Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 14
14 ------i---------- • ; TÍMINN 4 IfWlKBDACT® 14. igást 1968. KVIKMYND Framhald af bls. 3. verðið hins vegar lægra en vfð- ast hvar. Hæst var verðið á sið asta ári 28 pence fyrir pnndið. Eins og fyrr segir eru markaðir fyrir íslenzkt dilkakjöt nofckuð góð ir í Færeyjum og (þangað er hægt að sel'ja fyrir gott verð 800 tonn árlega. Hefur Sambandið góðar von ir um aukna og bætta markaði í Sviss og viðar. Hins vegar sagði Agnar, að nægilegt fjármagn hefði skort til að halda uppi mikilli aug lýsingastarfsemi fyrir sauðfjiáraf- úrðir okkar, en hún er vitaskuld mjög mikilvæg. Samanliagt verðmæti útflutts skinn- og ullarvarnings ó síðasta ári kr. 50—55 mi'lljónir króna og var útflutningurinn langmestur til Bandaríkjanna. Eftirspurn eftir gærum eykst stöðugt, og helztu kaupendur eru Þjóðverjar, Finnar Pólverjiar, Svíar, Danir og Banda ríkjamenn. Á síðasta ári flutti Samibandið út hrágænnr fyrir 140 —150 millj. króna. KYNBÓTASTÖÐ Framhald af bls. 16 kýr á íslandi hafa stækkað á þessu tímabili. Ástæðan fyrir þessari vaxtaraukningu er fyrst og fremst starfsemi nautgripa- ræktarfélaganna þar sem aðal- áherzla er lögð á kynbætur. Er eingöngu notað úrval gripa til kynbóta og valdar sterkbyggð ustu og holdmestu kýrnar til kynbóta. Einnig er betri fóðrun kúnna ástæða fyrir stækkun stofnsins. Ná kýrnar nú meiri vexti þegar þær eldast en áð- ur var. Því stærri sem gripirn ir eru, þeim mun meira fóður umsetja kýrnar, sem kemur út í auknu mjólkurmagni. Árið 1902 var fyrsta nautgripa ræktarfélagið scofnsett og hófust þá kynbætur nautgripa fyrst hér á landi. Voru naut valin með til- liti til ætternis og farið var að vikta mjólk einstakra kúa og fitumælingar hófust og fylgzt ná- kvæmlega með kálfum undan ein- stökum nautum og kúm. 1906 ‘var meðalfitumagn mjólkur 3,5%. Nú er meðalfitumagnið 4,05%. 1906 var meðalnyt kúa um 2000 kíló, nú er meðalnytin 3600 kíló. Hefur þessi góði árangur náðst með kynbótastarfsemi og betri ræktun og fóðri gripanna. Til gamans má geta þess að „ís landsmethafinn“ meðal kúa, Hjálma frá Tungu í Skutulsfirði, mjólkaði árið 1966 7651 kíló, og mældust fitueiningar mjólkurinn ar 35348. Mjólkurfitan var 4.62%. Athyglisvert er að núverandi með alnyt, 3600 kiló, miðast við naut griparæktarfélögin en í þeim eru ekki allir bænöur landsins. Ef meðaltal alls landsins er tekið er það ekki nema nema 3000 kíló. En markmiðið er að allir bændur landsins gangi í eða stofni með sér slik félög, og sýnir reynslan að það borgar sig fyrir þá og kemur jafnframt til góða fyrirf þjóðfélagið allt. Aðalverkefni nautgriparæktar- ráðunauta og félaga er að leið- beina um fóðrun og hirðingu, að starfrækija sæðingarstöðvar, en þær eru nú fjórar á landinu og auk þesss fjöldi úrtibúa. Reknar eru afkvæmisrannsóknarstöðvar og haldnar nautgripasýningar og þar dæmt úrval og gripir valdir til áframhaldandi ræktunar. Þegar farið verður að djúp- frysta sæðið, verður ekki lengur þörf á nema einni sæðingastöð fyrir allt landið. Þá fylgir einnig sá kostur að ekki þarf að ala kynbótanautin nema tiltölulega stuitan tíma, Verður hægt að taka úr þeim sæði og geyma til langs tíma, en nautin verða felld. Síðan verða afkvæmi einstakra nauta alin í afkvæmisrannsóknar- stöðvum, og reynist afkvæmi ein- stakra nauta ekfci sem skyldi, er sæði úr þeim hent, en ef árangur er jókvæðum eru geymdar birgðir úr beztu nautunum og er hæ,gt að sæða þúsundir kúa úr afbragðs- nauti sem löngu er búið að fella. Gefur auga leið hviíiíkur sparn- aður og vinnu'hagræðing er að slíkum vinnubrögðum. FJÁRHUNDUR Framhald af bls. 16 geta þeir smalað og rekið fé án þess að maður fylgist með þeim, ef hundunum er aðeins sagt hvaða fjárhóp