Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 13
Heimsliðið sigraði
Tékkana 24-21
Aðeins tveir Norðurlandabúar
voru valdir í ,,heimsliði3“ í hand
knattleik, sem lék gegn tékknesku
heimsmeisturunum í Karviná á
sunnudaginn. Það voru þeir Car-
sten Lund frá Danmörku og
Lennart Eriksson frá Svíþjóð.
Leiknum lauk með sigri „heims
liðsins" 24:21, en í hálfleik höfðu
Tékkarnir yfir 16:13. Gruia frá
I Rúmeniu skoraði flest mörk fyrir
| „heimsliðið" eða 6 og Lubking frá
1 Vestur-Þýzkalandi skoraði 4 mörk. i
Báðir þessir handknattleiksmenn i
hafa oftar en einu sinni leikið á ;
íslandi. Þess má geta, að Carsten ,
Lund skoraði 1 mark. :
Um 8 þúsund manns sáu leikiun, j
sem fram fór í Karviná, eins og j
fyrr segir.
Staðan í
Danmörku
Staðan í 1. deildar keppninni í
Knattspyrnu í Danmörku er nú
þessi:
KB lll 7 1 3 21:13 15
Vejle 11 7 1 3 22:14 15
B-1909 11 6 3 2 20:17 15
Esbjerg 11 4 4 3 14:12 12
AB 11 6 0 5 15:15 12
B-1913 11 4 4 3 17:15 12
Hvidovre 11 5 1 5 16:10 11
Frem 11 3 5 3 14:13 11
Horsens 11 3 5 3 14:18 11
AaB 11 2 5 4 15:18 9
AGF 11 1 3 7 4:19 5
OB 11 2 0 9 11:19 4
Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, hófst enska deildarkeppnin s. I. laugardag. Myndin að ofan er frá leik
nýliðanna, QPR og Leieester, en honum lauk með jafntefli, 1:1. Þess má geta, að uppselt var á leikinn.
MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst 1968.
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
Fram getur náð
öðru sæti í kvöld
— vinni liðið Eyjamenn, en þeir munu örugglega selja sig dýrt.
Alf.—Reykjavík. — Þó að
KR-ingar hafi mikla mögu-
leika á að hljóta ísiandsmeist
aratitilinn í knattspyrnu í ár,
er engan veginn hægt að
segja, að spennan í mótinu sé
búin. Eitt lið hefur möguleika
á að fylgja KR eins og skugg-
inn, nefnilega Fram, sem
yrði aðeins einu stigi á
eftir KR, takist liðinu að
sigra Vestmannaeyinga í
kvöld. KR hefur 12 stig eftir
8 leiki, en Fram er með 9
stig eftir 7 leiki og hefur því
möguleika á að komast í 11
stig eftir 8 leiki.
Leikur Fram og Vestmanna-
eyja í kvöld hefst kl. 19.30 á Laug
ardalsvelli og er fólki sérstak-
lega bent á breyttan tíma. Fyrri
leikur þessara liða var mjög jafn
og spennandi, en honum lauk
með 4-2 sigri Fram. Víst er um
það, að Eyjamenn munu selja sig
dýrt í kvöld. Þeir eru enn í fall-
hættu og hvert stig^ sem vinnst,
þungt á metunum f leiknum á
móti KR á dögunum sýndu Eyja-
menn góð tilþrif og ekki mun-
aði nema hársbreidd, að þeim
tækist að krækja í annað stigið.
Fram-liðið er nýkomið úr
keppnisför frá Svíþjóð, þar sem
gekk á ýmsu hjá liðinu. Fram
tapaði fyrri leiknum í ferðinni,
gegn 1. deildar liðinu A.I.K., með
miklum mun, eða 9-1. og mætti
því halda, að „standard" ísl.
knattspyrnu væri mjög lágur. Og
það er hann vissulega, en þó má
benda á, að A.I.K. lék þremur
dögum síðar sinn fyrsta leik í
síðari umferð sænsku keppninn-
ar og sigraði bá Gautaborgar-lið,
sem einnig er í 1. deild, með 9-3!
Svo að ekki eru Framarar þeir
Framhald á bls. 15.
