Tíminn - 07.08.1968, Blaðsíða 5
MIÖVIKUÐAGUR 7. ágúst 1968.
TIMINN
Frá Hólmavík.
ÓLAFUR ÞÓRÐARSON:
FRA STRONDUM
Undanfarið hef ég fengið tæki-
færi til þess að kynnast nokkuð
Ströndum og Strandamönnum.
Þeíta er að ýmsu leyti sérstæð
byggð. Strandlengjan er æði löng.
Það er á þriðja hundrað kílómetra
akstur frá Brú við botn Hrútaf jarð
ar og norður í Ingólfsfjörð, en
lengra nær byggðin ekki í dag.
Þar fyrir norðan er mikið svæði,
sem nú er aTlt'komið í eyði, enda
vegalsast.
Strax og ég kom í Hrútafjörð-
inn vöktu hinar grösugu hlíðar og
ásar athýgli mína. Landið virtist
grasi gróið eins langt og augað
eygði upp á heiðar. Það er ólíkt
því, sem ég á að venjast vestur
á fjörðum, þar sem hlíðar eru
brattar, skriður miklar og fjöllin
nakin. Hér er eflaust að finna eina
skýringuna á því, að fallþungi
sauðf jár á Ströndum hefur ávallt
verið einn sá hæsti hér á landi.
Þannig er landið allt norður í
Bjarnarfjörð. Þar fyrir norðan tek
ur við 40 km. strandlengja, sem
komin er í eyði, enda undirlendi
minna en annars staðar &r Strönd-
um og fjöllin brattari. í Árnes-
hreppnum breytist landslagið aft-
ur. Þar er undirlendi meira en
flesta mundi gruna og víða fagurt
um að litast.
Stöðiir skólalækna
við nokkra barna- og gagnfræðaskóla borgarinn-
ar eru lausar til umsóknar.
Umsóknir sendist Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
fyrir 31. águst n.k.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
Staða lyflæknis
Sjúkrahús Akraness óskar að ráða sérfræðing í
lyfílæknissjúkdómum næsta haust, eða samkvæmt
samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um
námsferil, og fyrri störf, sendist til stjórnar
Sjúkrahúss Akraness fyrir 1. október n.k.
Stjórn Sjúkrahúss Akraness.
Trúin flytur f jöll. — Við flytjum allt annað
SENDIBfLASTÖDIN HF
BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA
Þannig eru Strandirnar í fáum
orðum, grasi grónar faeiðar og dal-
ir, víðast á móti opnu hafi og
norðanvindum. En hvernig er þá
fólkið, sem þetta svæði byggir?
Bæirnir eru víða reisulegir og má
þar' sjá, að vel er búið. Annars
staðar er ljóst, að mikil breyting
hefur orðið á högum fólksins und
anfarin ár, einkum þar sem treyst
var á sjóinn að verulegu leyti. Á
Hólmavík og Drangsnesi er svipað
um að litast, eins og í flestum ís-
lenzkum sjávarþorpum. Útgerðin
er þó minni en áður var, þegar
Húnaflói varð fuilur af fiski.
Djúpavík, hins vegar, er eins og
draugaþorp. Síldarverksmiðjan
mikla rotnar niður og bryggjan er
komin að falli. Þarna búa aðeins
fáeinar manneskjur, þar sem áður
var ys og þys og silfri var ausið
úr síldartorfunum á Húnaflóa.
Þetta er átakanleg sjón. Hún vek-
ur mann ósjálfrátt til umhugsun-
ar um hinn viðkvæma íslenzka þjóð
arbúskap.
Við Ingólfsfjörð stendur annar
minnisvarði síldarævintýrisins,
önnur kyrrlát sfldarverksmiðja.
Fiskleysið á Húnaflóa hefur
haft mikil áhrif á lífskjör á Strönd
um, sérstaklega nyrzt, þar sem
sjávaraflinn var mikill hluti af
tekjum íbúanna.
¦ Strandamenn hafa reyndar van-
izt harðæri og ýmsum erfiðleik-
um. Hér hefur hafís oft legið við
strendur og valdið bæði bændum
og sjómönnum erfiðleikuni. Enn
hefur hafísinn þrengt hagi Stranda
manna. Þegar ég kom hingað norð-
ur í fyrrihluta júlímánaðar va^
ís enn þá á Hrútafirði. Vetrarver-
tíðin fór að mestu forgörðum, bát-
arnir komust ekki á sjó frá aprfl-
byrjun *il loka júnímánaðar, að
heita mátti. Grásleppuveiðarnar
urðu með minnsta móti vegna íss-
ins og neratjón varð mikið af hans
völdum.
