 m. herb. kr. 400.- Veitingasalurinn op- inn alia daga frá 7.00 — 23.30 H6TELGAROUB‘HRINGBRAUfSÍMn5918 KIRKJUÞÁTTURINN Framhald au bls. 6. brunnið í eiturlogum atom- sprengja, ekki eyðzt að fullu. Hann rís upp með hverju strái, sem glitrar daggarperl- um grænt við þá braut, sem dauðadæmdar frelsishetjur gengu til aftökustaðar, af því að hjörtu mannanna elska' þrátt fyrir allt fegurðina heit- ar en líf augnabliksins. Árelíus Níelsson. TILRAUNASTARF .... Framlhald af bls. 14. þess að endurskoða lög og skipu- lagsmál sambandsins. Þá var samþykkt lagafrumvarp um stofnun norræns kennarasam- bands. Á fundi forystumanna kennarasamtakanna á Norðurlönd um, sem haldin var í Stokkhólmi í jan. s.l. var samþykkt frumvarp að lögum fyrir Norræna kennara- sambandið. Aðalmarkmið sam- bandsins er að efla samvinnu kennarasambanda á Norðurlönd- unum. Stjórn Norræna kennarasam- bandsins heldur fund árlega, fyrsti fundurinn verður haldinn í Kaupmannahöfn í haust. RÚSSNESK KVIKMYND Framhald af bls. 9. slagorðasmiða, þveröfugt við verkamennina, sem lytu járn- aga og hefðu fullan skilning á lokamarkinu undir leiðsögn maxista. Af þessum ástæðum er tal- ið nauðsynlegt að draga stúd- entana í dilka flokksins. Sov- ézkir hugsjónafræðingar snú- ast til hatrammrar baráttu gegn þeim skilningi Herberts Mar- cuse prófessors, að byltingar- frumkvæðið sé runnið úr hönd um verkalýðsstéttarinnar, sem nú sé farin að berjast fyrir óbreyttu ástandi, og horfið til ákveðins kjarna menntamanna HU GM YNDUNUM um að „gera marxismann ókommún- istískann“ er vísað gersamlega á bug. Að baki þeirri frávís- un liggur óttinn við þá hugs- anlegu hættu, sem flokkskerf- inu kann að stafa af stúdent- unum og menntamönnunum, sem æsa verkamennina til að kæra sig kollótta um vinnuna og flokkinn sem stofnun. Þetta á einnig við í Rússlandi, þar sem ólgan gerir einkum vart við sig meðal menntamann- anna, en verkamannastéttin, varðveitir rósemi sína og reglu svo að eftirtektarvert er. Sagt var í Pravda, að litlu hefði munað að gengið væri svo langt í vanrækslu bylting- aragans og kröfunni um „lang- varandi óeirðir“ að jafnazt gæti á við framferði Peking- manna, en því væri einns bezt lýst með orðtakinu: „Skjótið á flokksdeildirnar." KVIKMYNDIN „6. júlí“ seg- ir þann beizka sannleika, að aðferðamunur meðal kommún ista vekur oft og einatt inn- byrðis hatur, sem er heitara en andúðin á kapítalistum, auk þess sem hún brýnir fyrir okk ur nauðsyn þess að halda tengslunum milli ríkja og hafa hemil á freistingunni til út- flutnings / byltingarinnar, og ýtir undir grun um öfgahneigð meðal menntamannanna. Vinstrisinnuðu sósíalistísku byltingarmönnunum heppnað- ist ekki að bera sigur úr být- um í rökræðunum. Þá reyndu þeir að • fá Þjóðverja til þess að taka upp fyrri fjandskap og myrtu þýzka sendiherrann í því skyni. Þeir gerðu allt hvað þeir gátu til þess að hrifsa völdin úr höndum þeirra sem þeir sökuðu um að hafa svikið byltinguna, og hikuðu ekki einu sinni við áð gera vopnaða uppreisn og hefja skothríð á Kreml. Tilsvarandi árás á nútíma öfgamennina í Peking verður ekki studd sömu rökum. MYNDIN „6. júlí“ ýtir und- ir þann grun, sem vart verð- ur, að til bandalags komi milli valdhafanna í Peking og Bonn. Sagt er, að í kínversku dreifi- bréfi til evrópskra stuðnings- manna Pekingstjórnarinnar, hafi verið haldið fram, að sönnum „marx-leninistum“ bæri ekki að sniðganga íhalds- stjórnir, „ef þær eru óvinir ó- vina vorra.“ Haldið var fram í Litpraturnaja Gazeta, að órök- rétt væri að halda, að banda- lag milli jafn gerólíkra ríkis- stjórn og stjórnanna í Pek- ing og Bonn væri ómögulegt. Sögulegri efnishyggju er haldið að Rússum þegar í barnaskóla, og þegar þeir svo athuga það, sem sagan kenn- ir þeim, taka þeir að hugleiða, hvort hinar fræðilegu deilur nú á tímum geti leitt til vopnaviðskipta að nýju. Þeim er að minnsta kosti vel ljóst, að af óvinunum til vinstri staf ar jafn mikil ógn og óvinun- unum til hægri, engu síður nú en fyrstu mánuðina, sem sovét stjórn fór með völd. MENN OG MÁLEFNI Framhald af 8. síðu. bót trjáviðar handa þjóðinni allri. Guttormslundur sýnir, að slíkt er engin fjarstæða. Korn- rækt gæti einnig dafnað i skjóli skóganna. En um leið og menn leyfa sér að gera sér