Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst 1968. TÍMINN 9 Ufgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján BenedUotsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins6.on (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi rltstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- iýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523, Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands — í iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. r ERLENT YFIRLIT Bretar og Rússar eiga mikinn þátt í himngiHio í Biafra Bændur og samvinnan Engum, sem kemur á landbúnaðarsýninguna, getur dulizt hinn mikli þáttur, sem samvinnuhreyfingin á í framförum landbúnaðarins. í sýningarskránni minnist Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags íslands, þessa þáttar þeirra á viðeigandi hátt, en hann segir þar í grein, sem hann skrifar um þróun landbúnaðarins: „Það væri söguleg fölsun, ef lokið væri þessari stuttu og ófullkomnu frásögn af þróun landbúnaðarins á þess- ari öld, og samvinnufélaganna væri að engu getið. Bænd urnir höfðu forustuna um stofnun þeirra. Þá bjó yfir 90% þjóðarinnar í sveitunum. Þetta fólk fylkti sér undir merki samvinnunnar. Bændurnir hafa skilið það til fullnustu, að án þeirra eigin verzlunarsamtaka hefðu þeir ekki komið í fram- kvæm/i helmingnum af því stórvirki í landbúnaðarmál- um, sem þeir hafa innt af höndum á 3—4 áratugum. Á þessu stutta tímabili hafa þsir byggt upp sveit- irnar, bæði yfir fólk og fénað, 7—8 faldað ræktunina, stórfjölgað búfénaðinum ög kynbætt hann svo rösklega, að afurðageta kúnna hefur nærri tvöfaldazt og fast að helmingi meiri kjötþungi eftir hverja á nú, en var um s.l. aldamót. Þeir hafa byggt mjólkursamlög um all land, sum þau fullkomnustu, sem þekkjast, sláturhús, einn- ig um allt land og frystihús. Við ræktunina eru notaðar fullkomnustu og stórvirkustu vélar á félagslegum grund- velli. Þess er skammt að bíða, að hver einasti bóndi eigi tvær dráttarvélar. Og allar aðrar nauðsynlegar bú- vélar, sem hver bóndi þarf að eiga, fyrirfinnast hjá flest- um bændum. Og svo er komið, sem betur fer, að búnað- ur íslenzkra sveitaheimila innanhúss, stendur ekki mikið að baki því, sem gerist hjá öðrum menningarþjóðum og mörg heimili jafnfætis. Það skal fullkomlega viðurkennt, hve mikinn hlut lánasfcofnanir landbúnaðarins eiga í allri þessari upp- byggingu. En það hefði á engan hátt hrokkið til, ef hin mikla og ómetanlega fyrirgreiðsla samvinnufélag- anna hefði ekki verið fyrir hendi“. Þessi reynsla ætti að vera bændum mikil hvatning til að standa vel um þennan félagsskap þeirra, sem nú er þrengt að á margan hátt. Hvers á iðnaðurinn að gjalda? Morgunblaðið skýrði nýlega frá því, að ríkisstjórnin hefði sett gjaldeyrishöft til verndar íslenzkum flugfé- lögum og skipafélögum. Enginn íslenzkur aðili má nú leigja erlenda flugvél eða erlent skip til farþegaflutn- inga, nema með leyfi gjaldeyrisyfirvaldanna. Þessi höft eru sett á vegna þess, að flugvélögin og skipafélögin eiga nú í vök að verjast. Það skal síður en svo gagnrýnt hér, að ríkistjómin hefur gripið til umræddra gjaldeyrishafta. En það eru fleiri íslenzkir aðilar en flugfélögin og skipafélögin, sem þarfnast slíkrar verndar vegna erlendrar samkeppni. Þetta gildir um mikinn hluta iðnaðarins. Margar iðn- gremar eru að dragasí saman eða leggjast niður af þess- ari ástæðu. Því óttast menn ekki að ástæðulausu, að hér verði atvinnuleysi í haust og vetur. Hvers vegna er iðnaðurinn látinn sitja hér við annað borð en flugfélögin og skipafélögin? Hvers á hann að gjalda? Rússneskar flugvélar og brezk vopn hafa tryggt yfirburði Nígeríu. Úr flóttamannabúð í Biafra. FYRIR NOKKRUM DÖGUM hófst í Addis Abeba, höfuðborg Ethiopiu, sérstök ráðstefna und ir forustu Haile Selassie keis- ara, þar sem mættir eru full- trúar frá ríkisstjórnunum í Nigeríu og Biafra. Tilgangur ráðstefnunnar er að reyna að koma á friði eða a. m. k. varan- legu vopnahlé í styrjöldinni, sem nú geisar milli Nigeríu og Biafra. Mjög litlar líkur benda til þess. að samkomulag náist að sinni. Stjórn Nigeríu heimtar svo að segja skilyrðislausa upp gjöf Biaframanna. Stjórn Bi- afra vill hins vegar ekki semja nema sjálfstæði Biafra verði viðurkennt. Líklegt þykir þó, að Haile Selassie reyni að koma í veg fyrir, að ráðstefnan leys- ist upp, heldur