Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.07.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 33. júlí 1968. Útgefandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Lndriði G. Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur l Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi- 19523 Aðrar 9krifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands — I lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Undír svipu Á síðasta vetri varð hér á landi verulegt atvinnu- leysi í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Heimilisfeður urðu að framfleyta fjölskyldum sínum á atvinnuleysisstyrk vikum saman. Þá kom 1 góðar þarfir fyrirhyggja verka- lýðsfélaganna. Hins vegar stafaði atvinnuleysið af því fyrirhyggjuleysi, sem ríkt hefur í stjórnarfari hér á landi í áratug. Afrakstur einstaks góðæris og uppgripa hefur viðstöðulaust brunnið upp í eldi dýrtíðar og óða- verðbólgu í stað þess að verða efling atvinnulífsins er staðizt gæti fyrstu hret, þegar að herti. Það atvinnuieysi, sem nú verður vart„ er því svipa, sem öfugar klær stjórnarfarsins reiða að fólkinu, en atvinnuleysi er einhver mesta smán og átakanlegasta sóun, sem til er í nútíma þjóðfélagi, og ömurlegur vitnisburður um þjóðhagslega forsjá stjórnenda. Það gat verið afsakanlegt böl fyrir þremur eða fjórum áratug- um þegar úrræði þjóðarinnar voru fábreyttari en nú, en sú afsökun er ekki lengur haldbær. Þegar rætt var um atvinnuleysið í vetur, kvað for- sætisráðherra það aðeins vera meinlítið tímaspursmál í nokkrar vikur. Nóg mundi verða um vinnu, þegar vertíð hæfist og síðan sumarannir. Reynslan hefur nú sýnt, að þetta voru óábyrg orð til þess eins fallin að gera illt verra og koma í veg fyrir, að ástandið væri litið réttum alvöruaugum. í vor fengu hundruð ungra manna og kvenna, einkum skólafólkið á aldrinum milli fermingar og tvítugs enga viðhlítandi sumarvinnu. Og atvinnuleysið hefur á síðustu mánuðum náð langt út fyrir raðir þeirra. Það sýna gerla uppsagnir aldraðra manna hjá fyrirtækjum í Reykjavík, eins og nýlega hefur verið gert að umræðuefni, og eru allt annað en skemmti- legur vitnisburður. Fyrir nokkrum dögum birtist hér í blaðinu táknræn mynd. Fosskraft, aðalverktaki við Þjórsárvirkjun, aug- lýsti eftir fáeinum verkamönnum. Á tiltekinni stundu myndaðist löng biðröð við skrifstofudyr, fjórum eða fimm sinnum fleiri en ráða átti. Þarna biðu í vonleysi ungir og hraustir menn, sem fá ekki að vinna sér inn námseyri fyrir næsta vetur, og eldri verkamenn. Þetta gerist nær því í hvert skipti, sem auglýst er eftir mönn- um í vinnu. Framboðið er miklu meira en eftirspurnin. Hundrað manna trúnaðarráð Dagsbrúnar hefur ný- lega fjallað um þessi mál, og ályktun þess, gerð í miðjum júlí, á þeim tíma, sem íslendingar hafa sjaldan séð fram úr önnum, er athygliverð. Þar segir: „Um nokkurn tíma hefur verulegur samdráttur verið í íslenzku atvinnulífi og fjárhagskreppa. Af þessum sök- um varð hér tilfinnanlegt atvinnuleysi á s.l. vetri í fyrsta sinn um fjölda ára, og nú í miðjum júlímánuði er fjöldi skólafólks, sem enga sumarvinnu hefur fengið ,og nokk- uö ber einnig á atvinnuleysi meðal almenns verkafólks. Slíkt ástand hefur verið óþekkt á þessum árstíma hér um slóðir í áratugi. Fundurinn telur alvarlega hættu á, að unglingar frá efnaminni