Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 23. júlí 1968. RKÍ fær gjöf frá Kiwaniskl. Köflu. A fundi Kiwanisklúbbs- ins Kötlu fyrir skömmu af- henti Hermann Bridde, fyrir hönd Kötlubræðra, formanni Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands, þrjár slímdælur af AMBU gerð til nota í sjúkra bifreiðum deildarinnar. Dæl- um þessum, sem notaðar verða í sérstökum slysatilvikum verð ur komið fyrir í sjúkrabifreið- um. Hermann Bridde sagði við afhendingu dælanna, að Kötlu bræður vonuðust til þess, að gjöf þessi mætti styrkja þjón- ustu þá, sem Rauði Krossinn veitir borgarbúum. Formaður _ Reykjavikur- deildar R.K.Í., Óli J. Ólason, þakkaði þessa höfðinglegu gjöf. Hann ræddi nokkuð þjón ustu R.K. bifreiðanna hér í Reykjavík síðastliðin 40 ár, og þakkaði jafnframt þann skiln- ing, sem Kiwanisbræður ehfðu sýnt starfi deildarinnar um langt skeið. Hann sagði Reykjavíkurdeild R.K.Í. eiga von á tveim nýjum sjúkrabif- reiðum mjög bráðlega og væri önnur þeirra sérstaklega út- búin fyrir erfiða flutninga. Framkvæmdastjóri Rauða Kross ísland lét þess getið við sama tækifæri, að Rauði Kross íslands mæti mikils þá ágætu hjálp, sem deildir R.K.Í. nytu frá ýmsum félagasamtökum og vildi hann sérstaklega þakka Kiwanisbræðrum fyrir aðstoð við Blóðsöfnun R.K.Í. að und- anfömu. í lok fundarins tók til máls formaður Kötlu, Ásgeir Hjör- leifsson, sem sagðist vona að samstarf Kötlubræðra við Rauða Krossinn mætti verða báðum félögunum til gagns og ánægju. Nýtt kort af Reykjavík í flestum borgum eru til kort sem ætluð eru bæði heima mönnum sem gestum. Er það eitt það fyrsta sem menn afla sér til glöggvunar á viðkom- andi borg. Flest betri og nýrri kort eru með leikningum af helztu styttum og fl. Kort það sem nú er komið á markað á sér nokkurn að- draganda. Um 2 ár eru síðan hafist var handa um teikning- ar af því. Markmið með gerð þessa korts var að gera fallegt og skýrt kort af Reykjavík og nágrenni. Kortið á um leið að vera fullkomlega jafngagnlegt hverjum Reykjavíkurbúa sem og íbúum nágrannabæja, og gestum utan að landi. Einnig og sérstaklega útlendingum sem dvelja hér hvort sem er stuttan eða langan tíma. Kortið tekur yfir allt borg- arstæðið og eru allar götur borgarinnar merktar með heit um og er sérstök götuskrá á kortinu þannig að menn geta auðveldlega fundið þær. í Reykjavík eru nú um 470 göt- ur, í Kópavogi yfir 70 og 18 á Seltjarnarnesi. Öll nýju hverfin eru á kortinu. Þá eru og 135 teikningar af húsum styttum o.fl. er markvert telst. Sérstök atriðaskrá er fyrir hvert bæjarfélag og eru 240 atriði merkt á Reykjavíkur- kortinu sem er skipt í eftir- farandi kafla: Opinber þjón- usta, stjórnsýsla — sendiráð — Ferðalög, flutningar, póst- ur — Gistingar, veitingar — Bankar — Söfn, leikhús, kvik- myndahús — Kirkjur, skólar — íþróttamannvirki, sundlaug ar, böð — Garðar, styttur — Sjúkrahús, ^ elliheimili, lyfja- búðir — Ýmis hús og stofn- anir. Hvert atriði er merkt með þriggja stafa tölu ásamt götu og símanúmeri. Á sérkorti af Árbæ og Breiðholti eru 15 at- riði, á Kópavogskorti eru 29 og Seltjarnarnesi 11 atriði. Uppbygging kortsins er þann- ig að á annarri hlið þess er Reykjavík og hinni sérkort af Árbæ, Breiðholti, Kópavogi og Seltjarnarnesi ásamt götuskrá yfir götur þessara sveitafélaga og atriðaskrá fyrir hvert kort. Kortið er samanbrotið 12x22 cm og fer vel í vasa, en ó- brotið 50x72 cm. Kortinu er einnig öllu skipt í merkta hæfi lega stóra reiti til þess að auð veldara sé að finna atriði og götur. Byggð svæði, óbyggð svæði og gróið land hafa hvert sinn lit. Nokkrir útsýnisstaðir eru merktir og svo mætti leng ur telja. Kortið er prentað í Setberg og er í 6 litum hvorumegin. Myndamótin eru gerð í Litróf og allar teikningar á Auglýs- ingastofu Gísla B. Björns- sonar. Hjalti Kristgeirsson hag fræðingur var útgefendum til aðstoðar við atriðaskrá og setti upp tölukerfi kortsins. Pétur Karlsson annaðist ensku þýðinguna, en kortið er gefið út á íslenzku og ensku. Kortið er teiknað í samráði Framhald á ois. 14. TIMINN Vestmannaeyingar horfa á vatnsbununa á laugardag: (Tímamynd: HE) HORFT Á BUNUNA KJ-Reykjavík, mánudag. Múgur og margmenni safinaðist saman á Nautshamarsbryggju í Vestmannaeyjum á laugardaginn, er