þeir eiga að smala og hvert á að fara með hann. Smalasýningin hefst kl. 17,30. Jóhannes Stefánsson, sagði Tímanum í dag, að hann væri ekki alls kostar öruggur um að hundarnir stæðu sig vel við smölunina á morgun. Bar þar tvennt til. Annars vegar eru þeir óvanir miannfjölda og því umhverfi sem þeir verða að sýna getu sína í á morgun, enda ekki tíðir gestir í höfuðborg inni og hins vegar er féð sem þeir eiga að smala ekki vant smalahundum, öðrum en þeim, sem ólmast um og gelta og jafn vel bíta, en smala ekki af neinu viti. Er því hætt við að féð standi framan í hundunum og hlýði þeim ekki. En von- andi er þessi ótti ástæðulaus og að sýningargestum gefist kost- ur á að sjá hve hægt er að venja fjárhunda vel og hafa gagn af þeim ef rétt kyn er valið og þeir tamdir nægilega vel. Jóhannes hefur fengizt við fjárhundatamningu í fjölmörg ár og selt þá fjárbændum, en segist nú vera hættur hunda tamningu að mestu. Það þýði ekkert að vera að þessu. Flest- ir bændur sem kaupa hundana eyðileggja þö með klaufalegri meðferð. Fjárhunda verður að umgangast með gætni og ef þeir eru skammaðir ög barðir, ef þeim verður á í messunni, hætta þeir hreinlega að smala og verða til einskis nýtir, og geta þeir sem þannig fara með dýrin sjálfum sér um kennt O'g hlaupið sjálfir eftir rollunum út um heiðar og upp á fjlla- brúnir, eins og smalamenn á íslandi hafa tamið sér frá ó- munatíð. Hundar Jóhannesar eru sem fyrr se'gir af skozku kýni og hrein- ræktaðir hér á landi sem slífcir. Eru hundarnir sem sýndir verða fimmti ættliður frá hundunum, sem fluttir voru inn frá Skotlandi á sínum tíma. Jóihannes hefur tam ið fleiri tugi hunda af þessu kyni og haft mest 14 í tamningu i einu. En alltaf á hann einn hund, sem heitir Gári og er Góri sá sem sýndur er á Landbúnaðar- sýningunni, Gárason, Gárasonar, Gárasonar, Gárasonar og er þetta götfugur ættbálkur og ættartalan ósvikin. Að lofcum lítil saga um Jó- hannes og einn fjárhunda hans, ólyginn maður sem eitt sinn var gestkomandii að Kleifum, er heim ildarmaður Tímans fyrir. Jó- hannes hafði lánað nágrauna sín- um afbragðs smulahund daglangt. Um miðjan dag hringdi só, sem fókk hundinn lónaðan og sagði hann vera all ónýtan til að elta fé og gagnslaus við smölun. Jó- hannes spurði hvort hundurinn væri nærri símanum. Hann kvað það vera. — Láttu mig tala við hann. Og hundurinn kom í sím- ann. — Ertu vitlaus, skepnan, hlýðurðu ekki honum Jóni. Hunzfc aztu eftir rollunum hans og hlýddu því sem hann segir þér og vertu blessaður. IJm kvöldið kom nógranninn að skila hundinum og var hinn ánægðasti. Hundurinn hlýddi hverri skipun, eftir að hafa heyrt í húsbónda sínum í símanum, og smalaði af dugnaði það sem eftir var dagsins. Að launum fékfc smalahundur- inn að heimsækja forláta tík sem var á bænum, um kvöldið. DRÁTTARVÉLAR Framhald af bls 3 léitt léttar vinnuvélar í nokkur ár auk náttúi-ulegra landibúnaðartrakt oranna en stærsta dráttarvélaverk í Coventry í Englandi. Sala á þessum nýju þungavinnu vélum mun hefjast hér á landi fyrir alvöru vorið 1960, en þá hafa fyrstu vélarnar verið ár i notkun. MÓTTÖKUR Framhald af bls. 3. á Laxamýri við Laxá í Aðaldal, sem við kölluðum í gamni „Ell- iðaár Akureyringa“. Gafst okkur öllum kostur á að renna fyrir lax á neðra veiðisvæðinu í Laxamýr arlandi með þeim árangri að held ur fækkaði löxunum f ánni þó við gættum að sjálfsögðu fullrar kurteisi í veiðiskapnum, því að laxarnir urðu aðeins þrír. Úr þessu ágæta ferðalagi var ekki komið fyrr en kl. 3 um nóttina og allan tímann var hið fegursta veður. — Gætti nokkurs rígs milli borgarráðsmanna og bæjarráðs- manna, t. d. út at hreppapólitik? — Nei, þvert á móti, allt fór fram í mesta broðerni. Hins vegar sátum við bæjarráðsfund i Ráð- húsi