Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 wmnrn 169. tbl. — Miðvikuagur 14. ágúst 1968. — 52. árg. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Papadopouios sekúndu frá dauðanum NTB-Aþenu, þriðjudag. Gríska forsætisráðherranum, George Papadopoulos, var í dag sýnt banatilræði á hliðar- vegi, 32 km frá Aþenu. Sprengja sprakk á veginum, rétt eftir að bíll forsætisráð- herrans hafð; farið þar yfir. Sá, sem sprengjunni hafði kom ið fyrir og sprengt hana sek- úndubroti of seint, George Panagouiis, fyrrverandi foringi í gríska hernum, náðist skömmu eftir tilræðið, í þann mund að hann var að stíga um borð í hraðbát, sem koma átti honum unda.-i Gríska forsæt- isráðherrann sakaði ekki. Tilræðismaðurinn, George Panagoulis, fyrrverandi lauti- nant í gróska hernum, flúði til ísrael í fyrra eftir valdatöku grísku herforingjastjórnarinn- ar. Panagoulis mun hafa kom- ið fyrir sprengjuhleðslu í yf- irborði vegarir.s, en frá henni lágu kveikiþræðir um fimmtíu metra þangað, sem hann sat og beið komu forsætisráðherr- ans. Öryggisverðir, sem jafn- an eru í fyigd með forsætis- Í1 Framhald á bls. 15. Papadopolus SPANVERJARN IR NÁLGASTNÚ KVERKFJOLL KJ-Reykjavík, þriSjudag. Spánverjar sem eru í leið- angrinum „Vatnajökull '68" lögðu upp frá Jökulheimum 6. ágúst, og síðast þegar til þeirra fréttist, voru þeir komn ir um 30 km. inn á Vatna- jökul, en ekki hefur heyrzt til þeirra í.tvo daga, sem get- ur verið fullkomlega eðlilegt. Þeir eru tíu í þessum leiðangri, og aðaltilgangurinn mun vera mynda- og kvikmyndataka. Sex þeirra fóru á jókul frá Jökul- heimum, og fóru þeir á skíðum og höfðu burðartalstöð meðferð- is. Fyrsti dvalarstaðurinn var Grímsvötn, en núna munu þeir vera á leiðinm þaðan og norður í Kverkfjöll. Ef al'lt gengur sam- kvæmt áætlun, ættu þeir að ná norður af jöklinum núna næstu daga. Samkvæmt upplýsingum Péturs Sumarliðasonar veðurathugunar- manns í Jökulheimum, munu Spánverjarnir hafa fengið sæmi- legt veður á jöklinum, og þeir munu aldrei hafa þurft að halda kyrru fyrir vegua veðurs, sem annars er algengt í jöklaferðum sem þessum. Hinn hópur Spánverjanna hef- ur verið á Sprengisandi, þar sem þeir voru með talstöðvarbíl, og höfðu samband þaðan við félaga sma. Það voru margir sem lögðu leið sína í Nauthóisvíkina í dag, enda skein sólin glatt, en andvarinn var ekki beint hlýr. í skeifunum fyrir ofan fjöruhorðið, lá margt fólk í skjólinu og naut blíðunnar og öðru hvoru fóru sumir í sjóinn til að kæla sig. Þessar þrjár ungu stúlk- ur flatmöguðu á vindsængunum sinum á víkinni, og nutu lifsins. (Tímamynd Kári) VERÐSTRIÐ LÍÚ mótmælir auglýsingu um verð á sjósaltaðri síld EJ-Reykjavík, þriðjudag. Opinbert verðstríð rfkir nú milli Félags síldarsaltenda á Norð ur- og Austurlandi og Landssam- bands ísl. útvegsmanna. Er deilt um verð á sfld, sem söltuð er í veiðiskipum á yfirstandandi ver- tíð, ien ekkert samkomulag hef- ur náðst þar um. Hafa sfldarsalt- endur auglýst verð á þessari sfld, en í dag sendi LÍÚ út yfirlýs- ingu, þar sem auglýsingunni er mótmælt og því lýst yfir, að hún hafi ekkert gildi. Telur LÍÚ, að cf ekki takist samningar „um sanngjarnt verð“, eigi útvegs- menn sjálfir að eiga sfldina, þar til hún verðui seld erlendum kaupendum. Yfirlýsing LÍÚ fer hér á eftir í heild; „Fréttatilkynning frá Lands- sambandi &1. úivegsmanna vegna auglýsingar Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi um verð á sfld, sem söltuð er í veiði- skipum. í síðustu víku áttu sér stað viðræður milli L.Í.Ú. og Félags sfldarsaltenda á Norður- og Aust- urlandi, um verð á sfld, sem sölt- uð er í veiðiskipum á yfirstand- andi vertíð. í þeim viðræðum var upplýst, að margir útvegsmenn hafa sam- ið við einstaka síldarsaltendur um að þeir annist um síldina eftir að hún kemur að landi, en eig- endaskipti að síldinni verði ekki fyrr en við útfhaning. Nú hefur Félag sfldai'saltenda á Norður- og Austurlandi auglýst Framhald á bls. 14. Vænzt mikilla átaka á flokksþingi demókrata NTB-Chigago, þriðjudag. Ótti ríkir nú meðal demó- krata í Bandaríkjunum um að mikil skipulagsleg upplausn muni ríkja á flokksþingi þeirra í Chigago seiiuia í þessum mán uði. Kjörbréfanefnd flokksins hefur borizt kærur varðandi kjörbréf samtals 2.662 fulltrúa, eða sem samsvarar tölu sendi- manna í fuiltrúasveitum frá 14 ríkjum innan Bandaríkjanna. Þetta mikla kæruflóð bætist of an á þann djúpa ágreining sem nú gætir innan Demókrataflokks ins um hvei sé heppilegasti frambjóðandi flokksins til for- setakosninganna. Kjörbréfanefnd flokksins, en formaður hennar er ríkisstjór inn f New Jersey, Richard J. Hughes, mun taka kærurnar til meðíerðar í næstu viku. Hvað viðkcmur kærunum frá sex fylkjanna — Alabama, Georgia, Louisiana, Missisippi, Norður-Carolina og Tennessee — felst í þeim mótmæli gegn því að lituðum er viljandi hald ið utan fulltrúasveitanna, sem Framhald á bls 14 J HALLÓ! „Má bjóða ykkur happdrættis- miða til ágóða fyrir kalrannsóknir" sagði stuttklædda stúlkan hér á myndinni við gesti á Landhúnaðar sýningunni í dag. Innflutningsdeild SÍS efndi til þessa happdrættis í sámbandi við sýninguna, og öUum ágóða verður varið til kalrann- sókna. Aðalvinningur er Scout bif reið en átta vinningar eru ferð og vikudvöl á Smithfield landbún aðarsýninguna í London í vetur. Um leið og gott máleini er stuitt, er von úm góða vinninga. ÍT i mam vn/] Káriú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.