Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 5
' *r /; / /’■;
MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst 1968.
TIMINN
í New York er um þessar
mundir talaff um dýrasia og
lengsta koss veraldar. í kvik-
myndinni The Thomas Crown
Affair kyssir Steve McQueen
Faye Dunaway og það tók sjö
klukkustundir að kvikmynda
þennan koss. Á tjaldinu varir
hann hins vegar sjö mínútur.
Taka þessa eina atriðis kost-
aði tuttugu þúsund dollara.
Kvennagullið egsypzka Omar
Shariff hefur leikið á móti fjöl
mörgum leikkonum og hefur
látið í ljós álit sitt á nokkrum
þeirra. Julie Christie segir
hann að sé gáfuð en ókvenleg,
en Geraldine Chaplin hefur
enga leikhæfiieika, en er kven-
leg að áliti Shariffs. Hann hef-
ur auk þess íeikið á móti Sop-
hiu Loren, Anouk Aimée, Cath
erine Deneuve og Barböru
Streisand, sem allar eru yfir
það hafnar, að Omar láti nokk
ur orð um þær falla.
Tízkusýningum þeim sem
sýna haust- og vetrartízkuna í
París er í þann veginn að
ljúka. Margar frægar konur
leggja leið sína í frönsku tízku
húsin um þessar mundir, þar á
meðal hertogafrúin af Windsor,
sem nú er yfir sjötugt. Hún var
viðstödd tízkusýningar hjó
Dior og þar kom hún auga
á glæsilegan kjól, sem hún
keypti þegar í stað gegn því
loforði, að samskonar kjóli
yrði ekki saumaður fyrr en
eftir 6. september, hún ætlaði
nefnilega að klæðast honum í
veizlu. Hún hefur greinilega
lært af reynslunni því að fyr-
ir nokkrum árum varð hún fyr-
ir því að koma til samkvæmis í
róndýrum m'ódelkjól og fyrsta
manneskjan sem hún sá í sam
kvæminu var í nákvæmlega
eins kjól frá sama tízkuhúsi.
Hjartaskurðlæknirinn frægi
Christian Barnard hefur nú al-
gjörlega hafnað því að leika
sjálfan sig í Jrvikmynd, sem á
að gera um ævi hans og starf.
Hins vegar ftefur hann þegið
smiáhlutverk í þýzkri sjónvarps
kvikmynd, sem nefnist Hirð-
fíflsárið. Leikkonan sem leikur
á móti honu-m þar verður Nancy
Sinatra.
Audrey Hepum unir sér all
vel eftir skilnaðinn við eigin-
mann sinn, Mel Ferrer. Hún
býr nú í villu sinni í Sviss
í nágrenni Genfar, og til þess
að geta verið þar óáreitt, notar
hún nafn fyrrverandi eigin-
mánns síns og kallar sig
Madame Ferrer.
Hertoginn og hertogafrúin af
Windsor eru nú í þann veginn
að selja sumarhús sitt í Suður-
Frakklandi. Hertoginn, sem er
orðinn sjötíu og fjögurra ára
gamall, er nú búinn að missa
áhugann á því að sitja úti í
garði og hugsa um blómin sín
og ákváðu hjónin að selja þenn-
an sumarstað sinn fyrir fimm-
tíu milljónir. Eina tilboðið,
sem þau hafa fengið í hann, er
frá óperusöngkonunni Maria
Callas.
Bítlana drifið síðan þeir vora
í Indlandi í jógahugleiðingum
með jóganum Maharashi. Helzt
er það til tíðinda að hjónabönd
tveggja þeirrá eru talin í
bráðri hættu. Hér á myndinni
sjáum við Jonn Lennon sem er
sagður standa í skilnaði um
þessar mundir og fara þau
Cynthia og hann hvort sína
leiðina. Cynthia hefur verið
bendluð við ítalskan hótelkóng
Roberto Bassani, en hún vill
sem minnst við það samband
kannast og segir að eini mað-
urinn í lífi hennar sé hinn
fimm ára gamli sonur hennar.
Julian. John hefur hins vegar
ekkert látið frá sér heyra um
þetta mál, en hann hefur oft
sézt með japanskri listakonu,
sem nefnist Yoko Ono og er
hér með honum á myndinni.
Arthur Barbosa er innanhús
arkitekt og iékk það starf að
innrétta lystisnekkju Taylor-
Burtonhjónanna Hann hefur
eftir að starfinu lauk, sagt að
þetta sé í tyrsta og síðasta
sinn, sem hann innréttar skip.