heimilum verði að hætta námi, ef þeir fá ekki atvinnu yfir sumarmánuðina, en þá blasir við sú geigvænlega þróun þessara mála, að framhaldsmenntun vérði forréttindi efnameiri stétta þjóðfélagsins". í framhaldi af þessu er svo bent á, að fyrirsjáan- legt sé mikið atvinnuleysi í haust og vetur, og því verði stjórnarvöld að huga að ráðstöfunum í tíma. Þannig er íslenzka þjóðin stödd eftir tíu ára „við- reisn“ að svipa atvinnuleysisins, böl átakanlegustu sóun- ar í nútima þjóðfélagi, er reidd yfir henni í hendi dug- lausrar óráðsstjómar í landinu. ___TIMINN r-"Bi - ■■■—1 ■■■ ■- —.................. ■- ■■ JAMES RESTON: dánægja í báðum flokkum með framboð Nixons og Humphreys Kjósendurnir, sem heima sitja, kunna að ráða úrslitum. McCarthy er miklu máttugri en hann hyggur. Hjáseta fylgismanna hans gæti fellt Humphrey, þrátt fyrir meirihluta Demókrataflokksins. HER á eynini Marbhaá Vine- yard má sjiá þess allgóð dæmi, hver vandi blaisir bæði við Republikan aflokknum og demó krataflokknum í forsetakosning unum. íbúar eyjairinnar eru að eðlisfari íhaldssamir og fylgja því Republikanaflokkn- um yfirleitt af fornri hefð. Þeir, sem hér búa allt árið, eiga það að minnsta kosti sam- eiginlegt með sumargestunum, að þeim er íhaldshmeigðin yfir- leitt í blóð borin. Sá eini stjórn málaáróður, sem hér verður vart, er þó hvorki rekinn í þágu þeirra Nixons eða Hump hreys, heldur McCarthy. til framdráttar. ÞESSI áróður er að vísu ekki fyrirferðarmikill, Flestir íbúanna hafa gefizt upp á að reyna að ráða leyndardóma stjórnmálanna. Sumarið ríkir hér á Vineyard, eyjan er mjög fögur og fiskurinn er gengian. Gömlu íbúðarbúsin enduróma starf afa og ömrnu og litlu barnanna og gefa ótvírætt til kynna, að fjölskyldulífið er íbúunum miklu hugstæðara en stjórnmálalífið. Þegar krakkarnir eru á bak og burt, að kvöldinu safnast full- orðna fólkið saman og masar um forsetakosningarnar. Við síðdegisdrykkjuna hneigist tal manna bæði að Repúblikana- flokknum og Demókrataflokkn um, en McCartjhy er þó aðal umræðuefnið, vegna þess, að hann er eins konar samnefn- ari fyrir óánægju bæði demó- krata og repúblikana með væntanlegt val þeirra beggja Nixons og Humphreys sem framibjóðenda. MJÖG augljóst er, að ábyggj úr út af því, hvaða stefnu kosningabaráittan tekur, er hið eina, sem er sameiginlegt flest um ákveðnum flokksmönnum. Republikanar eru engu ánægð- ari með Nixon og demókratar með Humphrey. Hið eina sem getur fengið republikana til að sætta sig við Nixon og demó- kratana við Humphrey, er, að láklega segj hvorugur þeirra satt. Báðir mæli þeir með þvi að halda Vietnam-styrjöldinni áfram á svipaðan hátt og gert hefur verið, en ef annar hvor þeirr næði kosningu, myndi hann sennilega reyna að binda endi á hana. Enginn talar um McCarthy á þann hátt, að til mála geti komið að hann hafi möguleika á að komast áfram. Satt að segja bera áköfustu stuðnings- menn McCarthys sér sjaldan í munn, hvers konar forseti hann yrði. Þeir hugsa um hann sem andmælatákn og ræða um hann eins og hann byggi ekki yfir neinum raunverulegum styrk. ÞETTA kann að vera $ann- McCarthy leikanum samikvæmt. McCart- hy dregur sjálfur afl sitt mjög í efa ,en bonum kann að skjátl ast. McCarthy-hreyfingin er miklu stærri og máttugri en McCarthy sjálfur og ef til vill reynist hann þess ekki megn- U'gur