opnað var fyrir vatnið í Eyj- um. Var greinilegur gleðisvipur á hverju andliti, er vatnið bun- aði úr leiðslunni, um borð í kapla skipinu, og niður á bryggjuna. Fánar blökktu víð hún í Eyj- um á laugardaginn, og í höíninni Hin árlega Hólahátíð verður að þessu sinni sunnudaginn 4. ágúst n. k., „verzlunarmannadaginn“. Að venju verður þar guðsþjónusta, sem hefst kl. 2 e. h. Seinni part dagsins verður samkoma í kirkj- unni, þar sem flutt verður erindi og vönduð tónlist. Á sama tima verður væntanlega barnasamkoma í íþróttahúsi Hólaskóla. Aðalfund- ur Hólafélagsins verður kl. 11 f. h. sama dag. Biskup Islands vígir á þessari hátíð kirkjuklukkur þær, sem til- kynnt var, að íslenzka þjóðin gæfi Hóladómkirkju á 200 ára afmæli kirkjunnar 1963. Klukkurnar, sem eru 3, verða settar í kirkjuturn- höfðu fánar verið dregnir að húni um borð í skipum og bátum sem þar lágu. Um klukkan þrjú siafn- aðist saman mikill mannfjöldi nið ur á Naustlhamars'bryggju, og var greinilegt, að Eyjiabúar ætluðu ekki að missa af þvi að sjá fyrstu vatnsdropana, sem komu úr leiðsl unmi, sem flytur þeim vatnið um 35 km. leið, og þar af eru um 13 km. neðansjávar. inn, sem jafnframt er minnismerki Jóns Arasonar. Ein klukknanna ber áletrun tekna úr skáldskap hans, önnur áletrun, sem er and- látsbæn heilags Jóns Ögmundsson- ar og hin þriðja áletrun úr sálmi, sem talinn er eftir Guðbrand biskup Þorláksson. Hólafélagið, sem fyrir hátíðinni stendur, væntir þess, að Norðlend- ingar og ferðamenn, sem væntan- lega verða margir í Norðurlandi um þessa helgi, fjölmenni heim að Hólum þennan dag. Nánar verður sagt frá hátíðinni síðar. (Frá Hólafélaginu). Fjöldi gesta kom til Eyj.a af þesisu tilefni og voru þar á mteðal ráðhcrrarnir Ingólfur Jónsson og Eggert G. Þorsteinsson, nokkrir þingmenn Suðurlandskjördæmis, bankastjórar, og fleiri, sem hafa unnið að því að hin langjþráði vatnsdra-umur Eyjabúa myndi ræt ast. Klukkan að ganga fjögur hélt Magnús Magnússon, bæij'arstjóri, ávarp, og tók að því loknu tapp- ann úr leiðslunni, sem hafði verið skreytt í tilefni dagsins. Bunaði vatnið síðan niður á þilfarið á kaplas'kipinu, en flóði síðan út á bryggjuna, og var mikil gleðisvip- ur á viðstöddum, er vatnið bunaði úr leiðslunni. Fólkið hrópaði húrra hvert í kapp við annað og lófatakið dundi í hinu stillta og góða veðri. Að þessari athöfn lokinni var gesturn boðið í siglingu í ^krimg um Eyjar með vitaskipinu Árvak. Síðar var um tvö hundruð manns boðið til veizlu í samkomuhúsi Vestmannaeyinga, og voru þar á meðal margir þeirra, sem un.nið hafa að lagningu vaitnsleiðslunn- ar. Forseti bæjarstjórnar, Sigur- 'geir Kristjánsison, bauð gesti velkomna, og þakkaði öllum, sem lagt höfðu vatnsmálinu lið. Þá fluttu ræður og ávörp: Magnús Magnússon bæjarstjóri, sem talaði fynstur og rakti í ítarlegri og Framhald bls 14 Hólahátíð verður haldin 4. ágúst Höfundur „Don Cumillo" látínn NTB-Bologna, Ítalíu. ítalski rithöfunduriiin, Giovanni Guareschi, maðurinn, sem skapaði hinn baráttuglaða þorpsprest, Don Camillo, lézt í dag af völdum hjartaslags. Guareschi hlaut heimsfrægð fyrir söguflokk sinn af prestinum Don Camillo og ferðalögum hans með kommúnistískum borgarstjóra í litlum ítölskum smábæ. Fyrsta bókin í flokknum bar heitið „Hinn litli heimur Don Camillos“ og kom hún mönnum í gott skap hvarvetna í heiminum. Margir muna örugg- lega eftir kvikmyndinni Don Cam- illo, en þar lék franski leikarinn Fernandel aðalhlutverkið. Árið 1955 var Guareschi settur í fangelsi vegna ærumeiðinga og sat hann inni í 13 mánuði. Hann hafði birt bréf, sem átti að vera skrifað af þáverandi innanríkisráð herra, Alcide de Gaspari, en í því voru áform um sprengjuárás á Róm. Guareschi hefði getað áfrýjað dómnum, en hann neitaði að gera það á þessari forsendu: „Er ekki 45 ára lífsferill minn og heiðarleg vinna nógu mikill siðferðislegur vitnisburður til bess að dæma mig sýknan“? Þessu var svarað neit- andi. Þeir vísuðu á bug öllu mínu lífi, öllu, sem ég hef gert. Slíka móðgun er aldrei hægt að fyrir- gefa. Þess vegna fer ég í fangels- ið“. Guareschi stóð á sextugu, þeg- ar hann fékk slag á heimili sínu í dag, en undanfarið hafði heilsu hans farið hrakandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.