þetta í hugar- lund, verður að muna, að önn- ur og enn’ stærri verkefni kalla á um almenna græðslu og gróð urvernd landsins. Landgræðsl- an í öllum myndum kallar á skipulegt starf og stórátök á komandi árum. MEÐ A NÓTUNUM Framhald aí bls. 5 sældum í þessu fylki, getum við fylgt þeim eftir sjálfir. Alveg öfugt við það, sem áður hefur verið, þegar plata hefur verið gefib út með Hljómum fyrir erlendan markað. Þar sem við teljum ákaflega mik- ilvægt, er að við getum fengið bókanir frá þeim stöðum er við komum til með að skemmta á, sem er að sjálfsögðu óve- fengjanleg sönnun um að við séum á dagskrá hjá umrædd- um skemmtistöðum. Áður en við samþykkjum þessar bókan ir, látum við lögfræðing yfir- fara samninginn, að því loknu skrifum við undir hann. — Hvað hafið þið í hyggju að flytja fyrir þá í Illinois? — Kvöldið hefst á því að Hljómar flytja sérstaka skemmtidagskrá, sem stendur ■yfir í 45 mínútur. Síðan hefst dansinn og lagavalið verður að sjálfsögðu miðað við þann ald- urslfokk, sem þarna skemmtir sér, og við erum undir það búnir að flytja mikið af „soul“ lögum. Þar sem við verðum orðin sex, þá getum við ein- beitt okkur hver að sínu verk- efni. Shadie og Engilbert að söngnum, og þegar Rúnar tek- ur lagið, annast Engilbert bassagítarinn. — Þurfið þið ekki að breyta lagavalinu á L.P. plötunni ykk ar? — Jú, það þurftum við að gera til þess að Shadie fengi að njóta sín, en hún mun syngja fjögur lög á plötunni. Þann tuttugasta eigum við að vera mætt í stúdíóinu í Lond- on, þar sem platan verður hljóðrituð. Því næst höld- um við heim og, búum okkur undir næsta áfanga, sem er Bandaríkin. Það verður í sept- ember. Ég vona, að Hljómum vegni vel vestanhafs og verði okkur til sóma. Benedikt Viggósson. Stou 11384 Orustan mikla §tórfengleg og mjög spenn- ándi ný amerisk stórmynd 1 litum og Cinemascope. fsl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Roy kemur til hjálpar Barnasýning kl. 3 LAUOARA8 Slmar 3207S. og 38150 Ævintýramaðurinn Eddy Chapman (The Triple Cross) íslenzkur texti. Endursýnd kL 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Regnbogi yfir Texas Roy Rogers Barnasýning kl. 3 I MiKHa Drval Hljúmsveita I 20ARA REVIMSL.A I Ponic og Einar, Ernir Astro og Helga. Bendix, Solo, Sextett Jóns Sig., Tríó. Kátir félagar — Stuðlar. Tónar og Asa Mono Stereo. Hlióm- sveit Hauks Mortens. — Geislar frá Akureyri Pétur Guðjónsson. Umboð Hljúmsveiia | Sími-16786. slmi 22140 Fréttasnatinn (Press for time) * Sprenghlægileg gamanmynd i litum frá Rank. Vinsælasti gam anleikari Breta, Norman Wis- dom leikur aðalhlutverkið og hann samdi einnig kvikmynda handritið ásamt Eddie Leslie. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9 18936 Porgy og Bess Hin heimsfræga stórmynd f lit um og Cinema Scope með Sidney Poitier Endursýnd aðeins í dag kl. 5 og 9 Dvergarnir og frumskóga-Jim Sýnd kl. 3 Slmi 11544 Elsku Jón íslenzkur texti Stórbrotin og djörf sænsk ást arlífsmynd. Jari Kulle Christine Scollin Bönnuð yngri en 16 ára Endursýnd kL 5 og 9. síSustu sýningar. Afturgöngurnar Ein af þeim allra hlægilegustu með Abbott og Costello Sýnd kl. 3 T ónabíó Slm 31182 Hættuleg sendiför (Ambuch Bay) Hörkuspennandi ný amerísk mynd I Utum. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára Ferðin til tunglsins Barnasýning kl. 3 Lokað vegna sumarleyfa GAMLA BIO Sfml 11475 Hugsanalesarinn (The Misadventures of Merlln Jones). Walt Disney-gamanmynd með íslenzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9. Börn Grants skipstjóra Barnasýning kl. 3 Síriii 50249. Fólskuleg morð Spennandi sakamálamynd eft- ir Agatha Christy. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9 Prófessorinn viðutan Sýnd kl. 3 Slm) 50184 Fórnarlamb safnarans Spemnandi ensk-amerisk kvik mynd. Terency Stamp Samatha Eggar íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 9 Hreykslið í kvenna- skólanum bráðfyndin og skemmtiieg þýzik gamanmynd sýnd M. 5 og 7 Lína langsokkur Barnasýning kl. 3 W7i 4198£ Fireball 500 íslenzkur texti. Hörkuspennandi, ný amerísk kappakstursmynd í litum og Panavision. Sýnd kl. 5,15 og 9 Bönnuð börnum innan 12 ára. Geronimo spennandi Indíánamynd Barnasýning kl. 3 Síðasta sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.