Akureyringa og þar var bor- in fram sú spurning af okkar hálfu, hvort ekki gætti glundroða innan b«ejarstjo,-,,arinnar og hvort ekki væri erfitt að stjórna bænum, þar eð enginn flokkur væri í meirihluta. Fengum við þau svör að bæjarstjórnarmenn væru orðn- ir þessu vanir frá fornu fari og hefðu fyrir löngu komizt upp á lag með að láta þetta ekki há sér. — Eittlivað liefur ykkur verið sagt af tíðarfari og sprettu? — Það vakti turðu okkar. þeg ar okkur var sagt að grasspretta hefði verið með eindæmum góð í Eyjafirði 1 sttmar Síðastliðnar fjórar vikur hefðu t. d verið sér- lega góður heyskaparkafli fyrir Eyfirðinga og hefði þá verið met- heyskapur. Eyfirðingai eru líka þegar farnir að miðla Þingeying um af heyjum sínum og daglega fara margir flutningabflar með hey austur yfir Vaðlaheiði. — Og svo að lokum, Kristján? — Mig langar til að koma á framfæri þökkum til Akureyringa fyrir móttökurnar og viðurgjörn ing allan og vil að lokum taka fram að ferðir sem þessar eru mjög gagnlegar og fróðlegar auk þess að vera hin bezta skemmtun. FLOKKSÞING Framhald af bls. 1 fara eiga á flokksþingið í Chigago. Allir þrfr frambjóðendurnir sem sækjast eftir útnefningu ílokksins sem forsetaefni hans, þeir Hubert Humphrey, Mc Carthy og MeGovern, eru fylgj andi sameiginlegri fulltrúasveit frá Missisippi, og að fram fari frjáls samkfeppni um þátttöku í henni. Stjórnmálafréttaritarar telja að vel geti svo farið að slík fulltrúasveit komi í stað sveitar sem eingöngu yrði skip uð hvítum mönnum. Deilt er á 104 manna sendi- sveit frá Texas, sem álitin er mjög þýðingarmikil, vegna þess að minnihlutahópum, svo sem Mexíkönum og Negrum er nær algjörlega haldið utan hennar. Demókratar sem vinna að framboði McCarthys hafa mót- mælt skipan fulltrúasveita frá Connecticutt, lndiana, Michigan, Minnesota, Oklahoma, Pennsyl- vania og Washington. í flest- um tilfellum vegna óreglu í skipun fulltruanna sem viljandi er beint gegu stuðningsmönn- um McCarthys Á hinn bóginn hefur formaður fiulltrúasveitarinnar frá Georg- íu, Robert S. Vance, krafðizt að allir stuðningsmenn McCarthys á flokksþinginu skrifi undir yf- irlýsingu bai sem þeir skuld- binda sig til þess að styðja hvern þann írambjóðanda sem útnefndur erði á þinginu. Sendisveitin írá Georgiu er skipuð 21 negra og 20 hvítum mönnum og róa meðlimir henn ar að því öllum árum að bola Vance frá furir.annsstöðu sveit arinnar á flokksþinginu. Meðferð allra þessara kæru mála hjá kjörbréfanefnd flokks ins verður að öllum líkindum til þess að leysa úrl æðingi hat- rammt stríð milli hinna f rjáls lyndu — og íhaldssömu afla innan Demókrataflokksins. VERÐSTRÍÐ Framhald af bls. 1 verð á fyrrgreindri síld, sem er mun lægra en Það verð. sem það hafði boðið í lyrrgreindum við- ræðum. Auglýsing þessi hefur ekkert gildi og er hér með mót- mælt af L.Í.Ú., enda ætla síldar- saltendur sér óeðlilegan ágóða af þessari síld, sem f mörgum til- fellum er komin á mjög hátt verkunarstig, begar hún berst þeim í hendur. Takist ekki samningar_ um sann- gjarnt verð, telur L.Í.Ú., að út- vegsmenn eigi „jálfir að eiga sfld- ina, þar til hún verður seld er- lendum kaupendum “ KAUPSTEFNAN Framhald af bls 16 í Leipzig. Vorsýningarnar hafa yfirleitt verið stærri í sniðum og þá nær eingöngu sýndur iðnaðar vnrningur. Á haustkaupstefnunum eru aðallega sýndar neyzluvörur, en í ár verður sú nýlireytni upp tekin að framieiðendur iðnaðar- varnings munu hafa upplýsinga- skrifstofur á kaupstcfnusvæðinu. Haustkaupstefnan í Leipzig verður að þessu sinni haldin dag- ana 1.