í dagbók sina skrifaði hann,
að samstarfið við þau hjónin
hafi verið hreinasti tortúr.
Suma dagana talar hann meira
að segja um helvítis tortúr,
Og um einn sunnudag í maí
segir hann að deginum verði
ekki með orðum lýst. Þegar
hann hafði lokið verkinu fyrir
Taylor-Burton fór hann í ferð
með annarri lystisnekkju ásamt
Rex Harrison til þess að hvíla
sigi
A VlÐAVANGI
Margret Bretaprinsessa er um
þessar mundir á ferðalagi á-
samt eiginmanni súmm Snow-
don lávarði um Ítalíu. Þessi
mynd er tekin af þeim hjónum, glaðleg á svipinn hér á mynd
þegar þau eru að koma frá inni telja ýmsir að hjónabandið
því að skoða skakka tuminn í gangi ekki sem bezt.
Pisa. Enda þótt þau hjónin séu
„Með nýjum sjónar-
miðum, nýjum hrær-
ingum ,nýrri stefnu,
komi Iíka nýtt líf og
nýr kraftur".
Það má segja, að flestir séu
orðnir þreyttir og leiðir á
stjórnarhátturo í þjóðfélaginu,
stjórnendum þess og viðhorf-
um þeirra, ptgar aðalmálgagn
ríkisstjórnarinnar helgar póli-
tískum hugleiðingum sínum dag
eftir dag nauðsyn þess að tekin
verði upp ný stefna, nýir menn
taki við stjórnartaumum, ó-
þreyttir menn með ný og heil-
brigð viðhorf. Betur og hressi-
legar er ekki unnt að taka und
ir við þau skrif Tímans undan-
farin misseri, að þjóðinni ríði
á að fá nýja stefnu, nýja menn
og ný viðhorf. Örþreyttir menn
leysi hina þreyttu og ráð-
lausu stjórnendur af hólmi.
í Reykjavíkurbréfi Mbl. á
sunnudaginn sagði:
„Sá, sem Öllu vill halda ó-.
breyttu hlýtur að verða undir 1
samkeppni og samskiptum. I
rauninni má segja, að breytinga
sé þörf breytinganna vegna, að
með nýjum sjónarmiðum, nýj-
um hræringum, nýrri stefnu
komi líka nýtt líf og nýr kraft-
nr.“
„Nýtt blóð — ferskt
andrúmsloft. Á hverju
þarf ísland meira
að halda?"
Og það eru ekki aðeins ung-
ir Sjálfstæðismenn, sem eru
orðnir óánægðir með frambjóð
endur og aiþingismenn Sjálf-
stæðisflokksins og athafnir þing
meirihL á Alþingi og krefjast
þar breytinga og aukinnar þátt.
töku ungs fólks og aukinna á-
hrifa þess. Ritstjórar Mbl.'
krefjast nú uýrra manna og
nýrrar stefnu og í gær móta
þeir kröfuna með þessum orð-
um:
„Nýtt blóð — ferkst and-
rúmsloft. Á hverju þarf fs-
land meira að halda?“
Það, sem þarna speglast, er
sú almenna oánægja, sem nú '
ríkir í landinu með stjórn lands
ins, stjórnarháttu og öll við-
horf stjórnenda til vandamál-
anna, sem við er að glíma í
þessu landi. Þessi óánægja er
nú orðin svo megn, að jafnvel
Morgunblaðið treystir sér ekki
lengur til að hafa uppi varnir
en tekur undir. Bregðast Bjai-na
Benediktssyni þá krosstré sem
önnur, tré, þegar svo er komið.
Frjáls skoðana-
myndun?
Annars verður gaman að fylgj
ast með Morgunblaðinu þegar
þar að kemur og þessi skyn-
semisandi hverfur ritstjórun-
um og búið er að taka þá hæfi
lega á beinið. Þá verður það
hlutskipti þeirra að segja les-
endum sínum, a*5 þau viðhorf,
sem undanfarið Irafa verið túlk
uð svo frjálsmanulega í ritstjórn
argreinum Morgunblaðsins að
undanförnu, eigi alls ekki við
um þingmeinhlutann og ríkis-
stjórn landsins eða stjórn
Reykjavíkurburgar. En við
þökkum fyrir hvern dag, sem
Guð gefur, og ritstjórar Morg-
unblaðsins fá að njóta réttinda
hinnar frjálsu skoðunamyndun-
ar, þegar þeir segja hug sinn
allan, því það er þó aðalmark-
Framhald á bls. M.