að ráða við hana. Hann hefur sagt skírt og skorinort, að hann muni ekki taka að sér forustu þriðja eða fjórða flokksins í baráttu við Demó- krataflokkiinn og Republikana- flokkinn,, en nái hann ekki út- nefningu gæti svo farið, að það, sem hann nú segir, verði ekki ofaná. Oánægjan með þá Nixon og Humphrey er sjálfsagit afl, sem má sín mikils. Þess verður hvarvetna vart, ekki aðeins hér á eynni, heldur og i New York, Washington og út um allt land. Vera má, að þetta afl hrökkvi ekki til að koma í veg fyrir að þeir Nixon og Humphrey verði tilnefndir sem frambjóðendur ,en velji flokks þingirn þá til framboðs, gæti enn svo farið að hinir óá- nægðu réðu úrslitum kosning anna. FYLGISMENN McCarthys eru og hafa ávallt verið mikil vægasti þáttur þeirrar hreyfing ar, sem fyrir framboði hans berst. Þeir þyrftu ekki annað en að leiða kosningarnar hjá sér, þá gæti svo farið. að hjá- seta þeirra, ásamt andstöðu hægri aflanna í flokknum, sem fylkja sér um George Wallace, hrykki til þess að Humphrey biði ósigur. Þessu ættu fulltrúarnir á flokksþingi Republikana, sem saman kemur snemma í ágúst á Miami Beach, sannarlega að veita nána athygli. Þeir gieta að sjálfsögðu valið Nixon, Rocke- feller eða bvern annan, sem þeim sýnisit sem frambjóðanda, en ákvörðun þeirra hefur senni lega mikil áhrif á það, hvernig fylgismenn McCarthys bregðast við í nóvember. Enda þótt að stuðningsmenn McCarthys séu mjög andistæðir vali Humphreys eins og sakir standa eiga þeir sennilega dá- lítið erfitt með að leiða kosn- ingarnar alveg hjá sér ef hann verður fyrir valinu. Þeir kynnu að gera það ef Repuhlikana- flokkurinn tilnefndi Rockefell- er sem forsetaefni, em ósenni- legt að þeir sitji heima til þess að fella Hum.phrey og stuðla á þann hátt að kjöri Nixons. VEL má vera, að andstaðan innan beggja flokka gegn fram boði þeirra Nixons og Hump- hreys, sé vanmetin til veru- legra muna enn sem komið er. Geta má þess sem dæmis, að ritstjióri vikublaðsins „The Cape Codder“, sem gefið er út hér í byggðarlaginu, birtir nú í blaði sínu nöfn og heim- ilisfang allra fulltrúanna á flokksiþingum Republikana og Demókrata í ágúst. Hann segist gera þetta til þess, að „kjós- > endur geti skrifað þeim, símað til þeirra eða flutt hermanna- beddana sína inn í skrifstof- urnar hjá þeim“, til þess að gera þeim ljóst, hve kjósend- ur eru almenmt óánægðir með þá báða sem frambjóðendur, Nixon og Humphrey. Sennilega reynast ritstjórar og kj'óisendur yfirleitt ekki svona forsjálir og fulltrúarnir á flokksþingunum útnefni þá að lokum Nixon og Humphrey, án þess að til alvarlegra and- mæla komi af hálfu nágranna þeirra, en þar með er þó hvergi nærri búið að kveða niður vandræðin, sem hvarvetna blasa við augum, bæði hér og annars staðar. Vel getur svo farið að lok- um, að þeir kjósendur, sem heima sitja, ráði úrslitum kosn inganma, og þarna liggur mesti vandinn, sem Hum.phrey og Demókrataflokkurinn eiga við að stríða. Flokkurinn á í raun og veru meirihlutann vísann meðal kjósendanma. En eigi það að hrökkva til verður að fá þá til að koma á kjörstað og kjósa, en til þess eru þeir ekki meira en svo iíklegir ef flokkurinn heldur áfram að hundsa fylgismenn McCarthys og Republikanaflokkurinn held ur fast við að eiga allt sitt undir Nixon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.