Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 14. ágúst 1968. AD RÆKTA GARDINN SINN Þeir eru orðnir margir skrúð- garðarnir í kringum hús hér í borginni, Og margir hverjir einkar íallegir og snyrtilegir. Við gleðj um auga okkar á að horfa á þá, en munum ekki alltaf eftir því, að hver unaðslegur garður með fallegum trjám, blómum og mat- jurtum segir sögu af mikilli vinnu. En þeir eru líka margir sem telja það sínar mestu ánægjustundir, er þeir verja til að dytta að garð- inum sínum. Utiveran er góð, og sagt er, að það sé hverjum manni hollt, að sjá eitthvað vaxa og gróa í námunda við sig. Og hver okkar á ekki tinhvern nágranna sem ver nær öilum góðviðrisdög- um sumarins í garðinum sínum, sæll í hjarta. Um daginn ókum við um borg- ina, og virtum fyrir okkur umhverf ið í góðviðrinu. Sáum við þá ýmsa, sem voru að taka til hend inni í görðum Jnum, og datt í hug, að gaman væri að spjalla við eitthvað af þessu fólki. Fyrir utan fallegt tvílyft ein- býlishús við Austurbrún hittum við frú Rigmor Magnússon, sem er ciginkona Óskars Magnússonar, skólastjóra frá Tungunesi. Frú Rigmor er dönsk að ætt og vön hlýrri sumrum frá fyrri tíð, en hún hefur ekki gefizt upp, held ur ræktað upp stóran og fallegan garð við hús fjölskyldunnar, þótt kaldan blási oft um Austurbrún- ina. — Við höfum búið hér í 11 ár, en garðurinn var ekki full- gerður fyrr en í fyrra enda er lóðin mjög stór. Vinur okkar Óli Valur Hansson, skrúðgarða- arkítekt, teiknaði hann fyrir okkur. Þegar við spyrjum frú Rigmor hvort henni finnist ekki erfiðara að stunda garðrækt hér í svalviðr ínu en í heimalandi hennar Dan- mörku, svarar hún, að oft komi nú líka köld sumur í Danmörku. — Sumarið 1939, var dásamlegt s'umar, segir hún. — Þá kom ég í fyrsta sinn til íslands með fyrstu ferð Esju eftir stríð og við hjónin sigldum kringum landið. Ég held að það hafi komið fjórir rigningardagar allt sumarið. — Mér finnst gróðurinn hér í borginni hafa aukizt mikið og borgin-fríkkað frá þeim tíma. — Er ekki mikil vinna að hugsa um svona stóran garð? — Ég vinn eitthvað í garðinum á næstum hverjum degi, og eig inmaðurinn og sonurinn hjálpa mér eftir mætti. — Hvaða störf finnst þér skemmtilegust? — Ég er mest gefin fyrir blóma rækt, en sonurinn sem er nú reynd ar við sumarvinnu í Bifröst í Borgarfirði, vill helzt slá og þess háttar. Maðurinn minn unir sér vel við að vökva. Við spyrjum frú Rigmor um fjölda tegunda i garðinum. Hún segist ekki hafa hugmynd um hve margar þær séu. En við kom um auga á ýmsar tegundir, svo sem kastaníutré, snjóberjarunna, rauðblaðarósir auk annarra al- gengari tegunda. — Hafið þér þá nokkurn tíma til að sinna öðrum áhugamálum, spyrjum við að lokum — O, já, já. Ég vef og sauma og sitthvað fleira. — Við þþkkum fyrir spjallið, og hundurinn Molly, félagí frú Rig mor í garðinum fylgir okkur út á götuna og er nú orðin hin kunn uglegasta. Og við ökum áfram gegnum borgina, farið er að blása kalt en sólin 'skín. f Grundargerði sjáum við mann við vinnu í garði sínum. Það reynist þá vera kunningi okk- ar, Jón Sigurðsson, starfsmiður og hljóðfæraleikari Synfóníuhljóm sveitar íslands. Hann á þarna fremur lítinn og snyrtilegan blett á horni Sogavegar Rykið lék garð eigendur heldur grátt á þessu svæði fram til þessa en nú hefur mikið rætzt úr e|tir að Soga- vegurinn var malbikaður, en samt er umferð mikil alveg í hlaðinu hjá fjölskyldu Jóns ef svo má segja., — Ég vinn í garðinum, þegar gott er veður, til þess að vera úti. — Hve gamall er garðurinn þinn orðinn? — Hann er sjö ára. — Hafa aðrir í fjölskyldunni áhuga á garðrækt? — Nei, ég hugsa einn um þehh an blett. Og við áður en við kveðjum skoðum við matjurtagarðinn hans Jóns, sem er sannarlega hinn matarlegasti. Þar ræktar hann að minnsta kosti tíu tegundir af grænmeti, þar á meðal blaðlauk og rauðrófur, kái, salad og margt fleira. Það er sannarlega fjörefna auðug fæða á borðum á hans heimili í sumar Það eru margir fallegir garðar í Gerðunum, og víða má sjá fólk bogra yfir beðunum eða renna sláttuvél yfir grasflötina sína. Að Hjónin Margrét og Jón Halldórsson í garðinum sínum. Maríustyttsn í hellismunnanum. Teigagerði 5 hittum við hjónin Margréti EyjóLisdóttur og Jón Halldórsson, sem eiga þar lagleg an blett, sem þau hafa að öllu leyti hugsað um sjálf, einkum þó húsfreyjan. Hún segir að hún' eyði flestum góðviðrisdögum í garðinum sínum, sleiki sólina og klóri eitthvað 1 beðin þess á milli. — Hafið þið nokkra hugmynd um, hversu margar tegundir eru í garðinum? — Nei, það hef ég ekki, en þær eru nokkuö margar, bæði fjölærar jurtir og sumarblóm. — Það hlýtur að fara heilmikill tími í að halda garðinum sínum svona fallegum — Maður er að þessu meira og minna allt sumarið, vinnan hefst strax og klaki er farinn úr jörðu, og svo er eitthvað gert hvern góðviðrisdag, gróðursett, vökvað, klippt, snyrt og slegið. Jú, það eru ansi margir timarnir, sem í þetta fara, en maður sér ekkert eftir þeim, síður en svo. — Verður þetta ekki að eins konar bakteríu? — Jú, sjálfsagt er þetta eins og með blessaðan laxinn. Þegar menn eru byrjaðir að veiða, geta þeir hreint ekki hætt,' — segir Jón. — En það má samt sem áður segja, að þetta sé nokkuð van- þakklátt starf, — segir Margrét brosandi. Eftir margra tíma; vinnu í garðinum kemur oft lemj- Framhald á bls. 15. Jón Stgurðsson dyttar að garðl sínum. Frú Rígmor Magnússon horfir á litskrúðug blóm sín.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.