Kal er gífurlegt í túnum bænda,
eins og alþjóð veit. Kuldinn og
þurrkarnir frameftir sumri ullu
mönnum jafnframt miklum áhyggj
um. Það sem gat sprottið, fékk
ekki skilyrði til þess að spretta.
Það má aieð sanni segja. að ástand
ið hefur verið allískyggilegt.
Hið alvarlega ástand virðist nú
heldur nafa Datnað. Bátarnir
fengu sæmilegan afla á færum eft-
ir að ísinn fór að fjarlægjast. Það
var þó að vísu aðeins fremur stutt-
an tíma. Þessi afli úr Húnaflóa,
sem Strandamenn eru orðnir óvan-
ir síðustu árin, virðist þó hafa
hleypt nokkru lífi í tuskurnar. Nú
sækja sjómenn af krafti, þótt langt
sé að fara í fiskinn.
Selveiðarnar hafa reynzt sæmi-
legar í ír og reki hefur verið
nokkur.
Nú síðustu dagana hefur verið
dálítil væta og hlýtt. Grasið hefur
því sprottið vei, það sem getur
sprottið. Víða blasa ' hins vegar
við stórir flákar af arfa á hinum
miklu kalsvæðum. Margir bændur
hafa gripið til grænfóðursræktar.
Óvíst er þó enn hvernig tekst til
með hana. Þótt ástandið sé þann-
ig heldur skárra en það virtist,
má segja, að víða ríki _ neyðar-
ástand í landbúnaðinum. Án mjög
verulegra heykaupa og einhvers
konar aðstoðar frá hinu opinbera,
er ljóst, að varla verður forðað
töluverðum niðurskurði búpenings.
Bændur líta eðlilega til ríkis-
valdsins eftir aðstoð. Það er sú
samtrygging, sem hlýtur að hlaupa
undir bagga, þegar neyðarástand
ríkir í einstökum landshlutum.
Kuldanum og kalinu má líkja við
fellibylji og flóð í öðrum löndum.
Þá skýra fréttirnar venjulega frá
mikilli aðstoð hins opinbera í við-
komandi löndum. Sumum þykir rík
isvaldið hér vera heldur seint að
tilkynna hvað það muni gera til
aðstoðar. Efnahagslegt hrun heils
byggðarlags er vissulega þjóðar-
böl. Slíkt gæti haft víðtæk áhrif
og orðið dýrkeypt íslenzku þjóð-
inni. Skjót og markviss aðstoð
hins opinbera í slíkum tilfellum
er réttmæt og sjálfsögð.
Vorkuldar og kal ættu raunar
ekki að vera nýtt fyrir íslenzku
þjóðina. Annálar skýra frá mörg-
um slíkum málum, og þau eru jafn
vel í mannaminnum. Þrjú kalsum-
ur í röð ættu að sannfæra okkur
um það að gera verður ráðstafan-
ir til þess að tryggja öryggi þess-
ara byggða. Hugmyndin um hey-
forðabú á miklu fylgi að fagna.
Flutningar á heyi eru nú ólíkt auð
veldari en þeir voru, eftir að farið
var að vélbinda það og búa til hey-
köggla. Þessari hugmynd þarf að
hrinda í framkvæmd hið snarasta.
Sumir lesendur kunna að vísu að
segja, að eins mætti leggja niður
búskap í þessum landshlutum.
Þeir vita ef til vill ekki, að á
Ströndum stendur sauðfjárræktin
með einna mestum blóma hér á
landi. Þar hefur faflþungi dilka ár
eftir ár verið meiri en víðast ann-
ars staðar. Þarna eru mikil beiti
lönd og uppblástur og eyðing lítil.
Ljóst er, að sauðf járræktin á ólíkt
meiri rétt á sér hér en á Suður-
landi, þar sem landsauðn er að
verða á stórum svæðum vegna of-
beitar, og afurðir sauðfjárins eru
aðeins hluti af því, sem gerist á
Ströndum.
í sveitunum er mikið rætt um
skipulagsmál landbúnaðarins. eða
réttara sagt skipulagsleysi þeirra.
Menn minnast Þess þegar offram-
leiðsla var á mjólk og bændur
voru hvattir til þess að fækka kún-
um en auka sauðfjárræktina. Þá
varð offramleiðsla, á kjöti og upp-
blástur landsins jókst. Allt fram
á síðustu daga hefur verið unnið
að myndun nýbýla, góðum jörðum
hefur verið skipt og þær gerðar að
smábýlum á sama tíma og áróður
er rekinn fyrir stækkun búanna.