Úrslitaleikirnir í yngri
flokkunum ákveðnir
Nú er búið að ákveða hvenær
úrslitaleikir í yngri flokkunum í
knattspyrnu fara fram.
Þrjú lið leika til úrslita í 3.
flokki: KR, Þróttur og Valur.
Leika KR og Þróttur fyrst inn-
byrðis og fer sá leikur fram á
fimmtudaginn á Melavellinum og
hefst kl. 20. Næsti leikur í 3. fl.
fer fram á sunnudaginn og leika
(þá Valur og Þróttur. Fimmtudag
inn 22. ágúst fer svo síðasti leik-
urinn fram, leikur Vals og KR.
Allir þessir leikir fara fram á
Melavellinum.
í 4. flokki leika Valur og Vík-
ingur til úrslita. Fer sá leikur
fram á sunnudaginn á Melavellin-
um og hefst kl. 14.
í 5. flokki 1-eika KR og Vest-
mannaeyjar til úrslita og fer leik
urinn fram á Melavellinum mið-
vikudaginn 21. ágúst og hefst
kl. 18. Strax á eftir fer fram
úrslitaleikurinn í 2. flokki, en
þar mætast Fram og Vestmanna-
eyingar.
Eyjamenn í vörn. Þarna grípur Páll Pálmason, markvörBur Eyjamanna,
inn í á réttu augnabliki í ieiknum gegn Vai. HvB skeSur í kvöld?
Vinnings-
númerin
Dregið hefur verið í happ-
drætti knattspyrnudeildar
Breiðabliks, hjá bæjarfógetan
um í Kópavogi. Upp komu eftir
farandi vinningsnúmer:
1. Strauvél nr. 85
2. Hrærivél — 710
3. Ferðaútvarp — 3362
4. Jtyksuga — 2869
5. Hárþurrka — 1618
6. Brauðrist — 3752
7. Vöflujárn — 1134
8. Standlampi — 2598
9. Rakvél — 1155
10. Brauðrist — 4452
11. Brauðrist — 2617
12. Hraðsuðuketill — 526
13. Hringofn — 3105
14. Vöflujárn — 96
15. Vöflujárn — 975
Vinninga skal vitja til Guð-
mundar Þórðarsonar, Kársnes-
braut 33. Sími 40674.
(Birt án ábyrgðar)
Fyrirspurn til Mótanefndar KSÍ:
Úrslitaleikur eða ekki
úrslitaleikur í 2. deild?
Mikið hefur verið rætt um
2. deildar keppnina í knatt-
spyrnu að undanförnu, með
tilliti til fjölgunar í 1. deild
og samiþykktir um þetta efni
á síðasta KSÍ-þingi.
Nú heifur verið ákveðið, að
Akranes og Haukar — sigur-
vegarar í riðlunum í 2. deild
í ár — leiki þriðjudaginn 20.
ágúst n.k. Ekki hefur fengizt
svar við því, hvort líta beri
á þennan leik sem úrslitaleik
2. deildar. í samþykktinni frá
síðasta KSÍ-iþingi er ekki gert
ráð fyrir neinum úrslitaleik í
2. deild, en hins vegar er sagt
skýruim orðum, að tvö efstu
liðin í 2. deild og fall-lið 1.
deildar skuli heyja einfalda
stigakeppni um 2 sæti í 1.
deild, sem losna.
Nú hefur verið á það bent,
bæði í þessu blaði og öðrum,
að svo geti farið, að sigurveg-
arinn í leik Akraness og Hauka
sitji eftir í 2. deild, en slíkt
væri í hæsta máta óeðlilegt
og ósanngjarnt, þar sem erfifct
er að líta á þa:m leik öðru
vísi en úrslitaleik 2. deildar.
Og sigurvegararndr í 2. deild
færðist sjálfkrafa upp.
Þess vegna er eftirfarandi
fyrirspurnum nú beint til Móta
nefndar KSÍ, sem sér um fram
kvæmd móta:
1) Ber að líta á leik Akraness
og Hauka, sem úrslitaleik í
2 .deild?
2) Sé svo, færast þá sigurveg-
Framhaio a öis 15
r