Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 6
unlnoMi-ve9ur Hjolbarðaverkstœðið ■ HRAUNHOLT v/Miklatorg OPIÐ FRÁ 8-22 — SlMI 10300 TIL SÖLU er jörðin Hömluholt í Eyjahreppi, á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jörðin er laus til ábúðar nú þegar. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 15994, í Reykjavík, og. 8255, Stykkishólmi, eftir kl. 8 á kvöldin. ATVINNA Ungur,' reglusamúr maður, getur fengið vinnu í fataverzlun nú þegar. Bréf með upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „Atvinna'. RAFSUÐUT ÆKI handhæg og ódýr. Þyngd 18 kg. Sjóða vír 2,5—3,00 —3,25 mm. RAFSUÐUÞRÁÐUR, góðar teg. og úrval. RAFSUÐUKAPALL 25, 35, 50 mm. S M Y R I L L Ármúla 7. Sím 12260. i Trúin flytur fjöll. — ViS flytjum allt annað SENPIBlLASTÖÐIN HF BlLSTJORARNIR aðstoða r\ ír^n SKARTGRIPIR uwu^=^i^il3.ij=. Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. — [ • SIGMAR & PÁLMI - Hverfisgötu 16 a. Slml 21355 og Laugav. 70. Simi 24910 VELJUM fSLENZKT <M) ISLENZKAN IÐNAÐ TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 23. júlí 1968. Þeir hætta ekki ai stunda veiði- skap, sem einu sinni hafa byrjað Nú er bezti trmi laxveiði- mannsins. Langan vetur hefur hann orðið að láta sér nægja að dreyma um liðnar hamingju- stundir við ána, rifjað upp fyrir sjálfum sér og öðrum ýmsar góðar veiðisögur, ekki sízt sög- una um þennan stóra, sem hann missti. En nú er tækifærið. Nú þarf hann ekki lengur að una við endurminningarnar einar, nú getur hann gert orð að at- höfnum. Undanfarnar vikur hafa marg ir veiðimenn tekið veiðistengur sínar og útbúnað og ekið burt frá hversdagsstritinu á vit nýrra ævintýra við veiðiskap. Og hver, sem reynt hefur, vildi ekki enn eyða nokkrum dögum við silfurglitrandi á í sólskini undanfarinna vikna, — virða fyr ir sér óðinshana og endur og ef til vill æðarhjón á ánni, sjá litina í landslaginu sem líkt og hefur tekið ham- skiptum síðan í vor. Og þegar heim er snúið, sakar ekki að hafa veitt einn eða fleiri fallega laxa. En þessi munaður er ekki öllum gefinn nú til dags. Ef þú vilt bregða þér út úr bæn- um að veiða lax þessa dagana, þá kostar þig í flestum tilfell- um, veiðileyfið eitt, á þriðja þúsund krónur fyrir hvern ein- stakan dag. Svo sennilega er hægt að hverfa aftur til náttúr- unnar á ýmsan ódýrari hátt en þann að stunda laxveiðar, en þeir eru samt ýmsir, sem taka laxveiðar fram yfir aðra útiveru og annars konar tómstundagam- an. Gott laxveiðiár Nýlega hittum við að máli Axel Aspelund, formann Stanga- veiðifélags Reykjavíkur og not- uðum tækifærið að spjalla við hann um ýmislegt í sambandi við laxveiðar. Axel hefur um langt skeið verið í stjórn Stanga veiðifélagsins, er áhugamaður um veiðiskap og rekur auk þess sport- og veiðarfæraverzlun, svo að hann er önnum kafinn í þessum málum allan ársins hring. — Hvað segirðu um laxveið- ina í sumar, Axel? — Vertíðin byrjaði mjög vel, að minnsta kosti héi sunnan og vestan lands. Laxagengd virðist vera með meira móti. Skilyrðin í sjónum virðast hafa verið mjög góð undanfarin tvö ár, þegar sá laxastofn. sem nú er að ganga í árnar var að taka út þroska — Útiitið er gem sagt gott. Hvað er þá um eftirspurn eftir veiðileyfum? — Hún hefur verið mikil og kom það nokkuð á óvart, því að það er orðið dýrt að stunda veiðiskap og fjárhagur virðist hafa þrengzt hjá mörgum. Stangaveiðifélag Reykjavíkur selur veiðileyfi í 10 ám, og eru leyfin að heita uppseld fram í miðjan ágúst. Enn má þó fá leyfi í Stóru-Laxá í Hreppum. — Hvert er verðið á veiði- leyfum í sumar? — Það er það sama og í fyrra, 650.00 kr. til 3.200 kr. fyrir eina stöng á dag. En með- alverðið í nokkuð góðum veiði- ám á góðum tfma er 2.300— 2.400 kr. — Þetta er sem sagt dýr munaður. Eru það kannski eink- um auðmenn, sem stunda lax- veiðar? — Nei, ekki hef ég orðið var við það. En þeir, sem hafa tek- ið laxveiðibakteríuna fyrir al- vöru, geta ekki neitað sér um að stunda þetta, jafnvel þótt þeir hafi í raun og veru ekki efni á því. LaxveiSimönnum fer fækkandi Það er orðið mjög dýrt að stunda laxveiðar, enda eru alltaf fleiri og fleiri, sem hverfa frá þeim. Tala þeirra, sem íðka laxveiðar hér á landi, hefur staðið nokkuð í stað ár frá ári, þótt fólkinu fjölgi. Það er ekki til lengur, að menn veiði upp í kostnað. Verðið á laxi inn í verzlanir er 70—80 kr. En ef miðað er við það verð, sem t. d. Stangaveiðifélagið greiðir í leigu fyrir ár, þá kostar að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.