Mönnum sýnist Ijóst, að í skipu-
lagsmálum eru stór verkefni fram
undan, ekki aðeins á sviði landbún
aðar, heldur einnig í öllum öðrum
atvinnugreinum.
Raunar óttast ég ekki um fram-
tíð Strandanna. Strandamenn hafa
séð hann svartan fyrr. Þeir og for
feður þeirra hafa boðið harðind-
unum byrginn öldum saman og
aldrei látið bugast. Þeir munu
heldur akki bogna nú. Stranda-
meíin eru sannfærðir í trú sinni á
landið og framtíð þess.
œ
A VÍÖÁVANGI
Norræni sumar -
háskólinn
Merkur þáttur í norrænu
samstarfi er Norræni sumar-
háskólinn. Hann er nú a3 störf
um hér á íslandi í fyrsta sinni,
en hefur starfað undanfarin 18
ár. Þátttakendur munu tæp^ega
300 að þessu sinni, þar af um
215 frá hinum Norðurtöndun-
um. Starfi skólans er þannig
háttað, að í ýmsum háskólabæj
um á Norðurlöndum eru starf
andi umræðuhópar, er taka fyr
ir ýmiss konar vandamál líð-
andi stundar. Fulltrúar þessara
starfshópa koma svo saman á
suinri hverju, bera saman bæk
ur sínar og ræða þær hugmynd
ir, sem fram hafa komið í
starfshópunum.
Með starfi Norræna sumarhá
skólans er stefnt að þvi að
koma á samvinnu norrænna há
skólaborgara, sem leggja stund
á sem flestar fræðigreinar til
að ræða vandamál, sem eru
sameiginleg fyrir þaer allar, en
þó utan þröngra marka þeirra,
hverrar um sig. Hér er um
merkilegt starf að ræða, sem
án efa á eftir að draga nokkuð
úr þeim agnúum, sem verða á
því sérfræðingaþjóðfélagi, sem
hútimaþjóðfélag er orðið. Hætt
an er sú, að menn einangrist um
of í fræðigrein sinni og 'oki sig
af fyrir þeim vanclainálum, sem
við er að etja á liinum ýmsu
svi'ðum þjóðfélagsins. Sérfræð
ingurinn þarf að hafa víðan
sjóndeildarhring um önnur
svið þjóðlífsins en sitt eigið sér
fræðisvið.
Embættismanna-
kerfið
Þessa athyglisverðu Iýsingu á
því embættismannakerfi, sem
hefur vaxið og þanist út á
undanförnum árum hraðar en
nokkni sinni fyrr í sögu þjóð
arinnar, gefur að líta í Reykja
víkurbréfi Morgunblaðsins á
sunnudaginn:
„Þegar talað er um ofvöxt-
inn, sem hlaupið hefur f ýmsa
þjónustustarfsemi, verður ekki
hjá því komizt að nefna emb
ættismannakerfið. Það hefur
þanizt út hér á landi eins og
raunar í mörgum löndum öðr-
um. Og þó er sagt, að ætíð
skorti menn við lausn marg-
háttaðra verkefna, og er það
raunar rétt, því að í sjálfu sc^r
er yfirstjórn lítils þjóðfélags
ekki svo miklu fábreytilegri en
efnahagsstjórn stórra rfkja.
Hins vegar hlýtur öllum
þeim, sem eiga mál að sækja
til embættismannanna, að
koma í hug, hvort ekki sé unnt
að viðhafa einfaldari vinnu-
brögð en þar tíðkast. Oftast
þurfa málefni að fara fyrir
fleiri eða færri nefndir og ráð.
Yfirmenn virðast ekki geta tek
ið ákvarðanir nema svo og svo
margar undirtillur hafi um mál
in fjallað, og sannast þá oft að
„folöldin hafa líka stert". Spek
ingslegar umræður og vanga-
veltur geta varað vikum og
mánuðum saman.
Auðvitað er gott að rann-
saka málefni sæmilega, áður en
þau eru afgreidd, en hitt er
verra, þegar sUk athugun kem-
ur i veg fyrir afgreiðslur. Fer
þá ekki hjá því, að mönnum
komi til hugar, hvort ekki væri
betra að veifa stöku sinnum
röngu tré en engu."
En það er ekki nóg að sjá
Prainhald á bls. IS