—8. september, og verður hún töluvert stærri í sniðum en áður, þar eð sýningarsvæðið eykst um 40% síðan í fyrra. Þátttaka i kaupstefnum í Leipzig fer sífcllt vaxandi enda eru þær viðurkéfmd ar sem miðstöð alþjóðlegra við- skipta milli austurs og vesturs. Á kauipstefnunum f Leipzig hefur á síðari árum æ meira verið horf- ið að þvi ráði, að sfcipta sýning- unum niður í vöruflokka eða teg- uindir í stað þess að hvert land hafi sérstaka samsýningu á fram- leiðsluvörum sfnum. Auðveldar þetta gestum kaupstefnunnar mjög að skoða sýningamar og fá yfir- lit yfir það sem er á boðstólum. Haustkaupstefnunni nú er sfcipt í 30 vöruflokka. Yfir 6000 fyrirtæki frá 55 lönd- um hafa þegar tilkynnt þátttöku siná og munu þau sýma á 145 þúsund fermetra svæði. — Gert er ráð fyrir að til Leipzig komi um 225 þúsund kaupsýslumenn frá 80 löndum sýningardagana. Til samanburðar má geta þess, að sýningarsalir kaupstefnunnar eru á við 70 Laugardatohallir að stærð. Tólf sósfalistaríki sýna á 90 vörufl.okka-svæðum og í 3 sam- sýningum á 7500 fermetrum. — Eru það Sovétríkin, Alþýðulýð- veldin Pólliand, Tékfcóslóvakía, Ungverjaland, Búlgaría, Rúmenía, Júgóslavía, Mongólía, Albanía, Vietnam og Kúlba. Frá 15 þróunarföndum verða sýningardeildir. Þar verður eins og áður Indland með stærstu sýn inguna. Frtá löndum Araba ber mest á deildum Sameinaða Ara- biska lýðveldisins og Sýrlands. — Frá Suður-Ameríku er deild Brazilíu stærst. 17 fyrirtæki frá 27 kapítalisk- um iðnaðariöndum taka þátt í hiaustsýninguuni í Leipzig. Þau sýna í nær því öllum 30 vöru- flokfcunum á 19 þsúund ferm. og hafa að auki upplýsingaskrifstof- ur fyrir fjárfestingarvörur. Eink- um má nefna myndarlegar sjávar- afurðadeildir Finnlands og Sví- þjóðar, Noregs, Danmerkur, Bret lands og Japans. — Frá Vestur- Þýzkalandi sýna fyrirtæfci á 6 þús. fermetra svæði og Vestur- Berlín hefur skrifað sig fyrir 1700 fermetrum. Þá verða og sýningardeildir frá Bandaríkjunum og Kanada, yfir 3000 fyrirtæki frá Þýzka alþýðu- lýðveldinu söna á 118 þúsund fer rnetra svæði neyzluvörur, sem sam svara ýtrustu kröfum um gæði og ber mikið á sýningum. Álhugi DDR fyrir þessari sýn- ingu er m.jög mikill, sem má og ráða af því hversu veigamikfll þáttur framleiðsla á afurðum létt iðnaðar og matvæla er í útflutn- ingi landsins. Útflutningur á þess um vörum nam á s.l. ári 19,3% af heildarútflutningi og af inn- flutningi 23,3%. Engin islenzk sýningardeild verð ur á haustkaupstefnunni í ár og verður það að teljast mikill skaði. Á undanförnum árum hafa SÍS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna verið með sýningardeildir af og til Um tuttugu manna hópur Ís- lendinga hefur þegar ákveðið að fara á kaupstefnuna í Leipzig og búast má við að fleiri bætist f hópinn. Benda má á, að mjög hentugar beinar ferðir verða frá Kaupmannaihöfn daglega með flug félaginu Interflug, en einnig eru hentugiar flugferðir með viðkomu í London, Amsterdam og Brussel. Umboð Kaupstefnunnar í Leipzig hér á landi annast fyrirtækið „Kaupstefnan" og eru fáanleg hjá því sýningarskírteini auk þess sem þar eru veittar allar frekari upplýsingar. í sambandi við kaups'tefnurnar í Leipzig er jafnan efnt til mjög fjölbreyttfra skemmtana á sviði tónlistar og leiklistar í borginni, auk þess er margt annað sem aug að gleður, svo sem ýmsar sérsýn- ingar og söfn. Veitingar og önnur þjónusta verður eins og að undan förnu. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakkir til allra þeirra sem glpddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmæli mínu, 28. júlí síðastl. — Guð blessi ykkur öll. Sigfús Stefánsson, Selási 19, Egilsstöðum. Ég þakka öllum þeim sem heiðruðu mig með skeyt- um, gjöfum og heimsóknum á fimmtugsafmæli mínu þann 28. júlí s.l. Sérstaklega vil ég þakka svejtungum mínum hina stórhöfðinglegu gjöf. Guð blessi ykkur öll. Kjartan Pálsson, VaSnesi, Grímsnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.