haldist hún fram í september eða þangað til ráðstefna Bandalags Afríku rikja kemur faman í Alsír. Þar mun verða gerð ný tilraun til að koma á sáttum Svo á að heita, að nú sé vopnahlé í styrjöldinni. Báðir aðilar höfðu lofað að draga úr vopnaviðsKiptum meðan ráð- stefnan í Addis Abeba stæði yfir. En stjorn Nigeríu, sem hefur sterkari hernaðarlega að- stöðu, hefur lýst yfir því, að hún sætti sig ekki við langan drátt. Þess vegna er óttast, að hún hefji nýja sókn þá og þegar. EN ÞÓTT iitil vopnaviðskipti hafi átt sér stað í Biafra að undanförnu, vaxa hörmungarn- ar þar með hverjum degi. Her Nigeríu hefux náð óllum helztu hafnarborgum og flugvöllum í Biafra á vald sitt. Fólkið hefur flúið þau héruð. sem her Niger íu hefur náð á vald sitt, og eru nú milljónir flóttamanna í þeim landshluta, sem enn er á valdi Biafrastjórnar. Þar ríkir nú hungursneyð, því að helztu að- flutningsleiðirnar hafa lok- azt. í sumum flóttamannabúð- unum deyja nú daglega hundr- uð og þúsundir manna úr hungri, ekki sízt ungbörn. Lýs- ingar blaðamanna, sem hafa heimsótt bessar flóttamannabúð ir, eru þær hörmulegustu, sem lengi hafa sézt Rauði krossinn og fleiri líkriurstofnanir, hafa reynt að skipuleggja hjálp og flutt talsvert af meðulum og nauðsynlegustu maivælum loft leiðis til Biafra. Nigeríustjórn gerir sitt ítrasta til að hindra þessa flutninga og Tiafa þeir nú að mestu lagst niður, þar sem Nigeríuher hefur orðið aðstöðu til að skjóta flugvélarn ar niður. FYRIR > EVRÓPUMENN er þetta ástand ekki sízt óhugn- anlégt vegna pess. að það eru tvær ríkisst.jórnir i Evrópu, er eiga mikinn þátt í því, hvern ig komið er. Þegar styrjöldin hófst fyrir rúmu ári, bentu sterkar líkur til. að hún myndi verða hálf- gert þóf milli herjanna, hvor- ugur herinn var nægilega vopn- um búinn til að yfirbuga hinn. Þetta þóf hefði getað leitt til samkomulags um síðir. Það réði hins vegar úrslitum. að rússneska stjórnin hóf að selja Nigeríustjórn herflugvél- ar og brezka stjórnin leyfði ó- takmarkaða vopnasölu til henn- ar. Þetta helur gert Nigerlu- stjórn möguiegt að afla sér þeirra vopna, sem hefur tryggt her hennar yfirburði I styrj- öldinni. í Bretlandi sætir nú vopna- salan til Nigeríu sívaxandi gagnrýni og hefur hún hvað eftir annað verið gagnrýnd f brezka þingmu Ríkisstjórnin hefur samt ekki enn breytt af- stöðu sinni. Af hálfu Biafra- manna er trezku stjórninni einna mest Lennt um bað á- stand, sem nú ríkir í landi henn ar. ÞAÐ RÆÐUR vafalaust miklu um afstöðu Breta, að þeir eiga miklar eignir í Nigeríu og ótt ast um þær ef beir stöðva vopnasöluna bangað Þá hafa þeir og vafalaust reiknað dæm ið rangt, iíkt og Bandaríkin í Vietnam. Peu- hafa reiknað með því að Biaframenn myndu fljót lega gefast upp eftir að þeim yrðu Ijósir yfirburðir Nigeríu- manna. Reyndin er hins vegar sú, að Biaframenn hafa harðnað við hverja raun og virðast nú ákveðnari í bví að berjast fyrir sjálfstæði sínu en uokkru sinni fyrr. Tapi þeir styrjöldinni, munu beir grípa til skæruhern aðar, sem gæti staðið áx*um sam an. Ef til vili telja Bretar sig svo eitthvað skuldbundna vegna þess, að þeir eiga sögulegan þátt í þeirr' ógæfu, sem hér hefir orðið. Þeir reyndu að sam eina í Nígeríu marga ólíka og óvinveitta þjóðflokka undir eina yfirstjórn. Þetta hefur reynzt skammsým. íbo-þjóðflokkurinn, sem byggir Biafra, sætti vax- andi -ágangi af hálfu Hausa- manna, sem búa í Norður-Nig- eríu og eru rr.iklu fjölmennari. Fyrir Ibo-menn var því að lok um ekki um annað að velja en reyna að stotna eigið ríki eða eiga nær algera útrýmingu yfir höfði sér. Þess vegna var Biafra ríki stofnað a síðastl. ári. í fyrstu sætti það mikilli tor- tryggni í Afríku, því að flest ríkin þar hafa fleiri þjóðfl. inn an vébanda sinna, en engan jafn- stóran og iþróaðan og Ibo-menn. Málstaður Ibo-manna hefur líka öðlast aukin>, skilning eftir því, sem hann nefur skýrzt betur. Fjögux Afríkuríki hafa nú viðurkennt Biafra, en það eru Tanzania. Zambia, Gabon og Fílabeinsströndin Þá hefur franska st.iórnin nýlega birt yfirlýsiugu, sem rfligast viður kenningu á Biafra. Sést hér enn, að de Gaulle er sá vestræni stjórnmálamaðurinn er skilur bezt málefni Afríku Ef Bretar og Rússar hetðu sýnt sama skilning myndi stórfelld hung ursneyð ekki hr.iá einn tremsta og menntaðasta þjóðflokk Afr- íku. ÞÞ. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.